Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 upplýsing ' • * ‘ á vid baedi um menn og dýr. „Davíð Osvaldsson óttast ekki dauðann. „Ég veit ekki hvers vegna. Ég hef oft velt því fyrir mér en aldrei komist að neinni niðurstöðu." DV-mynd E.ÓI. Varð heittrúaður Faðir og afl Davíðs Osvalds- sonar voru útfararstjórnar. í dag er Davíð útfararstjóri og hann býst við að annar hvor sona sinna, sem eru innan við fermingu, eigi eftir að taka við fyrirtækinu, Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar. „Allt mitt uppeldi gekk út á að ég myndi taka við fyrirtækinu. Fjöl- skyldan og fleira gott fólk stóð við bakið á mér og það hjálpaði mikið.“ Honum hraus þó ekki hugur við þeirri tilhugsun að umgangast lík það sem eftir væri. „Vinum mínum fannst þetta í lagi. Við fórum inn á verkstæði hjá pabba og afa og fengum spýtur, nagla og málningu.“ Starf Davíðs felst m.a. í að snyrta lík. Það lærði hann af fóður sínum. „Sá hluti starfsins felst m.a. í að púðra þá látnu í framan, varalita, setja augnbrúnalit, greiða hár og stundum þarf að raka karlmenn. Það þarf að láta likin líta vel út.“ Davíð er bókstaklega með þá látnu á milli handanna. Hann segir að þessi reynsla í gegnum árin hafi haft þau áhrif að hann er heittrúaður. Hann segir að þegar vinnu ljúki á daginn reyni hann að kúpla sig út úr þessu en bendir á að þetta starf hafi alltaf fylgt fjölskyldunni. Hann er spurður hvort hann ótt- ist dauðann. „Nei!“ Svarið er afger- andi. „Ég veit ekki hvers vegna. Ég hef oft velt því fyrir mér en aldrei komist að neinni niðurstöðu." -SJ Öll eigum við hinsta ferðalagið eftir. Flestir hugsa yfir- leitt ekkert um það. Sumir þurfa þó að gera það starfs síns vegna. Fyrir þeim er dauðinn daglegt brauð. r góð Hvítur er litur sorgarinnar Það er gefandi að hjálpa aðstandendum þess látna við að velja kransa og kistuskreytingar fyrir útfarir. Þetta er líka þakklátt starf því við erum að gera umgjörðina í kringum hinn látna fallegri," segir Friðfinnur Kristjánsson blómaskreytingamaður. „Hvít blóm eru blóm sorgarinnar og þau hefur Friðfmnur á milli handanna við gerð kransa og kistuskreytinga. Mjög oft eru aðrir litir notaðir með og fer það þá eftir því hvort sá látni er karl eða kona. Fyrirtækið sér mikið um blómaskreytingar fyrir jarðarfarir." „Dauðsfóll snerta mig djúpt, sérstaklega þegar ungt fólk deyr.“ Hann segist ekki óttast dauð- ann. „Ég hugsa ekkert um hann sem slíkan. Þegar minn dagur kemur þá kemur hann.“ Hann er spurður hvort hann vilji þá hafa glæsilega kistu- skreytingu. „Já, ég vil ekki vera án blóma.“ -SJ „Frá því ég byrjaði í þessu starfi er ég þakklátari fyrir hverja stund." DV-mynd E.OI. Jafnframt því að stunda lög- reglustörf á Selfossi rekur Svanur Kristinsson fyrirtækið Fylgd ehf. ásamt félaga sínum. Þar eru smíðaðar líkkistur. Svanur sprautar og fóðrar kisturnar og fé- laginn smíðar þær en hann er lærð- ur smiður. „Lítil þjónusta hafði verið hér á Suðurlandi í sambandi við útfarir áður en við stofnuðum fyrirtækið 1995,“ segir Svanur. „Hins vegar hafði útfararstofa verið starfrækt í Hveragerði." í starfi sínu sem lögreglumaður hefur Svanur óneitanlega oft komið að dauðsföllum. Því má segja að UMFERÐAR \ RÁÐ störfm tvö tengist hvað það varðar. Það má líka segja að líf hans tengist dauðanum á vissan hátt. „Vissulega hefur þetta sett mark sitt á mig. Annað væri óeðliegt en að þetta myndi ekki eingöngu breyta við- horfi manns til dauðans heldur einnig til lifsins. Ég ber meiri virð- ingu fyrir lífinu en ella. Ég hugsa meira um lífið og tilgang þess.