Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 15 Á báðum áttum Á kjörstað mætti gamla fólkið sem ekki er spurt í skoðanakönnunum og það kaus Jóhönnu, segir m.a. í grein Ármanns. - Jóhanna Sigurðardóttir fagnar úrslitum prófkjörs. Þau stjórnmál sem máli skipta snúast um áttir. Sá sannleikur birtist í orðunum hægri og vinstri sem upphaflega lýstu setu manna á franska þing- inu fyrir tveimur öld- um rúmum. Hugsjóna- menn í stjórnmálum vilja sveigja samfélagið í eina átt eða aðra. Þess vegna verða hug- tökin hægri og vinstri ekki úrelt meðan heim- urinn er á hreyfíngu. Til eru vitaskuld þeir sem eru ekki að fara neitt, svokallaðir raunsæismenn sem eru í stjórnmálum til að takast á við aðsteðj- andi vanda en hafa enga stefnu sjálfir. Þessi tegund er hyllt i fjöl- miðlum nú því að í fjölmiðlaheimi nútímans eru engar andstæður til, síst af öllu vinstri og hægri. Nú eiga átök að vera úr sögunni, stjórnmál nútímans eiga vera tækni. Á þessu er hamrað af stjórnmálavitringum og frétta- skýrendum i fjölmiðlunum og á auglýsingastofunum. Össur var „sterki maðurinn" Þessari stjórnmálaspeki var enn einu sinni gefið langt nef í próf- kjöri samfylkingarinnar i janúar- lok þar sem Jóhanna Sigurðardótt- ir hlaut mest fylgi. Jóhanna er óvinsæl af þeim sem skrifa íslensk blöð. Þeir hafa hleg- ið mikið að orðun- um fleygu um að hennar tími myndi koma. Samkvæmt öllum sem frétta- skýrendum flölmiðl- anna hugkvæmdist að tala við var Öss- ur Skarphéðinsson „sterki maöurinn" í prófkjörinu og átti að vinna það. Þetta sýnir að reg- indjúp ríkir milli þeirrar þjóðar á ís- landi sem er í fjöl- miðlum og hinnar sem aldrei sést þar en er samt til. Össur birti langa lista af imgum stuðnings- mönnum í blöðum. Fjölmiðlamenn og ímyndarfræðingar héldu að hann ynni vegna þess að þeir mundu fæst- ir að til væri gamalt fólk. En á kjör- stað mætti gamla fólkið sem ekki er spurt í skoðana- könnunum og það kaus Jó- hönnu. Spakvitringar fjölmiölanna Þeir vinstri- menn sem nú- tímafjölmiðlar elska eru popp- arar sem búa glæsilegar en al- menningur (sem fær að sjá húsin í Séð og heyrt), nota sömu auglýs- ingastofur og íhaldið og aðhyllast mjúkan thatcherisma. Þeir sem ekki vilja „nútímalega" stefnu eru hvergi nefndir, eða uppnefndir eft- ir afgönskum blóðhundum í hlut- lausum fréttaskýringum blaða. Spakvitringar fjölmiðlanna gleyma að það er ekki til neitt eitt sem er nútímalegt. Nútíminn er fullur af þversögn- um og sagan er hluti af honum. Allir vita að Jóhanna Sigurðar- dóttir aðhyllist ekki þá „nútíma jafnaðarstefnu" sem er mærð i leiðurum blaða. Hún er eins og gömlu krataleiðtogarnir sem bjuggu I blokk, tóku strætó í vinn- una og voru öðruvísi en gamla yf- irstéttin. Afturhvarf til góðu áranna I vor verða tvö framboð í kjöri sem telja sig handhafa vinstri- stefnunnar á íslandi. Enn á al- menningur erfltt með að dæma um hvort sé í raun til vinstri. End- anleg stefnuskrá samfylkingarinn- ar hefur ekki birst. Þar að auki er nú erfiðara að greina vinstrið en á dögum frönsku byltingarinnar. Auðvitað er líka hætta á að sam- fylkingarmenn muni tala tungum tveim, sumir stefna til vinstri en aðrir til hægri. Á hinu er enginn vafi að sigur Jóhönnu er viljayfirlýsing um aft- urhvarf til góðu áranna eftir stríð þegar kratar voru að búa til vel- ferðarkerfi í stað þess að selja rík- iseignir. Hann er áminning um að almenningur trúir enn á vinstri og hægri. Almenningur vill ekki að sósíalistamir séu ný yfirstétt í al- þýðuleiðtogagærum. Ármann