Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 6
6 ■ .. .. | •. TTx^mrr FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MR í undanúrslit Lið Menntaskólans í Reykjavík mætti liði Verzlunarskóla fslands í þriðju umferð Gettu betur á föstudaginn. Það var jafn- framt fyrsta viðureignin sem haldin er í sjón- varpi. MR sigraði nokkuð sannfærandi með 25 stig- um gegn 13. MR leiddi keppnina all- an tímann og gerði í raun og veru út um hana í hraðaspurningunum, eins og svo oft áður. MR er á mikilli siglingu og í lok þriðju umferðar kemur í Ijós hvaða liði skólinn mæt- ir í undanúrslitum... Stef, merki og leikmynd Upphafsstef þáttarins og merki hans eru mörgum vel kunnug. Stefið samdi Magnús Kjartansson tón- listarmaður, en merkíð hannaði Rósa Ingólfsdóttir, grafísk- ur hönnuður. Leikmyndin er svo eftir Gunnar Baldursson en henni var breytt fyrir keppnina í ár, taka þarf mið af því að hún geti færst milli landshluta... Keppnissalurinn Það voru um þúsund manns sem fylgdust með fyrsta sjónvarps- leiknum. Salurinn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti tekur um 900 manns í sæti og þurftu því einhverjir að standa. Nú er í athugun hjó aðstandend- um keppninnar að úrslítaþátturinn verði haldinn í stórum sal svo eng- inn þurfi frá að hverfa. í næstu viku fer keppnin fram á Selfossi og fjórða og síðasta viðureignin í átta liða úrslitum fer fram á Akureyri... Úr síðasta þætti Lið Verzlunarskóla Islands verðui sætta sig við að vera úr leik í kep innl íár en þaö tapaði einnig í átta I urslitum í fyrra fyrir liði MR. Stuðningur skólafélaga getur skipt sköpum og er ekki annað að sjá en að þessar stúlkur hafi skemmt ser konunglega í síðustu keppni. DV-myndir Teitur Allt klart áður en keppnin hefst. Logi Bergmann Eiðsson og lllugi Jökulsson reiðubúnir að hefja fyrsta leik keppninnar í sjónvarpi. Menntaskólinn í Kópavogi: Ætlum okkur sigur Það eru lið Menntaskólans í Kópavogi og Menntaskólcins við Hamrahlíð sem mætast í öðrum leik átta liða úrslita Gettu betur á morgun. Það eru heil fjögur ár síðan MK komst í átta liða úr- slit og þar með í sjónvarpskeppni. MK sigraði Fjölbrautaskóla Austurlands, 23-13, í fyrstu umferð og Fjölbrauta- skólann í Garðabæ í annarri umferð, 20-11. MH hefur komist í úrslita- leik keppninnar tvö síðustu ár en tapað í bæði skiptin. MH- ingar drógust gegn Bændaskólanum á Hvann- eyri í fyrstu umferð en Bændaskólinn gaf keppnina og gjörsigruðu svo Framhaldsskóla Vestfjarða, ísafirði, 34-10, í annarri umferð. ■■■ Spumingalið Menntaskólans í Kópavogi hefur átt erfitt upp- dráttar undanfarin fjögur ár í keppninni en liðsmenn segjast nú komnir endurnærðir til leiks eftir fjarveruna. Það eru þeir Ör- lygur Axelsson, Matthías Birgir Nardeau og Reynir Bjarni Egils- son sem keppa fyrir hönd skólans í ár. Matthías tekur þátt í fyrsta skipti í keppninni, Örlygur í annað skipti og Reynir í hið þriðja. „Já, við erum með sterkara lið í ár en í fyrra. Reyndar duttum við út á dómaramistökum þá,“ segir keppnislið MK. En hvernig líst þeim á keppnina í ár? „Hún hefur verið skemmtileg fram að þessu. Það er betri stjóm á öllu sem að keppninni snýr en spurningamar hafa verið þungar. Það er