Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Spurningin Lesendur Finnst þér Ingibjörg Pálma- dóttir hafa staöiö sig vel sem heilbrigöisráöherra? (Spurt á Akranesi.) Sigvaldi Gunnarsson fiskverk- andi: Já. Magnús Sverrisson bifreiða- stjóri: No comment. Sigurður A. Sigurðsson verka- maður: Mér finnst það. Þetta er erfitt starf sem hún hefur skilað vel. Ragnar Gunnarsson ellillfeyris- þegi: Nei, hún er í slæmum félags- skap. Einar Árnason, fyrrverandi skip- stjóri: Já, hún er vaxandi. Lárus Engilbertsson vélvirki: Hún hefur staðið sig sæmilega vel. Fangaflug Flug- leiða nr. 450 Guðbjartm- Halldórsson skrifar: Þær sögur sem maður heyrir um flugfélagið Flugleiðir hf. eru með ólíkindum. En þær raunir sem maður hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum með þessu svokallaða flugfélagi eru þess eðlis að ekki er hægt að þegja lengxn. Föstudaginn 5. febr. sl. var ég ásamt fleira fólki á leið til London á ráðstefnu með flugi nr. 450. Ferðin byrjaði eins og ávallt þegar lagt er í flug, að tilkynnt var um brottfór. Þeg- ar fólk var búið að koma sér fyrir var flugvélinni ýtt frá útgöngurananum um leið og kveikt var á sjónvarpi þar sem m.a. var dásamaður flugkostur félagsins. En ekki byrjaði ferðin glæsilega því þegar „heila-þvottar- teipið" var rétt hálfnað að dásama fé- lagið var tilkynnt að vélin væri ekki alveg í standi til ferðarinnar og fólk beðið að ganga aftur frá borði. Fljótlega var svo tilkynnt að töfin yrði um 2 tímar og úr þvi sem komið var tók fólk þessu með jafnaðargeði. En þegar leið að tilkynntri brottför með „öruggasta flugflota" sem völ er á var tilkynnt um frekari seinkun og að farið yrði í loftið um kl. 12. Var nú fólk farið að bölva í hljóði. Rétt um kl. 11.30 hafði kvisast út að flugvélin færi í fyrsta lagi í loftið kl. 14, ef hún færi þá bara nokkuð þenn- an daginn. Um 12:30 var farþegum í flugi nr. 450 hjá þessu örugga flugfé- lagi boðið til hádegisverðar og fljót- lega mátti sjá breytingu á brottfarar- skjánum um að flugtíma hefði nú ver- ið breytt, enda klukkan orðin 12, far- þegarnir að borða og ein af öruggustu flugvélunum enn þá biluð. Þegar nálgaðist brottfarartíma var svo tilkynnt að flugið hefði verið feltt niður og ekki leið á löngu þar til ósk- að var eftir 35 „sjálfboðaliöum" til að skjótast til Kaupmannahafnar sem síðan myndu fá að sitja í hjá SAS til London svona þegar líða tæki á kvöldið, og þá væri hægt að koma restinni af farþegunum á flug nr. 452 til London sem áætluð hafði verið brottför á um kl.16.30, að mig minnir. En veslings starfsfólkið; flugfarþeg- ar til Kaupmannahafnar og 35 sjálf- boðaliðar fóru ekki langt því önnur af öruggustu flugvélum heimsins bilaði líka. En skrýtið, og klukkan bara að verða 16.00! En þetta var ekkert mál hjá „leik- fangadeild" Flugleiða. Kaupmanna- hafnarflugið var sett í salt. Nú var morgimflug nr. 450 aftur komið á dagskrá og síðdegisflug nr. 452 var enn í fullum undirbúningi. Þegar hér var komið voru sumir alveg bún- ir að fá nóg og voru að undirbúa Reykjavíkurferð. En þá gall við í há- talarakerfinu, að flug nr. 450 væri að verða tilbúið. Aðeins 8 tímum á eftir áætlun og farþegar vinsamlega beðn- ir að ganga um borð. Og það var gengið var um borð. Á spjalli flug- freyja við farþega sem voru eitthvað að tuða, mátti heyra að svona væru nú Flugleiðir - öryggið alltaf sett á oddinn þegar flug væri annars vegar og ekki farið í loftið fyrr en allt væri tilbúið! En Adam var ekki lengi í paradís. Flugstjórinn tilkynnti að „örugga“ flugvélin sem var að koma úr 9 tíma skoðun væri BILUÐ og að