Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 13 Það glaðnaði yfir samfylkingarfólki í sl. viku þegar skoðana- könnun DV leit dagsins ljós. - Ekkert er út á það að setja og það I sjálfu sér skiljanlegt eftir allar hrakfarirnar á síðustu vikum. Þó var Adam ekki lengi í para- dís og ekki meira um það að segja. Framboð án forystu Það vakti athygli okkar framsóknar- manna að liðsmenn samfylkingarinnar op- inberuðu fullkomnar en nokkru sinni áður að þeir eiga engan leið- toga. Þetta framboð sem ætlar sér stóra hluti í pólitík er án forystu. Það var gripið til þess ráðs í sig- urvímunni að bjóða upp á for- mann annars stjórnmálaflokks sem leiðtoga. Það er i sjálfu sér skiljanlegt að fleiri en við fram- sóknarmenn vilji geta boðið upp á Halldór Ásgrímsson sem forsætisráð- herraefni en það er betra að það sé al- veg skýrt, að til þess að hann verði í forystu í ríkisstjórn þarf að styðja Framsóknarflokk- inn. Skólabókar- dæmi um virkt lýðræði Tvennt er mikil- vægast fyrir stjórn- málaflokkana sem bjóða fram til Al- þingis. - Það er að hafa skýra stefnu og trúverðugan hóp manna til að bera hana fram og leiða vinnuna að loknum kosningum. Þetta er mik- ilvægt þegar kemur að því að koma stefnunni í framkvæmd, hugsanlega í ríkisstjóm. Reynsla okkar þingmanna Framsóknarflokksins þegar litið er til 4 síðastliðinna ára er skóla- Kjallarinn Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður leiðtoga bókardæmi um virkt lýðræði. Við framsóknarmenn mótuðum stefnu á flokksþingi fyrir 4 áram. Við sömdum kosningastefnuskrá á grundvelli þeirra samþykkta. í síð- ustu kosningum bætti Framsókn- arflokkurinn við sig verulegu fylgi og fékk aðild að ríkisstjórn. Grunnur að framförum Öll okkar aðaláhersluatriði er að finna í stjómarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar. Atvinnuleysi er nánast úr sögunni, húsnæðislána- kerfinu hefur verið breytt í sam- ræmi við nútíma viðskiptahætti, hagvöxtur hefur stóraukist, ríkis- sjóður er nú rekinn með veruleg- um afgangi, kaupmáttur hef- ur aukist meira en þekkist hjá öðrum þjóðum, lögum um Lána- sjóð íslenskra námsmanna hef- ur verið breytt og samtíma- greiðslur teknar upp að nýju. Heilsugæslan hefur verið byggð upp um land allt. Samn- ingur hefur ver- ið gerður við bændur um fram- leiðslu, átak hefur verið gert í skógrækt. Það hefur verið gefandi að taka þátt í þeirri vinnu sem nú er að baki. Það hefur tekist að skapa grunn að enn meiri framfór- um á íslandi. Valgerður Sverrisdóttir „Heilsugæslan hefur verið byggð upp um land allt. Samningur hef- ur verið gerður við bændur um framleiðsiu, átak hefur verið gert í skógrækt. Það hefur verið gefandi að taka þátt í þeirri vinnu sem nú er að baki. Það hefur tek- ist að skapa grunn að enn meiri framförum á íslandi. u „í síðustu kosningum bætti Framsóknarflokkurinn við sig verulegu fylgi og fékk aðild að ríkisstjórn." Konur sem þora Nú þegar konur eru óðum að hrista af sér minnimáttarslenið gagnvart körlum, bregðast margir undarlega við. Fleiri karlar en lík- legt var, missa hreinlega frá sér þann litla skilning sem eftir var á stöðu konunnar í samfélaginu. Þeir virðast ekki fá það inn í höf- uðið að farsælast er að sá hæfari fari fyrir, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Undarlegast er þó og vandræðalegt þegar í hópi kvennanna sjálfra bryddar á slíkri kennd og minnir slíkt á múslímsk- ar kynsystur þeirra sem við breytta hagi losna ekki við hefð- bundna áþján blæjunnar. Það er ekkert óttalegt við konu sem stjóraar frekar en karl. Ég veit aðeins um fá tilfelli þar sem konur í stjómun hafa ekki skilning né vald á stöðunni og láta sér fátt um þá sem þeirra boðum lúta. En hroki fer öllum illa. - Það gleður mig að sjá hvað konur sækja djcirft fram og gefa körlum ekki færi á að stjaka sér til hliðar. Konurnar í stjórnarliðinu Kosningamar í vor eru sérlega mikilvægar. Þar ræðst hvort nú- verandi stjóm- völd fái að rústa landið í þágu út- lendinga, viðhalda sægreifaveldinu og auka bilið milli ríkra og fátækra, svo fátt eitt sé nefht. íhaldsöflin tvö, Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn eru fyr- irsjáanlegir sigur- vegarar þótt möguleiki sé i stöðunni ef rétt er á málum haldið af þeim sem vilja allri þjóðinni vel. Þar koma konumar inn í dæmið á eftirtektarverðan