Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 12
28 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR íslenskar yfirbyggingar á rútur að leggjast af? MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Diddi bílasmiður er sá eini sanni „Ég byrjaöi í þessu 1959 þegar ég hóf nám í bifreiðasmíði hjá Bila- smiðjunni í Reykjavík. Þar var ég um árabil. En ég stofnaði eigið fyrir- tæki 1974 og hef verið að byggja yfir rútur allar götur síðan,“ segir Sigur- björn Bjamason, bifreiðasmiður og eigandi samnefndrar bifreiðasmiðju í Kópavogi. Flestir þekkja hann sem Didda bílasmiö. „Það eru eitthvað ná- lægt 40 rútur sem ég hef byggt yfir fyrir utan að ég hef breytt fjöl- mörgum bílum." Bifreiðasmiðja Sigurbjöms er eina fyrirtækið sem eftir er hérlendis sem sérhæfir sig í að byggja yfir rútur. Saga íslenskra rútuhúsa er nánast jafngömul bílaöldinni hér á landi og samofin bílasögu landsins. Þegar mest var umleikis hjá Bílasmiðjunni voru smíðuð þar um tíu rútuhús á ári auk þess sem byggt var yfir strætisvagna fyrir Reykjavíkurborg. „Það er varla að ég hafi tölu á þeim húsum sem ég hef smíðað eftir að ég stofnaði fyrirtækið, það em eitthvað nálægt 40 rútur sem ég hef byggt yfir fyrir utan að ég hef breytt fjölmörgum biium. Flestir em það bílar fyrir Guðmund Jónasson hf., ætli það séu ekki liðlega 20 bílar sem ég hef smíðað fyrir þá. Ég tel að þessi hús sem við smíðum hér séu betri en sambærileg innflutt hús ef þau þá finnast," segir Sigurbjörn. íslensku yfirbyggingarnar þykja með þeim bestu sem völ er á í heim- inum og talin henta aðstæðum hér á landi sérlega vel enda húsin talin sterkari og léttari en gerist um inn- flutt rútuhús auk þess að vera fylli- lega samkeppnishæf hvað útlit varð- ar og tæknibúnað. Hús sem henta á hálendið „Frágangurinn á húsunum frá Sigurbirni er með því besta sem þekkist í rútuheiminum og aOur búnaður með þvi fullkomnasta sem gerist í farþegabílum. Þetta eru hús Sigurbjörn Bjarnason að störfum á verkstæði sinu. sem læra þessa iðn. Við höfum smíðað aUt upp í liðlega 50 farþega- bíla auk þess sem viðgerðir og breytingar á bílum eru vaxandi þáttur í starfseminni hjá okkur,“ segir Sigurbjöm. Þrátt fyrir að flest rútufyrirtæki hérlendis séu með verkstæðisað- stöðu á sínum snæram er það tal- inn ómissandi þáttur að hafa fyrir- tæki sem sérhæfir sig í smíðum, viðgerðum og breytingum á rútu- bílum enda reynir oft verulega á fagþekkingu þegar átt er við fólks- flutningabíla. „Það er ómetanlegt að hafa Sig- urbjörn þegar kemur að viðgerð- um. Ég man eftir því að bíU frá okkur fékk mjög slæman skaða að framan og var talið að við yrðum að senda bílinn úr landi tU viðgerð- ar. Þá var Sigurbjöm að byrja og tók bílinn og gerði við hann með óaðfinnanlegum hætti,“ segir Gunnar hjá Guðmundi Jónassyn hf. -GS inganna löngu orðin ljós. FarþegabUl í skUningi Evrópu- búa er rúta með vélinni aftur i og þegar þetta fólk sér myndir af bíl- um keyra yfir óbrúaðar ár tekur það andköf vegna þess að bílar að hætti Sigurbjöms eru orðnir óþekktir á meginlandinu. Það er mest hættan á að þjónusta eins og sú sem Sigurbjöm veitir leggist af vegna hægrar endurnýjunar rútu- flotans hér á landi. Það er ekki hægt að búast við því að bifreiða- smiðja geti haldið uppi starfsemi með ekki fleiri pantanir en nú er. En við þurfum að hafa svona bUa til að komast um hálendið auk þess sem þeir nýtast sérlega vel í vetrar- ferðir," segir Gimnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri hjá hinu þekkta rútufyrirtæki Guðmundi Jónassyni hf. „Þegar mest var umleikis hjá mér var ég með fimmtán menn í vinnu en þetta hefur verið að drag- ast saman og það era sífeUlt færri Síðasta rútan sem Guðmundur Jónasson hf. fékk yfirbyggða frá Didda. DV-mynd GS sem passa við aðstæður hér á landi. Bilar frá Sigurbimi henta vel í fjaUaferðir og tU að leggja á í óbrúaðar ár auk þess sem styrkur og ending þeima er með fádæmum. Það eru ennþá í gangi 25 ára gaml- ir bUar frá honum sem standa fylli- lega fyrir sinu og ekkert lát á þeim enda styrkur og ending yfirbygg- dOk VARAHLU' ú&smL 4hmT brautarhol VARAH LUTAVERSLUNIN D BRAUTARHOLTI 16 • Q 562 2104 Höfum alltaf til afgreiðslu með skömmum fyrirvara ýmsar stærðir og útfærslur af MAN-vörubílum. Höfum einnig til afgreiðslu strax ýmsar stærðir af PESCI bílkrönum. KRAFTUR • VAGNHÖFDA 1 Mest seldi vörubíllinn á íslandi í 5 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.