Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 35 Ármúla 13 Sfmi 57$ 1200 Söludcild 375 1120 www.bl.is i Paul Retting hjá IBM sýnir blaðamönnum hið nýja kerfi sem nota á til að selja tónlist á Netinu. Plötuútgefendur með nýja tækni: Barist gegn MP3 IBM og flmm stærstu tónlistarút- gáfur i heimi munu innan skamms selja plötur beint til neytenda á Net- inu og er þaö liður í baráttu þeirra gegn ólöglegri dreifingu tónlistar á þvi. Hér er um tilraunaverkefni að ræða en möguleikinn á að verkefn- ið heppnist veltur þó á nokkru sem fyrirtækin sex hafa ekki stjóm á: hve fljótt kapalfyrirtæki geta dreift háhraða kapalmótöldum. Þau era nauðsynleg til að hægt sé að selja tónlist á þennan hátt á Netinu. Útgáfufyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með IBM eru BMG, EMI, Sony Music, Universal Music og Warner Music. Tilraunirnar hefjast seinna á þessu ári en þá verður heimilisfólki á um 1000 heimilum í San Diego gert kleift að sækja plötur á Netinu gegn greiöslu. Hljómgæðin verða Allir vilja ókeypis tölvu Yfir hálf milljón manna sótti í síð- ustu viku um að fá ókeypis tölvu frá fyrirtækinu Free-PC sem hóf starf- semi sína fyrir viku. Ekki verður þó öllum að ósk sinni því fyrirtækiö ætlar aðeins að gefa um 10.000 tölv- ur - til að byrja með. Eðlilegt er að margir sæki um því hér er ekki um neina gamla jálka að ræða. Tölvurnar eru með 333 megariða örgjörva, með 4 gígabæta hörðu drifi og 32 megabæta vinnslu- minni. Mótaldið er 33,6 Kbps og fylgir Windows 98 uppsett og 15 tomma skjár. Það er þó ekki af einskærum mannkærleik og hjartahlýju sem starfsfólk Free-PC dreifir tölvimum til almennings. Þeir sem þiggja slík- ar tölvur gefa nefnilega í staðinn ná- kvæmar upplýsingar um hagi sína og verða að sætta sig við að hafa auglýsingar frá ýmsum fyrirtækjum stöðugt á skjánum. Þar að auki mun Free-PC fylgjast grannt með því hvaða heimasíður notendurnir heimsækja og hvaða auglýsingar þeir smeúa á til að fá nánari upplýs- ingar um það sem auglýst er. Forráðamenn Free-PC búast við að þeir muni græða nægilega mikið á sölu auglýsinga sem sjálfkrafa birtast á skjám notendanna til að greiða kostnað upp á um 40.000 krónur sem hver ókeypis tölva kost- ar fyrirtækið. Talsmenn Free-PC hafa sagt að í framtíðinni megi búast við að tala ókeypis tölva sem fyrirtækið dreifir nái milljón. Ekki er þó enn vitað hvenær - eða hvort - þeim verður fjölgað umfram þær 10.000 sem fyrst fara í dreifingu. jafn góð og af geisladiskum en þó mun ekki taka lengri tíma en tvær og hálfa til fjórar mínútur að hlaða þeim inn á heimilistölvuna af Net- inu. Gegn MP3 Tilraunaverkefnið nú er tilraun útgefendanna til að stemma stigu við ólöglegri dreifmgu tónlistar á Netinu sem er gifúrlega mikil um þessar mundir eftir að MP3-tæknin ruddi sér til rúms. Sú tækni gerir netverjum mjög auðvelt að nálgast tónlist á Netinu án þess að greiða fyrir hana. „Að sjálfsögðu er ekki hægt að keppa við eitthvað sem er ókeypis," sagði Larry Kenswil, framkvæmda- stjóri Universal Music, á blaða- mannafundi sem haldinn VEir til að kynna verkefnið. Að hans mati er eina færa leiðin fyrir útgefendur að fullvissa neytendur um að þeir séu að fá í hendurnar vöru sem sé þess virði að greiða fyrir hana á heiðar- legan hátt. Aðspurðir um möguleika