Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 17
17 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRUAR 1999 wr 3^2 JJJ Skipstjórar „Það er ekki laust við að maður hafi verið háifryðgaður fyrstu dagana," sagði Þorvaldur Svavarsson stýri- maður. DV-mynd S a ; f. E’ Skipstjórar og stýrimenn í fiskiskipaflotanum eru nú einn af öðrum kallaðir í land og sendir í Stýrimannaskólann. Þar læra þeir á ný fjarskiptatæki sem verða komin í öll fiskiskip að ári liðnu. Margir skipstjórnarmannanna hafa ekki sest á skólabekk um áratugaskeið. Tilveran fór í kennslustund í Stýrimannaskól- anum í síðustu viku og tók nokkra skipstjóra tali. Þorvaldur Svavarsson, 1. stýrimaður: Erum prýðilegir námsmenn miðað við aldur og fyrri störf i? Tíminn líður óskaplega hratt hérna í skólanum og það er svolítið skrýtin tilfinning að vera sestur aftur á skólabekk. Þetta er stíft nám og miklum fróðleik troðið í okkur á stuttum tíma. En það verður víst ekki undan þessu komist enda skyldunám fyrir alla skipstjórnarmenn. Annars sýnist mér að menn séu bara sáttir við þetta. Við höfum ekki áður þurft að halda réttindunum við með þessum hætti,“ segir Þorvaldur Svavarsson, fyrsti stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á Rán frá Hafnarfirði. Þorvaldur útskrifaðist árið 1982 úr Stýrimannaskólanum en er alls ekki ókunnugur ýmsum námskeið- um. Hann hefur meðal annars lokið námskeiðum í björgun og í sam- bandi við fískvinnsluna. „Það er auðvitað nauðsynlegt fyr- ir okkur að læra vel á þennan nýja fjarskiptabúnað. Það er sífellt verið að tölvuvæða skipin meira og meira. Oftast er því þannig farið að við fáum ný tæki og síðan er okkur réttur einhver katalógur. Eftir það verða menn bara að bjarga sér,“ segir Þorvaldur. Ryðgaður fyrstu dagana Skipstjórar og stýrimenn hafa allajafna fá tækifæri til að hittast og sagði Þorvaldur það góðan bónus Skipstjórar og stýrimenn læra á ný fjarskiptatæki í Stýrimannaskólanum. Magnús Þorsteinsson, skipstjóri á Lóminum, Þorvaldur Svavarsson, 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Rán, Ómar Ellertsson, skipstjóri á Júl- íusi Geirmundssyni, ásamt kennaranum Birni Júlíussyni. DV-mynd S Magnús Þorsteinsson skipstjóri: Kom á óvart hversu viðráðanlegt námið er Það eru næstum þrjátíu ár síð- an ég var síðast í skóla þannig að þetta eru talsverð viðbrigði. Þessir tíu dagar hér í Stýrimannaskólanum eru heilmikil töm enda farið yfir mikið námsefni á stuttum tima. Það kemur mér samt á óvart hversu viðráðanlegt þetta er - kennararnir eru náttúr- lega mjög góðir,“ segir Magnús Þor- steinsson, skipstjóri á rækjufrysti- togaranum Lómi frá Hafnarfírði. Magnús segist vera sjálfmenntað- ur í öllum þeim mikla tækjabúnaði Magnús Þorsteinsson. sem notaður er á nútímaflskiskipi. „Það flýtir auðvitað talsvert fyrir að fara á námskeið og mætti gera meira að því að bjóða sjómönnum slíka endurmenntun. Við sem erum eldri hefðum getað verið betur und- irbúnir og til dæmis hefði verið gott að sækja grunnnámskeið á tölvu. Ungu mennimir sem útskrifast í dag eru mun betur í stakk búnir hvað þetta varðar.“ Það var þó ekki seinna vænna fyrir Magnús að fara á námskeið- ið því í byrjun næsta mánaðar verður nýju fjarskiptatækjunum komið fyrir í Lóminum. „Þetta er auðvitað mikil fjárfesting en um leið ágætisviðbót við tækin sem fyrir eru.“ Líkt og hinir skipstjórarnir hitti Magnús marga gamla kunningja á námskeiðinu. „Bekkurinn hefði ekki getað verið betur skipaður og marga hef ég ekki séð í mörg ár. Það vantar því ekki umræðuefnin í pásunum en þetta er afskaplega góður og sam- stilltur hópur," segir Magnús Þor- steinsson skipstjóri. -aþ „Þetta er skemmtilegasta nám og ágætis tilbreyting frá sjómennskunni," sagði Ómar Ellertsson skipstjóri. DV-mynd S Ómar Ellertsson skipstjóri: Ekkj komjnn með prófskrekk É ! g sat síðast á skólabekk fyrir einum þrjátiu árum eða þegar I ég var í Stýrimannaskólanum. Síðan þá hefur maður meira og minna verið á sjónum," sagði Ómar Ellertsson, skipstjóri á Júlíusi Geir- mundssyni sem er gerður út frá ísa- firði, þegar blaðamaður truflaði hann í frímínútum. Ómar var ásamt öðrum stýrimönn- um og skipstjórum í kaffipásu og ekki annað að heyra en vel lægi á mönn- um. „Þetta hefur verið ágætistími og suma bekkjarfélagana hef ég ekki hitt í fjöldamörg ár. Þetta er skemmtileg- asta nám og ágætis tilbreyting frá sjó- mennskunni. Ef eitthvað er hefði þetta námskeið alveg mátt vera lengra. Ég man ekki til þess að boðið hafi verið áður upp á nám sem þetta.“ Fjarskiptatækin sem Ómar var að læra á eiga að vera komin í allan fiskiskipaflotann eftir um það bil eitt ár. Hvenær tækin verða hins vegar sett í skip Ómars er óvíst. „Það er engin spurning að þetta er algjör bylt- ing í fiarskiptum og þessi nýi búnað- ur mun taka þeim gamla mikið fram.“ Það voru aðeins tveir dagar í sjálft lokaprófið og þegár Ómar var spurður hvort hann væri ekki kominn með prófskrekk sagði hann: „Ég er enn laus við prófskrekkinn en það er aldrei að vita hvað gerist þegar nær dregur. Annars er ég bjartsýnismaður í þessu sem öðru,“ sagði Ómar Ell- ertsson skipstjóri. -aþ við námskeiðið að hitta ýmsa menn sem hann hefði í gegnum árin spjallað við I talstöðinni. „Ég þekkti til dæmis Ómar um leið og hann opnaði munninn. Við höfum talað saman í talstöðinni í ein fimmtán ár en aldrei hist fyrr. Þannig er þetta með fleiri hérna á námskeið- inu.“ Þorvaldur tók undir orð félaga sinna og sagði að námskeiðið hefði mátt vera lengra. „Það er ekki laust við að maður hafi verið svolítið ryðgaður fyrstu dagana enda langt síðan skólagöngunni lauk. Ég held þó að við séum allir prýðilegir námsmenn, svona miðað við aldur og fyrri störf," segir Þorvaldur Svavarsson stýrimaður að lokum. -aþ <Q S) c 0 (o (/) ö)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.