Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 26
J 42 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Höfum á lager: Fjaðrir, stök blöð, klemmur, fóðringar, slit- og miðfjaðrabolta í langferða- vöru- og sendibíla, einnig í vagna. Urval affjöðrum íjapanska jeppa á botnverði. Loftpúðar í margar gerðir farartœkja. Fjaðrabúðin Partur •• - VORUBILAR & VINNUVELAR W Félag vinnuvélaeigenda berst fyrir réttindum verktaka: Barátta síðan í stríðslok - félagsmenn á leið til Las Vegas Félag vinnuvélaeigenda hefur verið starfrækt í um 46 ár eða síðan rétt eftir stríöslok. Það var þá sem vinnuvélar fóru að koma að ein- hverju ráði til landsins og starfs- stétt vinnuvéla að skapast í þeirri mynd sem hún er í dag. f félaginu eru um 200 meðlimir sem spanna nánast allt svið jarðvinnu og flutn- inga. Hjá félaginu starfar Árni Jó- hannsson viðskiptafræðingur sem gerði DV grein fyrir starfsemi þess. Félag vinnuvélaeigenda er starf- rækt innan Samtaka iðnaðarins og hafa samtökin annast reksturinn um tveggja ára skeið. „Eitt af verkefnum félagsins er hefðbundin hagsmunagæsla gagn- vart hinu opinbera . Einnig annast félagið einstök mál sem brenna á fé- lagsmönnum. Nýlega var haldið þing á vegum félagsins þar sem helstu verkefni sem boðin eru út eru kynnt fyrir félagsmönnum. Þá geta verktakar séð hvað er fram undan og undirbúið verkefni," segir Árni. Spenna á mark- aðinum Ámi segir helstu vandamál iðn- aðarins vera að verkefni séu mörg hver boðin út á svipuðum tíma og þá jaínvel með svipuðum skilatíma. „Þetta skapar mikla spennu á markaðinum um takmarkaðan tíma og svo jcifnvel verkefnaskort þar á milli,“ segir Ámi. Gífurlegar nýjungar hafa verið í vinnuvélageiranum og endurnýjun tækja mjög mikil. „Vinnuvélamarkaðurinn hefur verið að skríða upp úr lægð að und- anfórnu sem varð til þess að fyrir um tveimur árum byrjuðu menn að taka hraustlega til hendinni við endumýjun á vinnuvélum, en það gerir menn viðkvæmari fyrir fram- tíðinni," segir Árni. Hann segir þó að erfitt sé að segja til um hvað gerast muni í framtíð- inni því vinnuvélamarkaðurinn sé þannig að erfitt sé að sjá langt fram á veginn. Árni segir félagið mjög mikilvægt enda hljóti það að vera Árni Jóhannsson viðskiptafræðingur gætir hagsmuna verktaka í vinnuvéla- bransanum. mikilvægt að barist sé fyrir hags- munum stéttarinnar. „Félagsmenn geta leitað til okkar ef þá vantar einhverjar upplýsingar um rétt sinn og við útvegum þeim lögfræðinga ef þeir telja sig hafa þörf á því. Við erum þó líka á léttari nótunum en undanfarin tvö ár hef- ur verið efnt til hópferðar á vélasýn- ingar erlendis. í fyrra fór hópur til Parísar á sýningu og núna í mars verður farið til Las Vegas á alþjóð- lega vinnuvélasýningu á vegum fé- lagsins," segir Ámi. B&L stækka vinnuvéladeildina: Nýr sendibíll á leiðinni Sendibill ársins í Evrópu 1998. Eldshöfða 10, Reykjavík, símar 567 8757, 587 3720. ✓ AB BILAR EHF Bifreiðar og Land- búnaðarvélar hafa starfað síðan 1954 við innflutning og sölu á bifreiðum. Þeir tóku við um- boði fyrir Renault febrúar 1995. Heiðar Sveinsson, sölustjóri atvinnubíladeildar B&L, er sáttur við afkomuna undanfar- in ár. „Við erum aðal- lega með sendibíla, tengda vinnu- vélamarkaðnum, en erum einnig með vörubílana frá Renault. Þar er um að ræða bíla frá 3.5 tonnum og upp í 40 tonn og hestaflatölur frá 260-400 en búast má þó við einhverj- um stækkunum á vélum á næst- unni. Hagvagnar hf. í Hafnarfirði sjá um viðhaldsþjónustu fyrir B&L. „Allir varahlutir era þó i okkar höndum,“ segir Heiðar. „Við höfum ákveðið að stækka at- vinnubíladeild B&L og ætlum að auka þjónustuna við verktaka. Við höfum breiða línu af öllum bílum, B&L hafa selt Renault á is- landi siðan 1995. Nýlega seldu þær tvær rútur af þess- ari tegund. allt frá minnstu sölumanns- bílum og upp úr, og ætt- um við því að geta þjónustað þann markað vel,“ segir Heiðar. B&L selur Renault Master sem var valinn sendibíll ársins árið 1998. „Einnig erum við með Renault Kangoo en hann var bíll árs- ins 1998 númer 2, „ segir Heiðar og er greinilega ánægður með þær við- urkenningar sem Renault-bílarnir hafa fengið. A þessu ári eru einnig væntanlegar nýjungar því þeir hjá B&L ætla að kynna nýjan pallbíl frá Renault- vörubíladeild en hann er frá Heiðar Sveinsson er ánægður með gang mála en þeir hjá B&L ætla að fara að stækka vinnuvéladeildina sína. þremur og hálfu tonni og upp í sex og hálft tonn að þyngd. „Þessir bílar munu leysa Messenger-línuna að hólmi,“ segir Heiðar. Framtíðarhorfurnar hjá B&L em nokkuð góðar en þó telur Heiðar líklegt að einhver Renault Premium Road. Aðalsmerki samdráttur verði á sölu þessara bila er lágur rekstrar- stærri vörubila. Hann kostnaður og mikil burðargeta. segist þó ekkert óttast enda telji hann samdrátt- inn ekki verða verulegan. „Auk þess sem að við erum aðal- lega i sölu á sendibílum og minni vörubílum, sú sala hefúr gengið mjög vel og það stefnir í það að árið verði góð.“ Nýlega hafa B&L einnig gengið frá sölu á tveimur stóram rútubif- reiðum sem að væntanlegar em til landsins innan tíðar. -þt . Vöru- og fólksbílaverkstæd Stapahrauni 8 Hafnarfirði Símar 565 5333 / 897 0099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.