Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 25 Fréttir Prófkjör Samfylkingarinnar á Noröurlandi eystra: Mikið uppnám vegna sigurs Sigbjörns DV, Akureyri: Úrslit prófkjörs Samfylkingarinn- ar á Norðurlandi eystra um helgina eru óvæntustu úrslitin í prófkjörum ársins. Þeir voru ekki margir sem reiknuðu með að Sigbjöm Gunnars- son, sveitarstjóri í Mývatnssveit, myndi sigra Svanfríði Jónasdóttur í baráttunni um efsta sætið heldur töldu nánast allir það einungis formsatriði fyrir Svanfríði og henn- ar fólk að tryggja sér efsta sætið og forustuhlutverkið innan Samfylk- ingarinnar í kjördæminu. Eins og kunnugt er fór það á aðra leið þótt litlu munaði í lokin. Aðeins skildu 10 atkvæði á milli þeirra Sigbjöms og Svanfríðar og stuðningsmenn Svanfriðar hljóta að naga sig í hand- arbökin í dag fyrir að hafa ekki unnið heimavinnuna sína betur. Eitt það fyrsta sem Svanfríðm- sagði þegar fyrstu tölur úr prófkjör- inu birtust og Sigbjöm var kominn með gott forskot var að hún og hennar fólk hefði verið of værakært og ekki unnið nógu vel. Svanfríður sagðist hafa talið að hún myndi hljóta umbun fyrir að hafa starfað af krafti í þágu kjördæmisins og hún hefði alls staðar mætt því við- móti á ferðum sínum um kjördæm- ið. Tölumar komu greinilega sem reiðarslag yfir hana og henni var mjög bmgðið. Mikil vinna skilaði sér Á sama tíma var mikið fagnað í herbúðum Sigbjöms, enda sáu menn þar á bæ enn einu sinni fram á góðan árangur mikils starfs í próf- kjörsbaráttu. Meðal nánustu stuðn- ingsmanna Sigbjörns hefur mynd- ast hefð fyrir prófkjörsbaráttu og sigurinn nú var fjórði sigur þeirrar Fréttaljós Gylfi Krísþánsson „herdeildar" í prófkjöri. Þeir unnu þannig nú að aðferðin „maður gegn manni“ var mikið notuð, það er að tala við einstaklinga augliti til auglitis eða hafa samband við þá í sima og leita eftir stuðningi. Maður- inn á bak við þetta er ekki síst Steindór, bróðir Sigbjöms, sem er þaulreyndur í þessum efnum. Ekki bar mikið á þessari vinnu fyrr en al- veg undir lokin og það hefur skilj- anlega verið einn hluti áætlunar- innar að það færi ekki hátt hvað væri i gangi. Stuðningsmenn Svanfríðar vom ótrúlega væmkærir og haft er fyrir satt að reyndum „kosningamanni" í fremstu röð Samfylkingarinnar í höf- uðborginni, sem kom að málum Sam- ggn lifgi Sigbjörn Gunnarsson. Hann og hans menn unnu gríðarlega vel og uppskáru samkvæmt því. fylkingarinnar á Norðurlandi eystra skömmu fyrir prófkjörið, hafi hrein- lega ekki litist á blikuna fyrir hönd Svanfríðar þegar hann varð vitni að því að hún og hennar fólk var ekki með skipulagða vinnu í gangi til að fá fólk á kjörstað. Þetta var m.a. rætt á kosningavöku Samfylkingarinnar á Akureyri aðfaranótt sunnudags þeg- ar ljóst var hvert stefndi. Ósætti krata Úrslitin liggja fyrir og það er ljóst að Sigbjöm leiðir lista Samfylking- arinnar. Alþýðubandalagsmaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson fer í 2. sæt- ið vegna prófkjörsreglna þótt hann hafi hafnað í 3. sæti. Svanfríður verður í 3. sæti og Kristín Sigur- sveinsdóttir frá Alþýðubandalagi skipar fjórða sætið. Niður- staða prófkjörs- ins varðandi þessi fjögur sæti var bindandi. Þrátt fyrir það var varla um annað rætt á kosningavöku á Akureyri en við þessa niður- stöðu væri ekki hægt að una og menn í fremstu röð innan Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags fóru ekkert leynt með að þeir myndu aldrei kjósa lista með Sigbjöm í efsta sætinu. Er Svanfríður Jónas- dóttir. Værukærð og sigurvissa kostaði hana þingsæti. varla hægt að kalla það and- rúmsloft sem þar ríkti annað en uppnám. Það er vitað að ósætti hefur ver- ið meðal Sig- bjöms og stuðn- ingsmanna hans annars vegar og Steingrímur J. fíölmargra ann- Sigfússon. Úrslit- arra forustu- in hjá Samfyiking- manna krata a unni án efa hon- Akureyri °g um mjög að skapi. Þau sar sem Þu1" hafa myndast eru ógróin. Andstaða alþýðubanda- lagsfólks við Sigbjöm er skiljanlega af öðrum toga en þó þess eðlis að það alþýðubandalagsfólk sem hefði «. vel getað hugsað sér Svanfríði í efsta sæti listans, og vildi það bein- línis, var í öngum sínum með niður- stöðuna um helgina. Gott dæmi um það er að Kristín Sigursveinsdóttir, sem hafnaði í 4. sæti um helgina, beinlínis lýsti andúð sinni á Sig- bimi í sjónvarpsviðtali. Hún sagði efnislega að hún væri nógu langt ffá honum á listanum til að þurfa ekki að vinna með honum. Þetta gæti verið sá tónn sem á eftir að heyrast ff á fleiri. Sjálfur segir Sigbjöm að hann hafi í langan tima ekki verið hátt skrifaður hjá flokksforustu Alþýðu- flokksins á Akureyri en sótt stuðn- ing sinn til hins almenna kjósanda. Hann gefur lítið fyrir það að í próf- kjörsbaráttunni nú hafi hann og stuðningsmenn hans smalað fólki úr öðrum flokkum á kjörstað, fólki sem ekki muni kjósa Samfylking- una á kjördag, eins og andstæðing- ar hans fullyrða. Það er hins vegar alveg ljóst að Sigbjöm sótti mikinn stuðning inn í íþróttafélögin, sér- staklega KA, og á kjörstað sáust menn úr KA sem hafa starfað innan Framsóknarflokksins og em flokks- bundnir þai'. Steingrímur kátur Það er alveg ljóst að mun meiri sátt hefði orðið um Svanfríði í efsta sæti listans og Sigbjörns og stuðn- ingsmanna hans bíður mikil vinna næstu vikurnar að reyna að lægja öldurnar. Án þess að það verði full- yrt hér má leiða að því líkur að margir sem annars hefðu lagt sitt af mörkum fyrir Samfylkinguna muni halda að sér höndum og jafn- vel flytja sig annað. Þetta á ekki hvað síst við um al- þýðubandalagsfólk og hefur nú ver- ið næg óánægja innan Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu þótt þetta kæmi ekki upp á. Eitt sem heyrðist oft á kosningavöku Sam- fylkingarinnar um helgina var að sennilega fagnaði enginn úrslitun- um meira en Steingrímur J. Sigfús- son og hans menn í grænu vinstri hreyfingunni. Það er ekki spurning að úrslitin era vatn á myllu Stein- gríms J. og Áma Steinars Jóhanns- sonar, umhverfisstjóra á Akureyri, sem mun örugglega verða í 2. sæt- inu á lista græna-vinstra á Norður- landi eystra. Næstu vikur geta orðið vikur talsverðra tíðinda á pólitíska svið- inu í kjördæminu. Niðurstaðan hjá Samfylkingunni er þess eðlis að margir liggja nú undir feldi, jafnvel þeir sem hafa i orði kveðnu reynt að bera sig mannalega og sagst taka úrslitunum eins og þau era. 4 Sjálfur ber Sigbjöm Gunnarsson sig vel og segist ekki í nokkrum vafa um að hann muni leiða Sam- fylkinguna til sigurs á Norðurlandi eystra i vor. Smáfiskadráp Rússa í Barentshafinu: islendingar fá þorskinn sem átti að duga til 2010 D\t Ósló: Norskir sjómenn fullyrða að Rússar selji íslendingum nú þorskinn sem átti að vaxa upp í Barenthafinu og verða uppistaðan í veiðum þar fram til ársins 2010. Rússar eru nú bornir þungum sök- um í Norðurljósinu, helsta blaði Norður-Noregs, og. sakaðir um að láta stundarhagsmuni ráða við veiðarnar og moka upp fiski sem er innan viö 40 sentímetrar á lengd. Norskir fiskifræðingar hafa und- anfarið mælt þorsk á miðunum og segja að þar sjáist nú vart málfisk- ur, uppistaðan í aflanum sé smá- þorskur, 40 sentímetrar og minni. Það er sami fiskur og Rússar hafa undanfarið selt á íslandi, en einnig siglt með til Englands og jafnvel Bandaríkjanna og Kanada. Rússar bjóða líka þennan fisk í Noregi og gmnur leikur á að norsk- ir bátar landi undirmálsfiski I rúss- nesk skip sem skili fiskinum yfir í flutnignaskip á hafi úti og þau sigli svo áfram með farminn suður á bóginn. Eitt slíkt skip landaði 700 tonnum á ísafirði á þriðjudaginn. „Við vitum að norskar fisk- vinnslur kaupa undirmálsfisk. Ný- lega var hér seldur 100 tonna farm- ur þar sem 64% af fiskinum náðu ekki 500 grömmum," segir John Ame Harjo hjá fiskmiðluninni í Varðey í Austur-Finnmörku. Sagt er að mikið sé af þessum fiski í frystigeymslum í Múrmansk. Enginn veit þó hve mikið, og í Noröurljósinu í gær er það einnig sögð opin spurning hve mikið ís- lendingar hafi keypt af þessum fiski undanfarnar vikut. Besta verðið mun samt fást á Englandi. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.