Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 7 I>V Fréttir Lltið framboð af lóðum á höfuðborgarsvæðinu: Bið eftir byggingar- lóðum í Reykjavík - segir formaður Félags fasteignasala Nokkur umræða hefur verið að undanfomu um hvort yfir- vofandi sé lóðaskortur á höfuð- borgarsvæðinu. Hafa margir bent á að hækkandi fasteigna- verð í Reykjavík og nágrenni sé hluti af þessari vöntun á byggingarlóðum. Undanfarin ár hefur fólk af landsbyggðinni frekar flust til Kópavogs en Reykjavíkur og kenna margir um skorti á byggingarlóðum. Harðar umræður voru um lóðamál í Reykjavík í borgar- stjórn Reykjavíkur í fyrradag, þar sem borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans sögðu hvorki vera skort á lóðum né byggingarlöndum í Reykjavík - en hins vegar væru ekki til- tækar byggingarlóðir í bili. Sjálfstæðismenn sögðu ástand- ið alvarlegt og ljóst væri að Reykvíkingar liðu ekki núver- andi ástand. Hátt fasteignaverð Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala, segir ljóst að lít- ið sé af byggingarlóðum í Reykjavík. „Framboð byggingarlóða í Reykjavík er af skornum skammti um þessar mundir og fyrirséð að einhver bið verður eftir byggingarlóðum að ein- Bið er eftir byggingarlóðum í Reykjavík. Byggingarmenn hafa áhyggjur af lóðaskorti og að ekki verði tilbúnar lóðir í Reykjavík fyrr en eftir 1-2 ár. hverju marki. Þetta er auðvitað mjög bagalegt þar sem nýbyggingar eru ör- yggisventillinn fyrir markaðsverð fasteigna á hveijum tíma. Nægilegt framboð á byggingarlóðum heldur markaðinum stöðugum, ef nægjan- legt lóðaframboð er ekki fyrir hendi hefur það áhrif til hækkunar mark- aðsverðs," segir Jón. Hann segir ástæðuna fyrir mikilli eftirspurn eftir byggingarlóðum um þessar mundir m.a. þá að uppsveifla sé í þjóðfélaginu og aukin lánafyrir- greiðsla við íbúðakaupendur geri fleirum fært að kaupa. Lóðaskortur í Reykjavík „Þegar nýbyggingamarkaðurinn Jón Guðmundsson. heldur ekki í við eftirspurnina og fólksfjölgunina þá koma upp ákveð- in vandamál. Hér á árum áður þekktist það þegar lóðaskortur var, þá var verið að selja úthlutunarlóð- ir á vegum Reykjavíkurborgar á allt að þrefóldu verði. Sveitarfélögin hafa verið of sein á sér að taka við þessari uppsveiflu," segir hann. En er ekki verið að byggja í Reykjavík? “Það er verið að byggja í Reykja- vík, en það er miklu fremur at- vinnuhúsnæði en íbúðahúsnæði. í viðtölum mtnum við byggingamenn segja þeir að þeir hafi áhyggjur af lóðaskorti. Það verða ekki tilbúnar lóðir hér í Reykjavík að neinu marki fyrr en eftir 1-2 ár,“ segir hann. En hvernig er staðan í ná- grannasveitarfélögunum? “Það er farið að ganga mjög á byggingaland í Kópavogi, en i Garðabæ er verið að byggja í Hraunsholti og það er fyrirséð að það byggist upp á 2-4 árum. Það er stefnan að byggja hægt í Garðabæn- um, þannig að allri þjónustu verði sinnt. Svo er það auðvitað Blika- staðalandið í Mosfellsbænum," seg- ir Jón. -hb B I L A R AÐRIR BILAR Á STAÐNUM Hyundai coupe 1600 '98, 5 g., 3 d., vínr., ek. 10 þús. km, leðurs., spoiler o.fl. Verð 1.490.000. Lada Sport 1700 '97, 5 g., 3 d„ grænn, ek. 29 þús. km. Verð 590.000. Hyundai ElantraWagon 1600 '97, nordic style, 5 g„ 5 d„ vínr., ek. 23 þús. km. Verð 1.280.000. Hyundai Accent GLsi 1500 '98, ssk„ 4 d„ rauður, ek. 29 þús. km. Verð 1.090.000. Suzuki Baleno wagon 4x41600 '98, 5 g„ 5 d„ blár/grár, ek. 11 þús. km. Verð 1.650.000. Dodge Startus 2400 '96, ssk„ 4 d„ grænn, ek. 46 þús. km. Verð 1.790.000. Hyundai Accent LS 1300 '96, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 33 þús. km. Verð 790.000. Renault Megane RT1600 '98, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 81 þús. km. Verð 1.190.000. Renault Express 1400 '93, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 83 þús. km. Verð 590.000. Hyundai H-1 dísil ‘98,7 manna, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 16 þús. km. Verð 1.890.000. Bílaián til allt að 60 mánaða Visa/Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.