Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTi 11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bakslag í prófkjörum Prófkjör Samfylkingar jafnaðarmanna í kjördæmmn Norðurlands heppnuðust eins illa og prófkjör hennar heppnuðust vel á suðvesturhorninu. í stað þess að styrkja Samfylkinguna verða þau til þess að veikja hana. Þau verða vatn á myllu annarra stjórnmálaflokka. Sérstaklega er alvarlegt, að samanlögð þátttaka Sigl- firðinga í prófkjörum Framsóknarflokks og Samfylking- arinnar skuli vera meiri en sem nemur öllum kjósenda- flölda í bænum. Sjá má, að margir Siglfirðingar ætla ekki að kjósa í kosningunum eins og í prófkjörinu. Siglfirðingar misnotuðu prófkjörsreglur Samfylkingar- innar til að ná í þingmann á kostnað hennar. Þeir fæla um leið skagfirzka og húnvetnska kjósendur frá Samfylk- ingunni og sömuleiðis fæla þeir burt alþýðubandalags- menn, sem eru fleiri en kratar í kjördæminu. Þetta er hagsmunastríð Siglfirðinga á kostnað annarra svæða í kjördæminu og á kostnað fylgis Samfylkingar- innar í kjördæminu. Þingmaður Sigluflarðar verður eins konar sníkjudýr á kjördæminu og Samfylkingunni í skjóli misnotkunar á prófkjörsreglum. Hvemig sem reynt verður að verja þessa framgöngu, verður ekki hjá því litið, að óheiðarlegt er að taka þátt í prófkjöri flokka, sem menn ætla ekki að kjósa í kosning- unum. Því miður sanna ótal önnur dæmi, að þessi óheið- arleiki er landlægur víðar en á Siglufirði. Svipaða sögu er að segja úr hinu kjördæminu, þar sem smalað var úr íþróttafélögum fólki, sem ekki ætlar að kjósa Samfylkinguna í kosningunum í vor. Þannig tókst að fella reyndan þingmann, sem hefur góðan orðstír og var eitt af ráðherraefnum Samfylkingarinnar. Augljóst er, að eftir prófkjörið býður Samfylkingin á Norðurlandi eystra ekki upp á neitt ráðherraefni. Þar á ofan er ljóst, að prófkjörið styrkir önnur framboð, eink- um græna vinstrið, skaðar þannig Samfylkinguna og dregur úr meðbyr hennar á landsvísu. Enn má nefna, að smölunin í kjördæmum Norður- lands varð til þess að fefla tvær konur úr fyrstu sætum væntanlegra framboðslista og einu þingmannssætum þeirra. Þetta eyðir góðu áhrifunum af velgengni kvenna í prófkjörum Samfylkingarinnar á suðvesturhorninu. Stundum takast tilraunir til að fá utanflokksfólk tfl að taka í prófkjöri þátt í að búa til framboðslista og laða það þannig til fylgis við listann, en stundum takast þær ekki. Þær virðast hafa tekizt hjá Samfylkingunni á suðvestur- hominu en síður en svo á Norðurlandi. Enn má nefna, að sameiginlega opin prófkjör Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags skekkja hlutföll flokkanna, þar sem auðveldara er að smala fólki úr öðrum flokkum til fylgis við framjóðendur úr Alþýðuflokknum en úr Al- þýðubandalaginu. Þetta skaðar innra samstarf. Sé miðað við úrslit síðustu kosninga, verða ekki nema fimm þingmenn úr Alþýðubandalaginu og tveir úr Þjóð- vaka á vegum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabfli. Það jafngildir hruni Alþýðubandalagsins og staðfestingu þess, að Samfylkingin er Alþýðuflokkurinn. Því er formanni Alþýðuflokksins ekki orðið um sel. Eftir prófkjör suðvesturhomsins sagði hann, að þau væm ekki sigur Alþýðuflokksins. Eftir prófkjörin fyrir norðan sagði hann í sárabætur, að formaður Alþýðu- bandalagsins yrði talsmaður Samfylkingarinnar. Eftir bakslagið fyrir norðan er ljóst, að prófkjör, þótt oft séu góð, em ekki afltaf allra meina bót, því að útbreitt siðleysi íslendinga lætur ekki að sér hæða. Jónas Kristjánsson „Útgerðarmaður á Patreksfirði hefur leyst vandann og tilkynnt að hann sé hættur viðskiptum við Kvótaþing og muni greiða 10% afla í „veiðigjald“.