Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 26
*• 34 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 •0 Bellatrix Stelpumar og Kalli í Bellatrix eru að gera það gott erlendis um þessar mundir. Op- inber heima- síða þeirra er http://www.bellatrix.co.uk og má þar m.a. sjá hvar í ver- öldinni bandið er að spila hverju sinni. Islensk póstþjónusta íslensk og ókeypis netpóst- þjónusta fyrir vafra hefur nú hafið störf. Þar er hægt að sækja um póstfang og senda síðan og skoða tölvupóst með hjálp vafra, eins og þekkist hjá erlendum fyrirtækjum eins og t.d. Hotmail. Slóðin er http://www.ice.is TimeOut á Netinu Ertu á leiðinni til einhverrar stórborgar úti í heimi? Langar þig að vita hvað verði þar um að vera á dvalartíma þínum? Tékkaðu þá á http://www.timeout.com/ sem er netútgáfa hins vinsæla TimeOut. Níu mánuðir Þeir og þær sem hafa áhuga m á meðgöngu ættu að skoða bpimacífSnna http://www.first9months.co m/ þar sem sagt er á aðgengi- legan hátt frá helstu þáttum meðgöngunnar. Dauðir stjórnmála- menn . Langar þig að vita hvar hinsta hvíla látinna stjórnmála- : manna er? Ef svo er þá er heimasíðan http://www.poti- fos.com/tpg/ rétti staðurinn. Þar eru yfir 30.000 örendir stjórnmálamenn á skrá. 2000-vandinn Margir eru að velta fyrir sér 2000-vandanum um þessar mundir enda einungis 319 dag- ar fram að áramótum. íslensk- ur vefur dregur upp talsvert dökka mynd af vandanum en slóð hans er http://hug- mot.is/2000/ Ally McBeal Þeir eru orðnir margir, aðdá- endur þáttanna um lögfræðing- inn Ally McBeal eft- ir að Stöð 2 hóf sýning- ar á þeim í vetur. ‘ Hægt er að fræðast nánar um þættina og meira að segja skoða hvað gerist í næstu seríu á heimasíðunni http://www.ally- mcbeal.com/ a Vasa-vafrar eru næstir á dagskrá: Hinn þráðlausi Veraldarvefur - mun auka vöxt Netsins umtalsvert á næstu árum Sennilega verður ekki langt að bíða þess að þorri almennings verði farinn að tengjast Netinu með litlum handhægum tækjum sem hægt er að geyma í vösum eða handtöskum. Allir hátæknirisarn- ir eru um þessar mundir að þróa slík tæki og hafa hraðar hend- ur.því þeir sem fyrstir búa til tœk- iö sem slær í gegn hjá almenningi munu græða óheyrilega á uppfinn- ingunni. Á vörusýningu, sem nú stendur yfir í New Orleans hjá helstu ris- unum í upplýsingageiranum, má vel greina hinn mikla áhuga há- tæknifyrirtækjanna á þessum nýja möguleika á notkun Netsins. Eykur vöxt Netsins Þar hafa m.a. stigið á stokk fyr- irtæki eins og Microsoft, sem ásamt British Telecommunications hyggst þróa stýrikerfi fyrir GSM- netsíma. Einnig tilkynnti Cisco Sy- stems samstarfsverkefni sitt og Motorola, en fyrirtækin munu á næstu fimm árum verja um 70 milljörðum íslenskra króna í þró- un tækni sem gerir kleyft að flytja gögn af Netinu þráðlaust til lítilla móttökutækja. Netscape Commun- ications Corp. sagði einnig frá fyr- irhuguðu samstarfi við Nextel Communications þar sem þróa á tækni til að gera Netið aðgengilegt símtækjum frá Nextel. Öll þessi samstarfsverkefni und- irstrika hið viðtekna viðhorf í há- tæknibransanum að Netið stefni ört að þráðleysi. Um 200 milljónir manna fara nú á Netið daglega og svo skemmtilega vill til að tala þeirra sem ganga með handsíma um heim allan í dag er sú sama. En þessar tvær fjarskiptaaðferðir eru enn sem komið er tiltölulega ótengdar. Á markaðnum í dag er eitthvað nú þegar um klossuð handtæki sem veita hægan og takmarkaðan aðgang að Netinu. Það sem mark- aðurinn hins vegar vill eru hraðari tengingar og meiri möguleikar á flóknari grafikvinnslu. „Ef ef hægt verður að gera Netið þráðlaust á hentugan hátt mun það auka vöxt þess talsvert umfram þann gífurlega vöxt sem þó er þeg- ar fyrir,“ segir Moe Grzelakowski, einn markaðsfræðinga Motorola- farsímaframleiðendanna. Staðallinn skiptir máli Flest fyrirtækjanna á þessum Nú þegar eru komnir á markað handsímar eins og þessir frá NTT í Japan, sem gera eigendum kleift að vafra um Net- ið. Öll stærstu hátæknifyrirtækin keppast nú um að búa til hentuga tækni og tæki til að komast þráðlaust á Netið. Rússar í bullandi 2000-vanda Erfiöleikar viö aö u p p f æ r a a I d u r h n i g i n tölvukerfi Rússa, þannig aö þau þoli 2000-vandann, eru m e i r i e n upphaflega var talið og talsveröar líkur eru á aö mjög mikilvægtölvukerfi muni hrynja, aö sögn bandarísks sérfræöings sem hefur kynnt sér máliö að undanförnu. Hann hefur verið að skoða tölvukerfi innan einkageirans í Rússlandi og segir þar víöa pott brotinn. Innan þess geira má búast viö aö símkerfi og flugsamgöngur