Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Fréttir Sigbjörn sigraði með 10 atkvæða mun á Norðurlandi eystra: Ekki eining um Sig- björn í fyrsta sætinu - , jarðarfararstemning“ á kosningavöku hjá Svanfríöi Prófkjör Samfylkingar á Norðurlandi-eystra Skipting atkvæða Sigbjörn Gunnarsson 1. sæti 961 1.-2. sæti 1.353 1.-3. sæti 1.765 1.-4. sæti 2.079 2.316 j Röðin: 1. Sigbjöm Gunnarsson A. Svanfríður Jónasdóttir 951 1.537 1.984 2. Örlygur Hnefill Jónsson Abl Örlygur Hnefill Jónsson 840 1.400 1.766 2.089 J 3. Svanfríður Jónasdóttir A. Kristín Sigursveinsdóttir 173 940 1.532 2.122 | 4. Kristín Sigursveinsdóttir Abl Finnur Birgisson 96 507 1.144 1.882 I 5. Finnur Birgisson A. Pétur Bjarnason 43 391 1.001 1.768 6. Pétur Bjarnason A. Kosning í fjögur efstu sætin er bindandi. DV, Akureyri: Æsispennandi kosninganótt hjá Samfylkingarmönnum á Norður- landi eystra lauk á fjórða timanum aðfaranótt sunnudags þegar síð- ustu utankjörstaðaatkvæðin höfðu verið talin. Geysileg barátta um 1. sætið var á milli Sigbjöms Gunn- arssonar, fyrrverandi alþingis- manns og sveitarstjóra í Mývatns- sveit, og Svanfríðar Jónasdóttur al- þingismanns og lauk þeirri baráttu þannig að Sigbjörn hlaut 961 at- kvæði í 1. sætið en Svanfríður 10 atkvæðum minna eða 951. Þau óvæntu úrslit urðu því að sitjandi þingmaður missti forustusætið en Sigbjörn á óvænta og glæsilega endurkomu inn í forystusveit Sam- fylkingarinnar. Eftir að fyrstu tölur birtust var lítil gleði ríkjandi í húsi aldraðra á Akureyri þar sem kosningavaka fylkingarinnar á Akureyri var til húsa. í húsinu var reyndar aldrei fjölmenni, mest um 40 manns, og Sigbjörn átti þar engan stuðnings- mann. Sjálfur var hann á öðrum stað í bænum í hópi fjölskyldu sinnar og nánustu stuðnings- manna. Mikil andstaða Ekki er ofmælt þegar ástandið á kosningavökunni er túlkað svo að mikil andstaða sé gegn Sigbirni, bæði innan Alþýðuflokksins og ekki síður meðal alþýðubandalags- manna. Ýmsir forustumenn þess- ara flokka á Akureyri fóru ekkert leynt með þá skoðun sína strax þegar fyrstu tölur komu sem bentu til hvernig myndi fara, og ræddu menn m.a. um að það yrði að finna leið fram hjá þessum úrslitum. Al- talað er að þessi úrslit séu mjög hagstæð fyrir Steingrím J. Sigfíis- son og græna vinstraframboðið i kjördæminu. Eftir fyrstu tölur hafði Sigbjöm 148 atkvæði umfram Svanfríði en þá hafði þriðjungur atkvæða verið talinn. Eftir næstu tölur var þessi munur komin niður í 34 atkvæði en þá hafði rúmur helmingur at- kvæða verið talinn. Eftir þriðju tölur var munurinn 26 atkvæði og einungis eftir að telja utankjör- fundaratkvæði sem voru reyndar á sjöunda hundrað. Og loks þegar úrslitin lágu fyrir var Jarðarfar- arstemning" á kosningavökunni í húsi aldraðra en fagnað á öðrum stað í bænum. Reglur um sæti Það var ekki nóg með að Svan- fríður tapaði fyrir Sigbimi, hún fékk heldur ekki 2. sætið þótt hún fengi flest atkvæði í það sæti eða 1537, þar sem reglur prófkjörsins sögðu að sami flokkur gæti ekki fengið tvö efstu sætin. Þriðja sætið kom því í hlut Örlygs Hnefils Jóns- sonar, lögmanns á Húsavík, sem fékk 1400 atkvæði í 1.