Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Einkavæðingarnefnd í milljarðaviðskiptum: Aburðarverksmiðjan seld án starfsleyfis Öll hlutabréf ríkisins í Áburðar- verksmiðju ríkisins verða seld á fóstudaginn þegar tilboð í verk- smiðjuna verða opnuð hjá Ríkis- kaupum. Lágmarksverð er einn milljarður og sjö aðilar hafa sýnt kaupum á verksmiðjunni áhuga. Kaupendur eru hins vegar tvístíg- andi vegna þess að versksmiðjan hefur ekki gilt starfsleyfi sam- kvæmt lögum. „Áburðarverksmiðjan er ekki með tímabundið starfsleyfi eins og gert er ráð fyrir í lögum sem sett voru 1998. Verksmiðjan hefur sótt um slíkt leyfi en það hefur ekki ver- ið afgreitt," sagði Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Hollustu- vemd ríkisins. „Nýir eigendur hafa i raun enga tryggingu fyrir því að starfsleyfi fáist fyrr en við höfum tekið starfsemina út í samræmi við ný lög. Verksmiðjan er á lista hjá okkur en fyrst er ráðgert að taka Sementsverksmiðjuna út,“ sagði Þór Tómasson. í útboðsgögnum er væntanlegum kaupendum bent á að verksmiðjan hafi ekki starfsleyfi og jafnframt er þar að finna skilyrði þess efnis að - skjálfti í væntanlegum kaupendum Aburðarverksmiðjan seld fyrir milljarð eða meira á föstudaginn, nýr eigandi skuldbindi sig til að halda áburðarframleiðslu áfram: „Það er svo sem í lagi að lofa að halda áfram áburðarframleiðslu en verra er ef lyklinum verður snúið í skránni og verksmiðjunni lokað vegna þess að hún hefur ekki starfs- leyfi daginn eftir að hún verður seld fyrir milljarð eða meira,“ sagði einn úr hópi fjölmargra sem hyggjast bjóða í Áburðarverksmiðjuna. Tveir einstaklingar og fimm fyr- irtæki eða hópar tóku þátt i forvali einkavæðingamefndar ríkisins og Ríkiskaupa vegna hlutabréfasölunn- ar í Áburðarverksmiðjunni og greiddu hundrað þúsund krónur fyrir aðgang að gögnum fyrirtækis- ins. Þeir eru: Eignarhaldsfélag Al- þýðubankans, Landsbankinn, Fjár- vangur, Sláturfélag Suðurlands, Jón Pálsson héraðsdómslögmaður, Har- aldur Haraldsson i Andra og hópur sem samanstendur af KEA, Gufu- nesi ehf. og Sölufélagi garðyrkju- manna. Tilboð í Áburðarverksmiðjuna verða opnuð hjá Ríkiskaupum eftir hádegi á fóstudaginn. -EIR Flateyringar fögnuðu þegar snjóflóði var bægt burtu: Verndaðasta þorp landsins — segir Eiríkur Finnur Greipsson sparisjóðsstjóri Flateyringar skoða verksummerki eftir snjóflóðið. DV-myndir Hörður DV, ísafjarðarbæ: Mikil ánægja ríkti á Flateyri eftir hádegi á sunnudag þegar það spurð- ist út að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu bægt frá stóm snjó- flóði úr Skollahvilft og veitt því út í sjó. Fólk þyrptist á staðinn til að skoða flóðið og fagna því að garð- arnir stóðust eldskírnina. „Það er furðulegt að segja frá því að þegar fjölskylda mín frétti af því að það hefði fallið snjóflóð á garð- ana varð gleðistemning. Það drifu sig allir í útigallann og við skunduð- um á vettvang. Þar var rosalega fin stemning. Krakkarnir léku sér þama í jaðrinum á snjóflóðinu og allir vora ofsalega ánægðir með að sjá það að garðurinn hefði tekið við neðsta hluta flóðsins. Það er alveg klárt mál að garðurinn bægði flóð- inu frá,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson sparisjóðsstjóri sem árið 1995 slapp naumlega þegar snjóflóð rústaði stóran hluta Flateyrar. Hús fjölskyldu hans eyðilagðist í flóðinu og fjölskyldan slapp á nærklæðun- sunnudag að við ættum ekki að láta hjá líða að þakka yfirvöldum fyrir að hafa farið í þessa framkvæmd og hafa gert þetta með undraverðum hraða. Þetta kostaði einhverjar 300 eða 350 milljónir, sem er talsvert, en enginn peningur miðað við hvað er verið að verja. Nú getum við líka sagt að við séum í verndaðasta þorpi landsins. Það þarf gífur- legar náttúruham- farir til að það fari flóð yfir þessa garða. Ég