Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 15
31 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR Bílanaust hefur þjónað bíleigendum í áratugi: Varahlutir í allar gerðir - nýr rafgeymir bæði viðhaldsfrír og umhverfisvænn Leysum öll demparamál. Anton Angantýsson með Koni-dempara sem eru stillanlegir á alla vegu. Bflanaust var stofnað í apríl 1962 og markmið fyrirtækisins hefur verið það sama alveg frá upphafl; að bjóða vara- hluti í allar bifreiðir á hagstæðu verði. Meðal þess sem Bílanaust hefur til sölu er mikið úrval varahluta í undir- vagna bifreiða og má þar helst nefna stýrisbúnað, fjaðrabúnað, hemlabún- að og kúplingar. Tryggvi Kárason með eina af siun- um frá Donaldson. „Bilanaust hefur um árabil flutt inn og selt Donaldson-síur og er með ailar gerðir og stærðir af síum. Don- aldson er gífurlega stórt fyrirtæki, höfuðstöðvamar eru í Bandaríkjun- um en í Evrópu starfrækja þeir úti- hú í Belgíu. Einnig erum við stolt af þeim púströrum sem við flytjum inn en þau eru frá Dinex. Sem dæmi um gæði þessara púströra eru allir hljóð- kútarnir frá fyrirtækinu galvanhúð- aðir utan sem innan en það stuðlar að lengri endingu. Þessi púströr eru þó eingöngu hönnuð fyrir stærri bíla,“ segir Ragnar Matthíasson, markaðsstjóri Bílanausts. Síðasta haust yfirtók Bílanaust fyrirtækið Handverk en það hafði getið sér gott orð á markaðnum fyrir þjónustu á vatnskössum og millikælum í allar gerðir bíla og vinnu- véla. „Starfsemi Handverks er nú sérstök deild hjá Bílanausti, með sömu starfsmenn sem hafa langa reynslu og þekkingu á sviði vatns- kassa og millikæla. Þar með höfum við yfir að ráða umboðunum á Nis- sens og NRF en þau fyrirtæki hafa verið allsráðandi á vatnskassamark- aðinum hérlendis og starfa eftir ströngustu gæðastöðlum, svoköfluð- um ISO-9000 stöðlum. Bylting í raf- geymum Bilanaust hefur hafið innflutning á Apollo-rafgeymum. „Við erfiðar aðstæður endast þessir rafgeymar fiórum sinnum lengur en hefðbundnir rafgeymar. Þessir rafgeymar taka einnig mun minna pláss en þeir hefðbundnu og vega aðeins um 1/3 af þyngd venju- legs rafgeym- is. Apollo-raf- geymirinn er ekki með sýru og er þar af leiðandi við- haldsfrír og umhverfis- vænn,“ segir Ragnar. -þt Nýi rafgeymirinn frá Bílanausti, til hægri, hann gefur 1700 amper en rafgeymirinn vinstra megin 1200 amper. | Standast allan samanburð Yanmar B15 beltagrafa -1,6 tonn ofhif 568 1044 Þiónustusfml 550 5000 www.visir.is NÝR HEIMUR A NETINU Vörubílar Kranar Hópbílar Vinnuvélar Bátavélar Náið samstarf með öflugum birgjum gerir Brimborg kleift að bjóða hagkvæmar heildarlausnir og tryggja hámarksgæði BRIMB0RG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 VOLVO ^HIflB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.