Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 20
36 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 S Fimmtán ár í ræsinu „Það eru fimmtán ár síðan ég byrjaði í þessu. Það má því segja að ég sé búinn að vera fimmtán ár í ræsinu," segir Þorsteinn Garð- arsson, eigandi Stífluþjónustunn- ar ehf., og skemmtir sér ágætlega yfir samlíkingunni. Oft á tíðum fyllist fólk óhug þegar það stendur frammi fyir því að leiðslur frá húsinu er stíflaðar og jafnvel að byrja að kom vond lykt í húsið. Stífluþjónustan hefur sérhæft sig í að fjarlægja stiflur úr holræsum í og við heimahús og hreinsa lagnir. „Fólk hringir þegar ræsi stífl- ast hjá þvi og við erum með sólar- hringsþjónustu þannig að við bregðum við þegar á þarf að halda, hvort sem er að nóttu eða degi. Við losum allar stíflur og hreinsum lagnir í húsum og allt út í götu, enda vel tækjum búnir, hvort heldur er stíflað salerni, vaskar eða böð,“ segir Þorsteinn. Oft á tíðum fyllist fólk óhug þegar það stendur frammi fyrir því að leiðslur frá húsinu eru stíflaðar og jafnvel að byrja að koma vond lykt í húsið. Stífluþjónustan hefur sérhæft sig í að fjarlægja stíflur úr hol- ræsum í og við heima- hús og hreinsa lagnir. Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun í vélbúnaði til þess- ara starfa þannig að menn eru hættir að skaka með járnteinum og kústsköptum í ræsunum hjá sér. í stað þess er síminn orðinn allsráðandi hjálpartæki í þessu eins og mörgu öðru. Þorsteinn hefur verið lengi í ræsinu og oft komið til hjálpar þegar stíflur hafa komið upp. Vald. Poulsen ehf.: Níræðir í fullu fjöri Verslunin Vald. Poulsen ehf. hef- ur verið starfrækt síðan 1910. Meg- inverkefnin hafa falist í þjónustu vegna véla og öðru því tengdu en einnig hefur hún verið með verk- færi til sölu af lager. „Við höfum upp á að bjóða ágætt úrval af mjög vönduðum verkfær- um frá Bahco á hagstæðu verði," segir Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri Vald. Poulsen. „Það helsta sem við höfum i boði fyrir vörubíla og vinnuvélar eru leg- ur. Þar erum við með legur frá fyr- irtækinu NSK-RHP sem er japanskt en áður fyrr var RHP stærsta legu- fyrirtækið í Bretlandi. NSK er jap- anskt fyrirtæki sem yfirtók þann rekstur og starfar nú undir merk- inu NSK-RHP. Þetta eru mjög vand- aðar legur sem eru á einkar hag- stæðu verði,“ segir hann. Stórafmæli verður hjá fyrirtæk- inu á næsta ári er það verður 90 ára. Aðspurður um þennan háan aldur segir Ingólfur ástæðuna vera þá að fyrirtækið hafi alltaf haft það að leiðarljósi að vanda til sinna verka. „Viðskiptavinimir hafa alltaf ver- ið settir í fyrsta sætíð. Það mun einnig verða okkar leiðarljós á nýrri öld að hafa viðskiptavini okk- ar í fyrsta sæti. Það hefur reynst fyrirtækinu vel þau níutíu ár sem það hefur verið starfrækt og sjáum við því enga ástæðu til að breyta því,“ segir Ingólfur. -þt staklinga og heimili jafnt sem fyrirtæki, stofnanir og sumarhúsaeig- endur. „Við þjónum öllum sem á þurfa að halda, nú er ég að koma frá því að hreinsa lagnir í skipi. Það kem- ur fyrir að við erum pantaðir út á land eftir því sem þarf og við sinnum því að sjálfsögðu. Fyrirtækið hef- ur með þessu tekið að sér meindýraeyð- ingu enda fer þetta ágætlega saman og eykur fjölbreytni fyrir- tækisins," segir Þorsteinn. -GS Þorsteinn Garðarsson framkvæmdarstjóri við einn bíla sinna. „Það koma í þessu alls kyns patentlausnir, efni og annað slíkt sem á að losa stiflur en i fæstum tilfellum virkar slíkt. Oft gerist það að þessi efni setja stíflur í enn meiri hnút og festu en áður. Og þá hringir fólk, enda eina ráðið að hreinsa lagnimar út. Við erum með tæki sem hreinsar allar stifl- ur og svo er ég með öfluga vatns- dælu í bílnum hjá mér. Dælan er það nýjasta sem þekkist í þessu og sú eina sinnar tegundar hér á landi. Ég legg bilnum utan við hús sem ég er kallaður að. í bíln- um hef ég dæluna og nægar vatns- birgðir og stjórna græjunum svo með fjarstýringu innan úr við- komandi húsurn," segir Þor- steinn. Stífluþjónustan þjónustar ein- Mesta urval landsins af drifskaftsvarahlutum í vörubíla, vinnuvélar og dráttarvélar -i HjÖRULIÐIR - FLANCSAR - DRAGLIÐIR - KLOF DRIFSKAFTSRÖR - TVÖFALDIR LIÐIR SMÍÐUM NÝ - GERUM VIÐ - JAFNVÆGISSTILLUM ðALLABILÁl Stál og stansar ehf. Vagnhöf& 7-112 Reykjavík - Sími: 567 1412 - Fax: 567 6844 Fljót og örugg þjónusta - Þjónum öllu landinu Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Vald. Poulsen ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.