Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 13
imtf . . VORUBILAR & VINNUVELAR 29 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Einar Geir Rúnarsson hrósar nýju vélinni. Hér sést hann stoltur hjá vélinni sem Urður og grjót ehf. festi nýlega kaup á. Urð og grjót ehf.: Einhleypur á splunkunýrri Einar Geir Rúnarsson, verkefna- stjóri og eignaraðili Urðar og grjóts er ánægður með nýju vélina. Einar er 25 ára Reykvíkingur, einhleypur og barnlaus, á splimkunýrri vel af gerðinni O&K RH 8. Hann bætir því við að hann eigi líka nýjan bíl og hlær við. „Við fengum þessa vél í byrjun ársins. Það hefur verið nóg að gera hjá okkur á þessari vél enda er þetta besta vélin í bænum. Það er margt gott við þessa vél, maður sannfærist algjörlega þegar maður prófar hana. Þetta er eðalvagn vinnuvélarinnar," segir Einar. Hann vill koma því á framfæri að þessi vél sé búin öllum þeim þægindum sem hægt sé að hugsa sér og meðal annars sé vélin með geislaspilara og það muni öllu. vél „Þægindin verða að vera í fyrir- rúmi þegar maður þarf að sitja allan daginn að moka grjót,“ segir hann. „Maður verður að vera á bestu vél- inni vilji maður vera sá besti á mark- aðinum. Hún hefur reynst mjög vel og staðist allar þær kröfur sem við settum fram er við ákváðum að end- urnýja," segir hann. -rt Guðmundur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Jöfurs, er stoltur af þeim bílum sem hann er með í boði. Jöfur hf.: Bílar og dekk fyrir alla Jöfur hf. er þekkt fyrirtæki meðal landsmanna. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og flutti þá inn hinar víðfrægu Skoda- bifreiðar. Jöfur hefur þó breyst allmikið frá upphafi og flytur nú inn Peugeot- og Chrysler- bifreiðar. „Við bjóðum upp á allar týp- ur af þessum bílum i dag, allt frá smábifreiðum upp í stóra sendibíla. í vinnubílaumhverf- inu höfum við tæplega 8% I markaðshlutdeild. Við vorum að fá nýjan bíl af gerðinni Peu- geot, lítinn bíl sem nýtist vel við ýmsar smásendingar, en hann er spameytinn og lipur. Stefnan hjá okkur er að auka starfsemi, tengda vinnumark- aðinum, auk þess sem við mun- um stækka og bæta dekkja- þjónustu okkar til muna. Eitt af okkar aðalsmerkjum eru pallbílarnir okkar en eins og áður kom fram erum við með allar týpur af bílum. Peugeot Boxer er ein gerðin af pallbíl- unum okkar, stórglæsilegir pallbílar sem við erum stoltir af að geta boðið,“ segir Guð- mundur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Jöfurs bf. -þt Kolófært Til eru margar sögur af hin- um snjalla Bíla-Bergi Guðna- syni frá Flateyri. Enda þótti með ólíkindum hvað hann komst þegar aðrir töldu alla vegi ófæra vegna snjóa. Eitt sinn er sóknarpresturinn í Ön- undarfirði, séra Lárus Þ. Guð- mundsson í Holti, var að spyrja um færð um fjörðinn og hvort hann kæmist á Rússajeppa sín- um var honum sagt að Bergur hefði verið á ferðinni á Fíatn- um. „Já, já, en heldurðu að það sé fært fyrir jeppa?“ spurði prestur. Öðru sinni þegar Berg- ur var í vondu veðri að koma á vörubílnum sínum yfir Breiða- dalsheiði var hann spurður um færð. Ekki stóð á svarinu: „Það er alveg kolófært, ég rétt komst það.“ ... -GS DISEL ESSO bœtir um betur * Fullkomnar bruna í vélum, hvort sem þcer eru með eða án forbrunahólfs. Er umhverfisvœn - inníheldur ekki klór. ► Dregur úr reyk- og hávaðamengun. Ver eldsney tiskerfið gegn sliti. » Kemur í vegfyrir að freyði við áfyllingu tanka. > Stenst ströngustu kröfur vélaframleiðenda - oggott betur! • Heldur kulddþoli olíunnar í hámarki. Héldur kerfum vélanna hreinum og hreinsar upp óhrein kerfi. VEISTU UM AÐRA BETRI? FRAMÚRSKARANDI, FJÖLVIRK DÍSELOLÍA Fjölvirk btetiefhi í Gteðadísel ESSO „Prentium DieseV* Olíufélagið hf. ESSO býður nú aðeins díselolíu sem uppfyllir Evrópustaðalinn EN 590 um umhverfisvernd - og til að auka endingartíma og tryggja þýðan gang vélarinnar bcetir Olíufélagið fjölvirkum bcetiefnum í alla sína díselolíu. Einstakt frostþol - aTlt að -24 °C Nú eru helstu kuldavandamálin einnig úr sögunni þar sem ESSO Gæðadísel þolir að vetrarlagi allt að 24 stiga frosti. ESSO Gæðadíselolía inniheldur: • Dreifi- og hreinsiefni. • Cetanetölubœtiefni sem stuðlar að réttum bruna eldsneytis við öll skilyrði. • Smur- og slitvamarefni. • Tceringarvamarefni. • Antioxidant stöðugleikaefni. • Demulsifier vatnsútfellingarefni. • Froðuvamarefni. • Lyktareyði. • Bakteríudrepandi efni. £ssoj ESSO gœðaeldsneyti á bílinn - afhreinni hollustu við vélina og umhverfið. Olíufélagiðhf www.esso.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.