Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 11
JjV FIMMTIJDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 enning Upplyfting.. Það hefur verið lítið um tónleika á höfuðborgar- svæðinu að undanfórnu enda tónlistarmenn að pústa eftir holskefluna sem reið yfir í janúar. Tónleik- ar Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, Einars Jó- hannessonar og Unnar Sveinbjamardóttur í Saln- um á þriðjudagskvöldið voru því kærkomin upp- lyfting í skammdeginu. Verk Þorkels Sigur- bjömssonar Intrada frá 1971 sómdi sér vel sem fyrsta verk á efnisskránni. Eirðarlaust og órólegt, þó með faUegum strófum sem skjóta upp kollinum við og viö og endar á púlsandi bassanótu í pianóinu. „Ég held að allir tónlistarmenn hafi reynslu af örari hjartslætti hvort sem er við upphaf eða lok tónleika," segir tónskáldið í efnis- skrá. Þremenningarnir virtust þó í fullkomnu jafn- vægi og fluttu verkið eink- ir lipurlega. Eftir það tók rómantíkin völdin, fyrst í veimur lögum ópus 83 eftir Max Bmch. Það ýrra, Rúmenskt ljóð, minnist ég ekki að hafa íeyrt áður en fátt er skemmtilegra en að upp- ’ötva falleg stykki, sérstaklega ef þau em bor- n á borð fyrir mann likt og gert var á þriðju- laginn - enda passa hljóðfærin þrjú, píanó, darínett og víóla - og hljóðfæraleikaraminr ifar vel saman. Seinna stykkiö, Allegro dvace, var'einnig vel flutt þó víólan ætti til að Irukkna í hljómi flygilsins. Johannes Brahms samdi tvær klarínett- únötur sem hann útbjó einnig fyrir víólu, af- kaplega finar tónsmíðar og i hávegum hafðar >æði af klarínett- og víóluleikurum. Þær vom >áðar á efnisskránni, sú fyrri í f moll, dramat- sk og dökk eins og stendur í efnisskránni sem að vera, svellandi tilfmningar og nóg til þess að smjatta á. Auðvit- að væri líka auð- velt að ofgera en sú var ekki raun- in hjá þeim Önnu og Einari heldur var leikið frá innstu hjartarót- um og tilgerðar- laust. Eftir hlé var svo komið að Unni í annarri sónötunni sem er í Es dúr og „fúll ljóðrænnar birtu“ svo ég vitni aftur í efnisskrá. Hún er styttri, i þrem- ur köflum og dá- lítið ástúðlegri en hin þótt ólgandi tilfinningarnar séu hvergi langt undan. Flutning- ur sónötunnar var allur hinn vandaðasti og Anna í miklu stuði. Samt fannst mér Unnur halda sig of til baka eins og hún væri hrædd um að verða væmin eða gefa of mikið. Útkom- an var því dálítið blátt áfram og of köld til þess að maður léti hrífast með. Síðast á efnisskránni var Marchener- zahlungen eða Ævintýri ópus 132 fyrir klar- inett, víólu og píanó eftir Robert Schumann. Verkið er í fjóram köflum, sá fyrsti sætur og Ijúfur, annar punkteraður og snarpari, sá þriðji hægur og rómantískur og sá síðasti sig- urglaður. Verkið var í heild vel leikið, þó sér- staklega þriðji kaflinn, en líkt og í Bmch týnd- ist víólan svolítið í hljómi píanósins í síðasta kaflanum sem kom þó ekki í veg fyrir að æv- intýrið hlyti góðan endi. Þau voru í stuði í Salnum: Anna Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhannesson og Unnur Svein- bjarnardóttir. DV-mynd Teitur Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir á vel við fyrstu tvo kaflana, aðeins bjartara er yfir tveimur síðari. Flutningur þeirra Önnu og Einars var afbragðsfínn; fyrsti kaflinn ákafur og ástríðufullur en samt svo undurblíður í lok- in, annar kaflinn svo tmaðsfagur að mann greip óstjómleg löngun til þess að fara að há- skæla. Það var líkt og þau rynnu í eitt, Anna, Einar, tónlistin og túlkunin, þannig að ég hafði á tilfinningunni að svona ætti sónatan í ævintýraríkinu Sýningin Hans Christian Andersen, líf og list 1805-1875, verður