Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 6
22 ^■1 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Scania fóðurbíll Jóhannesar krussar landið hlaðinn lúxusbúnaði: Þarf örugglega ekki Viagra „Ég þarf örugglega ekki Viagra þegar ég fæ nýja bílinn í lok ársins. Það er stærri mótor í honum þannig að ég fæ enn fleiri hestöfl undir mig,“ segir Jóhannes Guðncison á Fóðurbil Jóhannesar, sem landsþekktur er orð- inn af hressilegum hlátrasköllum sem glumið hafa á öldum ljósvakans í gegnum tíðina. Jóhannes ekur Scania L-124, 400 hestafla bíl. Sá er af nýju línunni frá Scania og eitt helsta stolt umboðsaðilans, Heklu hf. „Ég hef haft spurnir af því að bændur læsi gjarnan konur sínar inni þegar fréttist af fóður- bílnum á ferð." Jóhannes fær nýjan bíl af sömu gerð í árslok. Sá er þó kraftmeiri og allur á loftpúðum en sá eldri er á fjöðrum. „Sem hentar sérstaklega vel - þegar nýi bíllinn kemur, segir Jóhannes Guðnason fyrir konur,“ segir Jóannes og rekur upp hlátursroku. Hann ekur fóðri þvers og kruss um landið fyrir TP-fóður, Laxá á Akureyri og ein- staka bændur. Jóhannes á fóðurbilnum fer reglu- lega til Akureyrar um hverja helgi. „Ég er bú- inn að vera 15 ár í fóðr- inu og nú er stærsta markmiðið að komast í , líkamsrækt til að halda r bumbunni inni. Ég þekki orðið annan hvem bónda svo ekki sé talað um konurnar. Alls staðar sem ég kem er veislumatur í boði sem leitt hefúr af sér ákveðna út- þenslu,“ segir Jóhann- es. Hann segir að nýi billinn muni flýta mjög för hans um landið. „Nýi bíllmn mun gera mér kleift aö vera fljótari til Akureyrar á böllin. Ég á orðið sér leðurbekk á veitingastaðn- um Oddvitanum. Ég á afmæli þann 11. mars og þá ætlar Sigurður vert að reyna að redda Geirmundi Valtýssyni til að spila mér til heiðurs," segir Jóhannes og greinilegt er að hon- um leiðist ekki. Bilar varla Hann segist vera mjög ánægð- ur með Scaniuna. „Hann hefur komið gifurlega vel út, þessi bíll, og Jóhannes á fóðurbilnum er hæstánægð- ur með Scaniabilinn. Hann býður þó spenntur eftir nýjum og enn fullkomnari Scania I árslok. DV-myndir ÞÖK varla hægt að segja að hann hafi bil- að, enda pantaði ég umsvifalaust ann- an bíl. Það besta við hann er kojan. Það er enginn með aðra eins útfærslu á koju. Það er hægt að lyfta upp setu aftan við farþegasætið sem er afar hentugt til að standa uppréttur og klæða sig i og úr. Þá hentar þetta einnig ef fleiri en einn þurfa að leggja sig í sömu andrá. Svo er bíllinn líka dúnmjúkur þegar komið er í kojuna. Eina vandamálið er að losna við kon- urnar sem koma inn í bilinn til að skoða. Það vill gjaman þróast i eitt- hvað meira. Ég hef haft spumir af því að bændur læsi gjaman konur sínar inni þegar fréttist af fóðurbílnum á ferð,“ segir hann og hlær hinum landsþekkta hlátri sínum. „Það er allt í þessum bil sem hægt er að ætlast til. Þama er kæliskápur fyrir bjórinn eða kókið, geislaspilari, útvarp, talstöð, tvær gerðir af símum, faxtæki og öskubakki. Þá era til reiðu gardínur bæði fyrir kojuna sem og alla glugga þannig að hægt er að vera Hekla með mikið úrval vinnuvéla og aukabúnaðar: - stefnt að útflutningi véla í framtíðinni Flytjum í nýtt húsnæði Gunnar segir véladeild Heklu flytja í nýtt húsnæði innan eins og hálfs árs. „Með því komum við til með að bæta þjónustu okkar við við- skiptavini enn frekar," segir hann. Hann segir Heklu einnig vera væntanlega með nýjungar í al- mennri þjónustu fyrir viðskiptavini sem felist meðal annars í þjónustu- samningum, en með þeim segir Gunnar að þeir sem kaupi vélar hjá Heklu geti gert sér betur grein fyrir rekstrarkostnaði þeirra tækja sem þeir eru að kaupa. „Hekla er um þessar mundir að afhenda þrjá nýja veghefla en tveir þeirra munu fara til Vegagerðarinn- ar og einn til einstaklings. Af þeim tækjum sem véladeild Heklu hefur verið að selja mest af er helst að nefna jarðýtur, hjólaskóflur, trakt- orsgröfur og beltagröfur auk þess sem þeir selja mikið af Scania vöru- bílum. Scania var í öðru sæti yfir Caterpillar hjóiaskófla frá Heklu. markaðnum og segir Gunnar að þeir hjá Heklu kappkosti að hafa vökult auga fyrir nýjungum og upp- lýsa jafnt verktaka og aðra við- skiptavini um það nýjasta á mark- aðnum. „Ein af þeim nýjungum sem Hekla hefúr upp á að bjóða era svo- kallaðar smágröfur en þær era allt frá 1,6 tonnum og upp í tæp 5 tonn. Einnig erum við hjá Heklu að fá nýja Caterpillar hjólaskóflu, „Cat 966G“ sem er ný lína af hinni vin- sælu hjólaskóflu í 22 og 24 tonna stærðarflokknum. Við hjá Heklu bindum miklar vonir við að hún nái miklum vinsældum hérlendis," seg- ir Gunnar og bætir því við að vélin hafi fengið mjög góðar viðtökur er- lendis. Bílar til allra flutninga Djóöum upp á mun fjölbreyst,ari og öflugri starfsemí á Sími: 577 5400 Fax: 577 5408 Sími: 577 5400 Fax: 577 5408 Gunnar Björnsson, framkvæmdastjóri sölusviðs vinnuvéladeildar. Hjá Véladeild Heklu hf fæst flest það sem verktakinn þarfnast, hvort sem um er að ræða vinnuvélar, stóra vöruflutningabíla, smærri sendibíla eða aukahluti fyrir þessi tæki. En Hekla er meðal annars með umboð fyrir Caterpillar, Scania, Goodyear og Volkswagen. Caterpillar er í dag stærsti einstaki vélaframleiðandi heims á vinnuvél- um, en auk vinnuvéla býður Ca- terpillar upp á breiða línu lyftara, báta- og ljósavéla. Gunnar Bjöms- son er framkvæmdastjóri sölusviðs „Scania var í öðru sæti yfir mest seldu vöru- flutningabíla, stærri en 16 tonn, á nýliðnu ári." véladeildar Heklu og segir hann að hægt sé að fá allt það sem hugurinn gfrnist hjá Heklu sé verið að leita að einhveiju tengdu vinnuvélum, vöru- og flutningabílum. Stöðug framþróun er á vinnuvéla- Viðskiptavinir í öndvegi í hálfa öld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.