Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 23 Allt vitlaust á Highbury Bls. 30 - segir Guðríður Guðjóns- dóttir, bikar- meistari með Fram í 12. skipti Sænska meistaramótið í frjálsum: Þórey Edda bætti sig Þórey Edda Elísdóttir, FH, bætti árangur sinn í stangarstökki á sænska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í Malmö í gær. Þórey Edda stökk 4,21 metra í fyrstu tilraun og sigraði með mikum yfirburðum. Þetta er bésti árangur hennar innanhúss til þessa og bæting um einn sentímetra. Hún reyndi síðan þrívegis við 4,30 metra en það gekk ekki að þessu sinni. Besti árangur Þóreyjar Eddu utanhúss er einnig 4,21 metri. Vala Flosadóttir, ÍR, stökk 4,24 metra á móti i Birmingham í gærkvöld. Á fóstudag varð hún í 2.-3. sæti . á móti í Bielefeld og stökk 4,26 metra sem er besti borey . ' . árangur hennar í ár. -SK bættl Slg 1 Malmo. ... * „Við þessar gömlu erum búnar að æfa með B-liðinu frá því 1. september tvisvar í viku. Svo æxlaðist þetta svona leik af leik, það fóru að koma meiðsli í meistaraflokksliðið og þessar ungu dömur, sem áttu að taka við, höfðu ekki trú á þessu og fóru annað, svo það var ekki um annað að ræða en að svara kalli og vera með. Við höfum ekki æft með þeim en reyndar tókum við þátt i undirbúningnum fyrir þannan leik og mættum á nokkrar æfmgar," sagði Guðríður Guðjónsdóttir, leikmaður Fram. Gurrí varð bikarmeistari í 12. skipti með Fram um helgina er Fram vann Hauka í úrslitum, 17-16. „Varnarleikurinn var frábær í þessum leik og ég var búin að segja það fyrir leikinn að ef við næðum upp vöminni þá kæmi Hugrún í markinu og á löngum tíma i seinni hálfleik, þegar við náðum ekki að skora, þá hélt hún okkur á floti. Það fór rosalegt púður í það hjá þeim að minnka forystuna niður í eitt mark. Andlega tekur þessi leikur alveg 50% af orkunni og ég get sagt þér það að ég versna með árunum, ég verð stressaðri og stressaðri og þessi spenna gerir það að verkum að það eru gerð fleiri mistök,“ sagði Guðríður sem er á myndinni hér til hliðar ásamt dóttur sinni. Sjá nánar bls. 27 Ólafur Páll var bestur í janúar Ólafur Páll Snorrason, knattspymumaður hjá Bolton Wanderers hefur verið að gera góða hluti hjá félaginu. Ólafur Páll var kosinn besti leikmaður unglinga- liðs félagsins í janúar og segir það meira en mörg orð um frammistöðu pilts- ins. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.