Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdasflóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjðrn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Lengrí hengingaról Þegar þingmönnum finnst sem þeir þurfi aö bretta upp ermar og sýna í verki hvers þeir eru megnugir í að sporna við hnignun landsbyggðarinnar eru þeim ýmsir vegir fær- ir. Þeir gætu barist fýrir því að þau verðmæti sem sköpuð eru í dreifbýli séu ekki gerð að stórum hluta upptæk og flutt suður. Þannig yrði fólki leyft að njóta þess sem það skapar í friði. Þingmenn gætu gengið fram fýrir skjöldu og reynt að tryggja að samgöngur séu með þeim hætti að byggðir eigi sér viðreisnar von. Þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að höfuðborgarsvæðið sogi til sín fjármagn af landsbyggðinni til þess eins að verða skammtað aftur úr hnefa, eftir undarlegum reglum. Með því væri ráðist að undirrót vandans. En fyrst og fremst verða þeir sem sitja á Alþingi að gera sér grein fyrir að oft verður ekki komið í veg fýrir byggða- röskun - flutninga fólks úr litlum þorpum og sveitum í þéttbýli - skiptir engu hvaða ráðum er beitt. Með því að reyna að koma í veg fyrir eðlilega byggðaþróun er ein- göngu verið að veiða fjölskyldur í net sem þær geta ekki losnað úr. Byggðagildran er helsta vandamál byggðastefn- unnar, sem miðast fyrst og fremst við að halda fólkinu í sínu héraði en ekki að aðstoða það við að finna sér búsetu þar sem möguleikar þess í leit að lífshamingju og þokka- legri afkomu eru mestir. Byggðastefna undanfarinna ára- tuga miðast fyrst og fremst við að lengja í hengingaról- inni. í liðinni viku kynnti Byggðastofhun skýrslu um stöðu landsbyggðarinnar undanfarin ár, enda eru skýrslur ágæt leið til að sýna og réttlæta tilvist stofnunar. Forvitnileg- asta niðurstaða skýrslunnar er að á árunum 1994 til 1997 fjölgaði opinberum störfum um 455 í Reykjavík og á Reykjanesi en fækkaði um 31 úti á landi. Þessi þróun gengur þvert á þingsályktunartillögu Alþingis frá í maí 1994 um að auka þjónustu og starfsemi hins opinbera á landsbyggðinni en draga saman á suðvesturhominu. Hér er hvorki staður né stund til að gera lítið úr þessari sam- þykkt Alþingis eða draga fram tilgangsleysi hennar, enda ekki ástæða til að draga í efa góðan vilja þingmanna. En það er misskilningur að hafa miklar áhyggjur af því að op- inberum starfsmönnum fækki eitthvað á landsbyggðinni. Áhyggjuefnið er að ríkisstarfsmönnum skuli fjölga vem- lega á höfúðborgarsvæðinu. Gífurlegur kostnaður verður á hverju ári vegna fjölgunar starfsmanna ríkisins og var- lega áætlað má reiknað með að kostnaður vegna 455 ríkis- starfsmanna sé ekki undir 600 milljónum króna á ári. Og hvaðan skyldu þeir peningar koma. Að stórum hluta frá landsbyggðinni. Er ekki kominn tími til að þingmenn reyni aðrar leiðir í byggðamálum, enda hefur byggðastefn- an fýrir löngu beðið skipbrot? Samtrygging í verki Kannski er það rétt hjá Svavari Gestssyni að skipan hans í stöðu sendiherra sé merki um að kalda stríðið sé að baki. En ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að opna sérstaka skrifstofu í Winnipeg í Kanada, sem Svavar Gestsson mun veita forstöðu, er einnig gott dæmi um mikla útþenslu utan- ríkisþjónustunnar, hverju svo sem hún skilar. Og sendi- herraembætti Svavars er enn eitt dæmi um hvemig sam- tryggingarkerfi stjómmálamanna virkar í reynd. Svavar Gestsson er þriðji stjórnmálamaðurinn sem skip- aður er sendiherra á skömmum tíma. Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa notið samtryggingarinnar. Skilaboðin eru skýr: við sjáum um okkar fólk. Ef stjómmálamaður vill draga sig í hlé stendur honum til boða að gerast sendiherra eða forstjóri góðrar ríkisstofnun- ar. Samtryggingin er enn í fullu gildi. Óli Bjöm Kárason Kennarar standa höllum fæti af því rétturinn er jafnan hjá nemendum, og foreldrar hafa undarlega tilheigingu til að styðja þá gegn kennurum og skólastjórum. - Frá foreldrafundi í Hagaskóla. Agaskóli Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur í tlmans rás, en okkur þykir enn við hæfi að refsa fyrir morð, rán, hermdarverk, nauðg- anir, skjalafals, eitur- lyfjasölu og ýmsan annan andfélagslegan ósóma. Ég held ekki að ég sé úr hófi fram refsiglað- ur og vildi gjarna sjá önnur úrræði en refs- ingar fyrir afbrot, sem einatt eiga sér fé- lagslegar eða sálræn- ar orsakir, en meðan þau eru ófundin verð- um við að una því að refsað sé fyrir mis- gerðir og lögbrot. íslenskt samfélag hef- „Það sem börn og unglingar þurfa helst og vilja umfram allt kynnast er ákveðinn rammi sem veiti þeim aðhald og kenni þeim sjálfsaga. Agi í jákvæðum skiln- ingi orðsins er grundvöllur sið■ menntaðs samfélags Ef dæma má af orð- um, sem móðir nem- anda í Hagaskóla við- hafði í sjónvarps- þætti nýlega í tilefni af alræmdum hermd- arverkum í skólan- um, hafa ýmsir ís- lendingar næsta skrýtnar hugmyndir um aga. Hún tengdi aga helst valdboði og refsingum, en taldi agaleysi vera jákvætt með því það stuðlaði að áræði, fhimkvæði og framtaki. Þeirri góðu frú virtist vera ókunnugt um að hug- takið agi merkir í senn tamning við reglusemi, ófriður og órói, þannig að breyt- ing pörupiltanna á nafni skólans, Haga- skóli - Agaskóli, var fremur til vitnis um þeirra eigið innræti og athæfi en lýsing á stjóm skólans! Frúnni sást líka yfir að sjálfsagi hefur löngum þótt kostur fremuren löstur. Vaxandi taumleysi Síðan mannskepnan kom of- anúr trjánum hefur hún hneigst til að setja sér reglur sem auðveld- uðu henni samneyti við aðra og kæmu í veg fyrir að ribbaldar og ofstopar gætu neytt aflsmunar eða aðstöðu til að ganga á rétt annarra eða umtuma samfélaginu. Lögmál Móse er meðal fyrstu skráðra dæma um þvílíka viðleitni. Það mælti að sönnu fyrir um refsing- ar, sem sumar hafa verið aflagðar ur um langan aldur verið agalaust og virðist á síðustu árum hafa hneigst til æ meira taumieysis á öllum sviðum. Fyrmefnd frú rifj- aði upp pereatið í Menntaskólan- um í Reykjavík 1850, athæfl 68- kynslóðarinnar og atvik úr eigin skólagöngu til sannindamerkis um að uppsteytur og óknyttir væm engin nýlunda. Hitt gleymd- ist að birtingarform óknyttanna hafa breyst til þeirra muna að ná- lega er ósambærilegt. Vaxandi yflrgangur, ofbeldi, lík- amsmeiðingar og hótanir, jafnvel morðhótanir, hafa færst i vöxt og teljast nú til daglegs brauðs. Kenn- umm og skólastjórum er mis- þyrmt, þeim hótað lífláti og