Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Augiýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Fiimu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tyrkland er boðflenna Við þekkjum tvískinnung Tyrklands af viðskiptum Sophiu Hansen við réttarkerfi, sem er vestrænt á ytra borði og austrænt að innihaldi. í senn sækir Tyrkland um aðild að stofnunum vestursins á borð við Evrópu- sambandið og færist í átt til austrænnar fortíðar. Ofsóknir Tyrklands á hendur minnihlutaþjóð Kúrda hafa aukizt með árunum, þótt þær brjóti ailar reglur um aðild að vestrænu samfélagi. Svona haga til dæmis Spán- verjar sér ekki gegn Böskum. Fara þarf til Serbíu og íraks til að finna meiri grimmd en þá tyrknesku. Kúrdar mega ekki tala tungu sina opinberlega. Þeir mega ekki skrifa á henni og ekki heldur kenna hana í skólum. Stjórnmálamenn og blaðamenn, sem segja frá at- burðum í Kúrdistan eða lýsa samúð með málstað þeirra, eru umsvifalaust dæmdir til fangavistar. Sem dæmi um ástandið í Tyrklandi má nefna, að hvergi í heiminum er eins mikið um, að blaðamenn séu ofsóttir, drepnir og fangelsaðir fyrir að sinna störfum sínum. Samt er þetta ríki inni á gafli í vestrænu samfé- lagi með aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu. Endalausar tilraunir hafa verið gerðar til að gera Tyrki húsum hæfa á Vesturlöndum. Reynt hefur verið að leiða þeim fyrir sjónir, hvernig vandi minnihlutaþjóða hefur verið minnkaður í Evrópu og hvernig Vesturlönd leysa ágreining sín á milli án hernaðaraðgerða. Tyrkland lét aðild að Atlantshafsbandalaginu ekki aftra sér frá innrás í Kýpur í skjóli Bandaríkjanna, sem löngum hafa litið á Tyrkland sem bandamann gegn Sov- étríkjunum sálugu. Innrásin í Kýpur er eina dæmið, sem til er um hernað Natoríkis gegn öðru Natoríki. Að undirlagi Mústafa Kemal Ataturk gerði tyrkneski herinn snemma á öldinni tilraun til að gera Tyrkland evrópskt. Tekið var upp latínuletur og vestrænn klæða- burður, stjórnkerfið lagað að evrópskum formum og lagt bann við ýmsum myndum róttækrar íslamstrúar. En herinn náði bara formsatriðunum, ekki innihald- inu. Tyrkneskir herforingjar hafa aldrei skilið, að vestr- ið er ekki bara form, heldur einnig innihald, svo sem mannréttindi. Þeir hafa til dæmis aldrei skilið, að póli- tísk vandamál leysast ekki með íhlutun hersins. Hvað eftir annað hefur tyrkneski herinn steypt löglega mynduðum ríkisstjórnum, ef þær hafa staðið sig illa eða gælt við íslamstrú. Þar með hefur herinn komið í veg fyr- ir, að þarlendir stjórnmálamenn taki út vestrænan þroska með því að bera ábyrgð á gerðum sínum. Turgut Özal var sá forsætisráðherra og forseti, sem ákafast þóttist vera vestrænn og harðast reyndi að koma Tyrklandi inn í Evrópusambandið. Samt gerði hann enga tilraun til að lina þau sérkenni, sem hafa alltaf komið í veg fyrir, að Tyrkir væru taldir í húsum hæfir. Tyrkir kvarta sáran undan, að Evrópusambandið ástundi misrétti í vali aðildarríkja og taki önnur ríki fram fyrir í biðröðinni. Evrópumenn spyrja á móti, hvernig gangi að koma vestrænu innihaldi í tyrknesk form og fá engin nothæf svör, því að ekkert gerist. Allt frá dögum Ataturk hefur Tyrkland rambað á landamærum austurs og vesturs. Það hefur ekki getað ákveðið, hvar það á heima. Á valdatíma Özal hófust þó gælur við íslam, sem benda til, að smám saman muni Tyrkland finna sér stað í samfélagi íslamskra þjóða. Tyrkland hefur hunzað ótal tækifæri til að koma til móts við innra eðli vestræns samfélags. Það er boð- flenna, sem ekki á heima í Atlantshafsbandalaginu. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 „Skólarnir eiga ekki að annast uppeldi barnanna nema að hluta, heldur foreldrarnir," segir Guðrún m.a. í grein sinni. - Frá foreldrafundi í Hagaskóla fyrir stuttu. Ofbeldi: Þegar vitræna hugsun þrýtur ekki við. Vitræn hugs- un þeirra er eðlilega óþroskaðri en hinna fullorðnu skyldum við ætla og hún getur því aðeins þroskast að fyr- irmyndimar séu fyrir hendi og þar eru for- eldrar og uppalendur barnanna auðvitað fyrst og fremst ábyrgir. Skólarnir eiga ekki að annast uppeldi barn- anna nema að hluta, heldur foreldramir. Fleiri tegundir ofbeidis Því miður era dæmi um að hinir fullorðnu láti líka hendm' skipta „Það er hætta á ferðum þegar vitræn hugsun víkur fyrir frekju ogyfirgangi í samfélaginu okkar og lífsbaráttan snýst um það helst að beita hvaða brögðum sem er til að skara eld að sinni köku.u Kjallarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður Líklega geta flest- ir verið sammála