Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 8
8 BIFREIÐASTILLINGAR Útlönd NICOLAI Kúrdar létu í nótt lausa þrjá gísla sem þeir tóku í Haag í gær. Myndin er tekin við bústað gríska sendiherrans í borginni í gærkvöld. Símamynd Reuter Alls létu Kúrdar til skarar skríða gegn þrjátíu sendiráðum Grikk- lands og Keníu víða um heim í gær. Öflugust voru mótmælin í Þýska- landi. Yfirvöld í mörgum evrópsk- um löndum óttast áframhaldandi óeirðir. Leyniþjónustan i Þýska- landi telur að bara þar í landi séu um 50 þúsund herskáir Kúrdar reiðubúnir til hvers kyns aðgerða. Sérfræðingar benda á að félagar í PKK-samtökunum hafl heitið Öcal- an algjörum trúnaði og hlýðni. Þeir sem rjúfa heitið eiga á hættu að verða teknir af lífi. Öcalan hafði dvalið í gríska sendiráðinu þar í tólf daga er hann hélt á mánudaginn til flugvailarins í Naíróbí, að því er kom fram í yfir- lýsingu grískra embættismanna í gær. Bíll Öcalans er sagður hafa horfið á leiðinni til flugvallarins. Grísk yfirvöld höfðu áður greint frá því að Öcalan hefði gefið sig fram við yfirvöld í Keníu. Samkvæmt og var sagt að rödd hans hefði skolf- ið af geðshræringu. Hann lýsti þvi yfir að réttarhöldin yfir Öcalan, sem barist hefur fýrir sjálfstæði Kúrda, yrðu réttlát. „Enginn getur neitað því að Tyrkland hefur óháð og virkt dómskerfi," sagði Ecevit. Tveir hollenskir lögmenn og einn þýskur, sem ætluðu að aðstoða Öcalan, voru stöðvaðir við komu sina til flugvallarins í Istanbul i gærkvöld. Tyrkneska öryggislög- reglan færði lögmennina til flugvall- arlögreglunnar sem lagði hald á vegabréf þeirra og flugmiða. Óttuð- ust lögmennimir að verða sendir til baka strax í dag. Tyrknesk yfirvöld segja ÖCcdan bera ábyrgð á dauða 29 þúsund manna sem fallið hafa í átökum kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins. Öcalan hefur hvergi fengið pólítískt hæli síðan Tyrkir neyddu Sýrlendinga til að reka hann úr landi í október siðastliðnum. Allar stærðir sendibfla PV, vinnings/j Gjafakort á einn grímubúning frá Vedes Finnur Jónsson nr. 5476 Andlitsmálning frá VeAee Fjóla H. Bjömsdóttir nr. 6394 Bima Guðmundsdóttir nr. 14872 Þórhanna Hannesdóttir nr. 8528 Bylgja B. Pálsdóttir nr. 10908 Emir Magnúsdóttir nr. 7412 Kolbrún H. Þorleifsdóttir nr. 5721 Gísli R. Einarsson nr. 12892 ÞórhallurÖm nr. 14568 Aníta Þ. Tryggvadóttir nr. 13332 Eyvindur Þorsteinsson nr. 250191 Krakkaklúbbur DV og Vedes þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Mossad veitti Tyrkjum Leyniþjónusta ísraels, Mossad, aðstoðaði Tyrki í leitinni að kúrdíska PKK-leiðtoganum Abdullah Öcalan, að því er þýska fréttastofan DPA greinir frá. ísra- elsk yfirvöld vísa þessari fullyrð- ingu á bug. Yfirmaður tyrknesku leyniþjón- ustunnar, Necati Billican, hélt því fram fyrir nokkrum dögum að hans menn fylgdust með hreyfingum Öcalans og væru vissir um að ná honum. Samkvæmt heimildar- mönnum hjá vestrænum leyniþjón- ustum gaf Mossad Tyrkjum ná- kvæmar upplýsingar um frægustu aðgerð sína, það er flutning nasist- ans Adolfs Eichmanns frá Argent- ínu til ísraels. Eichmann kom fyrir rétt í Jerúsalem 1961 og var tekinn af lífi. Talsmaður Hvíta hússins í Washington, Joe Lockhart, lýsti í gær yfir ánægju bandarískra yfir- valda með handtöku Öcalans í Keníu. Lockhart sagði að Bandarík- in hefðu vissulega ekki átt beina að- ild að aðgerðinni en sagði þó að bandaríska leyniþjónustan