Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 23 Stúdínur gátu ekki leynt gleöi sinni og féllust í faðma þegar fjórði bikarmeistaratitillinn í röð var orðinn staðreynt á laugardaginn. DV-mynd ÞÖK Fjorði i roð hjá Stúdínum - ÍS bikarmeistari eftir æsispennandi leik gegn Víkingum íþróttafélag stúdenta varð bikar- meistari í blaki kvenna í fjóröa skipt- ið í röð eftir stórskemmtilegan bar- áttuleik gegn Víkingum í Austurbergi á laugardaginn. Oddahrinu þurfti til að skera úr um sigurvegará og Stúd- ínur tryggðu sér sigurinn með því að skora tvö síðustu stigin í henni og sigruðu þar með í hrinunni, 13-14. Þar með var bikarinn þeirra. Leikið var eftir nýjum reglum í bik- arkeppninni i vetur þar sem alltaf voru gefln stig en ekki bara til liðsins sem átti sendiréttinn. Leikið er upp í 25 nema í oddahrinu þar sem 15 stig þarf til að sigra. Enn fremur er reglan um að vinna þurfi með tveimur stig- um í fullu gildi. í fyrstu hrinunni var ÍS með yfir- höndina ffaman af en í stöðunni 15-11 hrökk allt í baklás hjá þeim og Vík- ingsstúlkur skoruðu 11 stig gegn einu og breyttu stöðunni í 22-16 sér í hag. Þær náðu síðan að vinna hrinuna 25-422. Önnur hrinan var jöfh framan af en í stöðunni 5-4 gerði ÍS fimm stig í röð og þessari forystu hélt liðið út hrin- una. Lokastaðan var 25-18 ÍS í vil. Víkingsstúlkur höfðu hins vegar yf- irhöndina allan tímann í þriðju hrin- unni og voru ekki í teljandi vandræð- um með að vinna sigur. Lokatölur þar urðu 25-21 Víkingi í vil. Stúdínur byijuðu fjórðu hrinu hins vegar af krafti og komust í 5-1 og héldu forystunni út leikinn. Lokatöl- urnar urðu 25-18 þeim í vil. Æsispennandi oddahrina Oddahrinan varð síðan æsispenn- andi og þar munaði aldrei meira en tveimur stigum á liðunum. í stöðunni 14-14 gerðu Víkingsstúlkur sig hins vegar sekar um slæm mistök og Stúd- ínur gerðu tvö síðustu stigin eins og áður sagði. Þessi úrslitaleikur var eins og úr- slitaleikir eiga að vera. Bæði lið sýndu skemmtileg tilþrif bæði í sókn og vöm Leikurinn í heild var stór- skemmtilegur á að horfa og þeir tæp- lega 100 áhorfendur sem lögðu leið sína í Austurberg fengu mikið fyrir aurana. Víkingamir gerðu hins vegar fleiri mistök í lokahrinunni og það réð úrslitum. Ingibjörg besti maður vallar- ins Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði ÍS, var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Auk þess að eiga mörg góð smöss var hún geysilega sterk í vöm- inni. Einnig áttu Maglena Apostolova og Elísabet Jónsdóttir góðan leik. Hjá Víkingum lék Bima Hallsdóttir best og auk þess sýndu Ragnhildur Einarsdóttir og Metta Helgadóttir góð tilþrif. Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði ÍS og jafnframt besti maður vallarins, var ánægð í leikslok. Ekki stressaðar „Þetta var hörkuleikur. Við vorum með taugamar í lagi í síðustu hrin- unni. Við komum ákveðnar til leiks en ekki stressaðar. Ég sá smástress hjá Víkingsliðinu. Við ætluðum okk- ur alla leið og gerðum vel í lokin.“ Ingibjörgu finnst nýju reglurnar koma vel út. „Þetta er skemmtilegra fyrir áhorfendur, leikurinn gengur hratt og staðan getur breyst á skömm- um tíma. Mér finnst þetta hafa mjög góð áhrif.