Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Í % i Heilsubót að dagheimilisvist Bom úr stórum f]ölskyldum og þau sem sett eru á dag- heimili á unga aldri eru ekki eins viðkvæm fyrir ofnæmi síðar á lífsleiðinni. í læknablaðinu Lancet var nýlega skýrt frá rannsóknum sem sýndu að börn sem fóru í pössun áður en þau urðu eins árs voru ekki jafnlíkleg til að fá ofhæmi síðar og börn sem fóru ekki í pössun fyrr en þau voru orðin eldri. „Smitsjúkdómar í öndunar- færum ungra bama virðast styrkja ónæmisviðbrögð sem gætu hugsanlega verndað börn fyrir ofhæmi siðar á lífsleið- inni,“ segir þýski faraldurs- fræðingurinn Joachim Hein- rich. Heinrich og samstarfsmenn hans rannsökuðu 620 böm á aldrinum fimm til fjórtán ára sem komu úr litlum fjölskyld- um í þremur bæjum í Þýska- landi annars vegar og 1630 börn úr stórum fjölskyldum hins vegar. Hjá stórfjölskyldubörnunum voru færri tilfelli af heymæði, asma og exemi en hjá hinum, er meðal þess sem rannsóknin leiddi í Ijós. Erfitt að komast út í geiminn Frænaur okkar Danir hafa átt í hinu mesta basli með að koma gervihnettinum sínum 0rsted út í geiminn. Fresta hefur þurft skoti gervihnattar- ins að minnsta kosti einu sinni, ef ekki oftar. Það er þó huggun harmi gegn að fleiri hafa lent í hremmingum við tilraunir til að koma þessum geimfórum sínum á sporbaug um jörðu. Á síðasta ári var reynt að senda upp 82 eldflaugar með 181 gervinhött um borð. Ekki tókst betur til en svo að sex geimskotanna misheppnuðust. Árið þar á undan, 1997, voru 89 eldflaugar með gervihnetti sendar á loft og á árinu 1996 voru raketturnar 77. Barnaprótín gegn krabbameini Hugsanlegt er talið að fóstur gefl frá sér prótín á meðan þau eru enn í móðurkviði sem veiti ungum mæðrum vörn gegn krabbameini í brjósti. Rannsóknir vísindamanna við ríkisháskólann í Albany í New York benda til að þar sé ef til vill að fmna skýringuna á því hvers vegna konur sem eignast böm fyrir þrítugt fá síður brjóstakrabba en þær sem bíða með bameignir eða sleppa þeim alveg. Það hefur sýnt sig að konur sem hafa mikið af prótíninu AFP í blóðinu eiga mun síður á hættu að fá brjóstakrabba. Þetta á þó aðeins við um ung- ar konur. Þegar konur eru orðnar 27 ára virðist sem AFP veiti enga vörn gegn krabba- meini í brjósti, fremur þvert á móti. Ekki er jafnráttinu alls staðar fyrir að fara: Loftmengun leggst mis- jafnlega á Jón og Gunnu Fornar hrossategundir á Flórída rannsakaðar: Svo virðist sem loftmengunin sem hrjáir íbúa stórborganna úti í heimi fari í manngreinarálit. Rannsókn sem nú er verið að gera í Kaliforníu sunnanverðri hef- ur leitt í ljós að drengir og stúlkur bregðast ekki eins við loftmengun, þótt hún fari illa í bæði kynin. Umrædd rannsókn er hin viða- mesta sinnar tegundar í Bandaríkj- unum þar sem rannsökuð eru lang- tímaáhrif loftmengunar á börn. Hún nær til fhnm þúsund barna í tólf borgum í Kaliforníu sem fylgst er með í tíu ár. Áformað er að rann- sókninni ljúki á árinu 2003. Vísindamenn við háskóla Suður- Kaliforníu annast rannsóknina. Þeir fylgjast einkennum öndunarfæra- sjúkdóma og fleiri þáttum, auk þess sem fjarvistir barnanna, sem eru á aldrinum 9 til 18 ára eru skoðaðar. Vísindamennirnir gerðu fyrir stuttu grein fyrir nýjustu niðurstöð- um rannsóknanna þar sem fram kom greinilegur munur á því hvern- ig drengir og stúlkur bregðast við miklu magni af nituroxíði, eða NOx, ósóni og agnamengun. „Þetta kom á óvart,“ segir Jerry Martin, talsmaður opinberru stofn- unarinnar sem stendur fyrir rann- sókninni. „Ég veit ekki til að þetta hafi komið fram í neinni rannsókn fyrr. Það hefur sosum heldur ekki verið gerð rannsókn fyrr á lang- tímaáhrifum mengunar á börn.