Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 UPPBOÐ Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- irfarandi eign: Engjasel 86, 2ja herb. íbúð á 4. hæð t.v., og bflskýli, merkt nr. 11, þingl. eig. Bima H. Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi fbúða- lánasjóður, mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 13.30. Grýtubakki 26, 80,4 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð m.m. ásamt geymslu í kjallara, merkt 060003, þingl eig. Linda Dís Rós- inkransdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 15.00. Víkurás 8, íbúð á 1. hæð, merkt 0103,' þingl. eig. Guðjón Emilsson, gerðarbeið- endur Ami Óttarr Skjaldarson, íbúða- lánasjóður og Samvinnulífeyrissjóðurinn, mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Leirubakki 12,50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 1. hæð, homíbúð, þingl. eig. Guðmundur Ingimarsson, gerðarbeiðendur Guðjón Ármann Jónsson og Landssími íslands hf., innheimta, mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 16.00. Blöndubakki 8, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.h., þingl. eig. Hörður Ómar Guðjónsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn, mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Kjarrhólmi 38,4. hæð B, þingl. eig. Jónas Þröstur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Byegingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 23. febrúar 1999 kl. 14.45. Lindasmári 13,01-02, þingl. eig. Sigvaldi Elfar Eggertsson og Guðmunda Signý Þórisdóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður verkamanna og sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudagixm 23. febrúar 1999 kl. 15.30. Efstaland v/Smiðjuveg 5, þingl. eig. Birg- ir Georgsson og María Hreinsdóttir, gerð- arbeiðendur Ibúðalánasjóður og Bæjar- sjóður Kópavogs, mánudaginn 22. febrú- ar 1999 kl. 13.15. Nýbýlavegur 76, 0201, þingl. eig. Tjöm sf., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og húsbréfadeild Húsnæðisstoín- unar ríkisins, þriðjudagiim 23. febrúar 1999 kl. 14.15. Funalind 13, 06-02, þingl. kaupsamn- ingshafx Jóhann ísberg, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar iókis- ins, mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 14.45. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Utlönd Á fangaeyju í Marmarahafi Forsætisráðherra Tyrk- lands, Biilent Ecevit, stað- festi í gær að kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan væri nú á fanga- eyjunni Imrali í Marm- arahafi. Sagði tyrkneski forsætisráðherrann að fjórir eða fimm sérsveit- armenn, flugmaður og læknir hefðu tekið þátt í aðgerðinni þegar Öcalan var handtekinn í Naíróbí í Kenýa á mánudaginn. Ámyndbandi sem tyrk- neska öryggislögreglan sýndi í gær sást Öcalan leiddur um horð í flugvél í eigu tyrknesks kaup- sýslumanns og bundinn niður í stól. „Ég elska Tyrkland og tyrknesku þjóðina og ég vil þjóna henni. Fái ég tækifæri til þess vil ég þjóna henni. Hlífið mér við pynting- um,“ sagði Öcalan á myndbandinu. Yfirheyrsl- ur yfir Öcalan eru þegar hafhar, að sögn Ecevits. Einn af lögmönnum Öcalans, Britta Böhler, sem var meðal þeirra sem tyrknesk yfirvöld vísuðu frá Tyrklandi í gær, kveðst í viðtali við sádiarabíska dagblaðið Al-Hayat vera viss um að Öcalan verði pyntaður í fangelsinu. Böhler segist hafa heimildir fyrir Tyrkneskir sérsveitarmenn buðu Öcalan velkominn heim er þeir tóku bindi frá augum hans um borö í vélinni sem flutti hann til Tyrklands. Símamynd Reuter því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi átt þátt í handtöku Öcal- ans. Hún fullyrðir ennfremur að fyrir dyrum standi handtaka ijög- urra aðstoðarmanna Öcalans. Að- stoðarmennimir séu nú í gríska sendiráðinu í Naíróbí en verði brátt látnir í hendur tyrkneskra sérsveita. Mótmælin gegn handtöku Öcalans héldu áfram víða um heim í gær. í Berlín skutu öryggisverðir við sendiráð ísraels til bana þrjá Kúrda og særðu allt að sext- án þegar mótmælendur reyndu að hertaka sendiráð- ið. Kúrdamir voru að mót- mæla meintri þátttöku Mossads, ísraelsku leyni- þjónustunnar, við handtöku Öcalans. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hótaði í gær að reka Kúrda úr landi hrytu þeir lög. Um hálf milljón Kúrda býr í Þýskalandi. Landið er einnig heimili tæpra tveggja milljóna Tyrkja. í gærkvöld var greint frá því að tyrneskar hersveitir hefðu ráðist inn í norður- hluta íraks í leit að félögum í kúrdísku samtökunum PKK. Haft var eftir tals- manni tyrkneska hersins að um væri að ræða aðgerð hryðjuverkamönnum sem ekki yrði langvarandi. Sjónarvottar sögðu um 3 til 4 þúsund hermenn á brynvörðum bílum hafa ekið yfir landamærin undanfama daga. PKK hefur aðsetur í fjöllum N-íraks. gegn Hættu aö blekkja sjálfan þig! Rétti dagurinn til aö byrja er í dag. Þaö eru engar afsakanir teknar gildar. Fáöu þér stimpilkort í næstu sundlaug, eöa hjá samstarfsaðilum okkar, mættu tíu sinnum í febrúar og þú færð bókina Betri línur eftir heilsuræktargúrúinn Covert Bailey aö gjöf! Þú gætir einnig komist frítt til London eða unnið einn af tugum glæsilegra vinninga! Þessi ógurlegi víkingur heitir Njáll Sigmundsson (Nigel Simms). Hann tekur þátt i Jólablótinu, mikilli víkingahátíð sem hefst t ensku borginni Jórvík í dag. Þar munu hundruö áhugamanna um víkinga koma saman og berjast. Bandaríkin auka þrýstinginn: Beðið eftir Slobodan Bandarísk stjórnvöld hafa enn aukið þrýstinginn á að samið verði um frið í Kosovo með því að senda fimm tugi herflugvéla til viðbótar til Evrópu. Vélamar eiga að vera til taks reynist nauðsynlegt að grípa til loftárása á stöðvar Serba. Tólf dagar eru nú síðan samn- ingaviðræður albanska meirihlut- ans og Serba, undir forsæti tengsla- hópsins svokallaða, hófust utan við París. Hvorki hefur gengið né rekið á fundunum til þessa. Allir bíða eft- ir að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti taki af skarið. Milosevic situr heima í Belgrad þaðan sem hann hefur fylgst með viöræðunum. Það er samdóma álit allra að afstaða hans muni ráða úr- slitum. Helsti skósveinn hans, Mil- an Milutinovic Serbiuforseti, er væntanlegur aftur til Frakklands í dag. Deilendm- hafa frest til hádégis á laugardag til að ná samkomulagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.