Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 25 íþróttir Bland í poka Gunnar Guðmundsson, sem lék með Stjömunni í 1. deildinni í knatt- spymu í fyrra, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Leiknis á Fá- skrúðsfirði og leikur jafnframt með liöinu. Gunnar hefur leikið með Val og Víkingi í efstu deild og einnig með HK og ÍK og liðum í Þýska- landi. Danska sjónvarpsstöðin TV3 hefur tryggt að Norðurlandamót félagsliða kvenna í handknattleik fari fram en karlakeppninni, sem fram átti að fara í Danmörku um liðna helgi, var aflýst þar sem enginn styrktaraðili fékkst. Kvennakeppnin verður i Larvik i Noregi 26.-30. mars og þátttökuliðin verða Larvik, Bækkelaget og Byásen frá Noregi, Ikast, Viborg og Fredrikshavn frá Danmörku og Sávehof og Sávsjö frá Sviþjóð. Öllum leikjum sem fram áttu að fara í 2. deild karla í handknattleik um helgina var frestað vegna ófærðar. Völsungar frá Húsavík komust ekki suður til að leika við Fylki og Fjölni og Þórsarar komust ekki frá Akureyri til ísafjarðar þar sem þeir áttu aö mæta Herði tvívegis. Eyjamenn í knattspyrnunni halda áfram að vinna bikara. Á KSÍ þinginu um helgina fengu þeir afhenta tvo slíka. Sem prúð- asta liö úrvalsdeildarinnar siðastliðið sumar fékk ÍBV afhenta Drago styttuna svokölluðu og þá fengu Eyjamenn bikar fyrir öflugt kvennastarf í knattspymudeildinni á síðasta tímabili. Aron Kristjánsson og félagar hans í Skjem steinlágu fyrir Vadrnn, 34-19, í dönsku A-deildinni í handknattleik í gær. Á sama tima töp- uðu meistaramir í GOG fyrir Virum, 29-24. GOG er í efsta sætinu með 27 stig, Skjem er með 24, FIF 23 og Virum 23. Alþjóöa knattspyrnusambandið, FIFA, er að rannsaka enn frekar bikarleik Arsenal og Shefileld United, sem eins og frægt er lauk með 2-1 sigri Arsenal. Eftir leikinn ákvað enska knattspymusambandið að endurtaka leikinn, enda sigurmarkið skorað á mjög vafasaman hátt. Búið var að setja leikinn á að nýju annað kvöld, en FIFA hefur ekki gefið grænt ljós á það og þvi er ekki víst að leikurinn verði spilaður á morgun. Bandarikin unnu Chile, 2-1, i vináttulandsleik i knattspymu sem fram fór í Fort Lauderdale á Flórída i gærkvöldi. Ben Olsen og Eddie Lewis skomðu mörk Bandaríkjanna en Roberto Cartes gerði mark Chile. Porto er áfram efst i A-deildinni i Portúgal eftir 3-1 sigur á Alverca i gærkvöldi. Porto er með 52 stig, Boavista 51 og Benfica 49. Susan O’Neill frá Ástralíu náði í gærkvöldi þriðja besta tíma í 200 metra flugsundi frá upphafi þegar hún sigraði á heimsbikarmótinu i Paris. O’Neill synti á 2:05,70 minútum en hún setti sjálf heimsmet í greininni á miðvikudag, 2:05,37 mínútur, á móti i Malmö i Sviþjóð. -GH/VS B Rúnar Alexandersson og Elva Rut Jónsdóttir leika listir sínar á bikarmótinu á laugardaginn. Þau urðu stigahæstu einstaklingarnir á mótinu eins og við var að búast. DV-myndir ÞÖK Bikarmót í fimleikum: Björk og Gerpla sigurvegarar Björk úr Hafnarflrði sigraði í kvennaflokki á bikarmóti Fim- leikasambands íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni á laugardag, og Gerpla úr Kópa- vogi í karlaflokki. Þetta var áttundi sigur Bjarkanna í röð á þessu móti og þarf vart að taka fram að það er einsdæmi í íslenskri fimleikasögu. Gerpla sigraði i karla- flokki í fimmta skipti á síðustu sex árum. Mótið var það fyrsta á ár- inu í frjáls- um æfing- um og virtist undan vetri. Kannski eins gott, því nú fer fimleikavertíðin af stað fyrir alvöru. Stúlkurnar í Björk fengu 95,222 stig en þrjár efstu einkunnir á hverju áhaldi töldu til stiga. Gróttustúlkur vermdu annað sætið með 90,037 stig og Ármannsstúlkur hlutu þriðja sætið með 85,498 stig. Lið Bjarkar skipuðu Elva Rut Jóns- dóttir, Tinna Þórðardóttir, Tanja B. Jónsdóttir og Eva Þrastardóttir. Elva Rut Jónsdóttir fékk flest stig, 34,550. Tinna Þórðardóttir kom næst með 31,224 og þriðja varð Jóhanna Sig- mundsdóttir úr Gróttu með 30,698 stig. Sannfærandi hjá Gerplustrákum Gerplustrákarnir hlutu samtals 186,725 stig og unnu mjög sannfærandi sigur á Ármenningum sem hlutu 177,025 stig. Fjórar hæstu einkunnir á hverju áhaldi töldu til stiga í karla- flokki. Lið Gerplu skipuðu Rúnar Alexand- ersson, Dýri Krist- jánsson, Vikt- or Krist- mannsson, Axel Ólaf- ur Þór- hannes- ÞYSKALAND Dutenhofen-Niederwtirzb. . 31-25 Radoncic 10/3, Baur 6, Scháfer 4 - Lövgren 5, Schaaf 5, Dittert 4. Nettelstedt-Gunnnersbach . 23-24 Mikulic 11, Lakenmacher 4 - Yoon 10, Brajkovic 5, Beers 5. Flensburg-Lemgo...........22-20 Christiansen 5/2, Bjærre 4, Lavrov 4 - Stephan 9/4, Zerbe 4. Schutterwald-Kiel ........22-29 Kalarash 6/1, Szszucki 4, Bohn 4 - Wislander 8, Perunicic 7, Jacobsen 5/1. Magdeburg-Frankfurt .... 30-21 Ólafúr Stefánsson 12/7, Máuer 5/1, Kervadec 4 - Immel 6, Torgovanov 4, Steinke 4/1. Wuppertal-Minden..........31-19 Rasch 6, Filippov 5/1, Valdimar Grímsson 4/1 - Dujshebaev 6/1, Kusilev 5. Grosswallstadt-Essen......29-20 Jensen 9, Banfro 9, Richardson 4 - Kállmann 8, Jovanovic 4/1. Flensburg 20 15 3 2 562-457 33 Lemgo 20 15 0 5 502-435 30 Kiel 20 13 2 5 545-452 28 Grosswallst.21 11 2 8 553-519 24 Essen 22 10 3 9 523-518 23 Nettelstedt 22 10 3 9 530-558 23 Minden 21 10 2 9 507-511 22 Magdeburg 20 9 3 8 501-462 21 Niederw. 21 9 3 9 532-532 21 Gummersb. 22 9 2 11 545-596 20 Wuppertal 22 9 1 12 523-560 19 Eisenach 21 9 1 11 479-519 19 Frankfurt 22 7 4 11 520-545 18 Dutenhofen 22 7 1 14 504-526 15 B.Schwartau22 7 0 15 507-534 14 Schutterw. 22 5 0 17 481-590 10 mörk Olafs Ólafur Stefánsson Vcir í aðalhlutverki hjá Magdeburg í gær þegar liðið vann mjög örugg- an sigur á Frankfurt, 30-21, í þýsku A-deildinni í handknattleik. Ólafur skoraði 12 mörk í ieiknum, þar af 7 úr vítaköstum. Frammi fyrir 5.000 áhorfendum komst Mag- deburg strax í 4-0 og var með yfirburðastöðu allan tímann eftir það. Wuppertal reif sig heldur betur upp og gjörsigraði Minden, 31-19, i gær. Valdimar Grímsson skoraði 4 marka Wuppertal, Dagur Sigurðsson 3 og Geir Sveinsson 2. Þetta var fyrsti sigurinn eftir að Stefan Schöne tók við þjálfun Wuppertal af Viggó Sigurðssyni. Hjá Minden