bílar þeirra stórskemmdir. Um þetta veit ég mörg dæmi, en enginn fær stemmt stigu við öfugstreyminu, afþví nemendur hafa rétt sem kennarar njóta ekki. Agi er siðmenntandi Skólinn er afsprengi samfélags- ins og endurspeglar það, en böm og unglingar mótast af mörgu öðm en skólanum, til dæmis haröri og ágengri unglingamenningu þarsem máttugustu áhrifavaldamir eru tónlist, tíska, tölvuleikir, töffara- skapur félaganna og ofbeldisfullar kvikmyndir, sem em uppistað- an í framboði sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Að halda því fram að yfirþyrmandi of- beldi bandarískra kvikmynda hafi lítil sem engin áhrif á óhörðnuð börn og unglinga jafngildir afneitun á áhrifavaldi kröftugasta fjölmiðils veraldar- sögunnar! Skálmöldin í skólum landsins (Hagaskóli er bara eitt dæmi af fjölmörgum) verður ekki kveðin niður nema með samstilltu átaki foreldra og kennara. Kennar- ar standa höllum fæti afþví réttur- inn er jafnan hjá nemendum, og foreldrar hafa undarlega tilheig- ingu til að styðja þá gegn kennur- um og skólastjórum. Það sem börn og unglingar þurfa helst og vilja umfram allt kynnast er ákveðinn rammi sem veiti þeim aðhald og kenni þeim sjálfsaga. Agi í jákvæð- um skilningi orðsins er grundvöll- ur siðmenntaðs samfélags. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Æ sér gjöf til gjalda „Luxair, sem hyggst hefja flug til Keflavikurflug- vallar í lok marsmánaðar, hefiir skrifað íslenzkum yfirvöldum og sótt um niðurfellingu eða afslátt af lendingargjöldum ... Nú fer Luxair fram á sams kon- ar fyrirgreiðslu og yfirvöld í Lúxemborg veittu Flug- leiðum á árum áður. Hins vegar er ljóst, að hún var veitt á þeim tíma vegna þess, að Lúxemborgarar höfðu hag af því, að Ameríkuflug Flugleiða héldi áfram og þeir hefðu ella misst af margvíslegum tekj- um. Varla er hægt að segja, að sömu rök eigi við um flug Luxair til íslands nú.“ Úr forystugreinum Mbl. 12. febr. Skeinuhætt góðæri „Neðan úr Skuggabjörgum við Kalkofnsveg, þar sem þjóðarhagur er metinn og fylgst með gjaldeyris- forðanum, er farið að gefa aðvörunarmerki um að allur vöxtur sé ekki til hagsbóta, svo sem eins og aukning viðskiptahallans ...Til er ráð til að losna við gjaldeyrisþurrð. Það er að leggja niður krónuna og taka upp evruna. Þá verður aldrei gjaldeyrisskortur, en verið gæti að evrusjóðimir tylldu illa í landinu. En íslendingar hafa þá fyrr pissað í skóinn sinn og slampast gegnum góðærin, sem ávallt eru efnahags- lifinu skeinuhættari en mögru árin.“ Oddur Ólafsson í Degi 12. febr. Virðingu skortir „Á sama tima og myndavélum er komið upp á gatnamótum með ærnum tilkostnaði til að hafa eft- irlit með almenningi skortir yfirvöld dómsmála þor til að þyngja dóma yfir raunverulegum illvirkjum og glæpamönnum. Þessi er sú forgangsröðun í lög- gæslu- og dómsmálum sem almenningur á íslandi stendur frammi fyrir. Er almennt ástæða til að telja að hún sé fallin til að auðvelda lögreglunni að sinna þeim erfiðu störfum sem henni eru falin? Er ástæða til að ætla að slík forgangsröðun verði til þess að auka skilning á störfum lögreglunnar og virðingu fyrir dómskerfinu?" Ásgeir Sverrisson í Mbl. 12. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.