Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v íbúar Rio de Janeiro í Brasilíu ætla ekki að láta efnahagskreppu og aðra óáran spilla gleðinni á kjötkveðjuhátíðinni frægu. Sambaskólar borgarinnar hófu skrúðgöngur sínar um göturnar í gærkvöld og halda áfram í kvöld. Þessi mynd var tekin á Scala-næturklúbbnum þar sem mjög heitt var í kolunum, svo vægt sé til orða tekið. Madeleine Albright lét til sín taka á friðarfundi: Sjarmeraði Serba að samningaborði í viöræðunum til þessa. Tengslahópur stórveldanna sex ákvað í gær að framlengja fundina um eina viku. Um leið vöruðu bandarísk stjómvöld Slobodan Milosevic Júgóslaviuforseta og stjóm hans við því að Atlantshafs- bandalagið (NATO) væri reiðubúið að grípa til loftárása ef Serbar kæmu í veg fyrir friðarsamninga við Albani í Kosovo. Hubert Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði eftir fund utanríkisráðherra tengslahópsríkj- anna að gmnnur hefði verið lagður að friðarsamkomulagi og að það ætti að hafast fyrir næstu helgi. Védrine sagði að deilendur hefðu tíma til hádegis þann 20. febrúar að ná samkomulagi. Milan Milutinovic, forseti Serbíu, hélt fast við þá afstöðu stjómvalda i Belgrad að hafna alfarið þeirri kröfu tengslahópsins að friðar- gæslusveitir frá NATO sæju til þess aö væntanlegum samningi um aukna sjálfstjóm Kosovo yröi fram- fyigt. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, rifjaöi i gær upp æskuár sín í Austur-Evrópu til að reyna að lokka sendinefnd Serba að samningaborðinu á friðarráð- stefnunni um Kosovo í Rambouiilet- höll utan við París. Albright fæddist í Tékkóslóvakíu en bjó um tíma í Belgrad þar sem faðir hennar var diplómat. Hún skil- ur serbó-króatísku. Ráðherrann hafði erindi sem erf- iði þar sem henni tókst að fá sendi- nefndir Serba og Kosovo-Albana saman til fundar í fyrsta sinn frá því friðarviðræðumar hófust fyrir rúmri viku. En Albright beitti ekki bara per- sónutöfrunum. Hún var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún sagði sendinefndum Kosovo-Albana og Serba að fram undan kvíslaðist vegurinn í tvennt. „Annar afleggjarinn er bein leið til ringulreiðar, hörmunga og frek- ari mannvíga. Hinn afleggjarinn er leiö til skynsamlegrar lausnar sem hefur í for með sér frið, lýðræði og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, útskýrir fyrir frétta- mönnum að hún hafi sett sendinefndum Kosovo-Albana og Serba úrslita- kosti á friðarráðstefnunni í Frakklandi í gær. mannréttindi fyrir alla íbúa Kosovo," sagði Albright við frétta- menn. Albright dvaldi þrjár og hálfa klukkustund í Rambouillet og á þeim tíma tókst henni að koma sendinefndum deilenda saman til fundar í fyrsta sinn frá því friöar- viðræðumar hófust fyrir rúmri viku. Hvorki hefur gengið né rekið Kristilegir dafna Kristilegi demókrataflokkurinn er nú orðinn þriðji stærsti flokkur Svíþjóðar, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun. Jafhaðar- menn eru enn stærsti flokkurinn. Ekki í pestarbælið Ekki er loku fyrir það skotiö að læknar Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta muni ráðleggja honum að tak- marka mjög heimsóknir sin- ar til Kremlar- hallar þar sem skæður flensu- faraldur hefur lagst á þá sem þar starfa, þar á meðal nokkra háttsetta menn i stjórn Rússlands. Rekinn fyrir handaband Samfylking róttækra samtaka Palestínumanna, sem em andvíg friðargerð við ísrael, ráku einn hópinn og leiðtoga hans þar sem umræddur leiðtogi tók í höndina á forseta ísraels við útfór Husseins Jórdaníukonungs. Ökuhraði á niðurleið Dönskum ökumönnum virðist ekki liggja eins mikið á nú og oft áður þegar þeir aka um borgir Danmerkur og bæi. Ökuhraðinn í þéttbýli hefur lækkað annað árið í röð, að sögn dansks dagblaös. Leynilegur samningur Rússar hafa undirritað vopna- sölusamning við íraka, að því er breska blaðið Sunday Telegraph greindi frá i gær. Samningurinn stríðir gegn viðskiptabanni SÞ á írak. Drápu Alsírbúa Tveir ungir hægriöfgamenn í Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að verða alsírskum flótta- manni að bana. Maðurinn henti sér í gegn um glerhurð á flótta undan tvímenningunum, skar í stmdur slagæð og blæddi til ólífis. Nágrannarnir berjast Stjórnvöld í Eþíópíu sögðu í gær að hersveitir þeirra hefðu höggvið stórt skarð í herlið Erí- treumanna í bardögum suðvestur af hafnarbænum Assab við Rauða hafið. Engin miskunn íranskir harðlínumenn héldu upp á tíu ára afmæli dauöadóms klerkastjómar- innar yfir breska rithöf- undinum Salm- an Rushdie um helgina með því að ítreka þá ætl- an sína að fram- fylgja honum. Rushdie var dæmdur til dauða fyrir guðlast í bók sinni Söngvum satans. Þúsundir kyssast Talið er að sex þúsund Hvít- Rússar hafi haldið upp á Valent- ínusardaginn í gær með því aö kyssast samtímis. Skipuleggjend- umir gera sér vonir um að kom- ast í heimsmetabók Guinness. Norrænt átak gegn nasistum Norræn samtök sem berjast gegn nýnasistum og kynþáttafor- dómum hafa boðað til ráðstefnu í Ósló í haust til að sameina krafta sina gegn ógnunúm sem stafa af rasisma og nýnasisma. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi norskra og danskra nasista- andstæðinga í Kaupmannahöfn um helgina. Til pústra kom á laugardag í danska bænum Norresundby þeg- ar andstæðingar nýnasista mót- mæltu nýjum samkomustað nas- ista í bænum. Karl og Camilla á refaveiðum Karl Bretaprins og ástkona hans, Camilla Parker Bowles, héldu til refaveiða ásamt fimmtíu öðrum vöskum mönnum og kon- um í austurhluta Jórvíkurskíris á laugardag. Veður var kalt við veiðamar. Prinsinn sást ríða gráum hesti á herragarði einum á laugardag þar sem talið er að þau Camilla hafi gist þá um nóttina. Karl og Camilla eru bæði reið- menn góðir þótt þau hafi ekki lagt í vana sinn að ríöa út saman. Þeir sem sáu til skötuhjúanna á laug- ardag sögðu að þau hefðu greini- lega verið afslöppuð þar sem þau riðu um snæviþakta akrana. FERÐIR ERLENDIS Miðvikudaginn 24. febrúar mun aukablað um ferðir erlendis fýlgja DV. Umsjón efnis: Eva Magnúsdóttir, sími 566 8759. Auglýsendury athugið! Síðasti pöntunardagur auglýsinga er 18. febrúar. Fram undan er spennandi ferðasumar og í aukablaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu möguleika sem ferðaþyrstum íslendingum bjóðast á næstunni. Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.