eru Martin Frándesjö og Alexander Tutschkin frá vegna meiðsla og án þeirra var liðiö hvorki fugl né fiskur. Sigurgöngu Essen lauk í gær þegar liðið steinlá fyrir Grosswallstadt, 29-20. Páll Þórólfs- son skoraði eitt mark fyrir Essen. Flensburg vann toppslaginn Flensburg vann Lemgo í uppgjöri topplið- anna á laugardag, 22-20, og þykir nú líklegt til að hampa þýska meistaratitlinum í fyrsta skipti. Áhuginn í Flensburg, við dönsku landa- mærin, er gífurlegur - enda eru Danir uppi- staðan í liðinu. Uppselt var á leikinn, 3.500 manns voru í höllinni, og þegar er uppselt á þá leiki sem liðið á eftir að spila á heimavelli. „Þessi sigur er afar mikilvægur fyrir sjálfs- sm fim- leika- fólkið . koma k vel son og Jón ■rj ... ‘ j DV. Kroatiu Trausti Sæmundsson. Rúnar Alexandersson fékk 52,900 stig, Dýri Kristjáns- son 46,600 og Þórir Am- ar Garðarsson, Ár- ■i manni, varð þriðji með 45,500 stig. m -AIÞ/VS DV, Kroatiu: . - * Króatía-Island í undankeppni HM kvenna: Annar skellur - góður lokakafli forðaði enn verra tapi Islenska kvenna- landsliðið í hand- knattleik varð aftur að sætta sig við stór- tap gegn Króötum í undankeppni HM, en leikurinn fór fram í borginni Slavonski Brod í gær. Seinni leikurinn virt- ist ekki ætla að verða betri en sá fyrri, en Króatar unnu hann 31-18, eins og ffarn kom í DV á laugardag. Sóknar- leikur íslenska liðsins var ekki nógu góður og Króatar höfðu 10 marka forskot í hálfleik, 17-7. í seinni hálfleik juku þær króatísku forskotið jafnt og þétt og náðu mest 16 marka forystu, 26-10. En þegar um 15 mínútur voru til leiksloka vökn- uðu íslensku stelpurnar til lífsins og kláruðu leikinn með sæmd, 30-20. Leikurinn hófst með látum. íslenska liðið skoraði fyrsta mark leiksins, en KróatcU’ jöfhuðu jafnóðum og með dyggri aðstoð ótrúlega slakra dómcira breyttu þær stöðunni úr 2-2 í 9-2. Á þessum kafla gerðust ótalmörg vafasöm atvik sem öll lentu Króötum í hag. Hið full- komna órettlæti átti sér síðan stað þegar Króatar „skoruðu" fimmta mark sitt úr hraðaupphlaupi - en þá fór boltinn í innanverða stöng- ina og út aftur, en dómaramir dæmdu að boltinn hefði farið inn fyr- ir línuna. Undir- Inga Fríða Tryggvadóttir og rituð var nær því Slavonski Brod í gær. við marklínuna en dómarinn sem dæmdi markið gilt var enn úti á miðjum velli! Ótrúleg dómgæsla, sem hvergi á að sjást, allra síst í heimsmeistarakeppni. Við þetta riðlaðist leikur íslensku stelpnanna og þær náðu ekki að koma jafnvægi á leik sinn. í leikhléi var staðan 17-7, og er til síðari hálfleiks kom jókst forskotið, allt upp i 16 mörk, 26-10. En þá gerði Theodór Guðfmnsson þá breytingu að setja Ágústu Bjömsdóttur inn í stöðu leikstjómanda, Hrafnhildur Skúladótt- ir hrökk í gang og vömin undir tryggri stjórn Ingu Fríðu Tryggvadóttur tók sig saman í and- litinu. Og það munadi heldur betur um það. Á um 15 mínútna kafla minnkuðu Islensku stelp- umar muninn um 6 mörk, skoraðu 7 mörk gegn 1, og luku leiknum eins og fyrr var sagt með sæmd. En hvað sem öllu líður átti íslenska liðið