Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 38
46 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Fréttir DV Heimir, lengst t.v., ásamt starfsmönnum Darra að störfum í fyrirtækinu. DV-mynd gk NICORETTE innsogslyf Þegar þú vilt hœtta að reykja Febrúartilboð á „STARTPAKKA” hjá eftirtöldum aðilum: Apótek Austurbæjar Árbæjar Apótek Borgar Apótek Breiðholts Apótek Fjarðarkaups Apótek Grafarvogs Apótek Háaleitis Apótek Holts Apótek Hraunbergs Apótek Ingólfs Apótek Laugavegs Apótek Nesapótek, Seltj. Vesturbæjar Apótek Háteigsvegi 1 Hraunbæ 102 b Álftamýri 1 Mjódd Hólshrauni 1 b Hverafold 1-5 Háaleitisbraut 68 Glæsibæ Hraunbergi 4 Kringlunni 8-12 Laugavegi 16 Eiðistorgi 17 Melhaga 20-22 Darri ehf. á Grenivík: Reglulegur útflutningur á harðfiski til Noregs DV, Akureyri: „Miðað við hvemig reksturinn hefur gengið er ýmislegt sem bend- ir til þess að við gætum tvöfaldað framleiðsluna. Það má segja að við höfum ekki haft undan og við höf- um aldrei átt neinn fisk á lager,“ segir Heimir Ásgeirsson, annar eig- andi harðfiskvinnslunnar Darra ehf. á Grenivík. Fyrirtækið hefur starfað í rúmlega tvö ár og selur framleiðslu sína undir nafninu Eyjabiti. Það er þannig til komið að Sænes á Grenivík, sem er í eigu Grýtubakkahrepps, keypti fyrir- tækið Eyjavík í Vestmannaeyjum sem framleiddi Eyjabita og Darri leigði síðan hús og vélar af Sænesi skömmu fyrir árslok 1996. Eyjabitinn hafði unnið sér sess á markaðnum og því var ákveðið að framleiða undir því nafni áfram. Það er óhætt að segja að vel hafl gengið því Heimir segir að á síðasta ári hafi framleiðsluaukningin verið um 40% miðað við árið 1997. „Við hugsuðum þetta sem rekstur sem bæri 3-4 störf en miðað við full af- köst í dag starfa hér 4-6 og fleiri af og til. Við erum að vinna úr um 150 tonnum af fiski á ári en það skilar okkur um 12-15 tonnum af harð- fiski,“ segir Heimir. Heimir segir að fyrir tilviljun hafi norskur athafnamaður, sem býr í Tromsö, komist í samband við þá Darra-menn og hann hafl síðan keypt reglulega af þeim harðfisk sem hann sérpakki síðan og selji m.a. á hótel og veitingahús undir nafninu Torrfisk Hyse. Þessi aðili hefur keypt reglulega 300-400 kg á mánuði og hugsanlegt sé að þessi viðskipti geti jafnvel tvöfaldast á næstunni en Norðmaðurinn er væntanlegur til viðræðna um það á næstunni. Þá segir Heimir að fyrirtækið hafl mjög sterka markaðsstöðu inn- anlands. Darri selji m.a. verulegt magn á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að litlu hafi verið kostað til markaðssetningar og hann segir innanlandssöluna hafa aukist um 60% síðan starfsemin hófst. Eina vandamálið segir Heimir að sé hrá- efnisöflunin en verð á hráefninu, sem hefur að langmestu leyti verið ýsa, hefur hækkað mjög mikið, um 40% á síðustu 8 mánuðum. „Við höfum skiljanlega orðið að hækka afurðir okkar í samræmi við þetta en samt höfum við ekki undan.“ Ferillinn í harðfiskvinnslunni er ekki flókinn en samt vandasamur. Allur fiskur er flakaður og bein- hreinsaður og síðan settur í lög en þessi lögur er „hemaðarleyndar- mál“ fyrirtækisins. Fiskinum er síðan raðað á grindur og settur í þurkklefa í 7-10 daga þar sem hann er hafður við ákveðið hita- og raka- stig.“Það er ekki sama hvemig þetta er gert, Það sem skiptir hins vegar langmestu máli er að vera vandlátur varðandi hráefnið því við framleiðum ekki úrvalsvöru ef hráefnið er ekki fyrsta flokks," seg- ir Heimir. -gk Byggðabrúin á Norðurlandi vestra: Sextíu nemendur í meistaranámi DV, Skagafírðr Svokölluðu fjarkennsluverkefni var nýlega hleypt af stokkunum á Norðurlandi vestra með því að koma upp fjarkennslubúnaði með tengingu við „byggðabrúna“ á stærstu þéttbýlisstöðunum. Að sögn Harðar Ríkharðssonar, hjá Iðnþró- unarfélagi Norðurlands vestra, stór- eykur þetta menntunarmöguleika íbúa á svæðinu. Tæki til að tengjast byggðabrúnni em nú komin á Siglu- fjörð, Hvammstanga, Skagaströnd og þau koma í næstu viku í Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki. Hing- að til hefur aðstaðan hjá Byggða- stofnun verið nýtt. Langstærsta verkefnið í fjar- kennslumálum nú er Meistaraskóli iðnaðarmanna. Þar stunda 60 manns nám: 26 á Sauðárkróki, 10 á Skagaströnd og Blönduósi, 15 á Hvammstanga og 9 á Sigluflrði. Þá stendur til að halda námskeið fyrir starfsfólk sambýla fyrir fatlaða í kjördæminu á „byggöabrúnni". Þá gefst íbúum kjördæmisins kostur á að nýta sér það kennsluefni sem nú er í boði í fjarkennslukerfinu á byggðabrúnni. Til að mynda hafa tveir aðilar á Blönduósi stundað nám í vetur í ferðamálafræðum við landfræðiskor Háskóla íslands. Fjarkennsluverkefnið er samstarf DV, Fáskrúösfíröi: Á fundi hjá slysavarnadeildinni sex aðila og þar af þriggja skóla á svæðinu: Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, Farskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, Sambands sveitar- félaga á Norðurlandi vestra, Iðnþró- unarfélags Norðurlands vestra og Þróunarsviðs Byggðastofnunar. -ÞÁ Hafdísi, sem haldinn var nýlega, var meðal annars rætt um öflugt og mikið starf ungliðadejldarinnar LOGA. Til- laga kom fram um að gefa ungliða- deildinni eitt hundrað þúsund krónur til frjálsrar ráðstöfunar og var það samþykkt. Hafdís vill með gjöfinni þakka unglingunum öflugt félagsstarf. Grétar Geirsson, formaður björgun- arsveitarinnar GEISLA, tók við gjöf- inni úr hendi Aðalheiðar Jónsdóttur á fundi LOGA, en hann er umsjónar- maður ungliðadeildarinnar. Félagar LOGA hafa undanfarið sótt námskeið i fjarskiptum undir leiðsögn Grétars. -ÆK Grétar Geirsson tekur við gjöfinni úr hendi Aðalheiðar Jónsdóttur. DV-mynd ÆK Ný námskeið að hefjast í ungbarnasundi 16. febrúar, bæði byrjendahópar og framhaldshópar. Athugiö, hámark 10 börn í hóp. Upplýsingar og skráning hjá Sóleyju, íþrótta- og ungbarnasundkennar2 í síma 555 1496 eða 898 1496. Slysavamadeildin Hafdís: Gaf 100.000 krónur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.