hef per- sónulega aldrei verið í vafa um getu vísinda- manna okkar til að meta þetta þó margir hafi verið að agnúast út í þá. Garðarnir hér eru hannaðir fyrir tvö- falt stærra flóð en féll 1995,“ segir hann. Páll Sigurður Önundarson býr í Ólafstúni 6 á Flateyri, og eins ná- lægt varnargörðunum og hugsast getur, og hann lá ekkert á sinni skoðun. „Ég fagna þessu flóði sérstaklega. Það var mikill happafengur fyrir okkur og sérstaklega hönnuði garð- anna að fá þetta. Það hefði þó mátt vera miklu stærra. Garðarnir svin- virkuðu. Ég svaf alveg rólegur í húsi mínu undir görðunum. Ég hef reyndar allan tímann haft óblendna trú á að þeir gerðu sitt gagn.“ Sigurður Hafberg, umsjónarmað- ur íþróttamiðstöðvarinnar, býr neð- an við Ólafstún á móti Páli. „Það var ágætis tilfinning að sjá að garð- urinn virkar," sagði Sigurður. „Þeg- ar maður horfir á þetta flóð og garð- innn sem gnæfir þar langt yfir hlýt- ur maður að ímynda sér að hann taki við ansi miklu. Þetta er mjög traustvekjandi og ég held því að við séum alveg örugg undir þessum görðum," sagði hann. -HKr. um. „Það höfðu margir orð á því á Páll S. Önundarson við heimili sitt Óiafstún 6 sem er fast við varnargarðana á Flateyri. Andlát Ólafur Bjömsson, fyrrv. pró- fessor í hagfræði og alþingismað- ur, lést í gær á 87. aldursári. Hann varð dós- ent við HÍ 1942 og prófessor 1948-1982. Ólaf- ur sat á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn 1958-1971 og var auk þess af- kastamikill höfundur kennslu- bóka og fræðirita um hagfræði og sögu. Skólavinir í gær var kynnt grunnskóla- verkefnið skólavinir. Það er tveggja ára tilraunaverkefni sem hófst í efstu bekkjum tveggja grannskóla í haust. Tilgangur þess er að reyna að fyrirbyggja að unglingar leiðist út í fikniefna- neyslu. Kannski kemur brú „Ég held að það komi brú þama yfir. Það er ekki spuming um hvort heldur hvenær," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, en henni hafa verið af- hentar undirskriftir um tvö þús- und íbúa í Háaleitis- og Hvassa- leitishverfi um byggingu göngu- brúar yfir Miklubraut vestan Háaleitisbrautar. Andlát Gísli Jónsson, fyrrv. prófessor í rafmagnsverkfræði, lést að- faranótt mánu- dags tæplega sjötugur að aldri. Hann fæddist 6. júní 1929, útskrifað- ist sem raf- magnsverk- fræðingur í Danmörku 1956. Hann var pró- fessor í raforkuverkfræði við HÍ 1979-1995 og vann um árabil að þvi að rannsaka hagkvæmni raf- bíla á íslandi. Gísli lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Verkir og mígren Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar læknanna Ólafs Mixa og Péturs Lúðvígssonar, sérfræðings í heimilislækning- um, er augljós fylgni á milli tíðra verkja skólabarna og mígrens. Braut samkeppnislög Samkeppnisstofnun hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að Trygg- ingastofnun hafi brotið sam- keppnislög þegar ákveöið var að niðurgreiða geðlæknaviðtöl fólks en ekki sálfræðiaðstoð. Stöð 2 sagði frá. Risaapótek Hlutafélagið Hagræði hf. hef- ur verið stofnað um rekstur samtals 12 apóteka, þriggja á Ak- ureyri, sjö í Reykjavík og tveggja í Árnessýslu. Fyrirtækið mun reka apótekin 12 áfram en fjölga afgreiðslustöðum. Grandi gengur Hagnaður Granda hf. og dótt- urfyrirtækisins Faxamjöls varð 403 milljónir króna á síðasta ári sem er heldur minna en árið áður. Meginskýringin er sú að aðeins var tekið á móti 31 þús- und tonnum af hráefni í verk- smiðjum Faxamjöls samanborið við 53.500 tonn árið á undan. Gætir þar m.a. áhrifa frá sjó- mannaverkfallinu í fyrra. Hvalveiðakynning Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður vill að fé verði veitt til þess að hefja kynning- arherferð fyrir hvalveiðum í helstu við- skiptalöndun- um. Dagur segir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.