einfaldlega við ofurefli að etja. Króatísku leik- mennirnir eru þeim fremri á flestum sviðum, nema ef vera Fanney Rúnarsdóttir léku vel í skyldi í mark- vörslunni, þar sem Fanney Rúnarsdóttir lagði þær að velli í báðum leikjunum. Það sást þó í þessum leik að þegar íslenska liðið nær að spila eins og það getur best þá stenst það bestu liðum heims snúning. En sá tími kom bara ekki í þessari ferð að íslenska liðið næði að halda einbeitingu og aga í fullar 60 mínútur. Þegar það gerist verður kátt í höllinni. Inga Fríða Tryggvadóttir lék best í íslenska liðinu. Hún var hreint frábær í vörninni, sér- staklega í seinni hálfleik, og vann alveg gríð- arlega vel í sóknarleiknum. Hrafnhildur Skúladóttir átti mjög góðan leik í lok seinni hálfleiks, auk þess sem Fanney Rúnarsdóttir varði á köflum mjög vel. -ih Liður vel núna traustið. Með svona meðvindi eigum við að geta klárað dæmið,“ sagði Erik Veje Rasmussen, þjálf- ari Flensburg, eft- ir leikinn. Yoon, Suður- Kóreumaðurinn hávaxni, skoraði 8 mörk í seinni hálf- leik, þai’ af sigur- markið á lokaminút- unni, þegar Gum- mersbach vann góðan útisigur á Nettelstedt, 23-24. Yoon gerði alls 10 mörk í leiknum. Skellur hjá Willstátt Gústaf Bjamason og félagar í Willstatt fengu óvæntan skell á heima- velli gegn HG Erlangen, 20-26, í B-deildinni. Gústcif skoraði 3 mörk í leiknum. Willstatt heldur þó forystunni því Dormagen missti unninn leik gegn Friesenheim niður í jafntefli í gærkvöld, 19-19. Dormagen var 15-19 yfir þegar 5 mínútur voru eftir. Róbert Sig- hvatsson gerði eitt mark fyrir Dormagen. Willstatt er á toppnum með 44 stig, Dor- magen er með 43, Leutershausen 39 og Friesenheim 37. Rúnar Sigti-yggsson og fé- lagar í Göppingen töpuðu fyrir Leutershausen, 30-24, og era áfram í 6. sæti og Haraldur Þor- varðarson og félagar í Dússeldorf töpuðu fyrir Saarbrúcken, 18-23, og era áfram í 13. sæti. -VS „Við erum núna í efsta sæti í riðlin- um og eigum aðeins eftir tvo leiki gegn Rússum í mars, sem við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna. Mér líður vel núna, við höfúm náð mark- I miði okkar að sigra í tveimur fyrstu leikjum okkar. Undirbúningur okkar fyrir þessa tvo leiki hefur verið mjög góður og árangurinn hefur skilað sér. Ég tel okkur eiga mjög góða möguleika á því að vinna Rússana i leikjunum tveimur sem eftir eru og að við munum spila í úrslitum heimsmeistarakeppninn- ar,“ sagði Zovko Zdravko, þjálfari króat- íska landsliðsins, við DV eftir leikinn í gær. -ih Eivor meiddist á æfingu DV, Króatíu: Eivor Pála Blöndal meiddist á æfingu í Króatíu á laugardag og var flutt á sjúkrahús til röntgenmyndatöku, þar sem Kristján Ragnars- son sjúkraþjálfari óttað- ist að hún væri jafnvel fótbrotin. Það fór þó bet- ur en á horfðist, því að- eins reyndist um slæmt mar að ræða. Það var þó nóg til þess að hún tók ekki þátt í seinni leiknum í gær. Eivor lék sinn fyrsta landsleik í Osijek á fostudagskvöldið. Samkvæmt venju fékk hún væna „sturtuflengingu" hjá stöllum sínum í landsliðinu eftir