Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 24
40 _ . 'SM VORUBILAR & VINNUVELAR W MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Hummer-umboðið á (slandi: Herbíllinn sem getur flest ■v Um miðjan tíunda áratuginn komu til landsins þeir fyrstu af hinum þekktu amerísku Hummer-bílum. „Fyrsti Hummerinn var framleiddur fyrir bandaríska herinn 1979 og var hann prófaður af hernum en ekki framleiðendum í tvö ár sem aftur leiddi til þess að árið 1981 pantaði her- inn 55.000 bíla til eigin nota. Það voru tveir aðilar sem kepptust um að upp- fylla þarfir hersins fyrir litla herbíla sem áttu að sameina kosti dráttarbíls og fjölnota vinnuþjarks og hafði Hum- merinn betur. í kjölfarið fylgdi þessi stóra pöntun. Krafa hersins var að bíllinn virkaði við allar aðstæður, hvort heldur sem væri í 40 stiga frosti eða hita,“ segir Ævar Sigmar Hjartar- son, bifvélavirkjameistari og fram- kvæmdastjóri Hummer-umboðsins á íslandi. Opinberar stofnanir, sem starfa á hálendinu, hafa notfært sér yfir- burði þessara bíla, t.d. þar sem fylgjast þarf með raflínum og öðru slíku. Á þeim tveimur árum sem herinn hafði bílinn til prufu komu fram ýms- ar óskir um breytingar sem til bóta máttu horfa og var hann jafnóðum endurbættur til að standast hinar fimaströngu kröfur sem gerðar voru til hans. T.d. verður billinn að halda aksturseiginleikum sinum þrátt fyrir að vera fullhlaðinn eða um 5 tonn. ast nema dýptarmæli. Þá verður hann með driflæsingar á öllum hjólum sem og á millikassa og á 44“ dekkjum. í bílnum er V8 6,51. turbo dísilvél. Tvö- falt hærra er upp undir hann en venjulega jeppa eða um háifur metri undir lægsta punkt. Loftdælukerfi er í bílnum þannig að hægt er hleypa úr dekkjunum á ferð og dæla i þau aftur sem er gríðarlega þýðingarmikið í erf- iðri færð,“ segir hann. Hummer- slökkvibílar Hummer-umboðið á íslandi hyggur á frekari landvinninga því í burðar- liðnum er að fara með Hummer- slökkvibíl til Noregs og kynna hann þar og afla markaða „Hummer-slökkvibílar hafa marga kosti umfram aðra siíka, t.d. mikinn hámarkshraða og frábæra akstureig- inleika auk þess að hafa mikla slökkvigetu því hann er með svoköll- uðu CAFS slökkvikerfi. Þetta kerfl dælir í vatnið lofti og froðu sem 10-30 faldar notagildi vatnsins þannig að þessi bíll, sem er með 1200 lítra vatns- byrgðir, á að vera jafnoki 12.000-36.000 lítra tankbíla. Bíllinn er búinn vatnsbyssu sem stjómað er með stýripinna innan úr bilnum auk þess að vera með afkastameiri dælur og meiri þrýsting en gerist og gengur. í samstarfi við fyrirtækið sem fram- leiðir slökkvibúnaðinn í bílinn stefn- um við að því að gera hann sértækan fyrir Norðurlandamarkaðinn. Við fór- um með þennan bíl í sýningarferð um ísland og líkaði slökkviliðsmönnum hér afskapleg vel við hann og lýstu ánægju sinni með hann. Þegar er kominn einn svona bíll til Keflavík- ur,“ segir Ævar. Ævar Hjartarson við Hummer-slökkvibílinn. Árið 1995 komu svo fyrstu Hummer- bílamir hingað til lands og hafa þjón- aö þar sem erfiðar aðstæður em. Op- inberar stofnanir, sem starfa á há- lendinu, hafa notfært sér yfirburði þessara bfia, t.d. þar sem fylgjast þarf með raflinum og öðra slíku. „Við höfum selt nokkuð af bílum, auk þess sem við erum með bílaleigu þar sem þessir vagnar eru leigðir út. Það hafa helst verið