Jakobsson Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur „Þeir sem ekki vilja „nútíma- legau stefnu eru hvergi nefndir eða uppnefndir eftir afgönskum blóðhundum í hlutlausum frétta- skýringum blaða. Spakvitringar fjölmiðlanna gleyma að það er ekki til neitt eitt sem er nútíma■ legt.u Rýmið gatnamótin Við ákveðnar aðstæður í lífinu getur verið nauðsynlegt að hugsa fyrst og fremst um eigin hag, án tillits til hagsmuna annarra. Þegar þannig stendur á er slik framkoma talin kostur og hún jafnvel kölluð finmn nöfnum á borð við „sjálfs- bjargarviðleitni" og „einstaklings- hyggju". En það á ekki alltaf eins vel við að hugsa bara um sjálfan sig og láta aðra lönd og leið. Til dæmis er mjög hvimleitt hve meirgir ökumenn á höfuðborgar- svæðinu leggja út i umferðina með þetta viðhorf. Laugavegurinn - gott dæmi Umferð snýst um skipulag, regl- ur og tillitssemi. Verkfræðingam- ir hjá gatnamálastjóra era búnir að skipuleggja fyrir okkur götum- ar, afmarka akreinar og setja upp umferðarljós. Okkar er síðan að læra reglurnar og fara eftir þeim. Ef við sýnum samferðamönnum okkar þar að auki tillitssemi er allt eiris og best verður á kosið. Þá gengur umferðin eins og vel smurð vél og allir komast hratt og ömgglega leiðar sinnar. Enn þá er þetta þó bara draum- sýn. Þótt flestir íslenskir ökumenn kunni eflaust umferðarreglumar, svona í meginatriðum, vantar mikið á að þeir sýni hver öðrum nægilega tillitssemi - t.d. á gatna- mótum. Þegar mikil umferð er eftir aðal- brautum myndast stundum á þeim bOalestir sem mjakast löturhægt áfram. Laugavegurinn er gott dæmi um slíka götu. Þar gengur umferðin oft svo hægt fyrir sig að gangandi vegfarendum miðar hraðar niður götuna en fólki í bíl- um. En það era fleiri bílar á ferðinni á þessum slóðum en þeir sem leið eiga niður Lauga- veginn. Margar götur liggja þvert á verslanagötuna og við fæst þess- ara gatnamóta em umferðarljós. Þar sem Lauga- vegurinn er aðal- braut lénda þeir sem ætla að keyra þvert yfir hann á biðskyldu. Þeir verða að sæta lagi og skjótast yfir gatnamótin þegar smuga skapast. Einn í heiminum Ef íslenskir ökumenn hefðu ör- litla samkennd með samborgurum sínum væri þetta lítið mál. Þá myndu þeir einfald- lega stöðva bila sína áður en þeir færu út á gatnamótin til þess að bílar sem ætluðu þvert yfir Laugaveginn kæmust hindrunar- laust leiðar sinnar, þ.e. þeir myndu ávallt gæta þess að gatna- mótin væru auð. En þetta gerir hinn dæmi- gerði ökumaður aldeil- is ekki. Hann lætur bílinn sinn renna al- veg upp að stuðara bílsins á undan. Síðan starir hann einbeittur fram fyrir sig og lætur sem hann sjái ekki bílstjóraræfil- inn sem hvorki kemst lönd né strönd vegna þessa tillitsleysis. Fyrir skemmstu keyrði undir- rituð meira að segja fram á lög- reglubíl sem stóð lengi kyrr á miðjum gatnamótum á Laugaveg- inum og teppti þannig umferðina. Og ekki gat ég séð að laganna þjónar væru vitund skömmustu- legir. Svo sjálfsagt þykir fólki að hugsa bara um að mjaka sjálfum sér áfram og gera ekkert til áð auðvelda öðrum að komast leiðar sinnar. Þröskuldurinn gatnamót Víða erlendis em rendur málað- ar á malbikið á gatnamótum. Rend- umar eiga að minna ökumenn á að aka ekki út á þennan vegarbút nema tryggt sé að þeir komist alla leið yfir - og breytir þá engu hvort umferðarljós era á staðnum eður ei. Auðvitað ætti hvorki að þurfa að mála rendur né setja upp merki til þess að minna ökumenn á jafn sjálfsagða kurt- eisi og að tefja ekki fyrir öðrum að óþörfu. En það hlýtur