um að ofbeldi sé andhverfa vitrænn- ar niðurstöðu, þ.e. að þá grípi menn til ofbeldis þegar öll rök þrýtur. Stutt í ofbeldið Undanfarnar vik- ur hefur mikið ver- ið rætt um ofbeldi meðal barna og unglinga og ásökun- um hefur rignt yfir skólakerfið sem sökudólgs alvar- legra ofbeldisverka en minna hefur ver- ið hugað að því hvemig hinni vit- rænu niðurstöðu hinna fullorðnu er háttað eða hvernig ofbeldið er vaxið það. Að vísu hefur Páll Skúlason há- skólarektor lýst áhyggjum sínum af skorti á vitrænni umræðu, m.a. í fjöl- miðlum, en ekki vöktu þau orð hans umtalsverða at- hygli. Sannleikurinn er nefnilega sá að fæstir gera sér grein fyrir hversu stutt er í ofbeldið þegar vit- ræna hugsun þrýtur. Ofbeldi birtist á marga vegu. Böm og unglingar láta hendur skipta til að ná sinu fram eða til að tjá tilfinningar sem þeir ráða og berji og misþyrmi þegar þeir eiga engin rök. En ofbeldi er líka fólgið í því sem algengara er, svo sem því að eðlilegt sé talið að rífa og hrifsa til sín það sem menn ásælast með hvaða ráðum og brögðum sem er. Það er auðvitað ekkert annað en ofbeldi gagnvart samborgurunum að koma sér hjá því að greiða skatta. Það er líka ofbeldi að örfáir menn safni obbanum af þjóðar- auðnum í eigin hendur, en láti það viðgangast að aldraða fólkið, sem þennan þjóðarauð, skapaði búi við smánarkjör. Það er ofbeldi að sækja fé i vasa þeirra sem veikir era til að greiða læknisþjónustu þeirra. Og þannig mætti lengi telja. Það er líka ofbeldi í þjóðfélagi sem kennir sig við lýðræði að taka rétt af fólki til að ráða því sjálft hverjir taka sæti á Alþingi í því skyni einu að tryggja sjálfum sér öruggt sæti. Og algjört verður sið- leysið þegar frambjóðendur stæra sig af að hafa sigrað með stuðningi heilla íþróttafélaga! Það er hæpið i meira lagi að þau ágætu íþróttafé- lög hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um stefnumál þeirra hreyfinga, sem frambjóðendurnir era fulltrúar fyrir. Hætta á ferðum Áhyggjur háskólarektors eru sannarlega ekki ástæðulausar. Það er hætta á ferðum þegar vit- ræn hugsun víkur fyrir frekju og yfirgangi í samfélaginu okkar og lífsbaráttan snýst um það helst að beita hvaða brögðum sem er til að skara eld að sinni köku. Það er ofbeldið sem börnin okkar al- ast upp við og telja vitanlega jafn- eðlilegan lífsmáta og hinir full- orðnu gera. Það ofbeldi læra börnin ekki i skólunum heldur heima hjá sér. Guðrún Helgadóttir Skoðanir armarra Þenslumerki í góðærinu „Seðlabankinn hefur séð ástæðu til að koma al- mennum viðvörunum á framfæri við bankakerfið vegna mikillar þenslu í útlánum á ári...Full ástæða er til að taka viðvara-iir Seölabankans alvarlega. Hér hafa verið ýmis þenslumerki í góðærinu, þótt verðbólgan hafi ekki farið á skrið á nýjan leik. Mik- ill viðskiptahalli er skuggi á efnahagsþróun- inni...Þensla er augljóslega í útgjöldum heimOa, fyr- irtækja, ríkis og sveitarfélaga eins og talnagögn Seðlabankans sýna. íslendingar lifa nú eitthvert mesta velmegunarskeið í sögu sinni...Efnahagsum- gerðin er hins vegar brothætt, m.a. vegna einhæfni atvinnulifsins." Úr forystugrein Mbl. 20. febr. Gengisfelling þingskjals „Nýlega er búið að birta skýrslu um þróun í byggðamálum frá 1994-1997 og bera hana saman við stefnumótun Alþingis. í stuttu máli hefur stefnu- mótun þingsins verið gjörsamlega hunsuð. Gengis- felling þessa þingskjals er því alger og gengisfelling Alþingis veraleg. Byggðaþróun er einfaldlega það mikilvæSt mál að menn geta ekki leyft sér að sam- þykkja eitthvað út í loftið, sem ekkert er siðan að marka. Þegar svo við bætist að önnur dæmi era um miklar ákvarðanir, sem ekkert er gert með - nú síð- ast varðandi atvinnuuppbyggingu við Mývatn eftir Kísiliðju og í hvalamálinu - þá er heilbrigðri skyn- semi nóg boðið.“ Birgir Guðmundsson í Degi 20. febr. Upptaka auðlindaarðs „Sjávarútvegurinn býr við miklar sveiflur í ár- ferði og á því rétt á því, að útjöfnun þeirra hafi viss- an forgang fyrir upptöku auðlindaarðs. Öryggiskerfi í líkingu við verðjöfnunarsjóð má endurreisa i krafti auðlindaforræðis samfélagsins með álagningu sveigjanlegs veiðigjalds, er þjóni þannig fleirþættum tilgangi. Hugsanlega mætti gjaldið sveiflast yfir í beinar verðbætur, þegar verst áraði...Gjaldheimta til hins opinbera tæki samkvæmt þessu þá fyrst við, er sveiflujöfnun hefði verið sinnt. Skýr markmið þarf þó að setja um, hvernig markmið þessi vegist á og náist til langs tíma litið.“ Bjarni Bragi Jónsson i Mbl. 21. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.