hann yrði að lenda vélinni aftur. - Nú, við feng- um þó kortérs flug! Undirritaður ákvað þó að þrauka. Og viti menn, kallað var út í flug (nú síðdegisflug) nr. 452 og fólk beðið að hraða sér því flugvélin væri tilbúin, og farin að bíða! Ekki stóð á farþeg- unum að hendast út, enda fangar númer 452 löngu orðnir leiðir á þessu rugli. En hver skrambinn: það var sprungið hjól á einni af „öruggustu" flugvélum heims. Það síðasta sem af henni fréttist var að hún hefði þó komist í loftið. En það er af fangaflugi nr. 450 að segja að tilkynnt var að morgunflugið yrði ekki tilbúið fyrr en upp úr kl. 20 og öllum farþegum boðið til kvöld- verðar þegar kl. var 19:20. Þegar fólk var rétt að byrja að borða kom til- kynning kl 19.35 um að“ morgunflug- vélin“ væri tilbúin og fólk beðið að ganga um borð. Já, hvílík upplýsinga- þjónusta. Allir héldu líka að þetta væri snemmbært aprílgabb í febrúar og héldu því áfram að borða. Flug nr. 450 fór í loftið kl. 20.10 og kom ekki aftur niður á jörð fyrr en eftir tvo tíma og tíu mínútur á Heat- hrowflugvelli í London!! Já, eitt af ör- uggustu flugvélaflökum heimsins hafði náð alla leið án þess að bila og farþegar í flugi nr. 452 komnir á leið- arenda eftir 13 tíma. Ég mun ekki hafa þetta öllu lengra, en til að hnykkja á upplýsingaþjón- ustu Flugleiða þá bíðm- undirritaður enn eftir svari vegna kvörtunar sem hann sendi til þeirra aðila sem um þau mál sjá hjá félaginu. - Og það var nú bara i maí 1998. Þar sem ég ber mikla virðingu fyrir samlöndum mínum svo og öðrum ferðalöngum sem ætla að heimsækja ísland, vill ég aðeins segja eitt: Látið rödd ykkar heyrast þegar valtað er yfir ykkur því annars verða svona ein- okunarfyrirtæki endalaust við lýði. Áhersluorö bréfritara: Látiö rödd ykkar heyrast þegar valtað er yfir ykkur því annars veröa svona einokunarfyrirtæki endalaust viö lýöi. - Flugleiðaþotur á stæði á Kefiavíkurflugvelli. Hvalveiðar að sjálfsögðu Amór hringdi: Ég vil lýsa eindregnum stuðningi við þann meirihluta þingmanna okkar sem ætlar að stuðla að því að hvalveiðar verði leyfðar á ný. Mér skildist á fréttum nýlega um þetta mál að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna væri hlynntur hvalveið- um. Það liggur því ekki annað fyrir en að við getum farið að veiða, t.d. hrefnur, á sumri komanda. Og hvers vegna ættum við ekki að ráða þessum veiðum sjálfir? Eiga þeir sem taka inn peninga af ferðamönnum við hvalaskoðun að ráða því hvort þorskstofninn á ís- landsmiðum hverfur af völdum of- fjölgunar hvala? Nei, aldeilis ekki. - Nú bíðum við eftir þingmönnum okkar, boltinn er hjá þeim. Vantar baðhús fyrir karla Baöhús fyrir konur hefur veriö starfrækt viö góö- an oröstír f Reykjavík. - í Baöhúsinu, heilsulind fyrir konur. Hvenær fá karlar sitt baöhús? Jóhannes Jónsson skrifar: Ég er ekki neinn sérstakur hrein- lætisseggur og geng heldur ekki með bakteríuhræðslu, en ég geng þess hins vegar ekki dulinn að lík- amanum á sérhver maður að halda við, ekki síður en bílnum sem ekki má heyrast ískur í án þess að hann sé kominn á verkstæði. Vel þrifinn líkami er undirstaða góðrar heilsu, það er margsannað. í líkamsræktarstöð einni hér í Reykjavík barst það í tal hjá okkur, nokkrum æfingafélögum, að full þörf væri á sérstöku baðhúsi fyrir karla. Rétt eins og sérstöku baðhúsi fyrir konur, sem hefur verið rekið við góðan orðstír um þónokkurn tíma, og er orðið vinsælt og eftirsótt. Svona karlabaðhús þyrfti að geta boðið upp á fleira en nokkur sturtuböð. Þar þyrftu líka að vera til staðar t.d. gufúböð, nudd, fót- snyrting (sem er orðin mjög eftirsótt