að koma að því að gert verði átak i þessum málum á höf- uðborgarsvæðinu. Þá væri óvit- laust að byrja á öllum gatnamót- um á Laugaveginum - frá Hlemmi og niður á Torg. Oft myndast t.d. algjört öngþveiti þar sem Snorra- braut og Laugavegur mætast. Þar er bílum iðulega ekið út á gatna- mótin á grænu ljósi þótt augljóst sé að þeir komist ekki alla leið yfir áður en ljósið verður rautt. Öku- menn virðast ekki skilja að það breytir engu þótt grænt ljós logi. Það er ekki nóg að eiga „rétt“ á að aka af stað. Ef við komum bílnum ekki lengra en út á mið gatnamót eigum við að bíða! Jónína Leósdóttir „En það hlýtur að koma að því að gert verði átak í þessum málum á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri óvitlaust að byrja á öllum gatna mótum á Laugaveginum - frá Hlemmi og niður á Torg.u Kjallarinn Jónína Leósdóttir blaðamaður og leikritahöfundur Með og á móti Voru veiðar Vatneyrarinnar BA-238 réttlætaniegar? Svavar R. Guöna- son útgerðarmaö- sem Verið að mis- muna mönnum „Ég tel veiðarnar réttlætanleg- ar. Annars væri ég ekki að þessu. Ég tel veiðarnar réttlætan- legar á þeim grundvelli að það eigi að vera öll- um heimilt að stunda fisk- veiðar. Ekki bara einhverj- um útvöldum og eftir ein- hverjum regl- um sem ein- hverjir þing- menn eða ráð- herrar setja. ur- Ég er ekkert á móti fiskverndunarkerfi slíku. Það er svo mikil misskipting í þessu og það er eiginlega ómögu- legt til dæmis fyrir nýja menn að komast inn í þetta. Það má ekki byrja smátt og vinna sig síðan upp. Það má ekki byrja að róa fyrr en maður á kvóta. Það þarf að kaupa hann. Maður kaupir ekki eitt kíló á 800 krónur, fer út í ílóa og selur það á markaðnum á 120 krónur. Ég veit að Binni í Gröf byrjaöi að róa með öðram guttum á árabát niu eða tíu ára. Þannig stofnaði hann sína út- gerð. Ég vildi sjá það gerast í dag að ungir strákar sem einhver dugur væri í og vildu gera eitthvað gætu gert það. Það er ekki hægt. Þeir væra kærðir á sama grund- velli og ég er kærður núna. Mál- ið fer væntanlega fyrir dóm og ég vonast náttúrlega til þess að þetta kerfi verði brotið upp og afnumið og eitthvað annað rétt- látara komi í staðinn. Þetta er óréttlátt. Það er verið að mis- muna mönnum." Gjörsamlega út í hött „Þetta skip var með 520 þorskígildi í upphafi fiskveiði- árs. Það er búið að selja það allt af þessu skipi, lýsingum frá Fiskistofu. Ég spyr bara: Hvar á að taka veiðiheimildir handa þeim sem era að selja veiði- heimildir og ætlast svo til að fá nýjar? Þetta skip flokkast undir það. Því sé ég ekki nokkur rök fyrir þvi að þetta skip eigi að komast upp með að brjóta lög og veiða áfram í ljósi þess að það er búið að selja af þeim veiðiheim- ildirnar. Svo koma þessir menn og segjast ætla aö halda áfram að veiða i trássi við lög. Þaö er ekki undir nokkrum kringumstæðum réttlætanlegt. Og í mínum huga er þetta gjörsamléga út i hött. Viö erum með heildarkvóta og hefur honum þegar verið útdeilt. Ef þessi skip eiga að fá viðbótar- veiðihéimildir til þess að geta veitt, eins og þetta skip var að gera, þá verður að taka þær af einhverjum. Þá spyr ég: Af hverj- um á að taka þær? Svar mitt er að það verður ekki tekið af þeim sem þegar hafa fengið því úthlut- að. Það er mikill misskilningur ef menn standa í þeirri meiningu að það auki atvinnu sjómanna að verið sé að braska með kvóta. Oftast eru sjómenn látnir taka þátt í kaupum á kvóta á þessi skip, sem er bæði brot á lögum og samningum." -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.