-2. sæti en hinn frambjóðandi Alþýðubanda- lagsins, Kristín Sigursveinsdóttir, fékk 940 atkvæði í sæti 1-2. Kristín tekur hins vegcir 4. sætið og er röð þeirra sem urðu í fjórum efstu sæt- unum og fengu bindandi kosningu því Sigbjöm, Örlygur Hnefill, Svan- fríður og Kristín. Finnur Birgisson arkitekt hafnaði í 5. sæti með 1882 atkvæði og Pétur Bjamason fram- kvæmdastjóri í 5. sæti með 1768 at- kvæði. Geysigóð þátttaka var í prófkjör- inu en alls kusu 3288 manns sem er miklu meira en reiknað var með fyrirfram. Athygli vakti að auðir eða ógildir seðlar vom 224 talsins, en þeir ógiltust flestir vegna þess að merkt var við öll nöfnin á listanum, en aðeins mátti merkja við fjögur nöfn. -gk Ég mun leiða lista Samfylkingar til sigurs - segir Sigbjörn Gunnarsson Svanfriði Jónasdóttur var ekki skemmt. DV-mynd gk Mikil vonbrigði - sagði Svanfríður DV, Akureyri: „Það væri ekki heiðarlegt af mér að segja annað en að þessi úr- slit eru mér mikil vonbrigði. Það var reiknaö með þvi fyrirfram að ég væri örugg meö 1. sætið og því hefur fylgt andvaraleysi sem m.a. leiddi til þessarar niðurstöðu," sagði Svanfríður Jónasdóttir þegar úrslit prófkjörsins á Norðurlandi eystra lágu fyrir. „Þessi niðurstaða er í mikilli mótsögn við þau viðbrögð sem ég fékk í kosningabaráttunni sjálfri sem voru jákvæð og hvetjandi. Mér hefur fundist að fólkið sem ég hef hitt hafi metið mig og þaö sem ég hef verið að starfa." - Var kosningabaráttan heiðar- leg: „Eina svarið við því er að það var farið eftir reglunum." - Hvemig líst þér á listann með ykkur þessi fjögur í þessari röð? „Ef gengi framboðsins verður í réttu hlutfalli við þann fjölda sem tók þátt í prófkjörinu þarf ekki að kvíða neinu." - Fyrirfram var ákveðið aö nið- urstaðan varðandi fjögur efstu sætin væri bindandi, munt þú því taka 3. sætið? „Það voru ákveðnar reglur sem unnið var eftir og ég hef virt þær reglur.“ -gk DV, Akureyri: „Ég átti undir högg að sækja í þessari prófkjörsbaráttu þar sem sitjandi þingmaður hafði sterkari stöðu en aðrir frambjóðendur. Það sem réð hins vegar úrslitum var góð vinna stuðningsmanna minna síð- ustu dagana og sterk atvinnu- og byggðapólitík sem ég hef barist fyr- ir,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, kampakátur sigurvegcu-i í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Vitað var um góða vinnu stuðn- ingsmanna Sigbjöms síðustu dagana fyrir prófkjörið en fáir töldu þó að hann myndi sigra Svanfríði Jónas- dóttur. „Ég vissi allan tímann að þetta yrði jafnt og gæti farið á hvom veginn sem var en baráttan var heið- arleg,“ sagði Sigbjörn. Nú er það altalað að þínir stuðn- ingsmenn hafi staðið fyrir mikilli smölun síðustu dagana og hafi t.d. verið farið mikið inn í íþróttafélög bæjarins, sérstaklega KA, og íþrótta- menn sem kusu þig muni ekki endi- lega að styðja Samfylkinguna. „Þetta er af og frá. Ég er hins veg- ar gamall keppnismaður úr íþróttim- um og þar eru enn menn sem styðja mig og hafa alltaf stutt mig. Ég segi aftur að barátta mín í atvinnu- og byggðamálum á þarna stærsta þátt- inn.