Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 4
28 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 29 íþróttir íþróttir Stuöningsmenn Aftureldingar voru fyirferðarmiklir á áhorfendapöllunum eins og sjá má og skemmtu sér konunglega, og ekki síst eftir að úrslitin voru Ijós og fyrsti alvörutitillinn í höfn. „Ekki nógu beittir" „Liðsheildin skóp þetta" - sagði Bergsveinn Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, var sínum gömlu félögum í FH erfiður. „Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þetta í seinni hálfleik. Við vorum undir I hálfleik og það er nokkuð sem við kunnum illa. Við vorum eitthvað stressaðir í byrjun en þeir virtust hafa taugarnar í þetta. Við sýndum þó karakter með því að minnka muninn úr 9-5 í 9-8 og þá fann maður að við áttum góða möguleika. Við sýndum síðan okkar rétta andlit i seinni hálfleik en þá var það að duga eða drepast. Þá keyrðum við yfir þá.“ Bergsveinn viðurkennir þó að tilfinningamar séu blendnar að finna sitt gamla félag. „Allir mínir glæstu sigrar í boltanum eru með þeim þannig að það hlýtur alltaf að vekja blendnar tilfinningar." „Þeir spiluðu rassinn úr buxunum í síðari hálfleik" - sagði Sigurður Sveinsson „Þetta er frábær tiifinning," sagði Sigurður Sveinsson, hornamaðurinn knái, þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri að sigra sitt gamla félag í bikarúrslitaleik. „Að vísu fannst mér handboltinn sem liðin sýndu ekki nógu góður, sérstaklega við í fyrri hálfleik og þeir í seinni hálfleik. Þá spiluðu þeir alveg rassinn úr buxunum og það hafði ekkert með okkar styrk að gera. Það var eins og þeir misstu púðrið þegar 10 mínútur vora liðnar af seinni hálfleik og þaö hefur einkennt liðið dálítið í vetur. Þeir hafa verið spila ágætlega fram yfir leikhlé en svo tapa þeir stórt." - sagði Kristján Arason, þjálfari FH-inga „Markið hans Begga var vendipunktur“ - sagði Bjarki Sigurðsson „Liði small saman í seinni hálfleik," sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Aftureldingar. „Við fórum yfír fyrri hálíleikinn í leikhléi og sáum þá hvaða mistök við gerðum. Sóknirnar voru þá of stuttar hjá okkur og FH-ingamir refsuðu okkm- með hraðaupphlaupum. Við náðum að koma í veg fyrir þetta í seinni hálfleik. Við ákváðum þá að spila eins og liðsheild og lengja sóknirnar og reyna að verða fljótari til baka. Þetta varð til þess að sóknimar hjá okkur enduðu yfirleitt með marki. Vömin með Bergsvein fyrir aftan var líka frábær. Það var eins og þegar Bergsveinn skoraði yfir endilangan völlin hefði orðið viss vendipunktur í leiknum. Þetta virtist rothögg fyrir FH-ingana en skapaði mikla stemningu hjá okkur.“ „Það er alltaf svekkjandi að tapa bikarúrslitaleik," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir leikinn. „í seinni hálfleik vorum við hreinlega ekki nógu beittir í sóknarleiknum. Við hefðum þurft að spila mun ákveðnar á þá. Við gerðum það í fyrri hálf- leik og þá uppskárum við vel og gerðum mjög góð mörk. Þegar við töpuðum forskotinu niður var eins og að menn yrðu hræddir og þá var leikurinn auðveldur fyrir þá,“ sagði hann. „Það er hrikalegt að standa í þessum sporum," sagði Valur Örn Arnarson, skytta hjá FH. „Við vorum betri í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik byrjuðu þeir að saxa þetta niður og þá var eins og að kæmi fát á okkur. Þeir nýta sér það og komast alltaf meira og meira yfir með- an við dettum niður. Nú verð- um við bara að gleyma þessu og mæta grimmir í næstu leiki og tryggja okkur sæti í úrslita- keppninni." Jóhann Guðjónsson, for- maður handknattleiksdeildar Aftureldingar, var að vonum í sæluvimu þegar DV ræddi við hann eftir leikinn. „Ég er auðvitað mjög stoltur af strákunum. Þeir sýndu mik- inn og góðan karakter í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur þó svo að FH-ingar hafi verði mjög verðugur andstæð- ingur. Þetta er fyrsti stóri titll- inn sem við vinnum og margra ára gott starf er farið að skila sér. Við eigum frábæra stuðn- ingsmenn og þetta er vonandi byrjunin á einhverju meira hér í Mosfellsbænum. Þessi sigur gefur liðinu byr undir báða vængi og er mikil hvatning á starf okkar,“ sagði Jóhann. