Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 39 á að nota það á fólksbíla, sendibila. skúffubíla, jeppa og jepplinga sem boðið kann að verða upp á í framtíðinni þó þeir verði ekki endilega fram leiddir í Svíþjóð. Volvo AB mun hins vegar halda áfram að fram- leiða vöra- bíla og fólks- flutningabíla und- ir sínu gamalkunna merki og raunar munu standa yfir við- ræður um að Volvo AB kaupi Scania AB, en með þeirri sam- einingu yrði Volvo-Scania stærsti framleiðandi í Evrópu á sinni línu. Og nú á Volvo AB seðla til að veifa framan í Með kaupunum á Volvo er Ford orðinn framleið- andi tveggja tegunda lúxusbíla í Evrópu og einnar í Ameríku. Jagúar frumkynnti nýjan bíl í Birming- ham í haust og nýr „lftill“ Jaguar er væntanlegur 2001. Þróunarheiti hans er X400 og bíllinn á að keppa við BMW 3-línuna og Benz C. - hér er hann í tilraunaakstri og þó allmikið dulbúinn þannig að endanlegt útlit hans verður öðruvísi. Scania; hafði raunar keypt 13% hlut í Scania fáum áður en salan var til- nt. Þegar kaup Ford á Volvo voru til- kynnt var Nasser spurð- ur hvort útsölu- staðir Ford yrðu látnir yfirtaka söluna á Vol- vo, líkt og varð raunin með Rover/Land Rover þegar BMW keypti það merki. Nasser svaraði því til að augljóslega væri það fýsi- legur kostur en of snemmt væri að fara nánar út í þá sálma. Hér á landi breytir það ekki miklu þar sem Fordumboðið Brim- borg er líka með umboð fyrir Volvo. -SHH _7-------------------------------------------- Otti við uppsagnir hjá NedCar - launþegar óttast að Ford flytji Volvoframleiðsluna frá NedCar Verkalýðsfélögin sem eiga starfs- fólk innan veggja NedCar í Hollandi hafa áhyggjur af því að störfum fækki hjá NedCar nú þegar Ford hefur keypt Volvo. Bent er á að ekki séu nema 80 km frá verksmiðju NedCar í Bome í Hollandi til For- dverksmiðjanna í Köln, 45 km til Fordverksmiðjanna í Genk í Belgíu og Volvoverksmiðjurnar í Ghent í Belgíu séú ekki nema 100 km í burtu. NedCar var upprunalega í jafnri eigu Volvo, Mitsubishi og hollenska riksins. Verksmiðjumar framleiða Volvo S40 og V40 og Mitsubishi Carisma og Volvo og Mitsubishi hafa keypt hlut hollenska ríkisins að jöfnu. Framkvæmdastjóri NedCar, Christian DeWulf, segist ekki sjá neinar blikur á lofti þó Ford hafi nú eignast hlut Volvo í þessu dæmi. Hann telur þvert á móti að hagur NedCar styrkist við þetta því fram- Mitsubishi Carisma er framleidd hjá NedCar eins og Volvo 40, enda eiga Vol- vo og Mitsubishi NedCar að jöfnu. Volvo 40-bflarnir eru framleiddir hjá NedCar f Hollandi. leiðni fyrirtækisins sé svo góð að Ford muni frekar renna stoðum undir það en setja fótinn fyrir það. Vinna við næstu kynslóðir S40/V40/Carisma hjá NedCar er komin vel á veg, of langt til þess að úr þessu sé fýsilegt að blanda botn- plötu Fordbíla eins og Focus í það dæmi. Hins vegar sé vel hugsanlegt að hagkvæmt verði að nota ýmsa íhluti frá Ford en hagræðing af því tagi er einmitt eitt af því sem á að verða ávinningur við samrana eins og kaup Ford á Volvo. DeWuif telur einboðið að þriðja kynslóð S40/V40 verði mun Fordtengdari heldur sú sem nú er á teikniborðinu. Nissan með nettan fjölnotabíl Nissan hyggst setja nýja kynslóð Al- merabflsins á markaðinn vorið 2000 og lítinn hölnotabfl á sama grunni fáein- um mánuðum seinna. Fjölnotabíllinn er ámóta og Renault gerði vinsælan á augabragði með Mégane Scénic og hef- ur síðan fengið hvem keppinautinn á fætur öðrum. Nýi Almera-flölnotabfll- inn frá Nissan á að heita Tino. Nýja Almeran verður smíðuð í verk- smiðjum Nissan í Sunderland á Bret- landi ásamt Primera og Micra. Tino verður framleiddur í verksmiðjum Nissan á Spáni. -SHH i ..'..’vry ~i r7íljja' M L M wra H : r jum ■m WSm . - M ** ] 0lar - ‘ Sala Volvo háð samþykki hluthafa Salan á Volvo til Ford er eins og sala hlutafélaga yfirleitt háð samþykki hluthafa. Bent hefur verið á að hluthafar í Volvo AB hafa í þrígang hafnað sölu sem forráðamenn fyrirtækisins hafa samið um. í fyrsta lagi höfnuðu þeir fyrirhugaðri og umsaminni sameiningu Saab og Volvo árið 1977. Árið 1979 var því hafnað að norska ríkisstjómin keypti fyrir- tækið og 1989 var Renault vísað á bug þó almennt væri talið frern- ur líklegt að sú sameining yrði samþykkt. Að þessu sinni er þó gert fastlega ráð fyrir að kaupin verði samþykkt. -SHH ICJIG aukaljós meiri háttar verb Proiektor beam lights „fiskauga" Stærð: bxhxd 70x80x134 mm Kr. 5.950 parið I varahlutaverslun [j Nýbýlavegi 2, sími 554 2600 Fax 564 2970 Ryðvörn Þórðar Smiðshöfða 1 -112 Reykjavík - Sími 5671020 - Fax 587 2550 97?my77ze> Varahlutir fyrir sjálfskiptingar WP VARAHIUTIR EHF SMIÐJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR SÍMI587 0240 - FAX 587 0250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.