Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 Fréttir Fasteignasalar segja óvissu hjá lántakendum. Góð sala hefur verið en litið afgreitt af lánum. Fasteignasala í hnút - íbúðalánasjóður ekki sagður standa sig: Þetta er mesta rugl - segir Sverrir Kristjánsson fasteignasali Fasteignasalar í Reykjavík segja að íbúðalánasjóður standi engan veginn í stykkinu. Búið sé að skapa verulega óvissu hjá lántakendum. Gömlu og að mörgu leyti ágætu kerfl hafi verið fómað fyrir annað sem klikki strax í upphafi. Eigandi stórrar fasteignasölu í borginni tjáði DV í gær að ástandið væri skelfilegt, frá áramótum hefði verið góð sala en ekkert verið afgreitt nema helst synjanir vegna vafa- samra salna á fasteignum. Slíkt fengi hraða afgreiðslu. Fasteigna- salan væri í hnút. „Það er ömurlega að þessu stað- ið,“ sagði Sverrir Kristjánsson, fasteignasali í Fasteignaþjónust- unni. „Vinnsluferillinn er orðinn svo flókinn og þetta er eins og margt sem kemur frá því opinbera, gjörsamlega vanhugsað í byrjun. Síðan á að vinna úr vandræðunum smátt og smátt,“ sagði Sverrir. Áður fór fólk í banka eöa stofnun og fékk greiðslumat og út frá því var gert tilboð og keypt. Núna er kaupandinn sendur út og suður og fær alls konar misvísandi upplýs- ingar f bönkunum að sögn fast- eignasala. „Mér sýnist að það geti liðið allt að tveir mánuðir áður en afgreiðsla fæst,“ sagði Sverrir. Hann sagði að staðan gæti orðið sú að fólk sem væri búið að selja gæti vaknað upp við að stofnunin hafnaði kaupand- anum. Þá væri kannski heil keðja af viðskiptum hrunin. „Ég get ekki fullyrt að allt sé fast hjá íbúðalána- sjóði. Vinnulagið hjá bönkunum breyttist líka og þar virðist fólk afar illa undirbúið. Hjá okkur em nánast allir samningar frá áramót- Sverrir Kristjánsson fasteignasali. um óuppgerðir. Þetta er náttúrlega mesta rugl,“ sagði Sverrir. „Það eina góða við ástandið er að allir sitja við sama borð, það gengur hvorki né rekur með neinar sölur,“ sagði fasteignasali sem sagðist ekki vilja láta nafhs getið, hann yrði þá látinn sitja á hakan- um ef hann þekkti sína menn rétt. Hann sagði að menn í stétt fast- eignasala væra orðnir verulega reiðir. „Góðbændur hentu ekki gömlu vélunum strax og traktoramir komu, það ætti Páll Pétursson að vita. En þama var kastað kerfi og annað ónýtt tekið í staðinn,“ sagði fasteignasalinn. „Gamla kerfinu og ágætu fólki var ýtt til hliðar. Allt sem Gunnar Bjömsson og Páll Pét- ursson sögðu í sjónvarpinu era blekkingar. -JBP Þeir fiska kærur sem róa Valdimar kærði kvótann á sín- um tíma. Hæstiréttur dæmdi Valdimar ekki kvóta heldur að hann ætti rétt á því að fá veiði- leyfi. Veiðileyfi dugar hins vegar skammt ef menn hafa ekki kvóta. Skilningur ríkisstjómarinnar á þessmn dómi var sem sagt sá að allt væri i lagi með það að menn fengju veiðileyfi meðan þeir hefðu ekki kvóta því án kvóta veiða menn ekki þótt þeir hafi veiðileyfi. Á þessu flaskaði Valdi- mar, enda á hann ekki bát og á þar af leiðandi ekki veiðileyfi og á þar af leiðandi ekki rétt á neinum kvóta. Auk þess er það tafsamt fyrir kvótalausa útgerðarmenn að sækja kvóta sína i Hæstarétt. Nú er vaskur maður vestan af fjörðum búinn að finna ráð við þessu. Sá heitir Svavar Guðna- son. Svavar hefur bæði bát og veiðileyfi en ekki kvóta og nú veiðir hann kvótalaus og er að bíða eftir því að vera kærður fyrir að fara ekki að lög- um. Vandinn er hins vegar sá að enginn kærir hann og hann heldur áfram að veiða kvótalaus og er að fara á taugum yfir þvi að engin kæra berst. Hann segist ætla að kæra þá sem ekki kæra hann ef hann verður ekki kærður. Honum er svo mik- ið í mun að fá kæra á sig fyrir að veiða kvóta kvótalaus. Hann er að reyna að veiða á sig kæra. En kærur liggja ekki á lausu frekar en kvótinn. Samtök kvótalausra útgerðarmanna vilja fá kvóta en þora ekki að veiða til að fá kærur. Þeir hafa hvorki kvóta né kærur en era líka hættir að róa. Þeir fiska sem róa segir máltækið og nú er bara spumingin hvort það stenst. Það er að segja að fiska