Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 8
Utlönd ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 Stuttar fréttir Deilendur í Kosovo hafa frest til hádegis á laugardag: Serbar sýna engin merki um tilslakanir Ekkert bendir til annars en að niðurstöðu friðarviðrasðnanna um Kosovo sé ekki að vænta fyrr en um helgina. Fresturinn sem tengslahóp- ur sex stórvelda gaf Serbum og Kosovo-Albönum til að komast að samkomulagi um framtíð héraðsins rennur út á hádegi á laugardag. Serbar sýna þess engin merki að þeir ætli að láta af harðlínustefnu sinni og þeir skella skollaeyrum við hótunum um loftárásir af hálfu Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Full- trúar albanska meirihlutans í Kosovo ku hins vegar vera reiðu- búnir að fallast á tillögur stórveld- anna um lausn deilunnar. Milan Milutinovic Serbíuforseti hafnaði lykilatriði í tillögum tengslahópsins eina ferðina enn í gær þar sem gert er ráð fyrir þrjátíu þúsund manna friðargæsluliði til að fylgjast með að væntanlegir friðar- samningEir verði virtir. Barnasál- fræðingur meðal norskra barnaníðinga Norska lögreglan hefur hand- tekið fimm menn á aldrinum 50 til 70 ára vegna gruns um kyn- ferðislega misnotkun á fil- ippseyskum drengjum. Meðal hinna handteknu er barnasál- fræðingur, tveir kennarar og tannlæknir sem sagður er vera höfuðpaurinn. Bamaniðingamir flmm em grunaðir um að hafa misnotað filippseyska drengi í um 20 ár, bæði í Noregi og i Manila á Filippseyjum. írskur prestur, Shay Cullen, sem starfar á Filippseyjum, átti þátt í að upp komst um bama- níöingana. Hanii kvaðst hafa vit- að um málið í 10 ár. í fyrra hefði verið haft samband við norsku lögregluna þegar vitað var með vissu hverjir mennimir væm. Presturinn, sem segir að kyn- lífsferðir útlendinga til Filipps- eyja séu gríðarlegt vandamál, kveðst þess fullviss aö fleiri verði handteknir vegna málsins. Hinir handteknu höfðu farið í margar feröir til Filippseyja á hveiju ári til þess að hafa mök viö lítil böm. Bregðast hart ^ við geri irakar árás á flugstöð Öryggisráðgjafl Bills Clintons Bandaríkjaforseta, Sandy Berger, sagði í gær að Bandarík- in myndu bregðast skjótt og ákveðið við gerðu írakar alvöm úr hótun sinni um árás á flug- stöðina í Tyrklandi þaðan sem bandarískar vélar fara í eftirlits- flug yfir írak. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lýsti því einnig yfir að Bandaríkin myndu gera gagnárás yrði ráðist á bandaríska hermenn eða ná- grannalönd íraks. írakar gáfu í skyn á sunnu- daginn að þeir gætu gert árás á stöðvar Bandaríkjamanna og Breta við Persaflóa, í Kúveit og Sádi-Arabíu. Jafnframt hótaði í gær varaforseti íraks, Taha Yassin Ramadan, árás á flugstöð- ina í Incirlik í Tyrklandi. Yfirvöld í írak tilgreindu ekki nánar hvemig yrði staöiö að árásum yrðu þær gerðar. Milan Milutinovic Serbíuforseti hélt því fram á fundi meö fréttamönnum í París aö loftárásir á Serba í Kosovo jafngiltu glæpi gegn mannkyninu. „Ef samkomulagið er svo gott og ef meirihluti íbúa Kosovo fellst á það, hví skyldum við þá þurfa á er- lendum hermönnum að halda til annars en að elta uppi hryðjuverka- menn? Og við þurfum þá ekki til þess arna,“ sagði Milutinovic á fundi með fréttamönnum í París. Viðræðumar hafa staðið yfir í níu dag í Rambouillet-höll skammt frá París og lítið miðað áfram. Serbíuforseti varaði einnig við því að loftárásirnar sem hótað hefur verið væru glæpur gegn mannkyn- inu og þær myndu engan vanda leysa. Ekkert varð af beinum viðræðum fulltrúa Serba og albanska meiri- hlutans í gær eins og þó hafði verið spáð. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tókst með persónutöfrum sínum að fá fulltrú- ana til að hittast um helgina en sjarminn virðist ekki virka lengur. Tíbetskir munkar leika á heföbundin horn við bænagjörö fyrir utan klaustur í Dharamshla í Indlandi. Andlegur og stjórnmálalegur leiötogi Tíbetbúa, sjálfur Dalaí Lama, býr í bæ þessum í Himalajafjöllunum. Þaöan hefur hann stjórn- aö útlagastjórn Tíbets frá árinu 1959. Bill Clinton hæstánægður með eiginkonuna: Hillary yrði frábær öld- ungadeildarþingmaður Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að Hillary eigin- kona hans yrði aldeilis frábær öld- ungadeildarþingmaður og að hann myndi styðja hana byði hún sig fram. Hann lagði þó áherslu á að sú stund væri þó ekki runnin upp enn. „Ég held að hún yrði frábær í öld- ungadeildinni. En það er hennar að taka ákvörðunina. Ég mun heils hugar styðja hvaða ákvörðun sem hún tekur,“ sagði Clinton við frétta- menn þegar hlé varð á viðræðum hans við Emesto Zedillo Mexíkófor- seta á sautjándu aldar búgarði skammt frá borginni Merida. Clinton hefur ekki áður tjáð sig um háværan orðróm þess efnis að Hillary muni bjóða sig fram til öld- Hillary Clinton íhugar enn aö bjóöa sig fram til þingmennsku. ungadeildarinnar fyrir New York ríki í kosningunum á næsta ári. Hillary fór með bónda sínum til Mexikós og brá út af venju þegar hún lét sjá sig í blaðamannafarrými forsetaþotunnar. Þar lagði hún Bill lið við að dreifa Valentínusar- konfekti til fréttamanna. Clinton sagði að Hillary hefði ekki átt hugmyndina að hugsanlegu framboði. „Það er mikilvægt að all- ir átti sig á því að fólk í New York tók að hringja í hana. Ég held ekki að þetta hafi nokkru sinni hvarflað að henni fyrr en allt þetta fólk hringdi og bað hana um að bjóða sig fram,“ sagði forsetinn. Hillary nýtur mikils fylgis sam- kvæmt óformlegum könnunum. Barist á landamærum Bardagar hafa blossað upp á ný á landamærum Eritreu og Eþíópíu. Sameinast gegn smygli Yfirvöld í Bandaríkjunum og Mexíkó hafa tilkynnt samkomu- lag um aðgerðir í baráttunni gegn fikniefnasmygli. Búast við framsali Stuðningsmenn Augustos Pin- ochets, fyrrverandi einræðis- herra Chile, búast við að breska lávarðadeildin samþykki að herforinginn verði framseld- ur til Spánar. Haft er eftir mági Pin- ochets, Gonzalo Townsend, í dagblaðinu La Tercera að honum og samtökum hans sé kunnugt um að úrskurðurinn í London verði Pinochet í óhag. Sprengt í Úsbekistan Yfirvöld í Úsbekistan sögðu sprengingamar í höfúðborginni Tashkent í morgun vera hryðju- verk. Ekki var ljóst í morgun hversu margir hefðu særst. í vandræðum með lík Stjóm ríkissjúkrahússins í Trinidad veit ekki hvað gera á við um 70 lík sem enginn ber kennsl á. Líkin þykja taka of mikið rými í eina líkhúsi sjúkra- hússins. Feitir mótmæla Um 25 of feitir Bandaríkja- menn mótmæltu í gær auglýs- ingu líkamsræktarstöðvar í San Francisco þar sem sagði að þegar geimvemmar kæmu myndu þær borða feita fólkið fyrst. Styður dauðarefsingu Fidel Castro Kúbuforseti er hlynntur því að dauðarefsingu verði beitt í fleiri tilvikum en nú til varnar bylt- ingunni. ínýju lagaframvarpi er lagt til að stjórnarand- stæðingar, sem starfi með Bandarikjun- um, verði dæmdir í allt að 30 ára fangelsi. Hægt verður að dæma menn í lífstíöarfangelsi eða til dauða fyrir glæpi eins og fikniefnasmygl. Segir Kúbufor- seti að glæpir eins og smygl á fikniefnum skaði ímynd lands- ins. 300 þúsund á flótta Mannréttindasamtök í Kól- umbíu segja yfir 300 þúsund Kól- umbíumenn hafa neyðst til að yf- irgefa heimili sín í fyrra vegna ofbeldisaðgerða skæraliða og hersins. Skotið á færi Þingið í Indónesíu styður þá stefnu hersins að skjóta óeirða- seggi á færi. Fórst í snjóflóði 19 ára piltur á snjóbretti fórst í snjóflóöi við Mount Baker í Was- hingtonríki í Bandai'íkjunum á sunnudaginn. Eins er saknað eft- ir snjóflóðið. Hætta á óstöðugleika Emma Bonino, sem fer með mannréttindamál í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins, sagði í gær að óstöð- ugleikinn í Sí- erra Leóne og Gínea-Bissá gæti breiðst um Vesto'-Afríku fyndust ekki pólitískar lausnir skjótt. Bonino er væntanleg til Sierra Leone í dag. Forsetinn þar, Ahmad Tejan Kab- bah, hefur boðið uppreisnar- mönnum til viðræðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.