leikinn. -ih Sagt eftir leikinn í Króatíu í gær: „Gjörsamlega sleg- in út af laginu“ DV, Króattu: „Við ætluðum okkur að bæta fyr- ir ófarirnar í fyrri leiknum og mér fannst, eins og búið er að vera alla ferðina, mjög góð stemning í hópn- um og vilji fyrir því að gera góða hluti," sagði Theodór Guðfinnsson landsliðsþjálfari við DV, eftir tapið gegn Króötum í Slavonski Brod í gær. „Það var góð stemning þegar við mættum inn á völlinn. Við byrjum líka leikinn ágætlega og eftir 5 mín- útna leik er staðan jöfn 2-2. En síð- an erum við gjörsamlega slegin út af laginu af hræðilega slökum dóm- urum leiksins, sem gerði það að verkum að við áttum okkur ekki viðreisnar von. Það var alveg sama hvað við vorum að reyna að gera, það vora raðningsdómar þvers og krass allan fyrri hálfleikinn fyrir ekki neitt. Þetta hafði verulega slæm áhrif á liðið, við urðum alltof „passív" í sókninni og leikmenn þorðu ekki að taka af skarið án þess að fá leyfi hjá dómuranum. Að auki erum við að klikka á auðveldum færum sem við eram að skapa okkur. Vamarleikur liðsins í fyrri hálf- leik var heldur ekki nægilega grimmur. Við náðum ágætlega að stoppa gegnumbrotin, en á móti fengum við skyttur þeirra í loftið vel fyrir innan punktalínu, þar sem þær ýmist settu boltann í netið eða fengu vitaköst. Tíu marka munur i hálfleik var alltof stór biti til að kyngja. Við byrjuðum ágætlega í síðari hálfleik en svo færa dómaramir þeim 3 mörk að gjöf og við vissum hreinlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Sóknarleikur okkar á þess- um tíma var of „passívur" og ótíma- bær skot langt utan að velli skiluðu ekki tilætluðum árangri. Lykilleik- menn, eins og Svava, Hrafnhildur, Brynja og Ragnheiður, höfðu ekki náð sér á strik. Svava og Hrafnhild- ur komu aftur inn eftir góða hvíld á bekknum og Ágústa kom inn fyrir Brynju. Við þessar breytingar var eins og nýtt blóð kæmi í leikinn. Góð bar- átta í vöminni og markviss sóknar- leikur skilaði tilætluðum árangri og liðið náði besta leikkafla sínum í þessun tveimur leikjum," sagði Theodór Guðfmnsson. Niðurdrepandi „Dómararnir byrjuðu strax á því að dæma ruðning á okkur á fullu, dæmdu síðan mark þar sem boltinn var ekki einu sinni inni. Þetta var hrikalega niðurdrepandi og gerði það líka að verkum að sóknarmenn urðu ekki eins ógnandi. Dómaram- ir höfðu þannig mikil áhrif á gang leiksins," sagði Hrafnhildur Skúla- dóttir, markahæsti leikmaður is- lenska liðsins, eftir leikinn. Fúlt að vakna ekki fyrr „í lokin skoraðum við sjö mörk gegn einu hjá þeim. Með sömu bar- áttu og síðustu 15 mínutumar hefð- um við náð að stoppa þessar kerl- ingar, bara með því að berjast. Það er fúlt að hafa ekki náð að vakna fyrr. í fyrri halfleik vorum við að fá á okkur dóma sem við erum ekki van- ar. Við erum að komast í færi þar sem ekkert er dæmt heima, en hér var dæmdur ruðningur. Það var ekki fyrr en við fórum að berja al- mennilega á þeim að við fóram í gang. Þær börðu á manni inná línunni allan tímann, í bakið og andlitið og lömdu mann bara í