erlendir ferða- menn sem hafa leigt þá af okkur og hefur verið stöðug aukning á því,“ segir hann. Hummer-rúta Frá því aö fyrstu herbílamir komu hingað til lands í kjölfar stríðsins hafa íslendingar tileinkað sér þessa bíla og byggt yfir þá farþegahús og þannig orðið sér úti um öfluga rútu- bíla til óbyggðaferða og er Hummer- inn engin undantekning þar á. „Það er löng hefð fyrir því hér á DV-myndir S Hér er Ævar að smiða hús á Hum- mer-rútu. Þegar glímt er við grjót BSA Skemmuvegi 6 • sími: 5871280 VARAHLUTAÞJÓNUSTA Við seljum varahluti í flestar gerðir vinnuvéla, bæði ódýra samhæfða hluti, og einnig sérmerkta vélaframleiðendum. Þjónusta byggð á þekkingu! Söluumboð ffyrir: T Grjótvinnsluvélar QRE SIZER Hverfilbrjóta ^Parker Malbikunarstöðvar landi að byggja yfir herbíla og nú eram við að byggja rútuhús á Hum- mer-undirvagn með grind sem ætluð er fyrir eldflaugapalla. Þessari grind fylgja sverari öxlar og drif, öflugri bremsur og fleira sem gera mun þenn- an bíl öflugri en ella. Þetta verður fyrsti Hummerinn i heiminum sem breytt er í rútu og bindum við miklar vonir við þetta tæki. Bíllinn verður afar léttur miðað við stærð og ákaflega lipur. Það er ekki hægt að bera þetta tæki saman við neinn annan bíl sem við þekkj- um,“ segir Ævar. Hummer-umboðið sér alfarið um hönnun og smíði yfirbyggingarinnar á þennan bíl. Það er rútufyrirtækið Allrahanda ehf. sem er að láta smíða bílinn fyrir sig og mun hann verða með öllum þeim búnaði sem völ er á í fjallabíla. Þar verður m.a. GPS-stað- setningarbúnaður, tölvuplotter, korta- tölva, 3 mismunandi talstöðvar, sími, sjónvarp, video, útvarp, geislaspilari og hátalarakerfi. „Þessi bíll verður með nánast öll siglinga- og fjarskiptatæki sem þekkj- Minn tími mun koma Fyrsta þolraun Hummersins hér- lendis var þegar Ævar fór á einum slíkum í rall-keppni, algerlega óbreyttum, og keppti þar við 30 sér- búna rallbíla og náði 8. sæti í keppn- inni. „Það eina sem við gerðum fyrir Hummerinn var að setja í hann veltibúr og hann var klár. Það merkilega við þetta var að bíllinn hegðaði sér nákvæmlega eins og rall- híll á að gera. Það fylgdi okkur ekk- ert þjónustulið og við vorum ekki einu sinni með verkfæri. Þetta er sennilega það ódýrasta rall sem ég hef á æfinni tekið þátt í en ég hef lík- lega tekið þátt i um 30 keppnum tfi þessa þó ég hafi haft lítinn tíma til að sinna þessu á undanfomum árum. Ég á eftir að prófa keppni á al- vörabíl, 300 hestafla og með fjór- hjóladrif, og taka þátt í slagnum á jafnréttisgnmdvelli. Minn timi mun koma,“ sagði Ævar. -GS Anægður með nýja bilinn. Jón Gísli segir vinnuaðstöðu hafa gjörbreyst. Mercedes Benz Atego 1323: Bein útsending í Benz „Vinnuaðstaðan er mjög góð og í raun er allt gott við þennan bíl. Ein af nýjungunum á þessum bíl er myndavél sem er á toppnum og beinist linsan aftur fyrir bfiinn," segir Jón Gísli Guðjónsson, bfistjóri sem ekur Mercedes Benz Atego 1323, árgerð 1999. „Maður sér á skjá fram í hjá bíl- sfjóranum það sem er fyrir aftan. Það þýðir að það er mun auðveldara að bakka. Maður sér næstum því í gegnum veggi,“ segir Jón og hlær við. Hann segir að það sé gífurlega mikið öryggi falið í þessari litlu vél. „Þetta er toppurinn og umferðin er í beinni útsendingu,“ segir hann. -þt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.