Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 33 Myndasögur Ég ætlaði að bjóða Birnu á stufnumót en ég man ekki slma- númerið hennarl Auðvitað tekur hún víð*S þér afturl Reyndu nú að < hala svolltið sjðtfstraustl ) ~ts^2 Hvað finnst þér. mamma? Ætti ég að taka við ^ honum aftur eöa ekki7-r MI0P Y Ekki taka tillit A tilþesssem / mamma þln segir! U v'Það er ÉG semS. SÍ« húsbðndinn é J heimilinul —' 2/6 ■CHMrOWMU Y Égkallaðiþettayfirmigl Það þýöir ekkert fyrir mig^ áðreynaaðöðlastsjélfstraustl ^ / Sólveig. ég er búinn að finna upp vökva sem hindrar hnakkahárin aö risa upp. Qílff/r. Ég hef aldrei sé hund borða 7 Hann elskar melónu fyrt, Púkil þ^,. Fréttir Gfsli Runólfsson skipstjórl. Loönuveiöar Bjarna Ólafssonar AK: Vantar fýrir Japansmarkað DV, Seyöisfiröi: Loðnuskipin Bjarni Ólafsson AK og Örn KE lönduðu samtímis hjá SR-mjöli á Seyðisfirði á miðviku- daginn. DV ræddi við skipstjórann á Bjama, Gísla Runólfsson, um gang veiðanna til þessa. Hann sagði þá hafa byrjað þetta úthald 2. janú- ar og hefði þetta veriö bannsettur bamingur til þessa. Ekki hefði ver- ið mikið um stór köst. Gísli sagði að þeir væru að landa fullfermi, u.þ.b. 1400 tonnum, sem fengist hefði vestur við Ingólfshöfð- ann. Allt sýndist vera á réttri leið, sæmileg veiði og loðnan að ganga upp á venjulega veiðislóð. Um borð í Bjarna er aðstaða til frystingar og afkastageta frystitækj- anna 70 tonn á sólarhring en frysti- lestin rúmar 250 tonn. Gísli sagði að enn þá hefði lítið fengist af loðnu sem hentaði til frystingar fyrir Jap- ansmarkað en um leið og hún veidd- ist myndu þeir hefja frystingu um borð. Gísli sagði að engin ástæða væri til að örvænta enn þá um vænlegan árangur á þessari vertíð. Enn væri eftir að veiða tæp 300.000 tonn og eftir að loðnuganga væri komin á þessa veiðislóð væru löndunarstað- ir bæði í austur- og vesturátt. -J.J. Loðnuskipið Bjarni Ólafsson AK. DV-myndir J.J. Tilkynningar Tapað fundið Blár páfagaukur flaug inn um glugga í Mörðufellinu sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 698-2828. Nýr leikskóli Nýr einkarekinn leikskóli að Hólabergi 74 í Breiðholti hefur haf- ið starfsemi. Leikskólinn er með 35 leikskólapláss í boði og tekur inn böm ffá 6 mánaða aldri. Leikskól- inn heitir Bamabær og starfar hann eftir Hjallastefnunni. Öskudagurinn Lionsklúbburinn Kaldá, Æsku- lýðsráð og Sparisjóður Hafnarfjarð- ar verða með Öskudagsball í íþróttahúsinu Kaplakrika miðviku- daginn 17. febrúar kl. 13-15. Skemmtuninn hefst á því að köttur- inn veröur sleginn úr tunnunni. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt André Bachmann og Helgu Möller halda uppi fjörinu. Veitt verða verð- laun fyrir skemmtilegastu búning- ana. Aðgangur ókeypis og allir fá gefins Svala. Félag eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni Ásgarður, Glæsibæ: Alm. handa- vinna kl. 9-12.30, kennari Kristín Hjaltadóttir. Kaffistofan opin alla virka daga kl. 10-13, dagblöð, spjall, matur. Skák kl. 13 meistaramót Fé- lags eldri borgara. Vinsamlega fjöl- mennið og komið tímanlega. Þrenn verðlaun verða veitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.