opnuð í sýningar- sölum Norræna hússins á laugardaginn kl. 15.00. Hún lýsir í máli og myndum ævi Andersens frá fæðingu hans í Óðinsvé- um árið 1805, uppvaxtarár- um hans og rithöfundar- ferli í Danmörku og ferða- lögum erlendis þar til hann andaðist í Kaupmannahöfn árið 1875. Við opnunina mun sendiherra Danmerkur á íslandi, Flemming Morch, flytja ávarp, Johannes Mollehave rithöfúndur flytur stutt spjall um H.C. Andersen og danska trióið Kind of Jazz leikur. Sýningin er byggð upp á textum og myndum um viðburðaríkt líf og vel- gengni ævintýraskáldsins og völdum text- um úr endurminningum og bréfum And- ersens og samtímamanna hans. Einnig eru þar skemmtilegar litprentaðar mynd- ir af handritum og munum. Sýningin er samstarfsverkefni danska sendiráðsins á íslandi, Norræna hússins, Bæjarsafnanna í Óðinsvéum, Háskóla íslands, Norrænu tungumálaráðgjafarinnar, Félags dönsku- kennara og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs. Hún verður opin alla daga nema mánudaga til 14. mars. Á sunnudaginn kl. 14 spjallar prestur- inn, rithöfundurinn, fyrirlesarinn og ís- landsvinurinn Johannes Mollehave um ævintýraheim H.C. Andersens. Johannes hefúr samið tvær bækur um Andersen, sú fyrri heitir H.C. Andersens salt (1985) og fjallar um húmor í ævintýram hans, sú seinni heitir Lystig og ligefrem (1995) og fjallar um stuðlun í skáldskap hans. Johannes Mollehave er einstakur fyrir- lesari og munu þeir sem heyrðu hann tala hér í fyrra flykkjast á þennan fyrirlestur. Kl. 14 á sunnudaginn hefst lika sýning danska barnaleikhússins Gadesjakket á ævintýrinu um Þumalinu eftir H.C. And- ersen uppi í Gerðubergi. Þetta er brúðu- leikhús af nýstárlegu tagi og verður brúðu- og myndlistarverkstæði fyrir unga áhorfendur bæði á undan og eftir sýningu (frá kl. 13-16). Af Snorra og munnlegri hefð Priðja Fáir evrópskir leikhúsmenn höfðu jafn af- ;erandi áhrif á leiklistarsögu 20. aldar og Ber- old Brecht sem átti aldarafmæli á síðasta ári. >ó sáu stóra atvinnuleikhúsin hér ekki .stæðu til að heiðra minningu hans en Út- ■arpsleikhúsið og Rás 1 stóðu fyrir veglegri fmælisveislu í október síðastliðnum. Þótt afmælisárið sé liðið er uppfærsla Ikemmtihússins við Laufásveg á þremur ein- láttungum Brechts einnig hugsuð sem virð- ngarvottur á aldarafmælinu. Einþáttungam- r era úr safni ríflega tuttugu þátta sem irecht nefndi „Ótti og eymd Þriðja ríkisins" g fjalla um Þýskaland Hitlers á áranum 933-37. Það tímabil einkenndist af markviss- im kúgunaraðgerðum sem á endanum ryggðu fullkomna undirgefni við „flokkinn", g eitt öflugasta tækið í þeirri baráttu var trúlega víðtækt njósnanet sem í raun teygði nga sína inn á hvert heimili og hvem vinnu- tað í landinu. Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir Foreldrar áttu jafnvel á hættu að böm >eirra klöguðu þau fyrir lélega flokksvitund ins og fjallað er um í þættinum Spæjarinn. >ar leika Hjalti Rögnvaldsson og Steinunn Jlafsdóttir hjón sem reyna af fremsta megni .ð aðlaga sig breyttu þjóðfélagi sem er þeim >ó á móti skapi. Þegar ungur sonur þeirra iregður sér út einn daginn án þess að gera xein fyrir ferðum sínum gera þau strax ráð yrir hinu versta. Hjalti og Steinunn stóðu sig igætlega og sama er að segja um Grím Helga íislasson sem leikur soninn enda þræl- viðsvanur þrátt fyrir ungan aldur. í Krítarkrossinum leiðir raunverulegur pæjari flokksins nokkra óbreytta borgara í illan sannleika um starfsaðferðimar. Hann r i heimsókn hjá unnustrmni sem er þjón- istustúlka á finu heimili; einnig kemur bíl- stjórinn á heimilinu við sögu sem og matráðs- Nú er komið að næsta