hefði komið að henni. Kúrdar héldu áfram í nótt ofsa- fengnum mótmælum vegna hand- töku Öcalans. Gengu þeir berserks- gang i viðskiptahverfi í Istanbul en í sendiráðum Grikklands í Vín og Haag slepptu þeir gíslrnn sínum. aðstoð vissum heimildarmönnum var það lögreglan í Keníu sem handtók Öcalan og ók honum að flugvellin- um þar sem tyrknesk flugvél beið. Utanríkisráðherra Tyrklands, Godana, hélt því hins vegar fram að þeir sem gripu Öcalan hefðu komið frá Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi og Belgíu. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, var sigrihrósandi er hann greindi frá handtökunni í gær MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Stuttar fréttir dv Námumenn stöðvaðir Lögregla í Rúmeníu beitti táragasi og gúmmíkúlum í morg- un til að stöðva þúsundir kola- námumanna sem voru á leiðinni til höfuðborgarinnar Búkarest. Enga hermenn hingað Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti sagði eftir viðræður við Chris Hill, sáttasemjara Bandaríkja- stjómar, að stjórnvöld í Belgrad væru enn mótfallin því að friðar- gæslusveitir á vegum NATO kæmu til Kosovo. Hill og Milosevic ræddust við í meira en þrjár klukkustundir í forsetabústaönum i Belgrad. Tilræfti i Úsbekistan íslam Karímov, forseti Ús- bekistans, sagði í gær að „myrk öfl“ hefðu staðið að haki banatil- ræðinu við hann. Að minnsta kosti níu manns týndu lífi í til- ræðinu. Burt meft dómarann Fjölskyldur fórnarlamba í hneykslinu með alnæmissmitaða blóöið í Frakklandi vilja að dóm- aranum verði vikið frá þar sem hann hallist á sveif með fyrrum ráðhemmum þremur sem sitja á sakamannabekknum. Dúfur á listann Verkamannaflokkurinn í ísra- el, sem er I stjórnarandstöðu og ætlar sér að fella Benjamin Net- anyahu forsætisráðherra, hefur sett friðflytjendur á framboðslista sinn fyrir kosningarnar i maí. Dæmd fyrir umskurft Franskur dómstóll hefur dæmt afriska konu í átta ára fangelsi fyrir að umskera um fimmtíu ungar stúlkur. Foreldrar sumra stúlknanna fengu vægari dóm. Vilja fríhafnir feigar Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins mun hvetja stjómir aðildarlandanna í dag til að af- nema alla fríhafnarverslun í júlí, eins og áður hafði verið ákveðið. Spáft í Clinton Hugsanlegt er talið að Bill Clinton Bandaríkjaforseti verði ávitaður fyrir að vanvirða dómstóla lands- ins i tengslum við framburö sinn í kynferð- isáreitnimáli Paulu Jones gegn honum. Þetta kom fram í máli dómara í málinu. Konuna í frystinn Gamall maður í New Jersey myrti eiginkonu sina og faldi lík hennar í frystikistu. HEKLA EH-0962 CAT 438 C traktorsgrafa árg. 1996, vst. 1.700,4x4, skotbóma, opnanleg framskófla með hraðtengi og göfflum, hamarslagnir, fjórhjólastýri. Verð 4.800.000 +vsk. EH-0121 CAT 428 traktorsgrafa árg. 1988, vst. 11000, skotbóma, opnanleg framskófla með göfflum, vélin er mikið yfirfarin og nýsprautuð. Verð 1.200.000 + vsk. EH-0773 CAT 438B traktorsgrafa, árg. 1994, vst. 5.140,4x4, skotbóma, opnanleg framskófla með göfflum, lagnir fyrir opnanlegri afturskóflu, fjórhjólastýri. Verð 3.500.000 + vsk. EH-0671 CAT438 Series II árg. 1991, vst. 8.100,4x4, skotbóma, opnanleg framskófla með göfflum, 4 ný dekk. Vélin er yfirfarin og í góðu standi. Verð 1.850.000 + vsk. véladeild sími 569 5700 www.hekla.is 3ja mánaða ábyrgð á varahlutum í drifrás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.