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, fær flugferð Fyrrum félagar hjá FH, Sigurður Sveinsson eftir leikinn. og Magnús Árnason, fallast í faðma. Bikarkeppnin í handknattleik: Aftureld. (10)26 FH (12) 21 1-0, 2-2, 3-5, 9-5, 9-8, 12-9, (12-10), 12-12, 14-13, 14-19, 16-22,19-25, 21-26. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 4, Hálfdán Þórðarson 4, Knútur Sigurðs- son 4/1, Guðmundur Pedersen 3/1, Valur Arnarson 3, Guðjón Árnason 2, Sigurgeir Ægisson 1. Varin skot: Magnús Árnason 13. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 10/6, Gintas Galkauskas 7, Sigurður Sveinsson 2, Gintaras Savu- kynas 2, Einar G. Sigurðsson 1, Magnús Már Þórðarson 1, Bergsveinn Bergsveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveins- son 17/2, Ásmundur Einarsson 1/1. Brottvísanir: FH 10 mín., Aftureld- ing 10 min. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, toppdómgæsla. Áhorfendur: Um 2500. Maður leiksins: Bergsveinn Berg- sveinsson, Aftureldingu. BIKARKEPPNffi Bergsveinn Bergsveinsson skoraði mark i öðrum bikarúrslitaleik sínum í röð. Fyrir fimm árum stóð hann í marki FH og kom liðinu i 8-1 gegn KA með því að henda boltanum yfir allan völlinn og hann endurtók leikinn á laugardaginn þegar hann henti knettinum yfir fyrrum félaga sinn, Magnús Árnason. Þetta er i 7. sinn af þeim 26 úrslitaleikjum sem liðið sem er undir í hálfleik fer með sigur af hólmi. frabær imarkinu - sagði Skúli Gunnsteinsson „Það var einhver spenna í mönnum í fyrri hálfleik en um leið og við losnuðum úr því var þetta engin spuming," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Áftureldingar. „Við spiluðum frábæra vöm og Bergsveinn var frábær í markinu. Svo fóram við líka að spila skynsamlegar í sókninni en hún var á köflum í fymi hálfleik mjög óskynsamleg. Menn vom þá að taka rangar ákvarðanir undir pressu. Viö sýndum síðan þann karakter sem hefur einkennt liðið í vetur. Þetta var bara barátta eins og alltaf.“ Fögnuður leikmanna Aftureldingar var eðlilega mikill í leikslok enda stærsti sigur Aftureldingar á handknattleiksvellinum í höfn. Á stærstu myndinni eru þeir Bjarki Sigurðsson fyrirliði og Einar Gunnar Sigurðsson og á neðri myndinni fagna þeir Bergsveinn Bergsveinsson, Bjarki og Jón Arni Finnsson. DV-myndir Hilmar Þór - Afturelding innbyrti sinn fyrsta stóra titil í sögu félagsins með öruggum sigri gegn FH í úrslitaleik bikarkeppninnar í handbolta, 26-21 Mark frá Bergsveini Bergsveinssyni, markverði Aftureldingar, var einn af stóru vendipunktunum í bikarúrslitaleik FH og Aftureldingar á laugardaginn þar sem Afturelding tryggði sér bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bergsveinn gerði sér þá lítið fyrir og skoraði meö þvi að henda yfir þveran og endilangan völlinn og kom sínum mönnum yfir, 15-14, í fyrsta skipti frá þvi á upphafsmínútunum. Þetta mark hleypti rosalegu kappi í leikmenn Mosfellinga en að sama skapi var það köld vatnsgusa framan í leikmenn FH. I kjölfarið fylgdu fjögur mörk í röð frá Aftureldingu og þar með vom úrslitin ráðin. Leikurinn var annars mjög kailaskiptur. Eftir upphafs- mínúturnar í fyrri hálfleik tóku FH- ingar völdin. Þeir skoruðu sex mörk í