“ Rannsóknin hefur leitt í ljós að drengir eru viðkvæmari fyrir mikiu magni af ósongasi en stúlkurnar viðkvæmari fyrir nituroxíði og agn- amengun eins og ryki. Vísindamennirnir vilja að svo komnu máli ekki gefa neinar skýr- ingar á muninum sem er á drengj- um og stúlkum, segja að frekari til- rauna og greiningar sé þörf. „Ástæöan gæti verið sú að dreng- ir reyna meira á sig þegar þeir eru úti, eða að þeir eru athafnasam- ari.Við vitum það bara ekki,“ segir Martin. Rannsóknin hefur einnig leitt í ljós að slæm áhrif mengunarinnar voru umtalsverð hjá báðum kynj- um. Lungnaþroski barna er um fimm prósentum minni í menguðustu bæjarfélögunum sem rannsóknin náði til. Asmasjúklingar á svæðun- um þar sem nituroxíðsmengunin og agnamengunin voru mestar hósta meira og gefa frá sér meiri blísturs- hljóð þegar þeir anda. Fyrstu niðurstöður rannsóknar- innar verða birtar i marshefti tíma- rits um öndunarfærasjúkdóma og gjörgæslu. Tennurnar segja ekki allt Ekki er allt sem sýnist þegar tennur eru annars vegar. Það sann- ast best á sex fornum hrossategund- um á Flórída með langar tennur, eins og alla jafna einkenna grasbíta. „Þegar hross þróa með sér langar tennur þýðir það venjulega að þau nærast á grasi. En jafnvel þótt þess- ar sex hrossategundir hafi verið með langar tennur voru þau ekki öll grasætur," segir Bruce MacFadden, steingervingafræðingur við Flór- ídaháskóla, sem stjórnaði rannsókn á matarvenjum hrossanna. Tennur nútímagrasbíta eins og hrossa og sebradýra eru með hárri krónu til að auðvelda þeim að vinna á grasinu. Hins vegar eru tennurn- ar i dýrum á borð við dádýr stuttar þar sem þær vinna betur á laufum, sem eru helsta uppistaða fæðu þeirra. Vísindamennrnir beittu tvenns konar aðferðum til að komast að raun um hvað hestamir, sem ráf- uðu um Flórída fyrir fimm milljón- um ára, létu upp í sig. Efnagreining leiddi í ljós að kolefnið á tönnunum var frábrugðið því sem fannst á grasi og rannsókn á yfirborði steingerðra leifa hross- anna benti til að dýrin hefði rispað sig við að éta runna og tré. „Þessi tækni hefur gjörbylt mögu- leikum okkar á að skilja hvað for- söguleg dýr átu,“ segir MacFadden. í grein í tímaritinu Science segja vísindamennirnir að hrossin hafi sennilega farið að breyta mataræði sínu, snúa sér að laufblöðum og þess háttar, þegar þau fengu aukna samkeppni um takmarkað grasið sem var í boði. „Forfeður þeirra voru sennilega allr grasbítar með langar tennur en síðan varð breyting á mataræðinu," segir MacFadden. Hann bætir við að skilningur á mataræði útdauðra dýrategunda geti einnig veitt vísbendingar um samskipti fornra dýrategunda og þannig fáist mynd af því hvernig umhorfs var á jörðinni okkar endur fyrir löngu. Tóbakslausar sígarettur kannski hættulegar Sígarettur sem að einhverju leyti eru gerðar úr grænmeti og ætlað er að auðvelda fólki að hætta að reykja eru hugsanlega heilsuspillandi líka. Ekkert tóbak er í sígarettum þessum og ekkert nikótín. Engu að síður sjá austurrískir læknar ástæðu til að vara við þeim. Þeir segja að þær séu hugsanlega hættulegar vegna þess að eitur- efni kunni að myndast við bruna lífrænna efna. „Þetta er hugsanlega heilsu- spillandi vara,“ segja Ernest Groman og starfsbræður hans við Vínarháskóla í bréfi til læknaritsins Lancet. Læknarnir fengu fimm náms- menn til liðs við sig til að mæla hversu varasamar þessar sígar- ettur kynnu að vera. Þeir mældu magn kolmónoxíðs í and- ardrætti námsmannanna. Aukið magn kolmónoxíðs ger- ir bara illt vera þegar hár blóð- þrýstingur er annars vegar og efnið eykur einnig hættuna á myndun blóðtappa í hjartanu. Skemmst er frá því að segja að vísindamennirnir hættu við rannsóknina eftir að sjálfboða- liðarnir höfðu reykt aðeins tvær grænmetissígarettur vegna þess hve mikil aukning varð á magni kolmónoxíðs í blóði þeirra. Vísindamennirnir segja að þeir sem reykja svona sígarettur fái jafnvel í sig meira af kolmónoxíði en við reykingar á venjulegum sígarettum. Þeir ráða því fólki frá því að reykja grænmetissígaretturnar vilji það hætta að reykja. Aðrar leið- ir séu betri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.