Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 5 Fréttir Hágæða útpfentun- trábær liönmin • JP 90 ferðaprentarinn, minnsti prentarinn á markaðinum sem býður upp á möguleika á itrarprentun. ■JP 192 fyrirferðalitill og nettur heimilisprentari, ■ JP 883 prentar [ hámarks Ijós- myndagæðum í allt að 1200 punkta upplausn, jafnvel á venjulegan pappír. Olivetti prentarnir bjóöa upp á áfyllanlega blekhylki sem daga verulega úr rekstrarkostnaöi, neytendum til hagsbóta. k Verð trá kr.11.900 nteð vsk ®Oow®ö}0 lexikon Bleksprautupnentapan Hjólreiðar sem leið til betra lífs: Trimmtæki sem flytur fólk ódýrt milli staða - þeir hörðustu láta vetrarveðrin engin áhrif hafa á sig Giska má á að á íslandi séu allt að 150 þúsund reiðhjól. Reiðhjól eru kjörin til heilsuræktar, jafnvel allan ársins hring. í gær voru þeir hörðustu á ferðinni til vinnustaða á stálfákum sínum og geystust fram úr umferðarflækjunum með bros á vör, öruggir um sinn hag á nagladekkjunum. Fimm stiga frost og nokkur vindstig úr norðrinu hindra menn ekki. Reiðhjól er ódýrt og gott samgöngutæki, trimmtæki, keppnistæki og prýðis ferðamáti upp um fjöll og flrnindi, kjósi menn það. Snarpar hjólreiðar fá svitann til að spretta fram hjá flestum og hreyfmgin er alhliða og reynir mikið á skrokkinn. Ekki síst reyn- ir á þegar lagt er á fjöllin á sérbún- um fjallahjólum. Eitt félaganna í Landsamtökum hjólreiðamanna er Fjallahjólaklúbburinn sem efnir til hópferða og ferðalaga um landið. „Hjólreiðar mæta vægast sagt ekki miklum skilningi," segir Gunnlaugur Jónasson arkitekt, formaður Landssambands hjól- reiðamanna og bætir við að hann sé „hjólapólitíkus". Fjögur félög hjólreiðamanna eru til, tvö í Reykjavík, eitt á Akureyri og það Qórða í Þingeyjarsýslu. Félags- skapurinn er ungur, 6-7 ára, og ætti að verða hinn ágætasti þrýsti- hópur fyrir hjólreiðafólk landsins j. nsTvniDssoN hf. Skipholti 33.105 Reykjavlk, slmi 533 3535 Grímuböll fylgja öskudeginum. Þar mæta börnln í skemmtilegum búningum og skrautlega máluð. Þessar knáu stúlkur í Snælandsskóla \ Kópavogi sungu saman á grímuballi í skólanum. Þær spreyttu sig á titillaginu úr kvik- myndinni Titanic og tókst vel upp. DV-mynd Teitur Samfylkingin á Noröurlandi eystra: Kjördæmisráð- in eiga eftir að samþykkja DV, Akureyri: „Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum til að skoða þetta mál og þessu verður farsællega lent á endanum þannig að sem flestir geti vel við unað. Að öðru leyti vil ég ekkert tjá mig um þá stöðu sem uppi er, það verður að hafa sinn gang að vinna úr þessu,“ segir Heimir Ingimars- son, formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, um það hvert verði fram- hald framboðsmála fylkingarinn- ar i kjördæminu. Óróleikinn vegna sigurs Sig- björns Gunnarssonar í prófkjör- inu er enn mikill, bæði innan Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks- ins. Heimildarmenn DV segja það nánast útilokað að þær stofnanir flokkanna sem eiga að fjalla um framboðsmálin muni komast klakklaust í gegnum það verkefni. Á næstu dögum eiga stjómir kjör- dæmisráða flokkanna að skipa uppstillingarnefnd sem siðan ger- ir tillögu um framboðslistann til kjördæmisráðanna. Þá verða það ekki einungis stjórnir kjördæmis- ráðanna sem eiga að eiga lokaorð- in, heldur fleiri. Að sögn Finns Birgissonar, for- manns stjórnar kjördæmisráðs Alþýðuflokksins, er málum þannig háttað að á þeim fundi sem mun fjalla um framboðslist- ann af hálfu flokksins eiga allir flokksbundnir kratar rétt til setu og atkvæðagreiðslu. Hjá Alþýðu- bandalaginu mun kjördæmisráð, sem er skipað um 20 manns, koma saman vegna afgreiðslu málsins. Forsvarsmenn beggja flokk- anna eru mjög varkárir í svörum um það hvað kann að vera fram undan. Án efa verður reynt að lægja þær öldur sem upp komu vegna úrslita prófkjörsins og meintrar smölunar Sigbjöms og stuöningsmanna hans, en það er langt i frá að allir séu sammála um að það muni takast. -gk Gunnlaugur Jónasson, arkitekt hjá Landnámsmönnum, er einn þeirra sem hjóla í flestum veðrum enda er hann formaður landssambands hjólreiða- fólks. í Noregi hjólaði hann tii vinnu í 30 stiga frosti en vel klæddur. DV-mynd E.ÓI. sem er að finna í flestum fjölskyld- um. Samtökin vinna að því að efla hjólreiðar á íslandi. Gunnlaugur segir að aðstaðan fyrir hjólreiðar innan Reykjavíkur sé „allt frá því að vera mjög góð upp í það að vera lífshættuleg", allt eftir því hvar hjólað er. Á íslandi er mikill fjöldi hjól- reiðafólks á ferðinni á sumrum, mest erlent en líka islenskt. Gunn- laugur segir að hann hafi í fyrra- sumar hjólað til Homafjarðar og þá hafi hann mætt nærri tvöfalt fleiri hjólum en bílum. Engu að síður em engar hjólreiðagötur með fram þjóðvegum á íslandi eins og er víðast hvar í nágrannalöndum og ekki mun neinn skilningur á lagningu slíkra gatna enn sem komið er. Því miður verða alvarleg slys af þessu á hverju sumri. -JBP ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: vökvastýri • 2 loftpúða 1 aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn f rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • 1 Ódýrasti 4x4 bíllinn á íslandi 1 Skemmtilegur bíll sem hægt er að breyta 1 Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll með ABS hemlalæsivörn (4x4), loftpúðum o.m.fl. IDRIFI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is WAGON R+ TEGUND: VERÐ: GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.