Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 19
hmt^* MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 i»r VORUBILAR & VINNUVELAR 35 Jón Geir Sigurbjörnsson söiumaður sýnir Ijósmyndara litið eitt af því sem hægt er að gera á nýja „skotbómu körfukrananum". Á innfelldu myndinni eru Eyvindur Jónsson, eigandi Vinnuvéla ehf., og Jón Geir stoltir við stjórntæki körfukranans. Hvers vegna ESSO gæðadísil? - hærri cetantala - betri bruni Á síðasta ári setti Oliufélagið hf. ESSO fyrst olíufélaga hérlendis á markað dísilolíu með fjölvirkum bætiefnum. Disilolia með þessum efnum er kölluð á ensku „premium diesel“. Þeir hjá Olíufélaginu hafa íslenskað þetta nafn og kalla olí- una gæðadísil. Þessari nýjung hef- ur verið geysivel tekið og mikil aukning varð á olíusölu hjá Olíufé- laginu hf. á liðnu ári. Gæðaolían uppfyllir sífellt strangari mengunarreglur sem settar hafa verið á Evrópusvæð- inu, auk þess að standast þær væntingar sem þáttur eldsneytis á í eyösluspamaði dísilvéla. Brenni- steinsmagn olíunnar er það minnsta sem þekkist sem kemur sér vel þar sem hin nýju rafeinda- stýrðu eldsneytiskerfi dísilvéla munu í æ ríkari mæli taka mið af gæðum olíunnar. Essoolían er með miklum fjölda bætiefna sem bæði eru dreifi- og hreinsiefni og hækka cetantölu ol- íunnar en cetantala er sambærileg- ur mælikvarði og oktantala í bens- íni. Hærri cetantala stuðlar áð full- komnari brnna í dísilvélum, hvort Nýr skotbómukrani hjá Vinnulyftum ehf. Stefnt á Hall- grímskirkjuturn Vinnulyftur ehf fengu nýlega til landsins stórglæsilegan körfukrana. Kraninn er af gerðinni SkyJack 66 TK. Eyvindur Jóhannsson eigandi og ffamkvæmdarstjóri Vinnulyfta segir að þeir stefni á það í framtíð- inni að vera meö „mekka" vinnu- lyfta og krana á íslandi. „Við fengum körfukranann til landsins fyrir skömmu, hann er sá besti og fullkomnasti í heiminum. Við eigum von á fleiri körfukrönum af sömu tegund til landsins.“ segir Eyvindur Jóhannsson. Eyvindur segir að kraninn sem er að gerðini SkyJack sé með fleiri möguleika en nokkur annar körfu- krani og felist það til dæmis í því að hægt sé að beygja liðin. „Kraninn kemst í allt að 22 metra hæð og 11.22 metra niður, hægt er að keyra kranann jafnt í efstu sem og neðstu stöðu. Stjómun kranans fer öll fram í körfuni og gildir það jafn um keyrslu sem og aðrar skip- anir,“ segir hann. Eyvindur segir kranann ekki vænlegan til keyrslu á þjóðvegum landsins, en hann sé liðlegur til þess að ferðast á milli á vinnusvæðum. Stýripinnar Jón Geir Sigurbjörnsson sýndi blaðamanni og ljósmyndara DV fram á getu kranans. „Þetta er alveg stórkostlegt tæki, stjómunin er öll með stýripinnum og manni lýður eins og að maður sé í tölvuspili," sagði Jón Geir þegar hann hafði lyft upp í 22 metra hæð. Kraninn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. „Við erum svo gott sem búnir að ganga frá söluni á honum og við eig- um von á fleirum innan tíðar. Þessir kranar hafa reynst mjög vel erlendis og þessi gerð körfukrana er sú eina sem fær að fara inn á svæðið þar sem að Boeing þoturnar era á Heathrow flugvelli í Bretlandi, „ segir Eyvindur. Hjá Vinnulyftum eru menn ánægð- ir með nýja kranann. Eyvindur segir þá bjóða upp á flestar þær gerðir vinnulyfta sem notast er við á vinnu- svæðum hérlendis. Helstu merki þeirra eru SkyJack og Terex. „Við sefjum stefnu okkar á að geta skipt um klukku á Hallgrímskirkjurn- inum úr lyftum frá okkur, þetta er markmið. Annars vifjum við hjá Vinnulyftum geta boðið viðskiptavin- um okkar upp á lyftur sem vænlegar séu til alls sem gera þarf, hver svo sem hæðin sé,“ segir Eyvindur Jó- hannsson framkvæmdarstjóri og eig- andi Vinnulyfta ehf. heldur sem þær eru með forbruna- hólfi eður ei. Hreinsiefnin í olí- unni halda eldsneytiskerfum véla hreinum og hreinsa upp óhrein kerfi. Gæðaolían kemur í veg fyrir tæringu, auk þess sem kuldaþol hennar er í hámarki, og vatnsfælni olíunnar er með því besta. Síðast en ekki síst má nefna að gæðaolían freyðir ekki við áfyllingu. -GS Nýja olian hjá Olíufélaginu uppfyllir ströngustu meng- unarkröfur. Veldu þann sem þér þykir bestur! I II-' Mercedes-Benz Skúlagötu 59 Sími 540 5400 www.raesir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.