Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 í Spurningin Hvaða bók last þú síðast? (Spurt á Suðurnesjum) Guðbjörn Sölvason, vaktmaður á Esso: Ævisögu Mandela. Hann er frábær maður og auðmjúk persóna og þetta er vel skrifuð bók. María Blöndal, starfsmaður Heil- brigðisstofnunar Suðumesja: Ég er að lesa Náðuga frúin eftir Jónas Jónasson. Mér þykir hún góð þó vissulega sé hún harmsaga. Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla: Almúgamenn eftir Ammund Backman. Bókin er vel skrifuð og skemmtileg. Leifm* S. Einarsson, starfsmaður Esso: Ég var að lesa ræður Bjarna Benediktssonar. Það er sjónarsvipt- ir að slíkum mömmm. Ásborg Guðmundsdóttir, starfs- maður Flugleiða: Þögla herbergið eftir Herbjörg Wassmo. Mjög skemmtileg bók. Björg Ástríðardóttir, verslunar- maður og móðir: Bókina Berthold sem fjallar um unglingsstrák og vandamál hans og bókin er góð. Lesendur Flóttamannavand- inn I Evrópu Einar Gunnarsson skrifar: Ógnvænleg staðreynd er að birt- ast í Vestur-Evrópu með streymi flóttamanna þangað frá löndum fyrrverandi kommúnistarikjanna í álfunni. Sagt er að landamæra- varsla þessara síðarnefndu rikja sé ekki svipm- hjá sjón hjá því sem áður var þegar landamærum var lokað með gaddavír og verðir svo að segja á hverju strái til að gæta þess að enginn færi óséður frá heima- landinu til frelsisins vestan megin. Nú hefur þetta breyst. Varsla við landamæri fyrrum kommúnistaríkjanna hefur tekið mið af öðrum löndum í Vestur-Evr- ópu og landamæravörðum ekki rað- að með fram landamærunum líkt og áður var. Aðeins er skipulögð gæsla á tilteknum og viðurkenndum stöð- um þar sem umferðin milli landa er hefðbundin. Þetta er i ætt við aðra gæslu í hinum frjálsu ríkjum. Alltaf má því komast í gegn eftir öðrum leiðum sem fók finnur i neyð sinni til að flýja skort, atvinnuleysi og lé- legan aðbúnað í fyrrum austan- tjaldslöndum. Þetta er sagt stefna í öngþveiti t.d. á landamærum Póllands þar sem fólk er ekki ánægt með fram- vindu mála eftir þíðuna og fall Berlínarmúrsins. í Ungverjalandi og í tvískiptum löndum fyrrum Tékkóslóvakiu er ástandið þróaðra og sýnilegar umbætur á ferðinni. En í Póllandi, Rúmeníu og i Búlgar- íu, að viðbættum ríkjum fyrrum Ógnvænleg staðreynd vlð landamæri margra fyrrum Austur-Evrópulanda. - Flóttafólk flýr heimkynni sín. Júgóslavíu, er ástandið óbærilegt á mörgum sviðum, ekki síst í Júgóslavíu og því flýr fólk sem mest það má að landamærum Vestur- Evrópu og inn í hin frjálsu lönd. Allt þetta gerir Vestur-Evrópu illt og þar hópast nú fólk ólöglega til að freista þess að fá landvistarleyfi, at- vinnu og síðar fasta búsetu. Við ís- lendingar finnum líka fyrir þessu þótt í smáum stíl sé. Ekkert bendir til þess að þetta ástand lagist á næstu árum. íslendingar þurfa því líka að hafa alla gát á ferðum fólks hingað til lands, líka þeim sem segj- ast koma á þeim forsendum að vinna hér stuttan tíma. - Island sleppur ekki við að taka afstöðu til flóttamannastraumsins frá Austur- Evrópu fremur en önnur ríki. Þjónustu lögmanna má bæta N.N. skrifar: Ég tel að full þörf sé á því að