Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 9
FEVTMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 9 r>v Stuttar fréttir Námumenn gefast upp Rúmenskir kolanámumenn sneru heim í gær eftir að óeirða- lögregla stöðvaði göngu þeirra til Búkarest og handtók leiðtoga þeirra. Kvennaframboð Möguleikamir á framboði Hill- ary Clinton, forsetafrúar Banda- ríkjanna, til öldungadeildarinnar í kosningunum árið 2000 eru ein af mörgum visbendingum um að konur ætli sér aö sækja haröar fram en áður og jafnvel í stól forseta og varaforseta. Elizabeth Dole hefúr gefið í skyn að hún sé aö íhuga forsetaframboð. Dianne Feinstein öldungadeildarþing- maður og Jeanne Shaheen, ríkis- stjóri í New Hampshire, eru sagð- ir mögulegir varaforsetar Dole. Bók Monicu á markað Bókin um ástarsamband Mon- icu Lewinsky og Bill Clinton Bandaríkjaforseta kemur á mark- að í Bandaríkjunum og Bretlandi 5. mars. Þingmaður myrtur Þingmaðurinn Jaime Hurtado í Ekvador og tveir lífverðir hans voru skotnir til bana á götu úti í Quito í gær. Jeltsín í flugárekstri Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær yfirmann rikisflugfé- lagsins Rossija vegna þess að for- setavél Jeltsíns, sem er í flota félags- ins, rakst á vél forsætisráð- herra Ítalíu, D’Alema, á flugvellinum í Moskvu þegar verið var að keyra vél Jeltsíns í stæði. Atvikiö átti sér stað þegar Jeltsín kom heim frá útför Husseins Jórdaníukonungs. Sprunga kom á vél D’Alema og varð hann að taka aðra vél heim. Flugvallarstarfsmenn voru sagðir hafa veifað vitlaust til ítölsku vélarinnar. Jeltsín varð ekki var við áreksturinn. Útlönd Noregur: 30 þúsund störf eru í hættu DV, Ósló: Úti er ævintýri er viðkvæöi margra Norömanna í upphafi árs og í gær kom enn ein spáin sem bendir til að tvö samdráttarár fari í hönd. OECD spáir að 30 þúsund störf geti tapast á árinu ef olíu- verð hækkar ekki og laun lækka. Það er einkum í olíubæjunum vestanlands sem fólk hefur ástæðu til að óttast um störf sín. Fyrirtæki sem þjónustað hafa ol- íuvinnsluna eru verkefnalaus vegna þess að olíufyrirtækin halda að sér höndum meðan oliu- verð er í sögulegu lágmarki. Efha- hagssérfræðingar halda því einnig fram að laun séu of há og miðist við miklu hærra oliuverð en nú fæst. Ofurlaunin í olíu- vinnslunni hafi smitað yfir á all- ar aðrar atvinnugreinar óháö því hvort þær standi undir launa- kostnaöinum. -GK Yfir 200 kiló af kókaíni fundust í Gautaborg Tollverðir í Gautaborg hafa lagt hald á 243 kíló af kókaíni sem fannst í gámi með banönum. Gámurinn var um borð í skipi er kom frá Costa Rica. Tollveröir fundu kókaínið þegar búiö var að tæma gáminn af banönunum. Voru þeir að leita að tómum gámi fyrir æfingu og völdu fyrir tilvilj- un þann sem var með kókaínið í leynivegg. Biðu tollaramir í viku eftir að einhver kæmi til að sækja kókaínið áður en þeir lögðu hald á það. Jonathan Motzfeldt gefur tóninn á Grænlandi: sjálfstjórn Aukin Grænlendingar munu reyna að öðlast víðtækara sjálfsforræði frá Danmörku með því að þróa heima- stjórnarkerfið enn frekar. „Ég er þeirrar skoðunar, og marg- ir eru sama sinnis, að við verðum að þróa heimastjómarkerfið frekar. Við verðum að skoða málaflokka sem við getum tekið að okkur, þar sem við getum látið meira