fyrirlestri Snorrastofú í Reykholti í röð erinda sem nefnd er „Fyrirlestrar í héraði“. í kvöld kl. 21 mun Gísli Sigurðsson, íslensku- fræðingur hjá þjóðfræöadeild Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, halda fyrirlestur sem ber heitið „Munnleg hefð, heimildir og menntun Snorra Sturlusonar". Gísli er M.Phil. í miðaldafræð- um frá University College i Dyfl- inni. Meðal rita hans era Gaelic Influence in Iceland (Studia Is- landica 46) 1988 og heildarútgáfa Eddukvæða, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra. Gísli vinnur að dokt- orsritgerð um túlkun íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar og undirbýr út- gáfu á vegum Árnastofnunar á munnleg- um sögum Vestur-íslendinga sem var að mestu safnað í Kanada veturinn 1971-72. Gísli er lesendum DV einnig kunnur sem skeleggur kjallarahöfundur. Brecht dregur Hitler og hans menn sundur og saman í háði í sýningu Skemmtihússins á Ótta og eymd Þriðja ríkisins. DV-mynd Hilmar Þór konan og bróðir hennar. Hjalti leikur bróður- inn og fór á kostum í senu þar sem hann svið- setur samtal við gamla konu sem vogar sér að gagnrýna flokkinn. Þórir Steingrímsson pass- aði vel í hlutverk kokhrausta nasistans og Steinunn túlkaði kærastuna af þokka og ör- yggi. Ingibjörg Þórisdóttir leikur matráðskon- una eðlilega og óþvingað. Eiríkur Guðmunds- son var kannski óþarflega sauðslegur i hlut- verki bílstjórans en tókst þó að koma þrælsóttanum sem er einn aðalskotspónn Brechts til skila.' Gyðingakonan fjallar um konu af gyðinga- ættum sem er gift „hreinræktuðum“ Þjóð- veija. Hann er farinn að líða fyrir mægðir sínar við þennan óæskilega þegn og því hefur eiginkonan ákveðið að flýja land - en vonast þó til að eiginmaðurinn reyni að telja henni hughvarf. Gyðingakonan er langdramat- ískasti þátturinn þvi þar era innri átök aðal- persónunnar og raunveruleg örvænting i for- grunni. Leikur Guðlaugar Maríu Bjamadótt- ur er of hófstilltur og nær því miður ekki að koma þessari örvæntingu yfir til áhorfenda. Handahreyfingar sem áttu að undirstrika sál- arástand persónunnar virkuðu lærðar og bættu litlu við. Þröngt rými Skemmtihússins setur leikur- um nokkrar skorður og leikstjórinn velur þá leið að leggja höfuðáherslu á textann og skop- ið sem þar er að finna. Fyrir vikið verður sjón- ræni þátturinn i túlkuninni nokkuð einhæfur og ég saknaði þess að finna aldrei fyrir þeirri ógn sem þó er undirliggjandi í textanum. Skemmtihúsið sýnir: Ótti og eymd Þriðja ríkisins eftir Bertolt Brecht Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson Búningar: Andrea Oddsteinsdóttir Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason Leikmunir: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Erlingur Gíslason Norrænir rithöfundar s á sýningu Á morgun veröur opnuö sýning í and- f dyri Norræna hússins á ijósmyndum eft- i;; ir sænska ljósmyndarann Ullu Montan. I Hún verður opin daglega kl. 19-18, nema sunnudaga kl. 1 12-18, og lýkur sunnudaginn S;; 21. mars. i Á sýningunni eru ein- göngu andlitsmyndir af nor- rænum rithöfundum sem hafa komið til íslands og tek- ið þátt í bókmenntadag- skrám og bókmenntahátíðum í Norræna húsinu. Sérsvið Ullu Montan er að taka portrettmyndir af rithöfundum og hún hefur ferðast víða um lönd til þess að heimsækja rithöfunda og taka myndir af þeim. Ulla hefur komið til íslands og tek- ið andlitsmyndir m.a. af Thor Vilhjálms- Isyni, Vigdísi Grímsdóttur, Einari Má Guðmundssyni og Einari Kárasyni. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttír ríkið spottað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.