kæra með því að róa. Svavar sækist nefhilega ekki endilega eftir fisk- unum. Hann sækir sjóinn til aö fiska kærar. Hingað til hefur enginn getað róið nema hafa kvóta. Nú róa menn ekki eftir kvóta. Nú róa menn eftir kærum, sem er miklu ábatasamara meðan menn fá ekki kærur og ef enginn kemur kæran blasir við sú staða að þaö er betra að vera kvótalaus heldur en að hafa kvóta því þá þurfa menn ekki að borga fýrir kvótann og svo er hægt að selja kvótalausan bátinn ef hann hefúr veitt kvóta án þess að eiga hann og án þess að borga fyrir hann. Kærana verður Svavar hins vegar að fá til að geta sýnt kvóta- lausum starfsbræðram sínum fram á að kerfið viðurkennir veið- ar hans og þess vegna er kæran meira virði fyrir Svavar heldur en kvótinn sem hann þarf hvort sem er ekki á að halda meðan hann veiðir kvótalaus. Nú bíða menn spenntir eftir því hvað gerist. Er fiskurinn á lausu, er kvótinn á lausu, er kæra á lausu? Hvort hefur Svavar upp úr þessu kvóta eða kæra? Verður hann kærður eða þarf hann að kæra þá sem ekki kæra hann? Eða verður hann kærður fyrir að kæra þá sem ekki kæra hann? Dagfari Stuttar fréttir dv Svipt veiðiheimildum Vatneyri BA 238, kvótalaust skip sem hefur verið að veiðum, hefur verið svipt öllum veiði- heimildum. Fiskistofa kærir út- gerð og skipstjóra til sýslumanns. Með veiðunum var Svavar Guðnason útgerðarmaður að mót- mæla stöðu kvótalausra útgerða. Ríkisútvarpið greindi frá. Áfellisdómur Skýrsla endurskoðanda um árs- reikning Vest- ur-Landeyja- hrepps er nær samfelldur áfell- isdómur yfir fjármálasfjóm Eggerts Hauk- dals, fyrrver- andi oddvita. Skýrslan verður kynnt íbúum á morgim. Ríkisútvarpið greindi ffá. Heildarloðnukvótinn Heildarloðnukvótinn verður aukinn um 200.000 tonn en það er mun minna en vonast hafði verið eftir. Rannsóknarskipiö Ámi Friðriksson fann um helgina tals- vert af loðnu á svæði út af sunn- anverðum Austfjörðum. Vísir greindi frá. Tundurdufl í vörpu Vestmannaeyjabáturinn Emma VE kom til Hafnarfjarðar í fyrra- kvöld meö tvö hmdurdufl sem komu í vörpuna í Jökuldýpi. Ann- að er stórt, úr áli, og talið úr góssi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Ríkisútvarpið greindi frá. Norsk Hydro í tilkynningu um afkomu Norsk Hydro í fyrra er ekki vísað til byggingar álvers á íslandi. „Forstjóri Hydro, Egil Myklebust, sagði hins vegar að aukning fram- leiðslugetu fyrirtækisins á hrá- efni, sem þegar er of mikið fram- boð af, gæti ekki talist góð hug- mynd,“ sagði Tor Steinum hjá Norsk Hydro í samtali við Við- skiptablaðið. Vilja annað álver Smári Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfé- laga á Austur- landi, segir að þrýst verði á stjórnvöld um að leita til ann- arra áhuga- samra fyrir- tækja ef Norsk Hydro hættir við að reisa álver á Reyðarfirði. Rik- isútvarpið greindi frá,. Formannsleysið Rétt rúmur meirihluti, eða 52% þeirra sem tóku þátt í atkvæða- greiðslu á Visir.is, telja að for- mannsleysið skaði Samfylking- una. Rúmlega 2900 manns tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Ein- ungis eitt atkvæði er talið frá hverri tölvu í atkvæðagreiðslu á Vísi. Vísir greindi frá. Landssímanum bannað Samkeppnisráð hefur úrskurð- að að með því að bjóða endur- gjaldslausa Intemetþjónustu mis- noti Landssími íslands hf. mark- aðsráðandi stöðu fýrirtækisins og skaði samkeppni á Intemets- markaðnum. Er Landssimanum með ákvörðun samkeppnisráðs því bannað að veita ókeypis Inter- netáskrift. Vísir greindi frá. Betri byggð „Samtök um betri byggð" vora stofnuð í Reykjavík um helgina. Til- gangur þeirra er að móta nýjar hugmyndir um umhverfis- og byggðamál á höfuðborgar- svæðinu, með áherslu á að þétta og endumýja byggðina. í undir- búningshópi vora arkitektamar Öm Sigurðsson og Pétur H. Ár- mannsson, Jóhann J. Ólafsson forsfjóri, Stefán E. Matthíasson læknir, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfúndur og Guðmundur G. Kristinsson framkvæmdastjóri. Ríkisútvarpið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.