“ Hann segir það taka sérstaklega á að hitta aðstandendur þess látna ef andlátið hefur borið mjög snögglega að. „Dauðinn er hins vegar viss lausn fyrir þann látna ef hann hef- ur liðið miklcir þjáningar þótt dauð- inn sé vissulega erfiður fyrir að- standendur.“ í augum Svans er dauðinn brott- hvarf úr þessum heimi. Hann segist óttast dauðann að vissu marki og að þar sem hann sé í yngri kantinum sé hann vonandi fjarlægur. „Þegar þar að kemur vona ég að dauðinn komi snögglega." -SJ „Ég ber meiri virðingu fyrir lífinu en ella. Ég hugsa meira um lífið og tilgang þess.“ DV-mynd eh Ber meiri virðingu fyrir lífinu Utfararsiðir víða um heim Á hverju menningarsvæði heimsins eru mismunandi gi-eftr- unarsiðir. Hindúar brenna látna ástvini sína, en strangtrúaðir Gyðingar og Múslímar banna lík- brennslu. Rómversk-kaþólska kirkjan bannaði bálfarir til ársins 1963, en þá var banninu aflétt. Þrátt fyrir það eru margir kaþ- ólikkar mjög andsnúnir brennslu. í hinum vestræna heimi fer lík- brennslum fjölgandi og ræður þar mestu að kirkjugarðar eru meira og minna yfirfullir og landrýmið minnkar. Líkbrennsla hefur verið tíðkuð um aldir í Japan og er þar viðtekin venja. í Kína eru lík aft- ur á móti sjaldan brennd, enda leggja Kínverjar mikla áherslu á að hvila að eilífu í fósturjörðinni og jafnvel þó þeir endi ævi sína annars staðar í veröldinni. Ghana Útfarir í Ghana eru merkilegar uppákomur sem einkennast af söng, dansi og mikilli drykkju. í fiskiþorpinu Teshie, nálægt Accra, er algengt að ættingjar velji sérsmíðaðar kistur utan um látna ástvini, en kisturnar hafa þá skírskotun í ævistarf hins látna. Vinsældir slíkra kistna má rekja aftur til ársins 1951 þegar trésmiður þorpsins, Kane Kwei, smíðaði forláta flugvélarmódel utan um iátna ömmu sína. Amm- an hafði lengi átt þann draum heitastan að fljúga og vonandi varð henni að ósk sinni að lokum. Mexíkó Dagur hinn dauðu er haldinn hátíðlegur 2. nóvember ár hvert í Mexíkó. Það er trú manna að þennan dag snúi sálir til baka tO fyrri heimkynna sinna. Mikil há- tíðahöld eru um land allt til þess að taka sem best á móti látnum vinum og ættingjum. Þennan dag, sem á spænsku kallast Dia de los Muertos, er brauð og sælgæti framleitt sem eftirlíkingar af mannabeinum og alls staðar sjást pappírshauskúpur og beinagrind- ur. Gleðin er ríkjandi á degi hinna dauðu í Mexíkó. Papúa Nýja-Gínea Frumbyggjar í Papúa Nýju- Gíneu syrgja látna með því að maka sig með ljósum leir. Þetta á við um konumar i fjölskyldunni, það er ekkjuna, dætur hins látna, systur og mágkonur hins látna. Ekkjan ber marga þræði með fræjum, sem tákna tár, meðan sorgartíminn stendur yfir. Dag hvem er einn strengur fjarlægður og þegar ekkjan hendir síðasta strengmnn má hún þvo af sér leir- lagið. Þetta ferli tekur um níu mánuði og að því loknu er ekkj- unni heimilt að ganga að nýju í hjónaband. Indland Indverjar lauga þá látnu úr helgu vatni og vefja þá síðan blauhnn klæðum svo þeir fari ekki naktir á vit feðra sinna. Bálfarir eru hefðbundin útfór hindúa á Indlandi. Við bálfórina myndast sá hiti sem eitt sinn ein- kenndi lífið og auðveldar það hin- um látna að skilja við sálu sína svo hún geti sameinast sálum for- feðranna. Eldurinn hreinsar líka hinn látna á líkama og sál. New Orleans Rætur djassins liggja í New Or- leans og þar ræður djassmúsík ríkjum þegar djassgeggjari er bor- inn til grafar. Djasshljómsveitin fylgir kistunni frá kirkju og að kirkjugarði. Leikin eru hæg og ákaflega tregablandin lög. Þegar athöfn er lokið breytist taktur hljómsveitarinnar yfir í fjörleika og gleði. Gleðin á að fylgja hinum látna til himna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.