Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 15 Hagsýni í fatakaupum: Gömul föt fá nýtt líf „Fötin skapa manninn eöa viltu vera púkó?,“ segir í vinsælum dæg- urlagatexta. Rétt er það að fótin skipta okkur flest talsverðu máli. Misjafnt er hversu miklum fjár- munum fólk ver til fatakaupa, en víst er að fatakaupin taka stóran hluta af sumarhýru margra ung- mennanna. Þannig þarf það þó ekki að vera því með góðu hugmynda- flugi og hagsýni er hægt að eignast fullan skáp af fallegum fötum fyrir lítinn pening. Hagsýni ræddi við 19 ára gamlan menntaskólanema, Hrafnhildi Ósk Magnúsdóttur, en Hrafnhildur er afar hagsýn og hugmyndarík i fata- kaupum sinum. Gömul föt falleg „Ég hef lengi haft áhuga á göml- um fótum. Ég byrjaði auðvitað á þvi að fá föt af eldri systur minni. Þegar ég komst á unglingsár- in fór ég líka að ganga í fótum af pabba, mömmu og ömmu og hef t.d. mikið notað stúdentsdragtina hennar mömmu sem er úr fallegu flaueli. Ég gekk jafnvel svo langt að ég bannaði mömmu og pabba að laga til í geymslunni og henda gömlum föt- um, fyrr en ég væri búin að fara í gegnum kassana í leit að einhverju sem ég gæti notað eða saumað upp úr. Reyndar hcifði ég gjaman leikið mér í gömlum fötum af ömmu minni þegar ég var lítil og það má þvi kannski segja að ég hafi alltaf haft gaman af gömlum fótum," seg- ir Hrafnhildur Ósk. Hrafnhildur segir að vissulega spili hagsýnin inn í áhuga hennar á gömlum fötum, því hægt sé að kaupa gömul fót fyrir lítið eða fá þau gefnis frá ættingjum og breyta þeim og bæta þannig að þau verði sem ný. „Hins vegar má líka segja að mér finnast þessi föt falleg og ég er ekkert ein um það. Tískan núna er líka hagstæð því að ég hef getað grafið upp gamla kjóla og hnésíð pils, frá þvi að amma var ung á sjötta ára- tugnum, sem eru í tísku núna. Með þessu hef ég sjálfsagt spar- að talsverða Hrafnhildur Osk Magnúsdóttir er afar hagsýn og skapandi í sér þegar kemur að fatakaupum. Hún hefur m.a. saumað sér pils úr gömlum gardínum og rúm- fataefni. þeim. Kosturinn við það að kaupa svona ódýrt er sá að þá gerir minna til ef flíkin mis- tekst. Ég hef t.d. keypt m é r pen- inga og fengið fallega og vandaða kjóla sem myndu kosta sitt í dag.“ Pils úr gardínum Hrafnhildur segist síður en svo vera mikil saumakona í sér, en það sé hins vegar ekki nauðsynlegt þeg- ar gömlum fötum er breytt eða saumað er úr ódýrum efnum. „Ég fer t.d. stundum og kaupi fullt af föt- um hjá Hjálpræðishemum og breyti þeim og sauma eitthvað flott úr g a m 1 a sloppa og hreytt þeim í skyrtur og flotta rúllu- kragaboli á 100 krónur, sem myndu örugglega kosta 30004000 krónur annars staðar. Svo hef ég líka stytt og bætt kjóla af mömmu og breytt peysum af pabba.“ Hrafnhildur hefur auk þess ekki hikað við að kaupa ódýr efni sem ætluð hafa verið til annara nota en hún hefur ætlað þeim. „Ég saumaði til dæmis sítt appelsínugult piis úr gömlu rúmfataefni, mömmu minni til mikils hryllings. Einhvem tíma keypti ég mér síðan ódýrt efni á flóamarkaði og bjó mér til einfalt vafnings- pils úr því. Síðan fór ég einhvem tíma í partí í því og hitti stelpu sem fékk hálfgert áfall því efnið í pilsið sem lent hafði á flóamarkaðnum reyndist vera úr gömlu eldhúsgard- ínunum heima hjá henni!