hátt. Af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um, þvi miður, hafa konumar I stjórnar- liðinu ekki komist undan kjarkleysisleg- um en dóminerandi hugsunarhætti karl- anna sem þora ekki að ráðast gegn hinum ríku og sterku en er sérlega uppsigað við gamalmenni og ör- yrkja því þar er mót- staðan minnst sem veikleikinn er mest- ur. Körlunum hefur gengið ótrúlega vel að blekkja þjóðina og konumar i liðinu hafa af gömlum vana og hefðum veitt þeim að málum. Ef vel er hlúð að mannlegum skilningi hjá þessum rólyndiskon- um þá munu þær vakna af íhalds- dvalanum og endurreisa sína bældu en meðfæddu mildi og rétt- lætiskennd. Líklegt er þó að þessar skyn- sömu konur hafi misst frá sér hæfi- leikann til sjálfstæðrar ákvörðunar eftir að hafa svo lengi búið við flokksræði karlanna, sem í sjálfum- gleði sinni telja sig ávallt réttum megin við strikið. Þeir halda það, því þetta eru bestu skinn og vita hara ekki betur. í framlínu stjórnmála í vaxandi mæli og með miklum þunga sækja konur í fram- línu stjómmála og hreyta um flokka til samræmis við skoð- anir sínar og sýna þar kjark og heilbrigða hugsun. Það kemur þeim vel að hafa fjar- lægst rauðsokkuhugs- un sem var í eðli sínu öfgar og gerði karl- menn þeim mót- snúna. Að auki spruttu af hreyf- ingu þeirri orðskrípi mikil. Eftir rauða fárið tók við meiri skynsemi og festa hjá konunum og eru þær nú á meiri siglingu til jafhra kjara þótt enn sé á brattann að sækja. Karlamir verða að læra að vinna með þeim og alls ekki á móti og bæla niður minnimáttar- kennd gagnvart skynsömum kon- um og líka broslegan ótta við komu þeirra á hefðbundin svið þeirra. Albert Jensen „Ég veit aðeins um fá tilfelli þar sem konur í stjórnun hafa ekki skilning né vald á stöðunni og láta sér fátt um þá sem þeirra boðum lúta. En hroki fer öllum illa. - Það gleður mig að sjá hvað konur sækja djarft fram og gefa körlum ekki færi á að stjaka sér til Miðar.u Kjallarinn Albert Jensen trésmiður Með og á móti Er rétt að fella niður meistarakeppnina í knattspyrnu eins og lagt verður til á þingi KSÍ? Halldór B. Jónsson, varaformaöur KSÍ. Ahugi takmark- aður eins og er „Stjóm KSÍ leggur til að ekki verði leikið í meistarakeppni karla og kvenna á næst- unni, án þess þó að leggja keppnina form- lega niður. Ekki hefur tekist að heija keppnina til vegs og virð- ingar eftir að hún var færð til haustsins. Áhugi forráða- manna, þjálfara og leikmanna hefur verið afar takmarkaður og áhorfendur veitt leikjunum litla athygli. Nú í ár færist bikarúr- slitaleikur karla aftur fyrir ís- landsmót og mun marka lok leik- tiðar á grasi. Varla er skynsam- legt að hafa meistarakeppnina strax næstu helgi á eftir. Erfitt er einnig um vik að færa keppnina til vors að nýju, þar sein deilda- bikarinn hefur unnið sér sess, og ætíð er erfitt að fá boðlega gras- velli á þeim tima. Gervigrasvöllurinn í Laugar- dal verður lagður nýju gervi- grasi sumarið 1999, sem mun uppfylla nútimakröfúr. Sá völlur er með aðstöðu fyrir áhorfendur og gæti því hugsanlega orðið vettvangur fyrir keppnina. Engu að síður er lagt til að keppnin verði fyrst um sinn lögð á is, þar til fullbúið knattspymuhús verð- ur tekið í notkun. Þá verður unnt að finna meistarakeppninni verðugt hlutverk að nýju, t.d. ár- lega við upphaf nýrrar leiktíðar seinni hluta febrúar og gæti leik- urinn þá verið til stuðnings góðu málefni hverju sinni.“ Færum deilda- bikarinn „Mér finnst að það megi ekki fella þessa keppni niður og nær væri að hefja hana til vegs og virðingar á ný. Það er nauðsynlegt að hún sé leik- in á grasi og við góðar að- stæður. Leik- ur um titilinn „meistarar meistaranna" á aö að vera fyrirboðinn um að íslands- mótið sé aö f' fara af stað, opnunarleikur tímabilsins eins og í flestum öðrum löndum. í staðinn tel ég að það ætti að flytja undanúrslit og úrslit deildabikarsins inn á sumarið, eins og gert var með úrslitaleik- inn í fyrra með góðum árangri en þá var hann spilaður seint í ágúst Það stendur til að flytja bikarúrslitin afturfyrir íslands- mótið og þá myndast svigrúm til að spila deildabikarinn við góðar aðstæður tvo miðvikudaga í röð nálægt mánaðamótunum ágúst/ september. Þá yrði ekki lengur árekstur við meistarakeppnina að vorinu og hún fengi sinn sess á ný.“ -VS Atii E&valdsson, þjátfari KR og 21- árs landsliðsins. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.