Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 Niðurlæging án hliðstæðu Engan þarf að undra þótt Sighvatur Björgvinsson sé brosmildur, hann á aðeins eftir að kóróna sköpunarverk sitt með því að gera Margréti Frí- mannsdóttur að talsmanni þess liðsafnaðar sem nú stendur yfir rústum Alþýðubandaiagsins, segir Hjörleifur m.a. í greininni. Það blasir nú við hverjum manni að Al- þýðubandalagið er úr sögunni sem stjórn- málaafl. Samfylkingin svonefnda verður ekki annað en útvíkkaður krataflokkur með flest af stefnumálum Al- þýðuflokksins í fyrir- rúmi. í stefnuskránni sem kynnt var með pompi og pragt síðast- liðið haust, en ekkert hefur heyrst af síðan, stóð meðal annars að öllu eigi að halda opnu fyrir aðild íslands að Evrópusambandinu. í flestum málciflokkum var stefnan loðin og laus í reipunum, með- al annars í umhverfismálum og at- vinnu- og byggðamálum. Þar kom líka fram að ekki standi til að hrófla við utanríkis- stefnunni sem Halldór Ásgrímsson hefur verið málsvari fyrir í núver- andi ríkisstjóm. Þegar litið er til úrslita í prófkjörum að undan- förnu leynir sér ekki hverjir það eru sem ráða muni ferðinni í þing- flokki Samfylkingarinnar að lokn- um kosningum. Fimm þingmenn úr röðum AB? Niðurstaða prófkjara á vegum Samfylkingarinnar að undanfórnu hefur leitt í ljós ótrúlega bágboma stöðu Al- þýðubandalagsins. Að sama skapi hrós- ar Alþýðuflokkur- inn sigri. Röð fram- bjóðenda segir þó engan veginn allt um niðurstöður því að þeir fáu alþýðu- bandalagsmenn sem náð hafa vonarsæt- um á framboðslist- um híma þar í skjóli girðinga. Sumir þeirra nutu þess í slagnum að hafa staðið málefnalega nálægt Alþýðu- flokknum. Próf- kjörsgirðingamar era hins vegar skammgóður vermir því að ekki er líklegt að þær verði til staðar^ þegar næst reynir á. Miðað við horfur um úrslit í komandi kosningum er ósennilegt að fleiri en fimm frambjóðendur frá Alþýðubanda- laginu hljóti kosningu á veg- mn Samfylking- arinnar. Mikill meirihluti fram- bjóðenda hennar eru gamalgrónir og .eindregnir kratar. Þetta hefði þótt saga til næsta bæjar fyr- ir um það bil ári, meðan enn var óráðið hvort Al- þýðubandalagið legði upp í þenn- an sjálfseyðingarleiðangur. Sighvatur á fjósbitanum Nú er bjart yflr hjá forystu- mönnum Alþýðuflokksins. Þótt fyrirfram væri sýnt hverjir hafa myndu undirtökin í Samfylking- unni, gat fáum dottið í hug að kratar fengju slíka uppskera á silf- urfati. Steininn tók úr með úrslit- um í prófkjörum á Norðurlandi eystra og vestra. Þau fela í sér skilaboð sem vart þarf að tvítaka fyrir þá sem staðið hafa nærri Al- þýðubandalaginu. Formaður Alþýðubandalagsins hefur reynt að bera sig vel fram að þessu og látið svo sem efasemdir við stefnu hennar væru fyrst og fremst bundnar við fyrram þing- menn Alþýðubandalagsins og óháðra. Til að lappa upp á orðstír flokksforystunnar var þeirri frétt komið á kreik síðastliðið haust að aðeins örfáir alþýðubandalags- menn hefðu sagt skilið við flokk- inn. Aðrir væru harla ánægðir. Síðan hefur smám saman runnið upp fyrir flokksmönnum að Al- þýðubandalagið skiptir engu máli lengur til eða frá. Síðustu verk unnin í þess nafni eru formsatriði vegna prófkjaranna sem nú eru flest að baki. Niðurlægingin sem forysta Al- þýðubandalagsins hefur kallað yfir sig og áður öflugan stjóm- málaflokk á sér enga hliðstæðu í íslenskum stjórnmálum. Engan þarf að undra þótt