Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 8
24 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Nú um áramótin sameinuðust fyrirtækin Aflrás ehf. og Framrás, verkfræðistofa ehf., undir nafni Aflrásar. Húsnæöi nýja fyrirtækis- ins er að Eirhöfða 14 i Reykjavík. „Nýja fyrirtækið mun sérhæfa sig á sviði landflutninga og þjón- ustu við flutningafyrirtæki. Við bindum miklar vonir við þessa sameiningu og vonumst til þess að hún skili góðum árangri fyrir okk- ur, sem og viðskiptavini okkar. Sameinaðir stöndum við betur að vígi,“ segir Guðbrandur Gimmel, einn eigenda hins nýja fyrirtækis. Aflrás ehf. hefur frá árinu 1996 sérhæft sig í þjónustu við aðila á sviði landflutninga og vörudreif- ingar og er með allra stærstu inn- flytjendum frystivagna. „Sérstök áhersla hefur verið lögð á að efla þekkingu og framboð á búnaði til matvælaflutninga. Helst mætti nefna Carrier-kælivél- ar, hitastigseftirlitskerfl og smíði sérhannaðra flutningskassa á Aflrás selur tengivagna til land- flutninga. flutninga- og sendibíla,“ segir hann. Aflrás tók nýlega við umboði fyrir þýska fyrirtækið Carhnehl. „Carhnehl hefur einkaleyfi fyrir hálfmánavagna með sérstakri út- færslu. Við erum með þessu að bjóða sérstakan búnað fyrir þá sem eru í jarðvegsflutningum," segir Guðbrandur. Hann segir nýja fyrirtækið stefna á að geta þjónustað við- skiptavini sem best. -Þt Carnehl hálfmána-malarvagn sem Aflrás ehf. afhenti nýlega Erlendi Guðjónssyni, jarðvinnuverktaka í Reykjavik. Sameinaðir stöndum við... 'AFLRAS EIRHÖFÐA14,112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8088 - FAX 587 8087 Strætó í Reykjavík Síðla árs 1931 var stofnað í Reykjavík félag til að reka reglubundnar ferðir um Reykjavíkurborg og nágrenni. Strætisvagnafélag Reykjavíkur hóf þegar akstur á leiðinni Lækjartorg-Kleppur og stefnt var að því að vera með ferðir frá Lækjartorgi að Grímsstaða- holti og Skildinganesi. Síðar átti að taka upp ferðir alla leið frá Elliðaám um Lækjartorg að Kaplaskjóli. Til akstursins voru notaðar 14 farþega Stu- debaker bifreiðar, yfirbyggðar hér á landi. Síðar tók borgin við strætisvagnaakstri í bæn- um og urðu þá til Strætisvagn- ar Reykjavíkur eða SVR. Heimild: Öldin okkar -GS Fyrsti kapp- akstursbíllinn frá Ford Áriö 1903 smíðaði Henry Ford fýrsta kappakstursbílinn frá fyrirtækinu. Bíllinn var talin það allra ljótasta sem sést hafði til þessa. Fremst á bíln- um var gríðarstór fjögurra strokka hreyfill sem lét ógur- lega í. Þessi 80 hestöfl dugðu Ford til að vinna Detroit kappaksturinn þetta ár. Einu vandræðin voru að finna mann sem til var í að aka þessu skrímsli. Allir vanir kappakstursmenn sneru frá þegar þeir sáu bílinn. Að lok- um fanns hjólreiðamaður sem aldrei hafði upp í bíl komið og var hann til í æfintýrið. Heimild: Henry Ford -GS Ekið á móti sól - tölvubúnaður auðveldar aksturinn Þessi tölva er bylting í samskipt- um og upplýsingaflæði á milli stöðv- arinnar og okkar bílstjóranna. Nú kemur á skjáinn í bílnum hjá mér hvar vantar bíla og þegar ég er send í ferð koma upplýsingamar hér fram. Auðvitað saknar maðu þess að heyra ekki lengur í afgreiðslu- stúlkunum í talstöðinni en þetta er samt mikill munur, sérstaklaga á miklum álagstímum eins og um helgar." segir Sigrún Arnarsdóttir bifreiðastjóri á Hreyfli. „í tölvunni er líka samskiptaforrit þannig að nú getur maður boðið vinnufélögunum í kaffi með tölvupósti á milli bíla." Hreyfill hefur tekið í notkun nýtt afar fullkomið tölvukerfi og með því tölvuvætt alla sína leigubíla. Með nýja kerfinu verður hægt að taka við greiðslu með greiðslukortum þar sem Posi fylgir tækjunum í bíl- unum. Þá er möguleiki á því að tengjast með GPS staðsetningatæki þannig að afgreiðslufólið geti séð hvar bílamir em niðurkomnir hverju sinni. „Þessi tækni gerir það að verkum aö bílamir nýtast mun betur en áður var og því minna um lausa- keyrslu sem er til mikilla bóta. Þá fáum við upplýsingar um t.d. ef um- ferðahnútar em einhversstaðar eða Sigrún Arnarsdóttir, bifreiðarstjóri á Hreyfli, tekur á móti boðum á tölvuna i bílnum sinum DV-mynd Teitur annað slíkt. I tölvunni er líka sam- skiptaforrit þannig að nú getur maður boðið vinnufélugunum í kaffi með tölvupósti á milli bíla.“ segir Sigrún Sigrún hefur ekið leigubifreið frá árinu 1983, fýrst í stað ók hún fýrir aðra en er nú á eigin bíl. Sérhæfð þjónusta við aðila á sviði landflutninga og vörudreifingar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að efla þekkingu og framboð á búnaði til matvælaflutninga. Má þar nefna Carrier- kælivélar, hitastigseftirlitskerfi, og smíði sérhannaðra flutningakasa á flutninga- og sendibíla. Aflrás tok nýlega við umboði fyrir þýska fyrirtækið Carnehl sem hefur einkaleyfi fyrir hálfmánamalarvagna sem eru þannig útfærðir að skúffurnar, sem eru úr fínkorna gæðastáli, eru aðeins studdar fremst og aftast Skúffurnar fjaðra einkar vel. „Það er að lifna yfir þessu og vinnan hefur verið að aukast. Þetta er ekki eins dautt og það var fyrir nokkrum árum.“ segir hún. Leigubílstjórar hitta fjölbreyttan hóp fólks og lenda ávallt í einhveiju skemmtilegu eða frásagnaverðu: „Það er nú að muna eftir því. Það fannst mörgum all merkilegt, þegar ég var að byrja, að það væri kona að aka leigubíl og er mér minnisstætt atvik frá því að ég var að byrja. Ég var send að veitingahúsi í miöri viku og þar komu tveir strákar og þegar þeir settust inn í bílinn hjá mér og sáu að kona var við stýrið lifnaði heldur betur yfir þeim og veifaði annar þeirra handleggnum og bað mig um að aka bara á móti sól þegar ég spurði hvert halda skildi. Það er ekki að orðlengja það að klukkustundum saman ókum við í átt að sólu. Síðar hafa þessi strák- ar orðið ágætir kunningjar mínir,“ segir Sigrún. GS Sævar Pálsson, rekstrarstjóri Aflrásar ehf. Samruni Aflrásar og Framrásar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.