til okkar taka,“ sagði Jonathan Motzfeldt, for- maður heimastjómarinnar á Græn- landi, í viðtali við fréttamann Reuters. Motzfeldt var annars ekki mjög ánægður með niðurstöður kosning- anna á Grænlandi á þriðjudag. Jafn- aðarmannaflokkur hans, Siumut, tapaði þremur þingsætum en er þó enn stærsti flokkur landsins með ellefu menn af 31 á grænlenska þinginu. Samstarfsflokkur hans í heimastjóminni, hinn frjálslyndi Atassut, tapaði tveimur þingsætum. Motzfeldt mun leiða stjómar- myndunarviðræðumar sem leiðtogi stærsta flokksins. Hann vildi ekkert segja um það í gær hvort hann ætl- aði að ræða við Atassut, eða snúa sér að hinum vinstrisinnaða Inuit Ataqatigiit (IA). „Ég ætla að ræða við alla flokka,“ sagði Motzfeldt. „Ég held að við ætt- um að geta myndað nýja stjóm í byrjun næstu viku.“ Inga Dóra Guðmundsdóttir, ung islensk kona sem er varabæjarstjóri fyrir Siumut í höfuðstaðnum Nuuk, sagðist í gær vona að Siumut færi í stjórnarsamstarf við IA. „Mér líst best á LA. Þeir hafa mörg stefnumál sem mér ftnnst Si- umut þurfa að vinna meira með, eins og að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu,“ sagði Inga Dóra í samtali við DV í gær. Ef marka má fréttaskýranda danska blaðsins Jótlandspóstsins verður Ingu Dóra þó ekki að ósk sinni. Danska blaðið segir að Motz- feldt muni snúa sér aftur að Atassut þar sem hann óttist að IA-menn verði of erfiðir í samstarfi og setji fram óaðgengilegar kröfur. Mikil endumýjun varð á græn- lenska þinginu í kosningunum á þriðjudag. Fjórtán nýir menn munu taka þar sæti. Af sjö mönnum í heimastjóminni náðu aðeins þrír endurkjöri. Heima- stjómarformaðurinn varð aðeins í þriðja sæti listans yfir þá sem fengu flest atkvæði í kosningunum. Mæla mig hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apótekum, góöur fyrir mig og mömmu. ThermoScan BRflUíl Þessar funheitu þokkadísir skemmtu sér sem mest þær máttu á kjötkveðju- hátíðinni í Rio de Janeiro í fyrrinótt. Það voru Ifka síðustu forvöð því nú er gamanið búið þar til á næsta ári. Málaferli vegna banns á titrurum Hópur kvenna í Alabamaríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur yfirvaldinu fyrir að banna sölu á titrurum og öðrum hjálpar- tækjum ástcirlifsins. Lögmaður hópsins segir að með banninu séu yfirvöld að skipta sér af því sem ffam fer i svefnherbergjum fólks. „Okkur finnst þetta til vitnis um fordóma gagnvart hegðun sem er fullkomlega eðlileg," segir lögmað- urinn Mark Lopez frá bandarísku mannréttindasamtökunum (ACLU). Þeir sem era staðnir að því að selja titrara eiga yfir höfði sér þrælkunarbúðavinnu í heilt ár. HAC HACIENDA hilluskápur úr gegnheilli, fornfáðri furu, B102 x H196 x D41 sm, kr. 89.940,- HACIENDA borðstofuborð úr gegnheilli, fornfáðri furu, með innlögðum hand- gerðum flísum, B90 x L160 sm, kr. 55.970,- BERMUDA stóll kr. 8.880,- HACIENDA skenkur úr gegnheilli, fornfáðri furu, B144 x H98 x D50 sm, kr. 79.960,- MEXICO kommóða úr fornfáðri býflugna- vaxborinni, gegnheilli furu, B88 x H88 x D40sm, kr. 49.310,- Þessi eilítið grófi búgarðastíll er upprunnin þessum stíl eru eftirmyndir gamalla húsg að þau fá mjög persónuiegt yfirbragð. liðinna tíma. Engir tveir hlutir eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.