af báð- um kynjum), jafnvel rakarastofa (ég meina hárklipping) og kannski sæmilega út- búin veitingastofa eða kaffitería. Ég er þess fullviss að mjög góð aðsókn yrði að svona þjón- ustu. En auðvitað mætti hugsa sér að bæta þessu við í einhverri lík- amsræktarstöðinni. - Ég kasta þessu fram svona til íhugunar fyrir framtakssama einstaklinga með laust fjármagn á hendi. DV Arnarnesland ekki í byggingu íbúi í Garðabæ hringdi: Flestir hér í Garðabæ standa heils hugar að baki bæjarstjóran- um okkar og vilja ekki að farið verði að byggja ný íbúahverfi ann- ars staðar en þar sem bærinn sjálf- ur á land nú þegar og áætlar að byggja. Landakaup Landsbankans fyrir einhvern fjármálaspekúlant er ekkert á vegum Garðabæjar. Við viljum að farið sé með löndum í uppbyggingu á vegum bæjarfé- lagsins og það er gert nú. Þar á ekki nein breyting að verða. Aðal- skipulag er í vinnslu undir stjóm bæjarstjóra og bæjarstjóm og þannig em málin í góðum farvegi. Utanaðkomandi röskun er ekki vel séð hjá okkur. Norrænu sjón- varpsrásirnar Eyþór hringdi: Ég veit ekki hvað Breiðbandið er að baksa við að fá þessar nor- rænu sjónvarpsrásir til útsending- ar hér á landi. Þama er efhi sem varla verður að teljast sjónvarps- vænt vegna leiðinda og sérvisku líkt og flest norrænt efni er sem dreifa á til fjöldans. Það er því bara af hinu góða að þarna verður upp- stytta og má vara sem lengst, mín vegna a.m.k. - Og sex norrænar stöðvar, það munar ekki um það! Við skulum reyna að bæta íslenska efnið áður en við förum að biðja um annað verra. Helst samt að losna við nauðungaráskriftina, þá er okkur borgið í bili í sjónvarps- málum. Þurfum ekki valentínusardag Einar Ólafsson hringdi: Þessi nýinnleiddi valentinusar- dagur er eitthvað nýtt hér á landi. Hann kemur úr einhverri hinna nýju útvarpsstöðva, t.d. Útvarpi Matthildi í samvinnu við íslands- póst eða öðram, beint frá Ameriku. Hér er um að ræða áróður fyrir „degi elskenda" og ámóta slepju. Þetta smjaður þjónar engum til- gangi hjá okkur. Því ekki að halda frekar utan um okkar sérstöku daga sem fullt er til af og má sjá á almanökunum. Ég nefni bolludag, sprengidag, öskudag, sumardaginn fyrsta og enn fleiri, jafnvel allt aft- an úr kaþólsku. Höldum þessu að fólki, ekki dögum eins og valent- ínusardegi. Hvílík vitleysa. Jóhanna er leiðtoginn Guðjón Sigurðsson hringdi: Ég held að engin spuming sé um það, a.m.k. hjá þeim fjölmörgu sem kusu i prófkjöri Samfylkingarinn- ar hér í Reykjavík, að Jóhanna Sig- urðardóttir er leiðtogi listans á landsvísu. Ekki aðeins í Reykjavík. Við höfum heldur ekki úr mörgum að velja sem leiðtoga fyrir listann. Og leiðtoga eða forsvarsmann verðum við að hafa þegar til kast- anna kemur. Það verður háð hörð barátta fyrir kosningamar í vor og þá er eins gott að Samfylkingin viti fýrir hvað hún stendur og hver er sá sem ber hitann og þungann af áróðurstækninni. Margrét og Sig- hvatur hafa unnið mest að samein- ingunni en þau geta ekki bæði orð- ið leiðtogar á landsvísu og því skulum við sameinast um Jóhönnu sem leiðtoga Samfylkingarinnar. Skóhlífar komn- ar í leitirnar Eftir að íyrirspurn birtist hér í lesendadálki DV um hvar eða hvort skóhlífar af gamla skólanum fengjust einhvers staðar hefur ekki linnt hringingum til að benda á tvo staði sem selja þær. Annars vegar er það Skóvinnustofa Sigurbjörns á Háleitisbraut og hins vegar eru það Bónusskór á Hverfisgötu 89. - Á báðum stöðunum er verðið 1500 til 1600 krónur. Menn geta því and- að léttar, þeir sem hafa leitað en ekki fundið - skóhlífar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.