“ Útsjónarsemin í fyrirrúmi HrafnhOdur segist vera nokkuð séð í fjármálum og útsjónarsöm ef þvi er að skipta. „Ég velti ekki hverri krónu á milli handanna en ég fer kannski ekki út i búð og kaupi það fyrsta sem ég sé. Þegar ég flutti í nýtt herbergi heima hjá mér vantaði til dæmis hurð á það og pabbi og mamma voru að spá í að kaupa ein- hveijar forljótar harmónikuhurðir. Þá datt mér bara í hug að rífa hurðirnar af gamla fataskápnum mín- um, mála þær og nota sem hurðir á herbergið mitt. Einnig get ég nefnt að ég á nú stóran og voldugan fataskáp sem afi minn smíðaði handa ömmu. Skápurinn var orðinn mjög illa farinn og ætlunin var að henda honum en ég tók hann í mína vörslu og flikkaði upp á hann.“ En hefur Hrafnhildur enga lesti þegar kemur að fata- eða húsgagna- kaupum? „Jú ég er forfallinn skóaðdá- andi, eða eiginlega hálfgerður „skó- isti“, og stefni að því að slá Imeldu Marcos út í þeim efnum,“ segir Hrafn- hildur hlæjandi að lokum. -GLM Snjobrettin vinsæl: Að ýmsu að hyggja Snjóbretti hafa náð ótrúlegum vinsældum hérlendis á stuttum tíma. Nú er svo komið að hátt í helmingur þeirra sem sækja skíðasvæði víðs vegar um land bruna niður hlíðarnar á skíðabrettum í stað skíða. Skynsamlegast er að leigja bretti fyrst í stað til að kanna hvað hentar hverjum og einum og hvert áhugasviðið er. Séu kaup hins vegar ákveðin er fyrsta skreflð að vigta viðkomandi því lengd brettisins fer að verulegu leyti eftir líkamsþyngd en einnig þ£irf að taka hæð, skó- stærð og reynslu viðkomandi með í reikning- inn. Upprétt á brettið yflrleitt að ná að höku eða upp að kinn notandans. Hér á markaði eru hægt að fá allt frá 95 sm brettum fyrir lítil böm upp 1193 sm bretti fyrir hávaxið fólk. Ódýrustu brettin eru úr frauðplasti en fæst- um þykja þau fúllnægjandi til lengdar. Tré- bretti henta flestum brettaiðkendum til fram- búðar en þeir sem hyggja á keppni I snjóbretta- listinni þurfa e.t.v. að fjárfesta I dýmstu gerð- unum af brettunum sem eru úr blöndu viðar og annarra efna. Aukabúnaður mikilvægur Hægt er að fá bretti á verðbilinu 13-40 þús- und en algengt er að ódýr bretti kosti á bilinu 16-25 þúsund eins og sést í grafinu hér á síð- unni. Brettin era frá mörgum mismunandi fyr- irtækjum og því er rétt að meta hvert bretti út af fyrir sig áður en nokkuð er keypt þar sem gæði þeirra geta verið mismunandi. Skór kosta yfirleitt 7-10 þúsund krónur en geta verið tvöfalt dýrari en svo. Bindingar kosta um 6-7 þúsund krónur. Þar sem allur búnaður, sem fylgir brettinu er dýr, má reikna með því að aukabúnaðurinn kosta u.