Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 27. Fréttir Ókyrrö á Hólmavík vegna atvinnumála og uppsagna: Verið að rústa staðinn - segir Svavar Pétursson, skipstjóri á Sigurfara, sem hefur fengið reisupassann DV, Vestfjörðum: Mikil ólga er nú á Hólmavík út af stööu atvinnumála í plássinu. Tólf manns hefur verið sagt upp í rækju- vinnslu og tæknideild Hólmadrangs og ekkert útlit er fyrir að þetta fólk fái aðra vinnu á staðnum. Af- greiðslufólkið hjá verslun Kaupfé- lagsins hefur staðið í stappi við fyr- irtækið vegna deilna um vetrarfrí. Ekki minnkaði það óróann í pláss- inu þegar Svavari Péturssyni, skip- stjóra á Sigurfara ST 30 á Hólmavík, var sagt upp fyrirvaralaust þriðju- daginn 9. febrúar. Var honum gefin sú skýring að skipið ætti að fara af rækju yfir á línuveiðar og að útgerðin teldi sig hafa betri mann til þeirra starfa en Svavar. Sá skipstjóri kemur frá Ólafsfirði, þaðan sem skipið var áður gert út. „Hér eru að gerast fúrðulegir hlutir,“ sagði Svavar. „Það er verið að rústa hér staðinn og það sem Gústaf Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var búinn að byggja upp. Reynsluleysi Gunnlaugs Sighvatssonar, núverandi fram- kvæmdastjóra, í stjóm svona fyrir- tækis virðist mér og fleirum vera með eindæmum. Ábyrgð stjómar fyrirtækisins er mikil. Þó vil ég taka fram að mér hefur fundist Gunnlaugur vera heiðarlegur og orðheldinn en mjög ámælisvert hvemig hann stjómar: þetta í dag og annað á morgun. Ég get fært mörg rök fyrir því.“ Ekki efni á tilraunastarfsemi „Ég talaði við einn stjómarmann hjá Hólmadrangi og spurði hann hvort hann hefði yfir einhverju að kvarta varðandi minn skipstjómarfer- U og hann sagöi það vera þvert á móti. Ég spurði Gunnlaug Sighvatsson að því hvort þeir hefðu kannað hvemig mér hefði gengið á linu á árum áður en hann sagði nei. Ég sagði að mér þætti þaö helvíti hart að fá ekki tæki- færi til að sanna mig fyrir þeim við þessar veiðar. Hann svaraði þá á þá leið að Hólmadrangur hefði ekki efni á því að vera með tilraunastarfsemi." Um 10-13 menn hafa verið í áhöfn Sigurfara á rækjuveiðum síðan Svav- ar hóf veiðar í ágúst í fyrra. Líklega verða 14 manns í áhöfh á línuveiðum og reiknaði hann með að enginn af hans áhöfn yrði þar um borð, nema kannski stýrimaðurinn. Hitt yrðu allt utanbæjarmenn. Svavar hefur verið á bátum frá Hólmavík síðan 1996 þegar hann tók við skipstjóm á Víkumesinu sem þá var á rækjutrolli. Áður reri hann á bátum frá ísafirði. „Þeir rústa algjörlega alla mína til- vera á staðnum. Hér er enga vinnu fyrir mig að fá. Við erum hér sex manna fjölskylda og eigum hér hús og ég var auk þess nýbúinn að byggja hér 17 hesta hesthús en þetta er óselj- anlegt í dag. Aðgerðir útgerðarinnar era algjörlega miskunnarlausar og ekki gerðar af neinni haldbærri ástæðu," sagði Svavar Pétursson skip- stjóri. Allt meira og minna vitlaust Helgi Ólafsson hjá Verkalýðsfélagi Hólmavikur kannaðist við þessi mál og sagði að það væri allt meira og minna að verða vitlaust á staðnum. Hann sagði að menn hjá Hólmadrangi væra vissulega í erfiðri stöðu hvað rækjuvinnsluna varðar út af hráefnis- skorti. Uppsagnir þar sem 12 manns Kristján Kristjánsson, forseti Bridgesambands íslands, sagði fyrstu sögnina fyrir