fram á sjónarsviðið komi ný stétt lög- manna með þjónustulund og stöðluð vinnubrögð að því er snertir fram- komu og viðmót gagnvart viðskipta- vinum. Þess konar þjónustu má finna í dag meðal hinna ýmsu stétta og fagfélaga í þjóðfélaginu. Hefur reyndar verið tíðkuð í mun meiri mæli erlendis um langt skeið. Þjónusta lögmanna verður að vera traustvekjandi og hún næst ekki með því einu að verða lögfræð- ingur heldur með eðlilegri fram- komu og vinsamlegu viðmóti. Það á t.d. að vera föst regla að afhenda kvittanir fyrir gögnum sem lög- menn taka og að þeir útskýri fyrir viðkomandi hvemig mál ganga fyr- ir sig, svo og kostnaður þrep fyrir þrep, fari hann vaxandi samhliða framgöngu máls. Allt samkvæmt stöðluðum, sanngjömum taxta, sem jafnvel liggi frammi aðgengilegur viðskiptavini. Þannig og einungis þannig mynd- ast traust og réttur starfsgmndvöll- ur. Það má ekki gleymast að lög- maður er jú í þjónustu verkkaupa og verkkaupa á að vera ljóst að þró- un málsins sé í eðlilegum farvegi eftir að honum hefur verið kynnt málsmeðferð ... Bónus-verslanir breyttu cillri sam- keppni í verslun hér á landi. Má ekki hugsa sér að svipað gerist í lög- fræðigeiranum einnig? - En ástæð- an fyrir þessum stutta pistli mínum er sú að er ég var í Noregi leitaöi ég til lögmanns þar með erfitt mál og fékk einmitt þess konar þjónustu sem ég er að lýsa, og því gat ég fylgst með málinu úr fjarlægð, hvemig það var sótt og varið. Það lauk upp augum mínum fyrir því að réttar- kerfið þar í landi er virkt og neyt- endavænt, ef svo má til orða taka. íbúðalánasjóður hinn nýi Hvað veröur þá um allan fasteignabransann þar sem menn velta milljörðum á skömmum tíma? Sveinbjöm skrifar: Enn á ný emm við íslendingar komnir í ógöngur við að aðstoða unga ibúðareigendur og aðra sem eru að koma yfir sig þaki vegna lánamála. íbúðalánasjóður hinn nýi er sagður vera óundirbúinn til að standa undir væntingum þessa hóps manna sem er að kaupa íbúð i fyrsta sinn. Gamla kerfisins, sem var þó alls ekki fúllkomið, er nú saknað sárlega. Ekki bara af lántak- endum heldur öllum sem að íbúða- sölu og kaupum koma. Ef rétt er að liðið geti mánuðir áður en afgreiðsla fæst fyrir hvern og einn lántakanda er hér meiri vandi á ferð en flestir gátu reiknað með. Og vita menn þó að öll opinber afgreiðsla er hægfara í þunglama- legu ríkiskerfinu. En þetta átti ekki aö verða með þessum formerkjum. Þetta átti að færa frá einni þung- lamalegustu stofiiuninni, Húsnæðis- stofnun ríkisins, til hinna fagmann- legu og nútímalegu bankastofnana. Og eins og einn fasteignasalinn hér í borginni lét hafa eftir sér, þá sitja nú allir við sama borð - það hvorki gengur né rekur með neinar sölur. Svo einfalt er það. - Er nú ekki hægt að setja einhverja slynga fagmenn utan opinbera kerfisins (tölvusérfræðinga með meirapróf) í málið til að leysa þetta nýjasta „traffic-jam“ - eða „trjáfikjustöppu“ eins og Halldór Laxness komst svo hnyttilega að orði um umferðar- teppuna í New York, þegar hann sat þar fastur í leigubíl á heitum sum- ardegi? Aðeins Jóhönnu sem leiðtoga Guðjón skrifar: Ég varð