Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 44
52 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 T>V nn Ummæli Setur upp kryppu og hvæsir „Davíð Oddsson er þeirrar náttúru að honum fer illa að lenda í mótlæti. Þá er eins og köttur f haíi verið króað- \ ur af úti í horni: Hann setur upp kryppu og hvæs- ir, - en ekki einsog kisa að þeim sem að henni veitist heldur í allar áttir og helst að fólki sem ekkert hefur gert á hlut hans.“ Mörður Árnason, Samfylk- ingunni, í Morgunblaðinu. Ekki dómsdagsspá en... „Minar skoðanir eru á miðj- unni i þessu máli. Þetta er ekki dómsdagsspá hjá mér en það er alveg ljóst að þetta mun hafa miklar og slæmar efna- hagsafleiðingar. Það merkir að þetta bitnar á mér og þér. Þetta bitnar á venjulegu fólki.“ Ingólfur Helgi Tryggvason kerfisfræðingur, um 2000 vandann, í Fókusi. Hvalveiðar „Tillögunni um að hefja hvalveiöar á ný má likja við það að leggja húsið sitt, aleiguna, und- ir í póker. Maður getur hugsanlega fengið fullt hús, en líka tapað öllu.“ Einar Bollason, forstjóri íshesta, í DV. Bulltölur á Kvótaþingi „Menn eru að leika sér fram og til baka með þetta Kvóta- þing og jafnvel setja inn ein- hverjar bulltölur. Það er miklu eðlilegra að menn gangi hreint til verks og bjóði bara 1000 kall fyrir kílóið, þótt það standi engan veginn undir sér.“ Hilmar Baldursson lögfræð- ingur, í Degi. Fór Bjöm yfir strikið? „Samlíking menntamálaráð- herra að likja borgarstjóranum við alræmdan stríðsglæpamann, er aö fara svo gjörsamlega yfir strikið að þau hitta engan fyrir nema hann sjáif- an.“ Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, í Degi. Tóbakið í Ríkið? „Innflutningsbann á tóbaks- vörum er ólíklegt til árangurs en hins vegar er ástæða til að íhuga enn minnkað aðgengi. Við selj- um áfengi á sérstökum útsölu- stöðum af hverju ekki tóbak? Sigurður Guðmundsson landlaeknir, í Morgunblaðinu. Skúli Thoroddsen, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum: Mætti kenna fólki að borða loðnu á námskeiði DV, Suðurnesjum: „Fyrir mig er þetta spennandi og ögrandi verkefni að takast á við, einkum þar sem þjóðfélagið er í örri breytingu og símenntun að verða æ mikilvægari þáttur í daglegu lífi fólks,“ segir Skúli Thoroddsen, nýráðinn forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suöumesjum. Hann tók við starfmu um síðustu mánaða- mót af Kjartani Má Kjartanssyni sem stýrt hafði miðstöðinni frá upphafi. Þetta er ný stofnun sem hefur starfað í rúmlega eitt ár og er í eigu sveitarfélaganna hér á svæðinu og aðila vinnumarkaðarins en einnig koma Fjöl- brautaskóli Suður- nesja og Endur- menntunarstofnun Háskólans að mál- ; inu. Miðstöðin er § sjálfstæð stofnun sem er ætlað að bjóða einstakling- um og fyrirtækjum á Suðurnesjum upp á fjölbreytt úrval námskeiða. Það mætti þannig skipta þessu í þrennt, þ.e. starfstengt nám, frístundanám og formlegt nám. „Verkefnin á næstunni em fyrst og fremst bundin við að koma mið- stöðinni í nýtt húsnæði og leggja grunn að daglegum rekstri og skipu- Maður dagsins leggja verkefnin í bráð og lengd. Námskeiðin hafa verið misjafn- lega sótt hingað til en við stefnum að því að gera þau aðlaðandi og gef- andi, hvort sem þau eru starfstengd, al- menns eðlis eða tómstundagaman. Fyrir utan tungu- mála- og tölvunám- skeiðin hef ég sér- stakan áhuga á að efla símenntun í sjávarút- vegi og fiskvinnslu og gp' mundi þá vilja tengja Jr þetta möguleikum okkar gf innan Evrópska efnahags- svæðisins. Síðan hef ég mik- inn áhuga á að efla þekk- ingu á áfengis- og vímuvörnum i atvinnulíf- inu og tel að mið- stöðin DV-mynd geti gert það með ágætum og ég á von á þvi að þetta komi í ljós með vorinu hér í starfi okkar.“ Skúli, sem er menntaður lögfræð- ingur með framhaldsnám í heil- brigðisþjónustu, er nýkominn til landsins eftir tveggja ára starf hjá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins í Lúxemborg. „Ég er inn- fluttur Suðurnesjamaður en Reyk- víkingur í húð og hár.