þessar- ar tækni á að ná til þorra almenn- ings sögðu talsmenn fyrirtækjanna að útbreiðsla hennar yrði jafh mik- il og hröð og útbreiðsla breiðbands- kerfisins. Það kemur til af því að háhraða-kapaltenging er nauðsyn- leg til að hin nýja tækni frá IBM virki almennilega. Plötubúðir þurfa því ekki að ör- vænta í bráð því sérfræðingar telja að það taki um fimm ár að tengja 20% bandarískra heimila við breið- band. Um þessar mundir eru hins vegar um 700.000 heimili tengd Net- inu á þennan hátt. Leik|ciiii#lw Gran Turísmo 2 væntanlegur PlayStation-eigendur sem höfðu gaman af kappakstursleiknum Gran Turismo geta fariö aö hlakka til, því Sony hefur tilkynnt aö Gran Turismo 2 muni koma á markaöinn í sumar. Aödáendur fyrri leiksins eru talsvert margir, þvt hann seldist í sex milljónum eintaka t heiminum, sem gerir hann að vinsælasta kappakstursleik fyrr og síöar. í nýja leiknum veröa næstum 400 bílategundir til afnota fyrir spilarana og 20 brautir til aö keppa á. Sérstaklega hefur tegundum frá evrópskum og amerískum framleiöendum veriö fjölgaö frá fyrri leiknum. Hatf-Life slær met Fyrstu persónu skotleikurinn Half- Life hefur slegiö öll met útgáfufyrirtækisins Sierra. Hann seldist í hálfri milljón eintaka í desember ogjanúar, en hann kom fýrst út t byrjun desember t fyrra. Þaö er ekkert smámál aö slá met hjá Sierra-útgáfufyrirtækinu, því þaö er eitt af þeim stærstu á markaðnum meö um 100 titla árlega. Vinsældir leiksins eru meö ólíkindum um þessar mundir, þvt þegar hafa yfir 100 heimasíður tileinkaðar Half-Life veriö settar upp af aödáendum leiksins og yfir 500 netþjónar víös vegar um heiminn sem þjóna netspilun á Half-Life. Sim City slær í gegn Byggingarleikurinn Sim City 3000 varö söluhæsti leikurinn í Bandaríkjunum vikuna 24. til 30. janúar, sem veröur að teljast frábær árangur þar sem. leikurinn kom út um miðja þá viku. Þaö er þvt Ijóst aö leikjaunnendur vilja ólmir byggja borgir um þessar mundir ogjafnvel mögulegt aö Sim City 3000 slái vinsældum fyrri Sim City leikja viö, sem er talsvert þrekvirki út af fýrir sig. Leikurinn sem Sim City velti úr toþpsætinu var enginn annar en hlutverkaleikurinn Baldur's Gate. Fúlir veiðimenn Leikurinn Deer Avenger hefur aö undanförnu fariö í taugarnar á veiöimönnum. í leiknum er gert grín aö veiðileiknum Deer Hunter og fleiri slíkum sem hafa verið geysivinsælir aö undanförnu. I Deer Avenger spilar maöur hlutverk hreindýrs sem fær aö hefna stn á veiöimönnunum meö alls kyns morötólum. Það sem fer helst í taugarnar á raunverulegum veiöimönnum er að veiöimennirnir í tölvuleiknum eru meö greindarvísitölu á viö skemmda kartöflu og láta blekkjast af hrópum eins og „Hjálp, ég er allsber og meö pitsu!" „Viö erum ekki svona heimskir," segja alvöruveiöimennirnir og senda framleiðendum leiksins kvörtunarbréf í hundraðatali. CARNEGIE ART AWARD 1998 NORRÆN SAMTÍMAMÁLARALIST LISTASAFN ÍSLANDS FRÍKIRKJUVEGI 7, REYKJAVÍK 7. - 21. FEBRÚAR 1999 ALLA DAGA NEMA MÁNUDAGA KL. 11 - 17 LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA SUNNUDAGANA 7., 14. OG 21. FEBRÚAR KL. 15 AÐGANGUR ÓKEYPIS á RB-rúmi Gæoarúm á góðu verði Ragnar Bjömsson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 „sjúkrarrúm með nuddi„ ír^ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.