“ - Svavar S. Guðnason á bryggjunni á Patró. Flýgur fiskisagan Sagt er að sagan endurtaki sig. Árið 1306 er Filippus fríði konung- ur í Frakklandi og hefur Clement páfa V sem gísl og lepp í Avignon. Konungur hefir tapað stríði og vantar fé sem hann verður að komast yflr með góðu eða illu. Hann fær ágirnd á eignum gyð- inga og fær páfa til að bannfæra þá sem trúleysingja í Frakklandi. Þeir sem ekki ná að flýja land skulu drepnir. „Hvemig eigum við að þekkja gyðingana úr,“ er spurt? „Drepið þá alla“ var svarið. „Guð þekkir sína.“ Síðan voru all- ar eigur gyðinga í Frakklandi lagðar undir konung. Ári siðar fóm miklar eigur Musterisregl- unnar i Frakklandi sömu leið og yfirmenn hennar brenndir á báli fyrir trúvillu. Og „Guð þekkir sína“ Árið 1983 ákveður Framsókn að komast yflr fiskveiðamar við Island og gerir tillögu um að sett skuli upp kvótakerfi til að takmarka aðgang að þeim. Aðeins þeir sem áttu þá veiði- skip máttu fá kvóta. Aðrir skyldu kaupa kvóta eða vera úthýst. Kerfið komst í fram- kvæmd 1984 og hefur því nú staðið í 16 ár. Frá 1990 hafa U kvótar verið framseljanlegir, sem flýtt hefur fyrir uppkaupum þeirra af fáum útvöldum. Svarið hér er þannig hið sama: „Guð þekkir sína.“ Kvótar em nú í höndum fárra stórra útgerða, aðr- ir komast ekki að, nema kaupa bæði skip, úthald og kvóta til skamms tíma. Fjöldi fiskiþorpa er nú orðinn kvótalaus og eignir fólksins verð- lausar. Það einfaldlega flosnar upp, svo sem var á harðstjómarár- unum áður fyrr. Sumt af þessu fólki „vagar nú og vagar“ á sv- horninu eða höfuðborgarsvæðinu, mesta láglaunasvæði landsins, því að atvinna þess hefir verið tekin af því í heima- byggð. Kvótalausir róa Alþingismaður hefur gert tillögu til sjávarútvegs- ráðuneytisins um að 10.000 tonna þorskkvóta verði úthlutað til kvóta- lausra byggða en ráðuneytið svarar að til þess skorti heimild í lögum. Lögin eru þó sett samkvæmt tillög- um ráðuneytisins. Um 400 smábátar era nú kvótalausir eða kvótalitlir, og ----------------------------------------- „Nýtt Kvótaþing hefur hækkaö svo verð á leigukvótum aö eng■ inn hefur efni á aö kaupa þá, enda mun þaö leiöa til enn meira útkasts á fiski en nokkru sinni fyrr. Útgeröarmaöur á Patreks- firöi hefur leyst vandann..." Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís sjómenn á sóknardögum fá aðeins 26 daga atvinnu á árinu. Sjómenn á Suðurnesjum hóta nú að róa kvótalausir en ráðuneytið hótar þeim sektum og hörðum viðurlög- um samkvæmt lögum settum eftir tillögum þess. - „Guð þekkir sína.