“ Hann segir áhugamálin meðal annars tengjast útivist. „Ég er mikið fyrir útilif og ferðaflandur en svo á ég það líka til að mála myndir, lesa bókmenntir eða galdra fram unaðsrétti úr góð- gæti hafsins. Síðan fylgist ég með í pólitíkinni og er stundum með af- skiptasemi þar ef mér svo býður við en auðvitað í góðu og hef sjaldnast árangur sem erfiði. Eiginkona Skúla heitir Jórunn Tómasdóttir. Hún er Keflvíkingur og kennir frönsku og spænsku við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. „Halldís, níu ára dóttir okkar, er auðvitað orðin Reyknesingur inn við beinið og virk í tónlistarnámi og fimleikum hér í bænum en svo á ég líka tvo syni, Jón Fjölni, sem er í Háskólanum, og Bolla, nemanda í Menntaskólanum í Reykjavík en hann er þessa stundina skiptinemi í Japan að kynna sér heiminn frá þeim sjónarhóli og kannski líka hvernig Japanir setja loðnuna frá is- landi ofan í sig. Það mætti kannski kenna þann sið að borða loðnu á si- menntunarnámskeiði hér hjá Mið- stöð símenntun- Arnheiður ar.“ -A.G. Verk eftir Helgu Þórsdóttur í Nýlistasafninu. Komdu og gryfjuna í Nýlistasafninu sýna um þessar mundir fjórir mynd- listarmenn, auk þess sem safnsýning er í SÚM-saln- um. Þau sem sýna eru Kristján Steingrímur, sem sýnir í Forsal, Helga Þórs- dóttir, sem sýnir í Gryfj- unni, Gunnar Straumland, sem sýnir í Bjarta sal, og Jón Sæmundur Auðarson sem sýnir í Svarta sal. Helga stundaði innan- skoðaðu í mína... hússarkitektúr á árunum 1992-1995 í París og útskrif aðist frá fjöltæknideild MHÍ árið 1997. Undanfarin tvö ár Sýningar hefur Helga dvalið við fram- haldsnám í París við fram- haldsnám í myndlist við Fagurlistaskólann í Gergie. Algengur bíll Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Hall- gríms- kirkja verður vettvang- ur lesturs passíu- sálmanna hvern virkan dag á löngu- föstu. Passíusálmar og tónlist Að venju verða Passíusálmar lesnir í Hallgrímskirkju hvern virkan dag á löngufóstu, frá mánudegi til fostudags, og hefst lesturinn með tónlistarflutningi kl. 12.15. Fyrsti lesturinn er í dag. Það er von þeirra sem standa að þessu að þama sé kærkomið tæki- færi til að njóta kyrrðar mitt í önn dagsins og fhuga túlkun Hall- gríms á píslun Jesú Krists. Samkomur Öskudagurinn í Reykjanesbæ Haldin verður Öskudagshátíð fyrir nemendur í 1.-6. bekk grunn- skólanna í Reykjanesbæ. Hátíðin stendur frá kl. 14-16. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Kötturinn verður sleginn úr tunn- unni, leikir, dans, glens og grín. Allir fá viðurkenningu fyrir að mæta og einnig fá þeir verðlaun sem slá köttinn úr tunnunni. Leikmyndahönnuður fjallar um starf sitt Á vegum MHÍ mun Finnur Amar myndlistarmaður fjalla um starf sitt sem leikmyndahönnuður fyrir leikhús og kvikmyndir í MHÍ, Laugamesi, í dag kl. 12.30. Bridge Danir og Norðmenn spiluðu til undanúrslita á alþjóðlegu móti yngri spilara í Hollandi í janúar síð- astliðnum. Norðmenn unnu leikinn naumt, 45-41, og komust þannig í úr- slitaleikinn á móti sveit Kanada- manna. Sá leikur fór 87-73 fyrir Kanadamenn. Hér er eitt spil úr leik Dana og Norðmanna þar sem hinir fyrrnefndu græddu 7 impa. Á öðru borðanna í leiknum opnaði Daninn Tomas Sivholm á einum tígli og stuttu síðar varð suður sagnhafi í þremur gröndum. Útspilið var spaðafimma og sagnhafi varð að sætta sig við að fá aðeins 6 slagi. Á hinu borðinu í leiknum þróuðust sagnir á annan máta. Vestur gjafari og enginn á hættu: * D1082 •* 107653 * DG10 * Á Vestur Norður Austur Suður Hagen Kvangr. Bjam. Harr pass pass 2 ♦ pass 2 grönd 3 * 3* 3 grönd 4 * p/h Norður vildi ógjarnan opna á sín spil og Daninn Gregers Bjarnarson opnaöi á gervisögninni tveimur tígl- um sem lýstu veiktri hendi með lengd í hálitum. Tvö grönd var spumarsögn og austur lýsti góðri hendi með því að frjálsmelda yfir þremur laufum. Legan í þessu spili var draumi likust og aðeins formsat- riði að renna heim 10 slögum. Ut- spilið var laufkóngur, sagnhafi spil- aði spaðadrottningu, kóngur og ás, spaði á tíuna og litlu hjarta að heim- an. Suður setti ásinn, spilaði laufi og þegar hjörtun lágu 3-2 voru 10 slagir í húsi á aðeins 17 punkta sam- legu. ísak Öm Sigurðsson 4 AG765 «4 K84 ♦ 5 * 10732

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.