Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 4 % *• I fókus xJjJjjju/ ; iÍJJJijjlÍJ^ Fokus fylgir DV a morgun Sviðsljós Jerry kemur sér upp ástarhreiðri Jerry Hall er búin að koma upp ástarhreiðri ásamt nýjum ástmanni sínum, Guy Dellal. Jerry og Guy, sem er fasteignajöfur, ætla að eiga góðar kvöld- og næturstundir í lúxusíbúð í London sem Jerry keypti fyrir um 100 milljónir íslenskra króna. Skötuhjúin geta farið að hreiðra um sig á nýja staðnum um leið og Jerry snýr heim úr skíðafríi með þremur bama sinna. Fjölskyldan var í Colorado og samkvæmt frásögnum bresku slúðurblaðanna eyddi Mick Jagger fjórum heilum dögum með sinni fyrrverandi og bömunum. Guy Dellal á reyndar hús í London en Jerry vill vera sjálfstæð í upphafi sambands þeirra. Sumir vina hennar höfðu reyndar talið að hún myndi flytja inn til nýja ástmannsins. En hún vill ekki verða of háð honum til að byrja með. Að sögn vinanna ber Jerry heitar tilfmningar í brjósti til Guys og hann er sagður ná góðu sambandi við börn hennar. Allt virðist því leika i lyndi eins og er. Á meðan hjónahand Jerry og Micks Jaggers varaði bjuggu þau í lúxusvillu í Surrey. Jerry hafði einnig keypt íbúð í Kensington í London áður en hún giftist Jagger. Hún viil þó ekki hitta Guy sinn í þeirri íbúð þar sem hún mun koma til skiptanna við skilnaðinn. Jerry vill halda þeirri íbúð og hættir því ekki á nein leiðindi með því að boða ástmanninn þangað. Jerry Hall er hamingjusöm með nýjum manni. Símamynd Reuter Hattar voru fyrirferðarmiklir á tfsku- sýningu í New York í vikunni. Engir venjulegir hattar, heldur sannkallað- ir furðuhattar eins og þessi sem er með snákaskinnsmunstri. í takt við kjólinn. Hönnuðurinn er Philip Treacy. Paula Yates: Slær lán til að framfleyta dótturinni Hvers á aumingja Paula Yates að gjalda? Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur henni ekki enn tekist að fá greiddan eyri úr dánarbúi elskhuga síns fyrr- verandi, ástralska popparans Michaels sáluga Hutchences. Paula hefur því þurft að slá bankalán til að framfleyta Tiger Lily, tveggja ára dóttur sinni og popparans. Samkvæmt erfðaskrá popparans, sem hengdi sig á hótelherbergi í nóv- ember 1997, rennur helmingur auðæfa hans til dótturinnar. Stúlkan á því að fá rúmar fimm hundruð milljónir ís- lenskra króna. Sá gaili er hins vegar á gjöf Njarðar að féð er bundið i sjóði þar til dóttirin er orðin tuttugu og fimm ára. Paula er sjálf ekkert betur á vegi stödd. Hún hefur heldur ekki séð eina einustu krónu af fé popparans vegna deilna móður hans og stjúpsystur við bústjórann og verður því að vinna fyr- ir sér sjálf. Fergie á skíðum með Gaddo Hertogaynjan af Jórvík, Fergie, og ítalski kærastinn hennar, Gaddo della Gheradesca greifi, eru nú sam- an á skíðum í Verbier í Sviss ásamt dætrum Fergie, Beatrice og Eugenie. Þar með virðist eng- inn vafi leika á því að Fergie og Gaddo eru enn ánægð með hvort annað en breskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að ástar- sambandið hefði fjaraö út. Andrés prins mun ætla að koma til Verbier nú í vikunni og halda upp á 39 ára afmæli sitt með dætr- unum og Fergie. Víst þykir að greif- inn muni þá draga sig í hlé. Bruce Willis í toppformi Bruce Willis var i toppformi á kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hann kynnti grinmynd um við- skipti Amerík- ana, Breakfast of Champions. Myndin er byggð á bók Kurts Vonneguts frá 1976. Leikstjóri kvikmyndarinn- ar er Alan Rudolph og hafði hann lengi langað til að gera myndina. Bruce langaði líka til þess að gera mynd eftir bók- inni og það sem meira er, hann hafði peninga td þess. Sandra lítt hrifin af kynlífssenum Krúttipæjan Sandra Bullock byrj- aði seint að sofa hjá og af þeim sök- um er hún lítt hrifin af því að leika í kynlífsatriðum fyrir framan myndavélina. „Ég missti meydóminn nokkuð seint, að minnsta kosti segja vinkonur minar það. Ég var að verða tví- tug og á öðru ári í háskóla. Pabbi og mamma voru nefnilega svo ströng við mig,“ segir Sandra í viðtali við tímaritið Progaganda. En þótt hún sé á móti kynlífsat- riðum hefur hún samt gaman af kossasenum. - ; 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.