ekki fyrir hvern sem er úti i bæ að geta upp á réttu svari,“ segja þeir. Lið MK var valið snemma skólaárs þegar próf var auglýst og allir sem áhuga höfðu gátu komið og tekið þátt. Þeir þrír urðu efstir og skipuðu því lið MK þetta árið. „Við skiptum hlutunum svolitið með okkur. Meðan einn kynnir sér sérstaklega íslandssögu kynnir hinn sér norræna goðafræði. En annars eru sum svið sem við skiptum ekki með okkur, t.d. svörinn við allir spurningum um íþróttir." Þeir hafa æft stíft að undanförnu og hafa farið tvær ferðir á Laugarvatn í æfingabúðir. Þar vom þeir heila helgi og segja kyrrðina í sveit- inni veita þeim betra tækifæri til að slappa af. „En stemningin í skólanum fyrir morgun- daginn er góð. Sérstaklega hjá eldri nemendun- um. Þeir hafa aldrei upplifað það á sínum skólaferli að við komumst í sjónvarpið og þess vegna teljum við að það verði góð mæting hjá okkar mönnum á morgun," segja drengimir. En hvemig líst þeim á andstæðingana? „Það er erfltt að keppa á móti MH. Þeir eru með eitt besta liðið en við værum ekki að taka þátt í keppninni nema við ætluðum okkur að fara alla leið!“ -hb MK tekur þátt í sjónvarps- keppninni í fyrsta skipti í fjög- ur ár. F.v. Matthias, Örlygur og Reynir. DV-mynd E.ÓI. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Förum alla leið Lið Menntaskólans við Hamrahlíð mætir til leiks í ár með firnasterkt lið eins og undanfarin tvö ár. Liðið er skipað þeim Fjalari Haukssyni, Jóni Ama Helgasyni og Ingu Þóru Ingvarsdóttur en hún tekur þátt í keppninni í fjórða skiptið í röð. Þau eru hvergi bangin og bíða spennt eftir því að mæta MK annað kvöld. „Við förum í þennan leik eins og alla aðra - með því að stefna á sigur. MK er hins vegar óskrifað blað þannig að við bókum ekki sigur gegn þeim,“ segja þau. Lið MH hefur keppt til úrslita tvö ár í röð. F.v. Inga Þóra, Jón Arni og Fjalar. DV-mynd E.ÓI. Undirbúnmgur MH-inganna hófst um miöjan janúar en fram aö þeim tíma haföi hver og einn undirbúið sig eins og hann taldi sig þurfa. Lið- ið var valið af þjálfaranum, Torfa Leóssyni, sem hefur verið með liðið í stöðugum æfingum frá áramótum. Liðsstjóri er nýneminn Amar Sig- urðsson. En hvað finnst þeim um keppnina í ár? „Hún er skemmti- legri en oft áður. Þetta eru skemmti- legar og vel skrifaðar spumingar hjá dómaranum, Illuga Jökulssyni. Svo verður það til að gera keppnina enn skemmtilegri í ár ef af því verð- ur að hún verði færð í stærra hús þegar nær líður úrslitum," segir spurningalið MH. Spenna ríkir í skólanum enda ekki við öðm að bú- ast þar sem MH hefur keppt til úr- slita tvö ár í röð og margir famir að bíða spenntir eftir því að liðið lyfti Hljóðnemanum, sigurverðlaunum í keppninni. „Það er hefð fyrir keppn- inni í skólanum og þess vegna era menn spenntir. Við höfum skipu- lagðan stuöningshóp sem mætir alltaf á keppni og íþróttafélagið ætl- ar að hita liðið upp fyrir keppnina á fóstudaginn," segja jpau. En stefnir lið MH á annað sætið þriðja árið í röð? „Við ætlum okkur alla leið í ár, það er engin spuming. Það hefur verið nógu svekkjandi að tapa tveimur úrslitaleikjum í röð en nú er okkar tími kominn," segja MH- ingar. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.