“ Þetta er þó ekki af því að ekki sé nægur fiskur í sjónum því að línu- bátur þríhlóð sama daginn fyrir vestan. Kvótakerfið var ekki sett fyrir fólkið í landinu, sem auðvit- aö á fiskinn í sjónum samkvæmt 1. gr. laganna, heldur var það sett til að komast yfir þessar eignir þess á einfaldan og þægilegan hátt. Það var aldrei meiningin að það þyrfti að kross- festa neinn eða brenna á báli, jafnvel ekki að vísa neinum úr landi, nema kvótaeigendum sem hafa farið sjálfviljugir í sól- ina. Meirihluti Alþingis valdi sér að gera gervi- breytingu á fiskveiðilög- unum eftir að Hæstirétt- ur hafði dæmt kerfið ógilt og þar með framsöl kvótanna. Almenn uppreisn Nýtt Kvótaþing hefir hækkað svo verð á leigu- kvótum að enginn hefir efhi á að kaupa þá, enda mun það leiða til enn meira útkasts á fiski en nokkm sinni fyrr. Útgerðarmaður á Pat- reksfirði hefúr leyst vandann og tilkynnt að hann sé hættur við- skiptum við Kvóta- þing og muni greiða 10% afla í „veiði- gjald“. Ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðu- neytisins kom sjálfur í sjónvarpið til að leggja áherslu á að við slíku athæfi lægju mikil viðurlög. Hver á nú fiskinn í sjónum og hver má veiða hann? „Guð þekkir sína.“ Innan fárra daga verður komin almenn uppreisn gegn kvótakerfinu sem enginn fær við ráðið nema Alþingi sem verður að breyta lögunum á ný. Það er vandalaust að setja reglur um fisk- veiðar sem hægt er að ná sam- stöðu um þegar togskipin hafa ver- ið flutt út fyrir 50 mílur. Fram til þess tíma er einfaldast að fylgja fordæminu frá Patreksfirði sem verður að gilda fyrir alla, og hætta brottkastinu. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Afall fyrir Austfirðinga „Augljóst er að Austfiröingar binda miklar vonir við að álver verði reist á Austurlandi. Þeir líta marg- ir hverjir svo á að bygging álvers sé eina leiðin til þess að snúa við þeirri þróun í búsetu sem nú sé í þeim landshluta ... Það er ekki óeðlilegt að efasemdir vakni. Menn muna samningana við Atlantsálsfyrirtækin, sem ekkert varð úr m.a. vegna þróunar álverðs á heimsmarkaði. Það fer hins vegar ekki á milli mála að það yrði Austfirðingum mikið áfall ef í ljós kæmi að lítil alvara fylgdi orðum talsmanna Norsk Hydro og heldur óskemmtilegt ef pólitískar deilur hefðu staðið af liflu tilefni." Úr forystugrein Mbl. 17. febr. Álfar og sjúkrahús „Starfsmenn og stjómendur verða að líta á mann- legu hliðina og leysa sinn ágreining. Það gerist ekki úti í móa. Það er alþekkt að menn leiti álits álfa á vegaframkvæmdum, einkum ef talið er að vegarstæði raski álfabyggð, en vart er hægt að kenna álfum um þau ágreiningsmál, sem upp hafa komið eystra ...Trú- in flytur fjöll, og ef menn trúa á að álfar leysi ágrein- ing, eða hjálpi til við húsbyggingar, þá vil ég ekki úti- loka að trú þeirra hafi áhrif. Mannleg samskipti em mér ofar í huga í þessu sambandi þótt ég útiloki ekk- ert í okkar flóknu tilveru." Ingibjörg Pálmadóttir í Degi 17. febr. Reykjavíkurflugvöllur „Nýlegar ákvarðanir R-listans í skipulagsmálum staðfesta að Reykjavíkurflugvöllur er ekki á fórum ... Staðreyndin er sú, að Reykjavíkurflugvöllur er betur settur en flestir flugvellir við aðrar höfuðborgir vegna þess að við flugtak og lendingu er aðeins örstutt flug yfir byggð. Víða annars staðar þurfa flugvélar að fljúga langa leið yfir byggð svæði við lendingu eða eftir flug- tak. Það er á hinn bóginn kráfa borgarbúa að dregið verði úr þeirri hættu sem óhjákvæmilega fylgir flugi og úr hávaðamengun eins og kostur er. Kennsluflugið er helsta orsök hávaða og við þeim vanda verða flug- málayfirvöld að bregðast sem allra fyrst.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Mbl. 17. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.