röð, breyttu stööunni úr 3-5, í 9-5 og bjartsýnustu stuðnings- menn Hafnarflarðarliðsins voru farnir að sjá bikarinn í hillingum. FH-ingar léku mjög agaðan sóknarleik, nýttu tímann mjög vel í sókninni og léku sterka framstæða 5:1 vörn. Mosfellingar voru mjög bráðir í sóknarleik sínum og áttu til að selja sig í vörninni og þegar flautað var til leikhlés mátti sjá á leikmönnum Aftureldingar að þeir voru ekki sáttir við sína frammistööu. í síðari hálfleik snerist ieikurinn gjörsamlega í höndum FH-inga. Það tók Mosfellinga þrjár og hálía mínútu að jafna metin og þegar Bergsveinn kom þeim yfir, 15-14, varð ekki aftur snúið hjá Aftureldingu. Vélin var hrokkin 1 gang hjá Mosfellingum og hún hreinlega keyrði yfir FH-liðið það sem eftir lifði leiks. ' Vörn Aftureldingar, sem hafði gefið mörg færi á sér 1 fyrri hálfeik, small saman og sóknarmenn FH vissu ekki sitt rjúkandi ráð. í þau fáu skipti sem þeir komu boltanum fram hjá varnarmúr Mosfellinga var Bergsveinn á réttum stað og þegar 24 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik höfðu FH-ingar aðeins skorað 4 mörk. FH-ingar játuðu sig sigraða löngu áður en leikurinn var úti enda við ofurefli að etja. Laugardagurinn 13. febrúar verður lengi í minnum hafður hjá leikmönnum, forystumönnum og stuöningsmönnum Aftureldingar. Þetta var fyrsti stóri titillinn sem félagiö vinnur í sögunni og það mátti sjá mörg gleðitár falla af kinnum gamalla félgsmanna Aftureldingar. Eftir köflóttan fyrri hálfleik sýndu Mosfellingar sitt rétta andlit og sönnuðu þá að þeir hafa á að skiþa besta liði landsins. Bergsveinn Bergsveinsson stóð vaktina í markinu með glæsibrag og var sínum gömlu félögum í FH mjög erfiður. Bjarki Sigurðsson og Galkauskas Gintas voru mjög atkæöamiklir í skyttustööunum og Gintaras stjórnaði leik Aftureldingar mjög vel í seinni hálfleik. Þá má ekki gleyma varnarjaxlinum Alexei Troufan en hann átti stóran þátt í að búa til þennan öfluga varnarmúr i seinni hálfleik. Mosfellingar eru vel að bikarmeistaratitlinum komnir og eru nú með réttu komnir á landakort íslenska handboltans. Þeir eru meö deildameistaratitilinn i höndunum og með þessum mannskap hefur liðiö alla burði til að vinna þrefalt. FH-ingar hittu einfaldlega ofjarla sína i siðari hálfleiknum. Eftir að hafa leikið skínandi vel i fyrri hálfleik beið liðið skipbrot í þeim síðari og þá kom berlega I Ijós getumunurinn á félögunum. FH hafði ekki styrk né þá breidd i að koma til baka í síðari hálfleik eftir að hafa lent undir og Hafnarfjarðarliðið náöi þar með ekki að jafha met Víkinga sem sex sinnum hafa hampað bikar- meistaratitlinum. Magnús Árnason var jafnbesti maður FH-inga í leiknum. Guðjón Árnason, Gunnar Beinteinsson og Guðmundur Pedersen léku vel í fyrri hálfeik en síðari hálfieiknum vilja þeir gleyma sem fyrst eins og félagar þeirra. Laugardagurinn var ekki dagur Hafnarflarðarliðanna en hjá FH- ingum tekur nú við mjög erfíð barátta um að komast í 8-liða úrslit íslandsmótsins. -GH Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, er kominn í hóp með fjórum mönnum sem hafa orðið bikarmeistarar sem þjálfari og fyrirliði. Skúli var fyrirliði Stjömunnar sem vann bikarinn 1989. Hinir þrír eru: Gunnar Einarsson, fyrirliði FH 1975, þjálfari Stjörnunnar 1989, Páll Björgvinsson, fyrirliði Víkings 1978 og 1979 og þjálfari Stjörnunnar 1987, og Ólafur H. Jónsson sem var fyrirliði og þjálfari Þróttar sem vann bikarinn 1978. Þannig komu mörkin: Langskot: FH 6, Afturelding 10. Hom: FH 4, Afturelding 4. Lína: FH 2, Afturelding 1. Hraðaupphlaup: FH 6, Afturelding 2. Gegnumbrot: FH 1, Afturelding 3. Víti: FH 2, Afturelding 6. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.