Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 22
38 VORUBILAR & VINNUVELAR W MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Úlfar Jacobsen var fjallagarpur og frumherji: Rétt handan við hálsinn er... Fáir öræfagarpar hérlendis hafa náð viðlíka frægð og Úlfar Jacobsen sem um árabil stundaði fjallaferöir um ísland og rak ferðaskrifstofu í eig- in nafni sem markaðssett var erlendis undir nafninu Iceland safari. Úlfar flutti á ferli sínum þúsundir farþega hingað til lands og skóp með því veru- legar gjaldeyristekjur fyrir þjóðina. Áhugi Úlfars á óbyggðaferðum kvikn- aði strax árið 1948 er hann eignaðist fyrsta fjallabílinn sinn sem var herbíll af gerðinni Dodge Weapon. Þessir bíl- ar voru í daglegu tali hér kallaðir Víponar og gerði Ómar Ragnarsson þá ódauðlega í dægurlagatexta á sínum tíma. Strax árið eftir fór Víponinn hans Úlfars, þó ekki kæmist hann sjáifur í ferðina, í fyrsta skipti með Páli Arasyni ferðafrömuði um fjaila- baksleið nyrðri. Næstu sumur á eftir fór Úlfar margar ferðir með Páli með ferðalanga um hálendið og í framhaldi af því kom hann á fót eigin ferðaskrif- stofu ásamt Báru Jacobsen konu sinni. Þórs-, Þórs-, Þórs- merkurferð Snemma byrjaði Úlfar að skipu- leggja Þórsmerkurferðir fyrir Islend- inga um verslunarmannahelgar og lék sjálfur fyrir dansi á nóttunni og þótti hrókur alls fagnaðar i þessum ferðum þar sem hann greip til gítarsins og samlagaðist unga fólk- inu í söng og leik. Þar kom að vinsældir Þórsmerkurferðanna voru orðnar slíkar að það kallaði á þjóð- þekktar hljómsveitir og tilheyrandi um- stang. Þá, líkt og nú, hafði fullorðna fólkið áhyggjur af þessum ungmennum sem skemmtu sér í Mörk- inni og var afráðið að Æskulýðsráð sendi séra Braga Friðriks- son með í ferð og var honum ætlað að ræða við ungmennin. „Bragi ákvaö að hafa predikun kl. 10 á sunnu- dagsmorgninum og þar kom að því sem mér er einna minnisstæðast úr þessum ferðum en það er einmitt þessi helgistund. Það voru allir unglingam- ir mættir og Bragi talaði svo fallega til þeirra að ég gleymi því aldrei," sagði Úlfar síðar. Á þeim árum sem ekið var yfir vötnin ógurlegu óbrúuð gat tekið allt að sólarhring að komast yfir þau með fast að hundrað farþega í ferð. Það kom líka fyrir að verulega hvessti í Öræf- unum og stundum komu bílarnir úr þessum ferðum sandblásnir og nánast tilbúnir undir málningu. Öræfasveitin er hvergi spör... Mörgum eru ógleymanlegar páskaferðir Úlfars í Öræfasveitina. í fyrstu var fólk ferjað yfir óhemjuna Sumar á fjöllum. Áð á leið inn i Dreka. Náði i fleiri bila. Nokkur sæti laus á laugardag. Úlfar í „andyrinu sínu" í Austurstrætinu. miklu á Skeiðarársandi og fleiri ár sem óbrúað- ar voru á leiðinni. Það mun svo hafa verið 1959 sem í fyrsta skipti var ekið yfir Skeiðará í þess- um ferðum og voru þar fleiri aðilar á ferð með Úlfari. Ferðalangar Úlf- ars í hinum vinsælu páskaferðum nutu 1 ára- tugi gestrisni að Hofi í Öræfasveit en þar hefur ávallt þótt sælla að gefa en þiggja. Á þeim árum sem ekið var yfir vötnin ógurlegu óbrúuð gat tek- ið allt að sólarhring að komast yfir þau með fast að hundrað farþega í ferð. Það kom líka fyrir að verulega hvessti í Ör- æfunum og stundum komu bílamir úr þess- um ferðum sandblásnir og nánast tilbúnir undir málningu en oft fór þó verr og rúður brotnuðu með tilheyrandi óþæg- indum. En slíkt gefur ferðunum einungis aukið gildi er frá líður. Ó-, ó-, óbyggða- ferð... Fyrsti vísir að ferðaskrifstofu Úlf- ars var eitt skriíborð og simi á stiga- gangi í Austurstræti þar sem auglýst- ar voru hálendisferðir og kom mikill fjöldi íslendinga í slíkar ferðir um hveija helgi sumarsins. Þar kom þó að útlendingar fóru að koma með í ferð- imar og smátt og smátt þróaðist það svo að íslendingunum fækkaði í þess- um ferðum en útlendingunum fjölgaði margfalt. Þar kom að Úlfar hafði markaðssett ferðaskrifstofu sína svo rækilega í Evrópu að Iceland Safari varð eitthvert þekktasta íslenska vörumerkið í ferðamannaþjónustu í álfunni. Þegar mest var umleikis störf- uðu tugir manna á hans vegum við að þjónusta erlenda ferðamenn hér á Dodge Weapon, fyrsti fjallabíll Úlfars Jacobsens.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.