veröi fyrir talsveröum skakkaföllum. Nær öruggt er, aö hans mati, aö tölvukerfi sem eru ekki eins nauðsynleg muni hrynja. Þar á meöal eru tölvukerfi sem sjá um aö reikna út laun verkafólks og þvi má allt eins búast viö verkföllum vegna 2000-vandans í Rússlandi. Microsoft fyrír konur í síöustu viku opnaöi Microsoft netmiöstöö sem sérhæfö er fyrir konur. MSN Women Central heitir hún og mun m.a. innihalda efni frá kvennaheimasíöunni Women.com, aö sögn talsmanna Microsoft. Á netmiðstöðinni veröur hægt að nálgast umfjöllun fyrir konur um allt frá barnapössun til bílaviðgeröa. í viöbót verður svo allt þaö I boöi sem venjulega fylgir netmiöstöðvum, eins og t.d. ókeypis tölvupóstþjónusta. Nessie á Netið Þaö hlaut aö koma aö því aö hiö ævaforna skoska vatnaskrímsli.sem heldur sig í Loch Ness, hæfi innreiö sína á Netiö. Áhugamenn um Nessie hafa nú nýlega sett upp netmyndavélar við Loch Ness og geta nú haldið sig heima í stofu og rýnt í tölvuskjáinn í staö þess aö húka viö vatniö meö ullarteppi og kaffibrúsa í von um aö sjá kvikindinu bregða fyrir. Það er heimasíðan http://www.lochness.co.uk/ sem sýnir beint frá Loch Ness. IBM gegn MP3 IBM og fimm stór tónlistarútgáfufyrirtæki hafa gert meö sér samning um þróun kerfis sem gerir nýja tegund tónlistardreifingar mögulega. Samningurinn er liöur í baráttu tónlistarútgefenda gegn ólöglegri dreifingu tónlistar á MP3- formi á Netinu. Kerfið virkar þannig aö neytandinn getur fengiö tónlist senda heim á tölvu slna á einfaldan, fljótlegan og þægilegan hátt. Hljómgæöi veröa jafnmikil og af geisladiskum en það eru betri hljómgæöi en hægt er aö ná meö MP3-tækninni. Útgefendurnir sem leggja út í þetta samstarf viö IBM eru BMG, EMI, Sony Music, Universal Music og Warner Music. markaði í dag eru sammála um að venjuleg Nettækni muni mynda grunninn að hinum þráðlausu gagnamóttökutækjum framtíðar- innar. En jafnframt eru þau laf- hrædd um að einhver keppinaut- anna muni reyna að ná einokun á markaðnum með því að þróa sér- hæfða tækni af einhverju tagi sem gerir þeim kleift að ná yfirráðum yfir þessum gríðarstóra framtíðar- markaði. Dæmi um slíka tilraun er e.t.v. tækni sem Nextel-fyrirtækið er að þróa um þessar mundir í sam- vinnu við hátæknifyrirtækið Unwired Planet Inc. Saman vinna þessi fyrirtæki að því að búa til ör- vafra sem hægt er að nota í hand- símum. Nextel Online mun fyrirbærið kallast og er ætlunin að vafrinn geti tengt notendur við hugbúnað frá Netscape sem miðast við það að veita athafnafólki upplýsingar og þjónustu af ýmsu tagi á Netinu. Auk þess að veita aðgang að Net- inu og tölvupósti myndi Nextel- síminn gera eiganda sínum kleift að tengjast einkaneti fyrirtækis síns þegar hann væri tengdur far- tölvu. Hvað sem tilraunum sem þess- um líður er nokkuð ljóst að það væri neytendum fyrir bestu að stórfyrirtækin myndu sætta sig við að nota einn grunnstaðal tækja sem þessara. Þá gætu þau öll ein- beitt sér að því að þróa ódýrari, hraðvirkari og gagnlegri tæki í stað þess að standa í skotgrafa- hernaði við að ná einokun á mark- aðinum með einkarétti á gildandi staðli. Hvort það hins vegar verður raunin mun framtíðin að leiða í ljós. -KJA Nú má Amazon vara sig: Bertelsmann ræðst inn á bóksölumarkaðinn Hin risastóra netbókaverslun Amazon.com hefur nú fengið öflug- an evrópskan keppinaut: Þýska bókaútgefandann Bertelsmann. Hin nýja netverslun mun heita Bertels- mann Online (BOL) og er stefnan sett á forystuhlutverk í sölu bóka á Netinu. Jafnframt er ætlunin að selja geislaplötur og margmiðlunar- diska í náinni framtíð. Það var Fabrice Cavarretta, fram- kvæmdastjóri BOL, sem tilkynnti þetta á margmiðlunarráðstefnunni Milia í Cannes fyrir helgi. Þá var opnuð á Netinu verslun fyrir frönskumælandi viðskiptavini en í vor bætast við verslanir fyrir Hol- land og England. Skömmu síðar er svo stefnt að því að koma á fót BOL- verslunum fyrir ítali og Spánverja. „Við viljum verða númer eitt á bóksölumarkaöinum," sagði Cavarretta við tækifærið. Það gæti jafnvel tekist, því bakhjarlar Ber- telsmann Online eru geysilega öfl- ugir. Sjálft Bertelsmann fyrirtækið á t.d. hina risastóru bandarísku Barnes&Nobles bókaverslun. BOL mun jafnframt starfa með AOL/Compuserve í Evrópu og hef- ur nýlega skrifað undir samninga við netmiðstöðina Lycos Europe. Aðall BOL verður hröð og örugg þjónusta. „Hér í Frakklandi sendum við vörur heim til viðskiptavina á innan við tveimúr dögum frá pönt- un sem er mjög öflug þjónusta," seg; ir Cavarretta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.