Pakistanann Zia Mahmood á Flugleiðamótinu í tvímenningi. DV-mynd Teitur Bridgehátíð Flugleiöa: Norðmenn sigruðu Norðmennimir Tor Helness og Jon Egil Furunes unnu sigur á Flugleiðamótinu í tvímenningi sem fram fór 12. og 13. febrúar. Helness- Furunes skoruðu 858 stig í plús. Þeir vora í forystu nánast allt mót- ið en í lokin munaði litlu að Ragnar Magnússon og Sigurður Vilhjálms- son stælu sigrinum því þeir fengu 129 stig í plús i lokasetunni en Norö- mennimir 63 stig í minus. Ragnar og Sigurður enduðu með 840 stig í plús. Pakistaninn Zia Mahmood og Bandaríkjamaðurinn Bamet Shenk- in höfnuðu í þriðja sæti en bræö- umir Anton og Sigurbjörn Haralds- synir í því fjórða. 124 pör tóku þátt í mótinu að þessu sinni og vom fjöl- mörg erlend pör meðal þátttakenda. Lokastaða efstu para í tvímenningn- mn varð þannig: í. Tor Helness Jon Egil Furunes 858 2. Ragnar Magnússon Sigurður Vilhjálmsson 840 3. Zia Mahmood Barnet Shenkin 719 4. Anton Haraldsson Sigurbjörn Haraldsson 653 5. Jón Þorvarðarson Sverrlr Krlstinsson 651 6. Knut Blakset Frederik Bjerregaard 626 7. Guðmundur Sveinsson Valur Slgurðsson 580 8. Vignir Hauksson Guðjón Bragason 579 ?■ Ralph Katz Steve Garner 570 10. Sigurður Sverrisson Aðalsteinn Jörgensen 557 Ólga er á Hólmavík vegna atvinnumála í kauptúninu. hefur verið sagt upp fyrir fullt og fast væra þó skringilega framkvæmdar. Sagöi hann að sér sýndist samkvæmt lögunum að þetta flokkaðist ekki und- ir annað en hópuppsagnir. Silfurskeiðakynslóð sem svífst einskis Gísli Hjartarson hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni sagði að það væru ekki góð starfslok að segja manninum upp eftir langa þjónustu fyrirvaralaust fyrir engar sakir. „Útgerðarmenn geta þó gert þetta og ráða hverja þeir hafa. Þeir þurfa raunverulega ekki heldur neina ástæðu og því ekkert við þessu að segja. Hins vegar hefur allt lands- lagið breyst í þessum efnum á síð- ustu áram eftir að gömlu mjúku út- gerðarmennimir hættu, eins og Jón PáJl Halldórsson, Guðmundur Guð- mundsson á ísafirði og fleiri. Þá var bara heiðursmannasam- komulag og handaband og efndir á öllum loforðum. Núna er komin ný silfurskeiðakynslóð í flest útgerðar- fyrirtæki sem svífst einskis og kann ekki þessi grundvallaratriði í mann- legum samskiptum," sagði Gísli Hjartarson. Tímabundið ástand Hjá Hólmadrangi hefur verið dregið úr rækjuvinnslunni á Hólmavík og verið er að breyta rækjuverksmiðjunni á Drangsnesi í saltfiskverkun. Þar á bæ vonast menn til að það sé einungis tímabundirð ástand hvað samdrátt í rækjuvinnslu varö- ar. Gunnlaugur Sighvatsson fram- kvæmdastjóri vildi ekkert láta hafa M eftir sér í fjölmiðlum um mál Svav- ars, en staðfesti að ráðinn yrði skip- stjóri frá Ólafsfirði. Hann hafi hins vegar verið í störfum fyrir þá áður, m.a. sem stýrimaður á Hólma- drangi. -HKr. n,._jRBIR m AHLUTIR -allt á sama stað SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 581-4515 • FflX 581-4510 uiotS r,e>L,F 0 Vlfl BJODUM ÞÉR Í BODY PUMP Þessar stöðvar bjóða Body Pump: BETRUNARHÚSIÐ ERÓBIK-SPORT GYM-80 RÆKTIN ÞOKKABÓT HRESS HAFNARFIRÐI í TOPPFORMI MOSFELLSBÆ VAXTARRÆKTIN AKUREYRI PERLAN KEFLAVÍK LÍFSSTÍLL KEFLAVÍK HRESSÓ VESTMAN NAEYJ U M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.