Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 25 Vatnsmýrin hf.: Flugvöll á fyllingu í Skerjafirði Verkfræöistofa FHG ehf. hefur að undanfómu unnið að könnun á byggingu flugvallar í Skerjaflrði. Vinnan hefur verið unnin í samráði við íslenska aðalverktaka hf. og fleiri aðila. Arkitektarnir Guð- mundur Gunnarsson og Pálmi Guð- mundsson hafa einnig komið að þessari vinnu. Hlutcifélagið, Vatnsmýrin hf., hef- ur lagt fram tilboð til ríkis og borg- ar þar sem félagið býðst til þess að byggja flugvöll á fyllingu úti í Skerjaflrði og fái sem greiðslu fyrir verkið það svæöi sem flugvöllurinn stendur nú á og nálæg ónotuð svæði, alls um 140 ha. Þar myndi fé- lagið skipuleggja miðborgarbyggð á um 120 hekturum með 7 til 10.000 íbúðum og 300 til 500.000 fermetra af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Áætlaður kostnaður við gerð flug- vallarins er um 5 milljarðar en að byggja upp Vatnsmýrina með þéttri miðborgarbyggð er áætlað að kosti a.m.k. 80 til 90 milljarða. Gert er ráð fyrir að byggð verði 5 til 7 hæða hús sem yrðu víða sam- tengd og standa við breiðstræti sem yrðu með góðum gangstéttum, trjá- beltum og torgum. Grænt belti yrði milli Tjamarinnar og Nauthólsvík- ur með tjörnum og lækjum. Ekkert yrði hreyft við ströndinni og vatns- stöðu Tjarnarinnar ekki raskað. Gert er ráð fyrir að í Vatnsmýrinni risi 20 til 30.000 manna byggð. Gert er ráð fyrir að verslunar- og skrifstofuhúsnæði myndi snúa að Hringbraut, háskólasvæðinu og væntanlegri stofnbraut um Hlíðar- fót. Byggðin yrði 5 til 7 hæða hús sem yrðu samtengd og með bíla- geymslum i niðurgröfnum kjöllur- um. Hlutafélagið Vatnsmýrin myndi hyggja og fjármagna, með aðstoð innlendra og erlendra fjárfesta, flug- völl og veg á fyllingu úti í Skerja- fírði við Löngusker og Hólma og skila flugvelli, flughlaði og aðgangs- vegi tilbúnu undir malbik. Félagið gerir ráð fyrir að ríkið myndi reisa flugstöð og önnur mannvirki og koma fyrir þeim tæknibúnaði sem nauðsynlegur kann að vera á flug- vellinum. Áætlaður framkvæmda- tími við flugvöllinn er rúm tvö ár Fréttir Áætlað skipulag sv _J Atvinnusvæðl: verslun, skrifstpfur og opinberar stofnanlr p—, _ \ íbúðasvæði '\ Vatnsmýrin hf. gerir ráð fyrir að svona muni svæðið líta út eftir breytingarnar. ásamt einu ári sem færi í undirbún- ing. Aðflug ekki yfir byggð Hlutafélagið gerir ráð fyrir að um 700 m vegur yrði lagður frá landi frá Suðurgötu á móts við enda nú- verandi AV brautar að nýju flug- hlaði. Fyrsta skrefið er að gera grjótgarða sem mynda útlínur vall- arins. Fyllt yrði upp milli garðanna með því að dæla inn sjávarmöl. Gert er ráð fyrir tveimur brautum eins og er í dag. Þeim yrði báðum snúið aðeins miðað við núverandi legu þannig að aöflugið verði ekki yfir byggð nema í mikilli hæð. Á AV brautinni yrði aðflugið yfir Fossvogshverfið og síðan eftir norð- in-strönd Kópavogs. íbúar í Foss- vogi yrðu því varir við flugið með svipuðum hætti og í dag. Aðflugsstefhan á norður/suður- braut yrði yfir ysta hluta Seltjarnar- ness og færu flugvélar þar yfir í svipaðri hæð og nú er í Fossvogi. Miðbærinn myndi losna við nær alla hávaðamengun frá flugvellin- um. Ástandið á Skildinganesi myndi einnig batna þar sem fjar- lægð flugvallarins frá hverfinu myndi aukast. Tekjur af nýrri byggð Til stendur að ríkið endurnýi Reykjavíkurflugvöll á næstu þrem- ur árum fyrir 1.5 milljarð og að framkvæmdir hefjist í sumar. Vatnsmýrin hf. bendir á að verði til- boði félagsins tekið myndi ríkið spara sér þann kostnað. Bráða- byrgðaviðgerðir á malbiki vallarins yrðu þó óhjákvæmilegar í sumar til að minnka pollamyndun og vatns- söfnun á vellinum þannig að hann verði nothæfur þau þrjú ár sem tek- ur að byggja völl úti í Skerjafirði. Vatnsmýrin hf. bendir einnig á að fjárhagslegur ávinningur borgar- innar af þessu verði umtalsverður. Borgin héldi beinum og óbeinum tekjum frá flugvellinum og fengi til viðbótar tekjur af nýrri byggð sem annars hefði aldrei risið. Tekjur á ári vegna fasteignagjalda af hús- næði sem verður vel yfir ein millj- ón fermetrar yrðu verulegar. Þá er bent á útsvarstekjur sem væntan- legir íbúar koma til með að greiða í borgarsjóð. -SJ Skíðasvæðið í „Dölunum tveimur“ á ísafirði: Kraftmesti snjótroðari landsins - hefur litið fyrir bröttustu brekkunum Kristinn Lyngmo, forstöðumaður skíðasvæðisins, fer um skíðasvæði ísafjarðar á öflugasta snjótroð- ara landsins. Kristinn Lyngmo er forstöðumaður skiðasvæðisins á ísa- firði en hann hefur starfað þar síðan 1994. Hann fer um skíðasvæði ísafjarðar á öflugasta snjótroð- ara landsins sem er af gerðinni Leipner LH 500. ísfirðingar leggja mikið upp úr skíðasvæðum sinum í „Dölunum tveim- 1^-“, Seljalandsdal og Tungudal, sem eru eitt helsta stolt bæjar- búa. Því er öll áhersla lögð á að hafa alla hluti í sem hestu lagi svo fólk fáist til að mæta og stunda þar vetraríþróttir. Aðspurður um gæði troðarans segir Kristinn nán- ast um byltingu að ræða. “Það er allt annað að- fara um hlíðamar á þessum troðara, hann býður upp á mun meira en sá eldri sem við erum með og engar raspir myndast þegar snjórinn er þjappað- ur í hliðunum. Ég er mjög sáttur við þennan troöara enda er hann það kraftmikill að ekki þarf að hafa mikið fyrir því að bruna upp brött- ustu brekkurnar," segir Kristinn. „Þetta er þægilegt verkfæri og fer vel með mann. Þá má segja að hann sé fjórfalt afkastameiri en sá gamli þannig að þeir eiga fátt sameigin- legt annað en að vera snjótroðarar," segir hann. Vinnslubreidd troðar- Kristinn hjá troðaranum sem keyptur var af ístraktor og er sá kraftmesti á landinu, ein 360 hestöfi. DV-myndir Hörður ans er sex metrar og segir Kristinn þorir ekki að fullyrða að þessi troð- að hann sé örugglega með þeim að það muni um minna. Kristinn ari sé sá besti á landinu en segir þó þremur bestu. -þt FULLnM k • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á íslandi • Hátt og lágt drif - byggður á grind ♦ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. I ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • afimiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.