þ.b. það sama og brettið sjálft eða jafnvel meira ef dýr búnaður er keyptur. Auk bindinga og skóafatnaðar þurfa bretta- iðkendur góðan hlífðarfatnað og hlífar til varn- ar hnjaski. Ráðlegt er að vera með hjálm á höfði, stóra og þykka hanska með spelkum sem ná upp fyrir úlnlið og vatns- og vindheldan fatnað. Bindingar og skór Snjóbretti skiptast í tvo flokka, öjálsstíls- bretti og svigbretti. Frjálsstflbrettin era mun algengari en svigbrettin hérlendis enda auð- veldari viðfangs en svigbrettin. Á öjálsstíls- brettunum þarf sterka en mjúka skó með sveigjanlegum ökkla. Hægt er að nota góða fjallgönguskó en best er að nota sérstaka brettaskó sem minnst var á áðan. Skóstærð skiptir ekki máli því en ekki er ráðlegt að skór nái meira en rúman sentimetra út fyrir brettið. Bindingar á brettum er hægt að stilla eftir aðstæðum en oftast er miðað við að bilið á milli bindinganna sé jafnt axlarbreidd notanandans. Það er því ljóst að það er að ýmsu að hyggja áður en snjóbretti er keypt en líklega verða slík bretti í fermingarpökkum margra unglinga í ár. (Heimild: Neytendablaðið). -GLM Ekki kaupa inn á hverjum degi Þeir sem eiga bil ættu að gera stórinnkaup í matvöruverslun- inni þegar þeir fá útborgað, en hinir ættu að reyna að kaupa ekki oftar inn en einu sinni í viku. Innkaupalisti Búðu til innkaupalista áður en þú ferð að versla - og haltu þig við hann. Listinn kemur í veg fyrir að þú kaupir eitthvað í hugsunarleysi og sennilega kem- ur hann líka í veg fyrir að þú kaupir mikið af óhollustu sem ekki litur vel út á listanum. Mundu einnig að það er óráðlegt að fara svangur að kaupa i mat- inn. Nesti í vinnuna Taktu með þér nesti í vinnunna, t.d. grófar samlokur með áleggi, jógúrt eða ávexti, í stað þess að stökkva út í sjoppu eftir skyndibita. Þú sparar bæði stórar upphæðir á þessu og auk þess er líklegt að þér líði betur líkamlega og línurnar verði fal- legri. Heimabakað brauð Alls kyns matarbrauð era stór hluti af mataræði kjarnafjöl- skyldunnar og þau kosta sitt. Því er ráð að baka brauðið sjálfur, annað hvort á gamla mátann í ofni, eða í brauðbakstursvél. Vél- in kostar sitt en hún er fljót að borga sig upp ef mikið er borðað af brauði á heimilinu. Heimagerður barnamatur Tilbúinn bamamatur í krukk- um og pökkum er talsvert dýr. Hægt er að spara umtalsverðar fjárhæöir með því að búa barna- matinn til sjálfur og frysta hann síðan í litlum handhægum pok- um. Barnafötin bætt Gefðu gömlum barnafótum nýtt líf með því einfaldlega að skipta um tölur eða setja skraut- legar bætur á þau. Þar með getur yngra systkinið notað fötin og verið sátt við sitt. Notaðu tækn- ina Hringdu í Gulu línuna eða önnur upplýsinga- fyr irtæki þegar þig vantar einhvern hlut sem þú ert ekki alveg viss hvar fæst, í stað þess aö eyða bensíni á bílnum í það að fara á milli staða og leita að hlutnum. -GLM TRIUMPH-ADLER FXG10Í FAXTÆKI Odýrt og einfalt faxtækið fyrir venjulegan pappír meO bleksprautuprentun. Helstu eíginleikar: ■ Nýtískulegt útlit. • Auðvelt og ódýrt I notkun. ' Innbyggður sfml og Ijósritun stækkun-minnkun 70-140% ■ 84 númera minni tyrir faxnúmer. • 5 blöð I matara,40 blöð I blaðabakka. ' 15 sek. sendingarhraði, prentar 2 blöð á mínútu. ■ Tafln sending ur matara.minnst til að taka á móti sendingu.sjálfvirkur skiptir á milli sima og fax. j. Astvhldsson hf. Skipholti 33,105 Reykjavík, sfmi 533 3535

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.