Sighvatur Björgvinsson sé brosmildur og bústinn þar sem hann horflr yfír vígvöllinn af fjósbitanum. Hann á aðeins eftir að kóróna sköpunar- verk sitt með því að gera Margréti Frímannsdóttur að talsmanni þess liðsafnaðar sem nú stendur yflr rústmn Alþýðubandalagsins. Hjörleifur Guttormsson Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður „Miðað við horfur um úrslit i komandi kosningum er ósenni- legt að fleiri en fimm frambjóð- endur frá Alþýðubandalaginu hljóti kosningu á vegum Samfylk- ingarinnar. Mikill meirihluti fram- bjóðenda hennar eru gamalgrónir og eindregnir kratar.u Tilvistarangist - orðabók í kvenveskið Einhleypri konu er nauðsynlegt að búa yfír óendanlegri þolinmæði ef hún leitar eftir mannsefni í Reykjavík. Hún þarf að vera reiðu- búin geigvænlegri tilvistarkreppu karlpeningsins og setja sig í þeirra spor af trúverðugum skilningi. Skilningi sem jaðrar við brjál- semi. í Reykjavík eru nefnilega óheyrilega margir drykkfelldir og ráðvilltir karlmenn. Eflaust era þetta upp til hópa prýðismenn með siikihjörtu. Hins vegar vita margir hverjir ekki hvert þeirra hlutverk er í lífinu, ef þeir eiga sér þá hlut- verk! Nútíminn hefur svipt þá sjálfskipaðri hús- bóndastöðu svo þeir geta kennt tíðarandanum um lífemið; krafist skilnings frá um- hverfínu og haldið áfram að röfla um tilvistarkreppuna. Óskiljanlegar tungur Það tekur á taugarnar að skilja svona voðalega tilvistarangist. Þess vegna eru regluleg sénsa- skipti oft ákjósanlegri kostur en hlutverk skilningsríku konunnar. Það er líka gaman að kynnast ferskum sénsi og spjalla við hann um daginn og veginn. En sénsaskiptin hafa ákveðið vandamál í fór með sér: áhugamál sénsanna eru vægast sagt ólík og liggja á fjölmörgum sviðum. Sum- ir era svo miklir fagidíótar að þeir tala bara óskiljanlegum tungum um tannlækningar eða tölvuhug- búnað. Og aðrir hafa svo sérvisku- leg áhugamál að stefnumót getur kostað heljarinnar heimavinnu. Þar af leiðandi hefur undirrituð kynnt sér hina ólíklegustu hluti. Mál á borð við stjórnmálaástandið í Tansaníu, teiknimyndaseríur, svínarækt, gamlar söngvamyndir, fiskveiðistjómun, skoskt þjóðlaga- rokk, mannfræði, tölvuleiki, Framsóknarflokkinn, fjallaklifur, húsgagnahönnun, fimleika o.s.frv. Vissulega er gaman að fræðast tilviljanakennt um allt á milli himins og jarð- ar en það tekur um- talsverðan tíma. Tíma sem útivinnandi ein- hleyp kona á aðeins til í takmörkuðu magni. Fyrir vikið skorar hún á íslenska bókaútgef- endm- að gefa út póst- móderníska orðabók fyrir einhleypar kon- ur. Það yrði orðabók sem hægt er að laum- ast með á klósettið ef sénsinn fer út 1 fram- andi sálma; bók sem kemur í veg fyrir að maður verði gjörsam- lega kjaftstopp undir einræðum um lífeðlis- fræði, erótískar teiknimyndaserí- ur eða kokkteilauppskriftir. Sitt lítið af hverju um allt og ekkert Bókin á að ná yfir fjölbreyttan fróðleik en má samt ekki vera of stór fyrir kvenveskið. Það væri til- valið að hafa hana í glaðlegum lit- um og kannski nettan spegil á inn- anverðu bókbandinu; jafnvel irin- byggt hólf fyrir varalit og mask- ara. Hún innihéldi t.d. upplýsing- ar um fleygar setningar úr íslend- ingasögunum, vinsæl partílög, ný- legar vísindauppgötvanir, skemmtilega tölvu- leiki, skotheldar hag- fræðiklisjur, heppi- legan útivistarbún- að, arabíska matar- gerð, helstu hljóð- færi heimsins, at- hyglisverðar