Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 íþróttir unglinga i>v HK-strákar sem stóðu sig mjög vel og enduðu í öðru sæti. Efri röð frá vinstri: Brynjar Víðisson aðstoðarþjálfari, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Sigurður Víðisson, Guðmundur Atli Steinþórsson, Þórhaliur Siggeirsson, Rúrik Gíslason, Ásbjörn Sveinbjörnsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Eiríkur Jónsson, Árni Þór Finnsson, Ingi Þór Þorsteinsson, Bjarki Már Sigvaldsson fyrirliði og Elvar Már Alfreðsson. slandsmeistarar Bl í 5. ftokki karta í knattspymu innanhúss. Efsta röð frá vinstri: Samúel aðstoðar- þjálfari, Ólafur, afi hópsins, Vilhjálmur fararstjóri og Matthías þjálfari. Miðröð frá vinstrí: Óskar Halldórs- son, Sigurgeir Sveinn Gíslason, Birkir H. Sveinsson fyrírliði, Matthías S. Vilhjálmsson. Neðsta röð frá vinstri: Magnús H. Guðmundson, Kári Skarphéðinsson, Jón Ö. Guðlaugsson, Sigurður F. Grétarsson. 5. flokkur karla í innanhússknattspyrnu: Umsjón Óskar 0. Jónsson Ánægðir ísfiröingar með bikarinn. Matthías Vilhjálmsson er til hægri á myndinni og sá til vinstri er Birkir H. Sveinsson fyrirliði. Þeir eru lykilmenn í hinu skemmtilega liðl ísfirðinga sem vann sinn fyrsta stóra titil. Allir strákarnir f liðinu eru saman í skóla og hafa því allar frímínútur og marga af leikfimitímunum til að þjálfa samvinnuna. Birkir er einnig á fullu í golfi og á skíðum en Matthías einbeitir sér að fótboltanum. Þeir æfa nú 4 sinnum í viku og undirbúa sig af kappi fyrir sumarið sem hefst með Essómótinu í júní. ÍR-ingurinn Vigfús Dan Sigurðsson setti sitt 83. og 84. íslandmet í kúiuvarpi á Unglingameistaramóti íslands í frjálsum íþróttum 15 til 22 ára. Vigfús, sem er á 16. ári, á nú met í 19 af 20 greinum en unglingsíðan fjallar nánar um þetta mót næstkomandi mánudag. Það var FH sem vann stigakeppnina eftir harða baráttu við ÍR og HSK DV-mynd Óskar Sá fýrsti stóri - hjá BÍ eftir 4-1 sigur á HK í úrslitaleik BÍ vann sinn fyrsta stóra titil í 5. flokki karla í inn- anhússknattspyrnu á dögunum. BÍ lék afar vel gegn HK í úrslitaleiknum og vann 4-1 en þessi lið höfðu Fylkisstrákar lentu í þriðja sæti. Efri röð frá vinstri: Aðalsteinn áður mæst í undanriðlinum og þá skildu þau jöfn, þjálfari, Guðni Alexandersson, Sverrir Sigmundsson, Jón Grétar 2-2 í hörkuleik þar sem HK jafnaði í lokin. Höskuldsson, Hjörtur Steinarsson, Eyjólfur Víðisson. Neðri röð frá BÍ lagði Fylki, 4-3, í stórskemmtilegum undan- vinstri: Birgir Jóhannsson, Andrés Jóhannsson, Ólafur Pétursson, úrslitaleik á meðan HK vann nágranna sína í Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Agnar Bragi Magnússon var veikur. Breiðabliki örugglega, 4-1. Gaman var að sjá til Kópavogsstrákanna, úr liðum HK og Breiðabliks, sem þrátt fyrir harða baráttu innan vallar voru orðnir bestu vinir á ný strax eftir leik. Margir af þeim eru saman í skóla enda eru þetta nágrannalið og fór vel á með þeim. Góð byrjun ísfirðinga Úrslitaleikm’inn milli BÍ og HK var eign ís- firðinga. Þeir byrjuðu vel og það skiptir miklu í leik sem þessum. Matthías Vilhjálmsson kom BÍ í 2-0 með tveimur mörkum, Birkir H. Sveinsson skoraði þriðja markið og Sigurgeir Sveinn Gíslason innsiglaði loks sigurinn með glæsimarki. Ámi Finnsson náði síðan að minnka muninn í blálok leiksins. Fylkir vann Breiðablik, 3—1, í leiknum um þriðja sætið í mótinu. Röð liða á mótinu varð annars þessi: 1. BÍ 2. HK 3. Fylkir 4. Breiðablik 5. FH 6. Grindavík 7. Þór, A. Neisti. -ÓÓJ Það skiptir öllu máli að taka vei eftir því sem þjálfarinn segir. HK-strákar hlusta á góð ráð í einu leikhléinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.