“ Stutt á milli taps og sigurs Hildur Grétarsdóttir, fyrirliði Vík- inga, var að vonum vonsvikin eftir leikinn. „Þetta var mjög skemmtilegur leik- ur og örugglega spennandi á að horfa. Það skilja bara tvö stig að og þetta var spenna alveg þangað til í lokin. Það er stutt á milli taps og sigurs og það var okkar hlutskipti að tapa í dag þannig að maður verður bara að taka því,“ sagði hún við DV. Úrslitaleik ÍS og KA í karlaflokki var frestað vegna óveðurs og ófærðar. -HI íþróttir Vernharð Þorleifsson júdókappi: Tók Danann ál sekúndum - eitt gull og 3 brons hjá íslenskum júdómönnum íslenskir júdómenn gerðu það gott á sterku alþjóðlegu móti sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Ein gullverðlaun og þrenn bronsverðlaun voru uppskera íslensku júdókappanna. Vernharð Þorleifsson vann til gullverðlauna í -100 kg flokki, Gísli Jón Magnússon, Ármanni, fékk brons í +100 kg flokki, Þorvaldur Blöndal, Ármanni, fékk brons í -90 kg flokki og Selfyssingurinn Bjarni Skúlason hlaut bronsverðlaun sömuleiðis í -81 kg flokki. Vemharð vann Danann Karsten Jansen í úrslitaglímunni með glæsibrag en Vernharð lagði Danann á ippon eftir aðeins 10 sekúnd- ur. Áður hafði Vernharð lagt tvo Japana að velli. Vemharð, sem tók sér tveggja ára hvíld frá júdóinu, er greinilega að komast í sitt besta form en um síðustu helgi náði hann frábærum árangri á opna franska mótinu þegar hann hafnaði í 5. sæti. „Þetta small saman og sigurinn gegn Jansen var virkilega sætur. Úrslitaglíman tók ekki nema 10 sekúndur. Hún kom mér á óvart og ég tók hann á'bragði sem ég hef ekki tekið áður. Viðureignimar við Japanana vom miklu erfiðari enda gengur aldrei neitt sérstaklega vel þegar ég glími við Japana. Þeir glíma flestir á vinstri hlið og það hent- ar mér ekki eins vel,“ sagði Vernharð í samtali við DV í gær. Tryggði sér sæti á Evrópumótið „Besti árangur sem ég hef náð frá upphafi var um síðustu helgi á opna franska mótinu sem er eiginlega óopinbert heimsmeist£u-amót. Ég gerði mér engar vonir þegar ég lagði upp í þá ferð enda að mæta bestu júdómönnum heims í dag. Mér gekk hins vegar mjög vel. Ég komst í undanúrslitin og tapaði síðan glímunni um bronssætið. Ég hef miðað allan minn undirbúning við að taka þátt í heimsmeistara- mótinu sem fram fer í október. Á því móti get ég tryggt mér sæti á ólympíuleikana og er auðvitað það sem ég stefni að,“ sagði Vemharð. Er að ná mér á gott skrið „Eftir tveggja ára hlé frá júdóinu er ég að ná mér á mjög gott skrið. Ég er hættur að gera mistök og er farinn að glíma mjög örugglega aft- ur. Nú get ég farið að einbeita mér að öðram hlutum. Ég þarf að þyngja mig. Ég er 96 kg en þarf að koma mér upp í 102 kg. Ef ég hef efni á mun ég keppa á móti í Tékklandi í næsta mánuði og svo er Evr- ópumótið í maí sem ég hef tryggt mér sæti á en ég veit ekki hvort ég keppi þar,“ sagði Vernharð. 10 íslenskir júdómenn kepptu á mótinu í Kaupmannahöfn um helg- ina. Höskuldur Einarsson og Sævar Sigursteinsson töpuðu glímum sínum um bronssætin en ekki gekk eins vel hjá Ingibergi Sigurðssyni, Víði Guðmundssyni, Hilmari Harðarsyni og Jónasi Blöndal. Islensku júdókappamir munu dvelja við æfingar í Kaupmannahöfn fram á miðvikudag. -GH Vernharð Þorleifsson, júdókappi frá Akureyri, er í mjög góðu formi þessa dagana. Um síð- ustu helgi varð hann 5. á risamóti í Frakklandi og um helgina sigraði hann á sterku móti í Kaup- mannahöfn þar sm ís- lenskir júdómenn unnu til fjögurra verðlauna. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG VINTER SPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.