kvik- myndir, fornbíla, góða vínárganga, þolfimi og undir- stöðuatriðin í skák ... Svo fátt eitt sé nefrit. Eins og gefúr að skilja verður að end- urútgefa bókina ár- lega, ef ekki ,á hálfs árs fresti, svo hún haldi í við síbreyti- lega strauma og nýj- ustu upplýsingar. Það er vonandi að bókin liti dagsins ljós þvi undirrituð nennir ekki lengur að fara á bókasafnið fyrir hvert stefnumót. Enda fer nægur tími í fegranarbaðið: að raka á sér fætuma, lakka neglurn- ar, mála andlitiö, finna heilar sokkabuxur, greiða hárið og klæða sig upp... Og ef undirrituð fómar fegrun- arbaðinu eða bókasafninu er lík- legt að sénsamir verði ekki fleiri. Nema hún taki sig til og sýni óendanlegan skilning. Auður Jónsdóttir „En sénsaskiptin hafa ákveðið vandamál í fór með sér: áhugamál sénsanna eru vægast sagt ólík og iiggja á fjöimórgum sviðum. Sum- ir eru svo miklir fagidíótar að þeir tala bara óskiljanlegum tungum um tannlækningar eða tölvuhug- búnað Kjallarinn Auður Jónsdóttir rithöfundur Með og á móti Sigbjörn Gunnarsson, leið- togi Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra Stefán Gunnlaugs- son, veitingamaöur og formaöur knatt- spyrnudeildar KA á Akureyri. Maðurinn sem við þurftum „Við sem studdum Sigbjörn Gunnarsson í prófkjörinu munum mjög mörg styðja hann áfram í sjálfum kosningunum í vor af þeirri ástæðu að hann einmitt sá mað- ur sem við þurf- um í fyrsta sæti. Það gleymist alltaf að Sigbjörn var þingmaður okk- ar í fjögur ár og stóð sig virki- lega vel, var m.a. formaður fjár- veitinganefridar Alþingis og ég vil meina að hann geti unnið virki- lega vel að málefnum okkar kjör- dæmis þótt hann sé e.t.v. ekki sítalandi í ræðustól. Ég vil benda á að þegar Sig- björn missti þingsæti sitt í kosn- ingunum fyrir fióram árum þá tók hann þeim ósigri mjög karl- mannlega. Ég vil líka vekja at- hygli á því hvernig andstæðingar hans í prófkjörinu nú bragðust við sigri hans og ósigri sínum. Ég gef satt best að segja ékki mikið það stjórnleysi sem það fólk sýndi þá og mér verður hugsað til þess hvernig það fólk myndi bregðast við í erfiðari málum, fólk sem get- ur ekki haft stjóm á sér þótt það verði undir í prófkjörsbaráttu. Ég undanskil Svanfríði Jónasdóttur í þessu sambandi en finnst fram- koma hinna flestra vera þvi til minnkunar. Sigbjörn hefur það að minnsta kosti fram fyrir þetta fólk að hann gerir sér grein fyrir því að svona hlutir, eins og prófkjör, geta farið á hvaða veg sem er og kann að taka ósigri. Það er meira en sagt verður um marga andstæðinga hans.“ Áfall fyrir Samfylk- inguna „Ég get sagt það og staðið við það, án þess að ég leggi nokkuð iht til Sig- björns, að i mínum huga er það áfall fyrir Samfylkinguna í heild sinni og gengi hennar hér á Norður- landi eystra að Svanfríður Jón- asdóttir skyldi ekki ná fyrsta sætinu í próf- kjörinu um síð- ustu helgi og leiða lista fylkingarinnar í vor. Ég álít að Svanfríður hefði orð- ið mjög gott sameiningarafl fyrir alþýðuflokksmenn og alþýðu- bandalagsmenn I kiördæminu og hún hefði höfðað til mjög breiðs hóps kjósenda. Það er mín sann- færing að alþýðubandalagsfólk hefði vel getað sætt sig við hana í forustusætinu. Ég tel að úrslitin í prófkjörinu séu áfall fyrir okk- ur“. -gk Þröstur Asmunds- son, alþýðubanda- lagsmaöur og vara- bæjarfulltrúi F-llst- ans í bæjarstjórn Akureyrar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.