orðlaus þegar ég heyrði að búið væri að ákveöa að Margrét Frímannsdóttir skyldi leiða lista Samfylkingar á landinu. Þessu er ég ekki sammála sem kjósandi Samfylkingarinnar. Margrét hefur mikla hæfileika sem stjórnmála- maður, rétt eins og Sighvatur, Öss- ur og margir aðrir í samtökum þessum. En Jóhanna Sigurðardótt- ir er óumdeilanlega sigurvegari prófkjörsins í stærsta kjördæm- inu. Auk þess sem hún er sá stjórnmálamaður sem í raun og veru allt snerist um í prófkjöri Samfylkingar, margreyndur og trúr stefnu okkar vinstrimanna, án öfga en stendur með alþýðu þessa lands sem klettur og hefur áunnið sér traust fyrir staðfestu og óbilandi baráttukjark. Þetta hefði átt að bera undir atkvæði stærri hóps eða gera um þetta skoðana- könnun af einhverju tagi. Löggan vill ekki greiðslukort Þórhallur hringdi: Ég hef í hyggju að endumýja vegabréf mitt á næstunni. Til að vera alveg viss um alla hluti, t.d. hvort ég ætti að endumýja mynd og þá í hve mörgum eintökum, stærð o.s.frv. hringdi ég í skrif- stofur Lögreglustjóra til að kanna máliö. Fékk allar upplýsingar greiðlega, m.a. um að það kostaði 4.600 kr. fyrir fúllorðna. Takið þið greiðslukort? spurði ég. Aðeins debetkort var svarið. Af hverju ekki almenn greiðslukort, heims- þekkt. Visa eða Euro? Bara debet var svarið enn. Ég undrast hví ríkisstofiianir svo sem Lögreglu- stjóraembættið taka ekki svona víðtæk greiðslukort. Úr því nú að ÁTVR tekur þessi kort eftir margra ára umkvartanir ættu aðrar ríkisstofnanir að gera það líka. Ekki rétt? Góður sunnu- dagsþáttur á rás 2 Ragnar skrifar: Það má fullyrða að fleiri og fleiri séu famir að leggja eyrun við þátt þeirra Kolbrúnar Berg- þórsdóttur og Auðar Haralds sem þær nefha Sunnudagslærið. - Ég tel þátt þennan besta útvarpsefni helgarinnar og set mig ekki úr færi að hlusta, hvar sem ég er (heima, í vinnunni, í bílnum o.s.frv.). Kolbrún tekur fyrir efni sem annars liggur fullkomlega í láginni, nefnilega tónlist frá gull- aldartímum stórhljómsveita, kvikmynda og sögu ýmissa fmm- kvöðla og listamanna þessara tíma. Tengingin er smekkleg og hugljúf fyrir þá sem vilja geyma þetta í minningunni. - Auður hef- ur svo umsjón með Sunnu- dagslærinu sjálfu, að mínu mati. Hún fer með himinskautum yfir ýmsa þætti sem brenna eða brenna ekki á þjóðarsálinni, t.d. sunnudagslærið, tröppusalt eða 400 króna sápustykki fyrir kaupóða. Allt á sinn „sub“- dramatíska hátt sem ekki er öll- um lagið í veiðimannasamfélagi okkar. Sem sé prýöilegur og skemmtilegur þátfiir. Uppnám gegn klámi og vændi Þórunn Ólafsdóttir hringdi: Ég fagna því að einn þingmaður hefur þó dug í sér til að spoma gegn þeirri óheillaþróun sem hér er að verða með því að í dansbúll- um em útlendar stelpur að bera sig og bera sig um leið eftir pen- ingum ósjálfstæðra drengja og karlfauska sem þar sitja nætur- langt í von um upplifun stóra stundarinnar. Það er af hinu góða þegar sýnilegt er að uppnám er komið alla leið inn í sali Alþingis gegn ólifiiaði og saurlífi sem eftir á að festast í þjóðlífinu verði ekkert að gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.