gólfið. En þegar við voram 16 mörkum undir og bún- ar að spila mjög lélegan leik þá var það alveg ljóst að við ætluðum ekki að fara heim með buxurnar á hæl- unum,“ sagði Inga Fríða Tryggva- dóttir, besti leikmaður íslenska liðs- ins í leiknum. -ih íþróttir 1. riðill: Krðatía-Ísland ...............31-18 Króatía-Ísland ...............30-20 Rússland 2 2 0 0 Króatía 2 2 0 0 ísland 4 0 0 4 58-37 4 61-38 4 75-119 0 2. riðill: Portúgal-Slóvenía Slóvenía-Portúgal .... 25-23 .... 33-24 Portúgal 4 2 0 2 100-114 4 Makedónía 2 10 1 58-51 2 Slóvenía 2 1 0 1 56-49 2 3. riðill: Svíþjóð-Litháen Litháen-Svíþjóð .... 31-20 .... 19-22 Svíþjóð 4 2 0 2 Holland 2 2 0 0 Litháen 2 0 0 2 96-85 4 46-43 4 39-53 0 4. riðill: Slóvakia-Tékkland .... 28-21 Slóvakía 3 2 0 1 Júgóslavía 2 10 1 Tékkland 10 0 1 77-68 4 47—49 2 21-28 0 5. riðill: Belgía-Hvíta-Rússland . . Belgia-Hvíta-Rússland . . .. . . 20-36 . . . . 16-40 Spánn 2 2 0 0 H-Rússland 2 2 0 0 Belgía 4 0 0 4 64- 29 4 76-36 4 65- 140 0 6. riðill: Tyrkland-Frakkland .... . . . . 24-30 Úkraína 2 2 0 0 Frakkland 110 0 Tyrkland 3 0 0 3 65-54 4 30-24 2 78-95 0 7. riðill: Grikkland-Búlgaría .... Búlgaría-Grikkland .... . . . . 30—41 . . . . 35-19 Rúmenía 2 2 0 0 Búlgaría 2 2 0 0 Grikkland 4 0 0 4 70-43 4 76-49 4 92-146 0 Lokakeppni HM fer fram í Noregi í desember. Sigurvegarar í riölunum sjö komast þangað. Þjóðir sem þegar hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru: Noregur, Danmörk, Austurriki, Ungverjaland, Þýskaland, Pólland, Angóla, Kongó, Fílabeinsströndin, Ástralia, Kína, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Síðan bætast við þrjú lið frá Ameríku. Holland stendur mjög vel að vigi i 3. riöli og þarf aðeins eitt stig i tveimur leikjum við Litháen til að komaast á HM. í öllum hinum Evrópuriðlunum er um tvisýna keppni að ræða. Króatía (16) 30 Ísíand (7) 20 0-1, 2-2, 9-2, 14-3, 15-4, (16-7), 18-8, 22-8, 24-9, 26-10, 28-12, 29-13, 29-17, 30-20. Mörk Króatlu: Bubalo 8, Raguz 6/6, Horacek 4, Damjanic 3, Petika 3, Namaskalo 3, Boibanovic 1, Koljanin 1, Celina 1. Varin skot: Galinka 7/2, Maljko 6. Mörk íslands: Hrafnhildur Skúla- dóttir 7/2, Ágústa Björnsdóttir 4, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Ragnheiður Stephensen 2, Svava Sigurðardóttir 2, Guðmunda Kristjánsdóttir 1, Harpa Melsted 1, Gerður Beta Jóhannsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 13, Hugrún Þorsteinsdóttir 1. Brottvísanir: Króatía 4 mín., ís- land 10 min. Dómarar: Vladimir Jovic og Ali- ja Hasic, ekki boðlegir og enn verri en í fyrri leiknum. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Inga Frlða Tryggvadottir. Króatar unnu leikina tvo gegn ís- landi með samanlagt 23 mörkum og skákuðu því Rússum sem unnu ís- land með samanlagt 21 marki. Þetta ræður úrslitum ef markatala liðanna verður jöfn eftir innbyrðis leiki þeirra. Systurnar Dagný og Hrafnhildur Skúladœtur léku saman með lands- liðinu í gær. Dagný hvíldi i fyrri leiknum á fóstudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.