“ Forustufólk úr Samfylkingunni hafði það á orði á kosningavöku fylk- ingarinnar í nótt að listinn væri ónýtur með þig í 1. sætinu, alþýðu- bandalagsfólk myndi ekki flykkjast um þig og þá væri langt frá því að allir kratar væru hrifhir af endur- komu þinni í pólitíkina. „Ég svara þessu ekki öðruvísi en þannig að ég hef meðal þessa for- ustufólks verið veikari en meðal al- mennings. Því fólki sem studdi mig og þeim sem-tóku þátt í prófkjörinu vil ég þakka fyrir baráttu sem var heiðarleg og engan skugga bar á. Ég mun leiða lista Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra til sigurs í kosn- ingunum í vor,“ sagði Sigbjörn. -gk Stuttar fréttir i>v Sturla og Guðjón efstir Birtur hefur verið framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. í efstu tveimur sætunum eru sem fyrr alþing- ismennirnir Sturla Böðvars- son og Guðjón Guðmundsson. í þriðja sæti er Helga Halldórs- dóttir, í því fjórða Skjöldur Orri Skjaldarson og í fimmta Sigríður Finsen. Inflúensufaraldur Inflúensufaraldurinn sem fyrst varð vart skömmu eftir áramót er nú talinn hafa náð hámarki og er það von lækna að hann sé í rénun. Ný pitsukeðja Búast má við fjölgun pitsustaða hér á landi á næstunni en ís- lenska pizzugerðin hf. hefur feng- ið einkaumboð á íslandi fyrir bandarísku pitsukeðjuna Little Caesars sem er sú næststærsta í Bandaríkjunum. Keikó sýnir framfarir Að sögn þjálfara Keikós í Kletts- vík í Vestmannaeyjum liður hvaln- um vel í sínum nýju heimkynnum. Þjálfarinn segir hann synda mikið, éta vel og vera í góðu formi. Morg- unblaðið sagði frá. Gísli óánægður Gísli S. Einarsson, alþingismað- ur Alþýðuflokksins á Vesturlandi, hefur lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd prófkjörs Sam- fylkingarinnar á Vesturlandi. Það sem hann finnur að er að aðeins má setja atkvæði við einn mann i hverju hólfi en kjördæmisráð Alþýðuflokksins hef- ur samþykkt prófkjörsreglumar. Hugmyndir Björns Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur fjallað um hugmyndir Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um breytingar á skipulagi flokks- ins, sem meðal annars lúta að því að leggja niður embætti varafor- manns. Ekki hefur verið upplýst á hvern veg afgreiðsla miðstjórnar- innar hefur verið. Ingvar kynntur Kvikmyndahátíðin í Berlín stendur nú yfir. í þetta skiptið eiga íslendingar enga mynd á hátíðinni en fulltrúi okkar þar er leikarinn Ingvar E. Sigurðsson sem er í hópi evrópskra leikara sem kynntir eru sérstaklega með það í huga að þeir fái atvinnutilboð utan heimalands síns. Vill hefja túnfiskveiðar Kristján Pálsson alþingismaður vill að hætt verði tilraunveiðum á túnflski og hafist handa um tún- fiskveiðar af fullri alvöru. Sagði hann i fyr- irspurn sinni til sjávarútvegsráð- heiTa á Alþingi að tilraunaveið- amar hefðu staðið yfir i þrjú ár með góðum árangri. Af svörum er óljóst um framhaldið. Fjölgar starfsmönnum Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgaö mikið - en aðeins á höfuðborgar- svæðinu. Á árunum 1994 til 1997 fjölgaði þeim um 455 á þessu svæði. Á sama tíma fækkaði þeim um rúmlega 30 á landsbyggðinni. Hafsteinn fær verðlaun Winsor- og Newton-verðlaun Nor- rænu Akvarellsamtakanna 1998 hafa veriö veitt Hafsteini Aust- mann myndlistarmanni. í greinar- gerð nefhdarinnar segir meðal ann- ars: „Nefndin er sammála um að svipsterkar myndir Hafsteins búi yfir óvenjulegum listrænum krafti.“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.