Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 14
30 MIÐVKUDAGUR 17. FEBRUAR 1999 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR Bræðurnir Ormsson á áttræðisaldri: Teskeiðar og hjólaskóflur - og allt þar á milli Malarvagnarnir eru eitt af aðalsmerkjum vinnuvéladeildar Bræðranna Ormsson. Fyrirtækiö Bræðurnir Ormsson ehf. hefur verið starfrækt allar götur síðan 1922. Kunnast er það væntan- lega fyrir heimilistæki og annað þeim tengt. Það selur allt frá smæstu munum í eidhús. Fyrir tólf árum opnuðu Bræðurnir Ormsson vinnu- véladeild og er þar mikið úrval vinnuvéla i boði. Þar má nefna hjólagröfur, beltagröfur, hjólaskófl- ur, veghefla, malarvagna og vökva- hamra, auk annarra tækja og tóla. „Við erum með umboð fyrir O&K, Langendorf, Purifiner og Topa. Þetta eru allt saman gæðatæki sem við erum ánægðir með en stolt okkar þessa dagana eru malarvagnarnir frá Langendorf. Vagnarnir eru þýsk- ir og smíðaðir úr gæðastáli. Þessir vagnar eru sérstaklega hannaðir fyr- Ásgeir Þórðarson og Ásmundur Guðnason ánægðir með nýju vélarnar. Eitt af flölmörgum skemmtilegum tækjum sem Bræðumir Ormsson hafa upp á að bjóða eru vogir sem nýtast vel á skóflur vinnuvéla. Vökvahamrarnir frá Topa eru einnig fremur nýlegir hérlendis. „Við erum mjög ánægðir að geta boðið þessa vökvahamra sem eru hágæðavara, auk þess sem þeir eru á mjög hagstæðu verði,“ segir Ás- geir og tekur það fram að O&K hafi verið fyrst allra í Evrópu til að fram- leiða vélar eftir gæðastaðlinum Iso 9001. Það er óhætt að segja að breidd- in sé mikil í vörulager fyrir- tækisins, eða allt frá teskeið- um og upp í hjólaskóflur. -þt ir íslenskar aðstæður og heildar- þungi bifreiðar með þessum vagni ætti að ná 40 tonnum. Við bindum miklar vonir við þessa vagna. Við höfum verið i verulegri sókn á vinnuvélamarkaðinum og stefnum enn hærra. Við erum í „bullandi sókn,“ segir Ásgeir Þórðarson, sölu- fulltrúi hjá véla- deild Bræðr- anna Orms- son. O&K beltagrafa sem vinnuvéladeild Bræðranna Ormsson selur. Topa-vökvahamar. Þessir hamr- ar komu til landsins ekki alls fyrir löngu. VINNULYFTUR EHF ÚTLEIGA & SALA VIÐ SÆTTUM OKKUR AÐEINS VIÐ ÞAÐ BESTA, EN ÞÚ? HÖFUM TIL LEIGU OG SÖLU MIKIÐ URVAL AF NYJUM OG NOTUÐUM SKÆRA- OG KÖRFULYFTUM SKvJaC K £5NiFTYLIFr== VINNULYFTUR EHF - SMIÐSBÚÐ 12 - GARÐABÆ SÍMI 544-8444 —- FAX 544-8440 80 prósenta söluaukning á þremur árum hjá HAG tækjasölu hf.: Búkolla baular á ný... - ný kynslóð af Samsung-gröfum kynnt í ár Ný lina af Samsung hjólaskófium er kynnt á þessu ári. HAG tækjasalan hf. býður fjölbreytt úrval fyrir verktaka. Af vinnuvélum ber helst að nefna Sam- sung gröfur og hjóla- skóflur, Terex malar- trukka, svokallaðar „Búkollur", MSB vökvafleyga og Power screen malar- hörpur. Gífurleg aukning hefur orðið á sölu á vinnuvélum hjá HAG tsékjasöl- unni, u.þ.b 80% aukn- ing síðastliðin þrjú ár. Sigmar Alexandersson, sölustjóri hjá HAG, er hæstánægður með þessa aukningu. „Við höfum einnig ýmsar nýj- ungar. Um þessar mundir er verið að kynna nýja línu af gröfum frá Samsung, „næstu kynslóð", en hún verður kynnt í ár. Fyrsta vélin kom til landsins nú nýlega," segir hann. Meðal tíðinda af innflutningi fyr- irtækisins segir Sigmar að fyrstu Terex Búkollurnar um langt skeið hafl verið fluttar inn. „Við vorum að fá fyrstu Terex trukkana í tugi ára,“ segir Sigmar. HAG tækjasalan hefur einnig verið með vökvafleyga sem voru áður óþekktir. „Við fórum að bjóða þessa MSB vökvafleyga fyrir ekki alllöngu. Þeir hafa verið söluhæstir af þeim vökvafleygum sem verið hafa á markaði hérlendis síðastliðin tvö ár,“ segir Sigmar. Talsvert ný tækni liggur að baki þessum nýju vökvafleygum, að sögn Sigmars, en hún felst helst í því að notuð eru gerviefni í stað stáls. Þessi nýja tækni er hljóðein- angrandi og henni fylgir mun minna slit en áður var, sem og minni notkun á smurfeiti. Hjá HAG tækjasölunni binda menn miklar vonir við nýju línuna af Samsung gröfunum. ■þt Terex Búkollurnar hafa ekki verið fluttar inn í ára- tugi en eru nú komnar aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.